Fréttablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 12
12 1. október 2002 ÞRIÐJUDAGURFÓTBOLTI TAP Í FYRSTA LEIK Afganska landsliðið í knattspyrnu tapaði 10-0 fyrir Íran á Asíuleikunum. Hér sést Ebrahim Mirzapour, markvörður Afgana, verja skallabolta frá Mohsen Bayatiniya. LEIÐRÉTTING ÍÞRÓTTIR Í DAG 17.30 Sýn Meistaradeild Evrópu 18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu (Man. Utd. - Olympiakos) 20.00 Fylkishöll SS-bikar karla (Fylkir - Ármann) 20.40 Sýn Meistaradeild Evrópu (Bayern M. - AC Milan) 00.25 Sýn Íþróttir um allan heim FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður KR, var valinn leik- maður 13. - 18. umferðar Síma- deildar karla og Ásthildur Helgadóttir, úr KR, var valin leikmaður 8. - 14. umferðar Símadeildar kvenna af fjölmiðl- um en úrslitin voru kunngerð í gær. Fjórir leikmenn úr liði Ís- landsmeistara KR voru valdir í lið umferðarinnar auk þess sem þjálfari þeirra, Willum Þór Þórs- son, var valinn þjálfari umferð- arinnar. Fylkir, sem lenti í öðru sæti deildarinnar, fékk engan leikmann kjörinn að þessu sinni. KR á sex leikmenn í liði 8. - 14. umferðar Símadeildar kven- na auk þess sem þjálfari þeirra, Vanda Sigurgeirsdóttir, var val- in besti þjálfarinn. Athygli vek- ur að Sandra Sigurðardóttir, markvörður Þór/KA/KS var val- in besti markvörður umferð- anna.  ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Var valin leikmaður 8.-14. umferðar í Símadeild kvenna af fjölmiðlum. Leikmannaval fjölmiðla í Símadeildunum: Tíu leikmenn úr KR KARLALIÐ 13.-18. UMFERÐAR: Markvörður: Gunnar Sigurðsson Fram Varnarmenn: Kristján Sigurðsson KA Reynir Leósson ÍA Sinisa Kekic Grindavík Þormóður Egilsson KR Tengiliðir: Ágúst Gylfason Fram Grétar Rafn Steinsson ÍA Veigar Páll Gunnarsson KR Sigurvin Ólafsson KR Framherjar: Grétar Hjartarson Grindavík Sigurður Ragnar Eyjólfsson KR Þjálfari: Willum Þór Þórsson KR Dómari: Egill Már Markússon Leikmaður umferðarinnar: Veigar Páll Gunnarsson KR KVENNALIÐ 8-14. UMFERÐAR: Markvörður: Sandra Sigurðardóttir Þór/KA/KS Varnarmenn: Guðrún Jóna Kristjánsdóttir KR Rósa Júlía Steinþórsdóttir Valur Ásdís Þorgilsdóttir KR Björg Ásta Þórðardóttir Breiðablik Tengiliðir: Ásthildur Helgadóttir KR Margrét Ólafsdóttir Breiðablik Hólmfríður Magnúsdóttir KR Laufey Ólafsdóttir ÍBV Framherjar: Olga Færseth KR Hrefna Jóhannesdóttir KR Þjálfari: Vanda Sigurgeirsdóttir KR FÓTBOLTI Ottmar Hitzfeld, knatt- spyrnustjóri Bayern München, segir liðið verða að sigra leikinn gegn AC Milan í kvöld. Hitzfeld setti stefnuna á meistaratitilinn fyrir þetta tímabil. Liðinu hefur þó ekki gengið sem skildi og hefur ekki enn náð að sigra. Aðeins náð einu stigi úr tveimur leikjum. Bayern tapaði fyrir Leverkusen í þýsku Bundesligunni um helgina. Hitzfeld kallaði til neyðarfundar þar sem hann gagnrýndi frammi- stöðu Giovanni Elber sem fékk mörg kjörin tækifæri til að skora en mistókst. Ítölsku liðin virðast hins vegar vera að ná fyrri styrk. Liðin þrjú er öll efst í sínum riðli. Juventus, sem mætir Newcastle í E-riðli í kvöld, komst síðast ítalskra liða í átta liða úrslit keppninnar fyrir þremur árum. AC Milan er eitt sex liða sem hefur unnið báðar viðureignir sín- ar. Það má því búast við hörkuleik í München í kvöld. Deportivo La Coruna mætir franska liðinu Lens, einnig í G-riðli. Deportivo hefur þrjú stig og ætlar sér sigur í kvöld. Hin þýsku liðin í Meistaradeild- inni, Leverkusen og Dortmund, hafa heldur ekki staðið sig vel. Fyrrnefnda liðið hefur tapað báð- um viðureignum sínum. Það síðar- nefnda hefur sigrað í einum leik. Leverkusen mætir Maccabi Haifa frá Ísrael í kvöld í F-riðli. Í hinum leik riðilsins mætast Manchester United og Olympiakos frá Grikk- landi. Barcelona frá Spáni mætir Lokomotiv Moskvu á útivelli í H- riðli. Katalóníuliðið hefur sigrað í báðum viðureignum sínum en Moskvu-liðið hefur gert eitt jafn- tefli. Tyrknesku risarnir úr Galatasaray mæta Club Brugge frá Belgíu í hinum leik H-riðils- ins.  FÓTBOLTI Niðurrif á frægasta knattspyrnuvelli heims, Wembley, hófust í gær eftir miklar tafir á fjármögnun fyrir nýjum velli sem reisa á í norðurhluta Lundúna. Framkvæmdir á nýja vellinum hefjast á morgun. Hann er talinn verða sá dýrasti í heimi en áætlað- ur kostnaður er um 755 milljónir punda. Hann mun taka um 90 þús- und manns í sæti og opnar vænt- anlega í ársbyrjun árið 2006. Gamli Wembley völlurinn var byggður árið 1923 og þar hefur enska landsliðið í knattspyrnu unnið marga af sínum fræknustu sigrum. Þar á meðal 4-2 sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik heims- meistaramótsins. Þjóðverjar lögðu Englendinga að velli 1-0 í síðasta leiknum sem spilaður var þar, þann 7. október árið 2000.  Gamli Wembley-völlurinn: Niðurrif hafið WEMBLEY VEGINN Niðurrif á Wembley-leikvanginum hófust í gær. Nýi völlurinn verður tilbúinn eftir fjögur ár. Bayern þarf á sigri að halda Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Bayern München mætir AC Milan. Þýska liðið hefur aðeins náð einu stigi það sem af er. NIÐURLÚTUR Oliver Kahn, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, var niðurlútur eftir tap gegn Bayer Leverkusen. Hann var gagnrýndur fyrir að taka andstæðing sinn hálstaki og hrista í leiknum. Hann stendur vænt- anlega á milli stanganna í kvöld þegar Bayern mætir AC Milan. LEIKIR KVÖLDSINS: E-riðill Feyenoord - Dynamo Kiev Juventus - Newcastle F-riðill Maccabi Haifa - Leverkusen Manchester United - Olympiakos G-riðill Bayern München - Milan Deportivo La Coruna - Lens H-riðill Galatasaray - Club Brugge Lokomotiv Moskva - Barcelona Ótrúleg úrslit urðu á Asíuleik-unum þegar Suður-Kórea vann Mongólíu í handknattleik. Suður- Kórea, sem er gestgjafi leikanna, skoraði 52 mörk gegn 7 mörkum Mongólíu. Slík úrslit eru sjaldgæf í handknattleik en Sovétríkin sál- ugu lögðu Ísraela eitt sinn að velli með 80 marka mun, 82-2. Svo gæti farið að Roy Keane,fyrirliði Manchester United, kalli Alf-Inge Haaland, leikmann Manchester City, til vitnis vegna agabrots sem hann er sakaður um. Keane mætir fyrir aganefndina eftir tvær vikur þar sem hann þarf að svara til saka fyrir að brjóta viljandi á Haaland í leik fyrir ári síðan. Haaland hefur ver- ið frá keppni síðan. Norðmaðurinn lýsti því yfir í viðtali við norskt dagblað að Keane hefði ekki sparkað í það hné sem hefur verið að angra hann. Ef Keane verður dæmdur sekur á hann yfir höfði sér langt keppnisbann. Leið mistök urðu í blaðinu ígær þegar greint var frá því að 3. riðill í undankeppni í EM drengjalandsliða í knattspyrnu væri að hefjast hér á landi. Rið- illinn fór fram dagana 18.-22. september og er honum því löngu lokið. Beðist er velvirðingar á mistökunum. STUTT VERÐHRUN Rýmum verslunina fyrir nýjum vörum 50% AF ÖLLU Í BÚÐINNI. Tilvalið tækifæri til að kaupa jólagjafir. Ekta pelsar og leður. Handunnin sófasett, innskotsborð, speglar, barir, stakir stólar. Handunnin rúmteppi, dúkar, púðaver. Handmálaðar styttur og lampar. Samkvæmiskjólar, og margt fleira. Útsalan hófst 1. okt. Opið virka daga 11 - 18. Laugardaga 11 -15. Sunnudaginn 6. okt 13 - 16. Hvergi betri kaup. Verið velkomin. Sigurstjarna (Bláu húsin Fákafeni) Sími 5884545

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.