Fréttablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 14
14 1. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR THE SWEETEST THING kl. 8 LITLA LIRFAN - Stuttmynd 4 og 5 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 4 og 6 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 K 19 kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.40 Sýnd kl. 4.45, 7.30 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 kl. 8SIGNS kl. 6 og 8MAÐUR EINS OG ÉG 24 HOUR PARTY P. kl. 10.05 THE BOURNE IDENTITY 5.30, 8 og 10.30 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 6 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 HAFIÐ kl. 5.45 og 8 VIT433LILO OG STITCH kl. 4 og 6 VIT 430 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 VIT429 SIGNS kl. 8 og 10.10 VIT427 HAFIÐ kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT433 MAX KLEEBLE´S... 4, 6, 8 og 10.10 VIT441 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 435Sýnd kl. 5.45, 8.15 og 10.10 VIT 427Sýnd kl. 10.10 VIT 436 FRÉTTIR AF FÓLKI TÓNLIST Það verður mikill þeyt- ingur á Sunnu Gunnlaugsdóttur píanóleikara í dag. Hún ætlar að taka lagið ásamt kvintett sínum í Ráðhúsinu þegar Jazzhátíð Reykjavíkur verður formlega sett. Eftir það hoppa fimmmenn- ingarnir beint upp í næsta „jazzmobile“ og renna af stað í átt að Akranesi. Þar leika þau á tónleikum í sal tónlistarskólans sem hefjast kl. 20.30. „Fyrir tveimur árum langaði mig að setja saman og semja tón- list með söng fyrir Kristjönu Stefánsdóttir,“ útskýrir Sunna þegar blaðamaður spyr um til- urð kvintettsins sem starfar í hennar nafni. „Við gerðum eina tónleika á Kaffi Reykjavík en svo gerðist ekkert meira. Fyrr en í ár að ég fékk tækifæri til þess að ganga í þetta verkefni að fullu. Ég setti saman þessa hljómsveit fyrir djasshátíðina og plötupptöku.“ Kvintettinn skipa, ásamt Sunnu, Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Sigurður Flosason saxofónleikari, Drew Gress bassaleikari og Scott McLemore trommuleikari. Sunna er með annan fótinn í New York. Þangað fór hún upp- haflega árið 1993 í nám sem hún kláraði þremur árum síðar. Síð- ustu tvö árin hefur hún starfað sem atvinnupíanisti. Þetta verður annasöm vika hjá Sunnu. Auk þess að leika á tvennum tónleikum í dag og öðrum á fimmtudag verður ráð- ist í það að hljóðrita níu laga breiðskífu í Salnum, Kópavogi. „Það verða á henni lög sem sam- in eru eftir ljóðum Steins Stein- arrs, Tómasar Guðmundssonar og Sigurbjargar Þrastardóttur. Svo eru líka textar eftir mig. Platan á að heita „Fagra veröld“ og kemur út fyrir jól. Ég reyni að átta mig á því hvernig lag höfðar til hvers ljóðs. Ég leitaði fyrst mikið í Stein Steinarr. En þar sem hann er voðalega mikið að fjalla um dauðann og ljóð annarra eldri skálda eru þjóðfé- lagsádeilur ákvað ég að leita líka til nútímaskálda,“ segir Sunna, og neyðist þar með til að rjúka úr símanum í næsta verk- efni. biggi@frettabladid.is kl. 10.10 FILMUNDUR BATTLE ROYALE SUNNA GUNNLAUGSDÓTTIR Á eftir að eiga annasama viku með kvintett sínum. Tónleikar Sunnu á Jazzhátíðinni verða á Kaffi Reykjavík á fimmtudagskvöldið kl. 22. Ljóð á bláu nótunum Í dag kl. 17.00 verður Jazzhátíð Reykjavíkur formlega sett í 11. sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hátíðin fer að mestu fram á Kaffi Reykjavík. Henni lýkur á sunnudag. Meðal dagskráliða eru tónleikar kvintetts Sunnu Gunnlaugsdóttur. Mary Weiland, eiginkona ScottWeiland, söngvara hljómsveit- arinnar Stone Temple Pilots, hef- ur sótt um skilnað eftir tveggja ára hjónaband. Mary, sem segir að óásættanlegur ágreiningur liggi að baki skilnaðin- um, hefur óskað eftir forræði yfir tveimur börnum þeirra hjóna. Weiland játaði í des- ember á síðasta ári að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi. Fyrir þrem- ur árum var hann dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að brjóta skilorð eftir að hafa verið dæmdur fyrir að hafa fíkniefni í fórum sér. Dryden Mitchell, gítarleikarihljómsveitarinnar Alien Ant- farm, segist enn eiga í erfiðleikum með að spila á gít- ar eftir alvarleg bakmeiðsli sem hann hlaut í rútu- slysi á Spáni fyrr á þessu ári. Öku- maður rútunnar lést í slysinu. „Mér fer fram í hverri viku sem líður,“ sagði Mitchell í samtali við tímaritið „Rolling Stone.“ „Ég hlaut mikinn taugaskaða. Fingur- björgin eru dofin og því er erfitt að spila á gítarinn.“ Söngvarinn Phil Collins hefurákveðið að hætta öllum tón- leikaferðalögum. Collins, sem heyrir illa á vinstra eyra, tók ákvörðunina að ráðleggingu lækna sem sögðu að hann gæti misst heyrn- ina fyrir fullt og allt. „Ég hef ákveðið að hætta tónleikaferðalög- um,“ sagði Collins. „Ég mun spila af og til á tónleikum, helst órafmögn- uðum þar sem hávaðinn er ekki mikill.“ Fyrirsætan Kate Moss hefureignast litla stúlku. Hefur hún fengið nafnið Lola. Moss og unnusti hennar, Jefferson Hack, munu vera í skýjunum með dótturina. TÓNLIST Kryddstelpurnar, eða The Spice Girls, neita sögusögnum um að þær séu að vinna að safnskífu með vinsælustu lögum sveitarinn- ar. Hræðslukryddið og fyrrum tengdadóttir Íslands, Mel B, er sögð hafa haft samband við alla meðlimi sveitarinnar, nema Geri Halliwell, vegna plötunnar. Út- gáfufyrirtæki þeirra, Virgin, neit- ar því þó og segja ekkert slíkt í bí- gerð. Geri hætti sem kunnugt er í sveitinni í maí árið 1998 og lýsti því þá yfir að hún ætlaði aldrei aftur að vinna með hinum krydd- tegundunum. Kryddstelpurnar seldur um 30 milljónir platna og sex smáskífur þeirra, fóru beint í fyrsta sætið á breska vinsældalistanum. Síðasta plata þeirra, Forever, olli þó nokkrum vonbrigðum. Þær gáfu út þrjár plötur. Stúlkurnar hafa verið að reyna fyrir sér, hver með sínu lagi, með misgóðum árangri. Geri er sú eina sem hefur náð einhverjum vin- sældum sem söngkona.  The Spice Girls: Eru ekki að gefa út safnplötu KRYDDSTELPURNAR Höfðu það gott saman fyrir nokkrum árum áður en allt fór í bál og brand. P DIDDY SÉR UM EVRÓPSKU MTV-VERÐLAUNIN Í gær var tilkynnt á sérstökum blaða- mannafundi að Sean „P Diddy“ Combs væri búinn að taka að sér umsjónar- mennsku á evrópsku MTV verðlaunahátíð- inni í ár. Veislan fer fram í Palau Sant Jordi í Barcelona á Spáni þann 14. nóvember næstkomandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.