Fréttablaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 1
bls. 8 KÖRFUBOLTI Spennandi mót framundan bls. 10 ÞRIÐJUDAGUR bls. 16 195. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 8. október 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 10 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Matmálstímar og borgarmyndun ERINDI Eggert Þór Bernharðsson flytur erindi í hádegisfyrirlestra- röð Sagnfræðingafélags Íslands í samstarfi við Borgarfræðasetur í Norræna húsinu. Erindið nefnir hann Matmálstímar og borgar- myndun og hefst það klukkan 12.05. Nefndir á fundum ALÞINGI Sjávarútvegsnefnd, félags- málanefnd, fjárlaganefnd og sam- göngunefnd funda fyrir hádegi í dag. Stuttar sögur UPPLESTUR Gabi Schaffner segir stuttar japanskar sögur í Gallerí Hlemmi klukkan 20.00 Sjálfsmynd og líkamsdýrkun FUNDUR Fræðslunefnd Náttúrulækn- ingafélags Íslands efnir til mál- þings á Hótel Loftleiðum. Á mál- þinginu, sem hefst klukkan 20.00, verður meðal annars fjallað um hreyfingu, ábyrgð foreldra og skóla, mataræði, sjálfsmynd og lík- amsdýrkun. Aðgangseyrir er 600 krónur. ÍSRAEL Flugskeytum skotið á hóp manna BÆKUR Norðanstúlka segir frá STJÓRNMÁL „Peningar og völd eru hreyfiafl hlutanna. Þar sem ég á enga peninga valdi ég stjórnmál- in,“ segir Jón Baldvin Hannibals- son í viðtali við bandaríska tímarit- ið The Washington Diplomat. Blaðamaður tímaritsins fylgdi Jóni Baldvin og Bryndísi Schram til Ís- lands í sumar. „Að ferðast með þeim liggur einhvers staðar á milli þess að vera í för með forsetaframbjóðanda á sigurleið eða frægum dægurhetj- um,“ segir blaðamaðurinn og undr- ast að þau hjón geti hvergi farið um heimaland sitt án þess að fólk vilji heilsa þeim með handbandi og ræða málin. Og hann þarf svo sem ekki að vera hissa enda búinn að lýsa Jóni Baldvin sem einum mælskasta, gáfaðasta og virtasta sendiherra erlends ríkis í Was- hington. Er þó af ýmsu að taka í þeim efnum þar í borg. „Ég var byltingarsinni í stóli fjármálaráðherra....og óvinsælasti stjórnmálamaður landsins. En nú virðist þjóðin sakna mín,“ segir Jón Baldvin í tímaritsgreininni og greinarhöfundur er ekki í miklum vafa um að íslenski sendiherrann hyggi á endurkomu í íslensk stjórnmál. Gamli flokkurinn hans eigi undir högg að sækja og flokks- menn vilji kalla hann til forystu á ný. Það verða kosningar í maí. Í tímaritsgreininni er rætt við Atla Heimi Sveinsson tónskáld sem lýsir Jóni Baldvin sem áhrifa- mesta stjórnmálamanni þjóðarinn- ar. Atli Heimir segist ekki skilja hvers vegna Jón Baldvin dró sig í hlé. Og eftir Ragnari Arnalds er þetta haft: „Hann hætti í stjórn- málum of snemma. Það er alveg ljóst að Jón Baldvin er einn af þeim bestu.“ Bryndís Schram á lokaorðin í greininni: „Nú förum við til Finn- lands og að því loknu er rétt að draga sig í hlé úr utanríkisþjónust- unni. Þá kannski býður Jón sig fram aftur,“ segir Bryndís. eir@frettabladid.is Tímaritið The Washington Diplomat: Boðar endurkomu Jóns Baldvins TÍSKA Bakar tertu fyrir synina SÍÐA 22 SÍÐA 19 Sló í gegn AFMÆLI REYKJAVÍK Hægur vindur og úrkomulítið. Hiti 6 til 11 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Skýjað 8 Akureyri 5-10 Rigning 9 Egilsstaðir 5-10 Rigning 11 Vestmannaeyjar 5-10 Skýjað 10 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ SÖKK Í NAUTHÓLSVÍK Eikarbáturinn situr nú á botninum í Nauthólsvík en stýrishúsið nær upp úr sjónum. HEILBRIGÐISMÁL Hallgrímur Boga- son, formaður stjórnar Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja, vonar að starf hefjist í hluta annarrar hæðar nýju D- álmu sjúkrahúss- ins fyrir lok árs- ins. Á hæðinni á að vera öldrunar- deild sem taka átti í notkun á miðju þessu ári. Það hefur ekki reynst unnt vegna fjárhagsvanda stofnunarinnar. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk 30 milljónir króna á fjárlög- um ársins í ár vegna reksturs ann- arrar hæðar D-álmu. Þetta kemur meðal annars fram í fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár. Þar er einnig ranglega sagt að starfsemi sé þegar hafin í öldrunardeildinni. Hallgrímur Bogason segir að þar sem sá rekstur sé enn ekki hafinn renni þetta fé inn í annan rekstur s j ú k r a h ú s s i n s . „Þetta er einfald- lega aukið fé til stofnunarinnar í heild,“ telur hann. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Jóhanni Geirdal, bæjarfulltrúa Sam- fylkingar í Reykja- nesbæ, að stjórnar- menn í HSS hefðu afsakað seinkun á opnun öldrunar- deildarinnar með því að ekki hafi fengist starfsfólk. Heilbrigðis- ráðuneytið segði hins vegar að ástæðan væri rekstrarhalli. „Þetta er allt saman rétt. Það var ekki hægt að fá fólk til starfa þegar það var reynt í vor. Það er líka satt að við erum í peninga- vandræðum eins og fleiri heilbrigðis- stofnanir og það flýtir ekki fyrir málinu,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hall- gríms er rekstrar- halli HSS ekki vegna tiltekinna af- markaðra þátta. „En auðvitað er það ekki í lagi ef rekst- urinn er ekki innan fjárheimilda,“ seg- ir hann. Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 30 millj- óna króna aukaframlagi vegna annarrar hæðar D-álmunnar, eins og í ár. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við þriðju og efstu hæð D-álmunnar. Hallgrím- ur segir að það verði varla ákveð- ið fyrr en reynsla er fengin af rek- stri öldrunardeildarinnar á hæð- inni fyrir neðan. Fyrir stuttu lét framkvæmda- stjóri HSS af störfum samkvæmt samkomulagi við heilbrigðisráðu- neytið. Sagt er að það tengist rekstrarvanda HSS. „Það er ekki beinlínis þannig þó það sé eflaust eitthvað samtvinnað. Þetta er ein- faldlega eilífur barningur við það að láta enda ná saman. Fjármagn- ið er takmarkað og spurningin snýst um það hvað eigi að hafa forgang,“ segir Hallgrímur. Nýr framkvæmdastjóri hefur ekki verið ráðinn en starfið hefur verið auglýst. gar@frettabladid.is Tugmilljónir í rekstur tómrar sjúkradeildar Formaður stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja segir stefnt að því að hefja starfsemi í hluta nýrrar öldrunardeildar áður en árið er á enda. Stofnuninni voru eyrnamerktar 30 milljónir króna á fjárlögum þessa árs. Formaðurinn segir féð renna til annars reksturs. Í nýju fjárlaga- frumvarpi er ranglega sagt að starfsemi sé hafin á nýrri öldrunardeild. Nauthólsvík: Mannlaus bátur sökk SJÓSLYS Mannlaus bátur sökk í Nauthólsvíkinni um hádegisbilið í gærdag. Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Björgunarsveitin Ársæll á Seltjarnarnesi voru kall- aðir út um eittleytið en fengu ekk- ert að gert þegar komið var á staðinn. Var báturinn þá nánast kominn á kaf. Hann situr nú á botninum en stýrishúsið nær upp úr sjónum. Ekki er vitað hvers vegna báturinn sökk. Báturinn er 36 tonna eikarbát- ur. Hann hét áður Ólafur GK og var smíðaður í Danmörku árið 1945.  REYKJANESBÆR „Þetta er einfaldlega eilífur barningur við það að láta enda ná saman,“ segir Hallgrímur Bogason, formaður stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 15% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á þriðjudögum? 51% 75%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.