Fréttablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 1. október 2002 INNLENT LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI Íslensk fyrirtæki sem hafa ráðist í útrás á erlendum mörkuðum hafa dregið vagninn í vexti íslenskra fyrirtækja. Ár- mann Þorvaldsson, f r a m k v æ m d a - stjóri fyrirtækja- sviðs Kaupþings, bar saman hagnað og markaðsvirði fyrirtækja sem eru á heimamark- aði annars vegar og útrásarfyrirtækja hins vegar. Niðurstaðan er sú að útrásarfyr- irtækin hafa margfaldast að um- fangi, meðan hin hafa staðið í stað. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Félags við- skipta- og hagfræðinga um útrás fyrirtækja. Meðal fyrirlesara var Davíð Scheving Thorsteinsson sem er einn þeirra frumkvöðla sem reynt hafa fyrir sér á erlendri grund. Davíð miðlaði af reynslu sinni og varaði við ofmati á eigin ágæti. „Það er enginn skortur á snilli í heiminum og það er held- ur enginn skortur á óheiðarlegu fólki.“ Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco, rakti kaup fyrirtækis- ins á Balkanpharma og þeim fjöl- þættu og flóknu verkefnum sem biðu nýrra eigenda. Ármann gerði grein fyrir sam- anburði á fyrirtækjum í úrvals- vísitölu Kauphallar Íslands og flokkaði þau í heimafyrirtæki og útrásarfyrirtæki. Markaðsverð- mæti heimafyrirtækjanna var 67 milljarðar í janúar 2001 en mark- aðsvirði útrásarfyrirtækja var um 40 milljarðar. Í dag er mark- aðsvirði útrásarfyrirtækjanna 123 milljarðar en 69 milljarðar hjá heimafyrirtækjunum. Á tímabilinu hefur því markaðs- verðmæti heimafyrirtækja auk- ist um tvo milljarða en um 80 milljarða hjá útrásarfyrirtækj- unum. Þegar horft er til hagnað- ar er munurinn hlutfallslega meiri útrásarfyrirtækjunum í hag. Ármann sagði að kaflaskipti hefðu orðið í útrás fyrirtækja frá árinu 2000, fram að þeim tíma hefðu menn keypt fyrirtæki sem voru í erfiðleikum og á útsölu. Sú útrás hefði ekki skilað jafn miklu og útrás síðustu ára sem hefði oft og tíðum beinst að fyrirtækjum í góðum rekstri. Ármann sagði að fyrirtæki væru í dag mun dug- legri við að leita ráðgjafar og kanna áreiðanleika viðskipta. Kostnaður við fyrirtækjakaup hefði vaxið, en á móti kæmi að betri árangur hefði náðst. haflidi@frettabladid.is BAGDAÐ, AP Nokkrir bandarískir þingmenn, sem staddir eru í Írak, hvetja bæði írösk og bandarísk stjórnvöld til þess að trufla ekki starfsemi vopnaeftirlits Samein- uðu þjóðanna. „Það er til leið til þess að leysa þessa deilu án stríðs. Hún er sú að Írakar trufli ekki og að Bandarík- in trufli ekki vopnaeftirlitið,“ sagði David Bonior, demókrati frá Michigan í Bandaríkjunum. Flokksbróðir hans frá Was- hington, Jim McDermott, tekur undir þetta og segir að George W. Bush forseti ætti að láta eiga sig að reyna að steypa Saddam Hussein af stóli. Nær væri að ein- beita sér að því að Írakar afvopn- ist. „Að skipta um stjórn krefst stríðs. Afvopnun er hægt að koma í kring eftir diplómatískum leið- um,“ sagði McDermott. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hittu fulltrúa Íraks í Austurríki í gær til þess að ræða við þá um framkvæmd vopnaeft- irlitsins, sem vonast er til að geti hafist á ný innan tíðar. Vopnaeftir- litið krefst þess að fá óheftan að- gang að öllum stöðum í Írak sem þörf þykir krefja. Bandarískir ráðamenn reyna ákaft að fá Frakka, Rússa og Kín- verja til þess að samþykkja álykt- un í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, sem heimilar hernað gegn Írak ef vopnaeftirlitið fær ekki að athafna sig þar.  Viðgerðir við Reykjanes-bryggju í Ísafjarðardjúpi hófust í gær, en steypa á utan á allan landvegginn. Bryggjan í Reykjanesi var um margra ára- tuga skeið fastur viðkomustaður Djúpbátsins Fagraness. bb.is Rækjutogarinn Framnes varðfyrir vélarbilun í fyrradag er skipið var að veiðum á svokölluð- um Norðurkanti, um 50 sjómílur norður af Horni. Togarinn Andey dró skipið til hafnar á Ísafirði. bb.is Landsmót fuglaskoðara verðurhaldið á Hótel Höfn og í Pakk- húsinu hefur verið sett upp sýn- ingin Fuglar. Von er á fuglaskoð- urum af öllu landinu á landsmót- ið. horn.is Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra, og þingmenn Vest- fjarða voru saman komnir á Kleifaheiði milli Patreksfjarðar og Barðastrandar er nýr vegur var opnaður á föstudag. Við þetta tækifæri sagði ráðherra að helst þyrfti að hraða vegaframkvæmd- um á Barðaströnd og allt til Gils- fjarðar. bb.is FJÖLMIÐLAR „Það eru miklar vænt- ingar í gangi og við erum þess fullvissir að hér sé um góða hug- mynd að ræða,“ segir Þorsteinn Gunnar Aðalsteinsson, einn að- standenda nýs tímarits sem dreift verður ókeypis í hvert hús í Hafn- arfirði áður en langt um líður ef alla áætlanir ganga eftir. Með Þorsteini starfar Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður og hann hefur þegar unnið tölu- vert efni fyrir nýja tímaritið sem kennt er við bókstafinn I og kem- ur til með að heita það: „Meðal efnis í fyrsta tölublað- inu verður könnun sem gerð hefur verið meðal bæjarbúa um hver sé frægasti Hafnfirðingur allra tíma,“ segir Jakob Bjarnar, en neitar að gefa upp hver hreppi tit- ilinn. Björgvin Halldórsson mun vera heitur og Laddi líka. Í næstu viku verður kynning- arbæklingur sendur í hvert hús í Hafnarfirði þar sem tímaritið verður kynnt.  SENDINEFND ÍRAKS Amir Al Sadi, fyrir miðri mynd, er yfirmaður sendinefndar Íraka sem ræðir nú við fulltrúa vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Austurríki. Vopnaeftirlitsmennirnir eru að kanna vilja Íraka til þess að heimila þeim aðgang að landinu. Bandarískir þingmenn í Írak: Ekki trufla vopnaeftirlitið AP /R U D I B LA H A NÝJA TÍMARITIÐ Góð hugmynd - miklar væntingar segja útgefendur. Hafnarfjörður: Tímarit á teikniborðinu ÚTRÁS FYRIRTÆKJA Davíð Scheving Thorsteinsson miðlaði af reynslu sinni við að ná tökum á erlendum mörkuðum á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær. Hann auglýsti eftir rómantískum stórhug íslenskra fyrirtækja í sókn á erlenda markaði, en benti á að mörg ljón væru í veginum. Útrásin dregur vagn- inn í vexti markaðarins Fyrirtæki sem hafa tekið áhættu og fjárfest í útlöndum hafa margfaldast að markaðsvirði á undanförnum árum. Fyrirtæki eins og Össur, Pharmaco, Baugur og Bakkavör hafa vaxið mikið. Rótgróin fyrirtæki á heimamarkaði eins og Eimskip, Skeljungur, Sjóvá-Almennar og Ker hafa því sem næst staðið í stað. Í dag er mark- aðsvirði útrás- arfyrirtækjanna 123 milljarðar en 69 milljarð- ar hjá heima- fyrirtækjunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Vígin falla: Ný lög í reykmettuðu Grikklandi AÞENA, AP Grikkir eru einhver mesta reykingaþjóð Evrópu og reykja hvar sem þeim sýnist. Ný- ar lög munu taka gildi þar í landi á morgun sem banna reykingar á ýmsum stöðum, allt frá biðstofum til veitingahúsa. Veitingastöðum verður gert að hafa helming hús- næðisins reyklausan. Nætur- klúbbar og kaffihús verða undan- þegin reglunum. Flestir spá því að erfitt verði að innleiða nýju lögin. „Hjólin snúast ekki í Grikklandi án reykinga. Fólk mun ekki samþykkja þessi lög,“ er haft eftir starfsmanni á ferðaskrif- stofu, þar sem öskubakki er á hverju skrifborði.  Ítvígang þurfti lögreglan íHafnarfirði að hafa afskipti af tæplega tvítugum ungmennum um helgina. Við leit í bílum þeirra fannst lítilsháttar af fíkni- efnum auk þess sem áhöld fund- ust til neyslu þeirra. Fimmtán ára ökumaður varstöðvaður af lögreglunni í Hafnarfirði á sunnudagsmorgun. Með í för var 14 ára vinkona hans. Í ljós kom að bílnum hafði verið stolið við Köldukinn í Hafn- arfirði nóttina áður. Kveikjulás- lyklar höfðu verið skildir eftir í bílnum og hurðir ólæstar. Var því greiður aðgangur fyrir ungmenn- in. Viðskiptavinur veitingahúss í mið-borginni reyndi að koma sér undan að borga fyrir kvöldverðinn. Kallað var eftir aðstoð lögreglu. Að lokum sættist maðurinn á að greiða reikninginn en þá tók lögreglumaður eftir því að myndin á greiðslukort- inu var gjörólík manninum með veskið. Maðurinn, sem var ölvaður, gat með engu móti útskýrt hvernig stæði á því að umrætt kort væri komið í hans vörslu. Gisti hann fangageymslu um nóttina. Sömu menn kveiktu í tvisvar sinn-um í fyrrinótt. Fyrst í bílhræi sem stóð við hús í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Mátti litlu muna að eld- urinn bærist í húsið. Þá var kveikt í skreiðarhjalla í hrauninu við Krísu- víkurveg. Þeir sem voru að verki hafa ekki náðst. Móðir eins árs gamals bandarísks drengs: Vill leyfa hon- um að deyja ORANGE, KALIFORNÍU, AP Móðir eins árs gamals bandarísks drengs, sem haldið er á lífi í öndunarvél, vill að hann verði aftengdur vél- inni og leyft að deyja. Faðir drengsins, sem sakaður er um að hafa hrist drenginn með þeim af- leiðingum að hann fór í dá, vill hins vegar halda í vonina um að hann nái sér. Látist drengurinn, sem heitir Christopher, eru líkur á því að faðirinn verði ákærður fyr- ir morð. Christopher hefur legið hreyfingarlaus í öndunarvélinni síðan 17. desember á síðasta ári. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.