Fréttablaðið - 02.09.2002, Síða 24

Fréttablaðið - 02.09.2002, Síða 24
Einhver frægasti ógæfumaður Ís-landssögunnar er Geir nokkur sem betur er þekktur undir nafninu Lati-Geir, en hann öðlaðist frægð og nokkurs konar píslarvættisdauða fyrir leti sína þar sem hann dó úr þorsta á lækjarbakka en var of latur til að hafa döngun í sér til að teygja sig í lækinn og svala þorsta sínum. SAGAN af hinum framtakslausa Lata-Geir kom óneitanlega upp í hug- ann í síðustu viku við að lesa frétt um skólastjóra nokkurn í Reykjavík sem ekki treystir sér til að dreifa daglegum skólamáltíðum til barn- anna í skólanum. Foreldrar barna í skólanum vilja að börnin fái næringu og yfirvöld bregðast myndarlega við og niðurgreiða skólamáltíðir. En það er ekki nóg því að skólastjórinn sér enga leið til að koma matnum ofan í krakkana nema skólinn fái peninga til að ráða einhvern til að taka við matnum og dreifa honum oftar en þrisvar í viku. EKKI er vitað hvort Lati-Geir sá sem sagan greinir frá var skólamað- ur að atvinnu áður en framkvæmda- leysið yfirbugaði hann. En viðkom- andi skólastjóri er sannkallaður at- hafnamaður miðað við Lata-Geir því að hann er reiðubúinn til að dreifa skólamáltíðunum þrisvar í viku - en treystir sér bara ekki í hin tvö skipt- in nema fyrir sérstaka þóknun. Þarna mun þó ekki vera um erfiðis- vinnu að ræða og allrasíst ef gríslingarnir verða sjálfir látnir sækja matarbakkana sína. Kannski tæki þetta tvo menn sosum eins og tvo tíma á viku og allir á þessum 400 manna vinnustað gætu verið saddir og sælir og þakklátir því góða kerfi sem útvegar skólafólki hollan mat á vægu verði. SKÓLABÖRNIN hafa nú fengið eftirminnilega sýnikennslu í því hvaða væntingar sé eðlilegt og sjálf- sagt að gera til þjóðfélagsins. Von- andi leysist þessi vinnudeila um mat- ardreifinguna hið allrafyrsta, en þá gæti skólastjórinn leikið nýjan leik gegn velferðarkerfinu sem útvegar skólamáltíðirnar og spurt: „Hver á að mata krakkana og mig - og hver á að brytja matinn ofan í okkur?“ Og svo væri upplagt að heimta að þjóð- kirkjan sendi prest til að lesa borð- bænina og söngstjóra til að stjórna skólasöngnum: „Lati-Geir á lækjar- bakka, lá þar til hann dó...“  Sérsniðið markaðsfræðinám samhliða vinnu Opinn kynningarfundur í dag Í boði eru tvær námsbrautir: CIM - Advanced Certificate in Marketing - Fyrir þá sem hafa menntun eða reynslu í markaðsfræðum. CIM - Postgraduate Diploma in Marketing - Fyrir þá sem hafa umtalsverða menntun eða reynslu á sviði markaðsfræða. Kynning á náminu verður í Háskólanum í Reykjavík í dag, mánudag, kl. 17.15. www.cim.co.uk • www.stjornendaskoli.is Safran er gull matgerðarmeistarans, verðmætasta kryddtegund heims. Líkt og þekking er safran eftirsótt og dýr vara á alþjóðlegum markaði. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 1 83 92 08 /2 00 2 SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Þráins Bertelssonar 30% afsl. af útimálningu ÚTSALA Lati-Geir og kerfið Flotefni • Málning Múrviðgerðarefni Verkfæri og fl. Súðarvogur 14 www.golflagnir.is S: 5641740

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.