Fréttablaðið - 08.10.2002, Side 2

Fréttablaðið - 08.10.2002, Side 2
2 8. október 2002 ÞRIÐJUDAGURALÞINGI Speshúsgögn • Smiðjuvegi 6 • Sími: 557 8855 Þennan sófa færð þú hvergi... ...nema hjá okkur. Anita Verð kr. 149.000 STÓRIÐJA „Þetta var klukkutíma fundur og við greindum frá okkar sjónarmiðum. Þeir voru áhuga- samir um þau,“ sagði Árni Steinar Jóhannsson, þingflokki Vinstri grænna eftir fund með yfirmanni umhverfismála bandaríska álfyr- irtækisins Alcoa. Talsmaður Alcoa hitti meðal annars í gær umhverfisráðherra og ráðuneytisstjóra umhverfis- ráðuneytisins og Samtök atvinnu- lífsins. Ennfremur ræddi hann við fulltrúa Samtaka ferðaþjónust- unnar, Vinstri-grænna, Frjáls- lynda flokksins, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Umræðuefnið var meðal ann- ars virkjanasvæðið, álverið við Reyðarfjörð og hugmyndir um þjóðgarð norðan Vatnajökuls og hvernig Alcoa geti hugsanlega tekið þátt í þeirri vinnu. Talsmaður Alcoa ræddi ekki við fulltrúa náttúruverndarsam- taka í gær eins og stefnt var að, heldur hafa fulltrúar Náttúru- verndarsamtaka Íslands, Land- verndar og fleiri samtaka verið boðaðir til viðræðna á morgun. Andstæðingar virkjunarinnar mótmæltu utan við fundarstaðinn í Borgartúni 20 lungann úr degin- um. Þá eru líka hér á landi samn- ingamenn frá Alcoa og eiga þeir fundi með fulltrúum Landsvirkj- unar og Reyðaráls. Stefnt er að því að um miðjan mánuðinn skýrist hvort Alcoa kaupir umhverfismat og fram- kvæmdaleyfi fyrir álver af eig- endum Reyðaráls. VAKTIN STAÐIN Á meðan yfirmaður umhverfismála Alcoa þingaði með hagsmunaaðil- um, mótmælti hópur fólks utan við fundarstaðinn. Á spjöldum mót- mælenda mátti meðal annars sjá slagorð eins og ALCOA - umhverfis- hryðjuverkamenn. Yfirmaður umhverfismála álfyrirtækisins Alcoa: Þingar með hagsmunaaðilum Íslandsbanki bjartsýnni: Spáir meiri hagvexti EFNAHAGSMÁL Greiningardeild Ís- landsbanka spáir 2,9% hagvexti á næsta ári. Þetta er nokkru hærri hagvaxtarspá en spár Búnaðar- banka og Fjármálaráðuneytisins. Munurinn liggur einkum í því að Íslandsbanki gerir ráð fyrir að fyrirhugaðar stóriðjufram- kvæmdir auki fjárfestingu og hafi áhrif á hagvöxtinn. Fjármálaráðu- neyti og Búnaðarbanki héldu stór- iðjuframkvæmdum fyrir utan sín- ar spár. Íslandsbanki telur að einkaneysla vaxi og kaupmáttur aukist. Bankinn býst við að við- skiptahallinn verði um 3% á næsta ári.  Philip Green: Styttist í greiðslu VIÐSKIPTI Philip Green er búinn að tryggja sér ríflega 85% af hlutfé Arcadia, að því að fram kemur í til- kynningu Taveta Investment í Kauphöllinni í London. Tilboðið hefur verið framlengt til 18. októ- ber. Tilboð Green hljóðaði upp á 408 pens á hlut og er miðað við að bréf- in séu staðgreidd eftir að 90% hlut- hafa hafa samþykkt það. Sam- kvæmt því vantar aðeins tæp 5% upp á að Baugur fái greidda út rúma 20 milljarða fyrir sinn hlut.  14 ára stúlkur áreittar: Boðið að leika í klám- mynd LÖGREGLUMÁL Tvær fjórtán ára stúlkur leituðu aðstoðar öryggis- varðar í Smáralind síðdegis á laugardag eftir að maður kom að máli við þær og bauð þeim að leika í klámmynd. Öryggisvörður- inn hafði umsvifalaust samband við lögregluna í Kópavogi sem hafði upp á manninum. Hann var handtekinn en um var að ræða mann á þrítugsaldri. Við nánari athugun reyndist hann vera ölvað- ur. Málið er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavogi.  HEILBRIGÐISMÁL „Við teljum að ekki hafi verið tekið á vandan- um,“ segir Jóhann Árnason, for- maður Samtaka fyrirtækja í heil- brigðisþjónustu. Hann er ósáttur við hvernig forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi rætt um vanda sjúkrastofnana. Ólíkt því sem þeir segi hafi aldrei verið tekið á vanda stofnananna með viðunandi hætti. Hluti uppsafn- aðs halla hafi verið greiddur árið 2000. „Hallinn var ekki greiddur að fullu.“ Að auki hafi ekki enn verið lagt í að greina kostnað við rekstur heilbrigðisstofnana. Því hafi rekstrarhalli safnast upp undanfarin ár. Jóhann segir að illa gangi að ná sambandi við stjórnvöld til að ræða hvernig megi taka á vand- anum. Nokkuð sé um liðið síðan óskað var eftir fundi með full- trúum fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. „Við höf- um ekkert heyrt frá þeim.“ Því hafi fundarbeiðnin verið ítrek- uð. Upphaflega var óskað eftir að fundurinn færi fram síðasta föstudag. Í fjáraukalagafrumvarpi er dvalar- og sjúkraheimilum ætlað- ur tæpur hálfur milljarður. Jó- hann segir þá upphæð lægri en sem nemur hallanum á þessu ári. Að auki eigi eftir að sjá hvernig fénu verði skipt milli stofnana.  LANDSPÍTALINN Ekki hefur verið tekið tillit til launahækk- ana við ákvörðun fjárveitinga heilbrigðis- stofnana. Sjúkrastofnanir safna skuldum: Ekki tekið á vandanum DÓMSMÁL Séra Flóki Kristinsson var í gær dæmdur til greiðslu 40 þúsund króna sektar í ríkissjóð fyrir líkamsárás á Magnús Kjart- ansson listmálara. Tíu daga fang- elsi bíður Flóka greiði hann ekki sektina. Að auki á Flóki að greiða Magnúsi 25 þúsund krónur í miskabætur, 2.800 krónur í útlagðan kostnað og 30 þús- und krónur í máls- kostnað. Þá var Flóka gert að greiða verjanda sínum 50 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Samtals þarf Flóki því að greiða nærri 120 þúsund krónur vegna hnefahöggs sem hann grei- ddi Magnúsi á vinnustofu Magn- úsar á Álafossvegi í október í fyrra. Eiginkona Flóka, sem hefur vinnustofu í sama húsi og Magn- ús, hafði lent í orðaskaki við Magnús vegna deilna um nýtingu á sameign í húsinu. Magnús stóð við vinnu sína upp á stól með pen- sil í annarri hendi en málningar- bakka í hinni. Samkvæmt vitnisburði Magn- úsar var eiginkona mjög æst og stóryrt. Hann hafi borið henni á brýn að vera „snarbiluð“. Eigin- kona Flóka sagðist hins vegar hafa kallað Magnús „lágkúruleg- an“ en hann hana „geðsjúkling“. Flóki kom að í miðjum klíðum, þreif í skyrtu Magnúsar, kallaði hann „siðleysingja“, og kýldi hann með krepptum hnefa þannig að skurður kom á augabrún auk fleiri áverka. Magnús segist hafa fallið á vegg við höggið, stólinn fallið á hliðina og gleraugun brotnað. Ágreiningur er um hvort Magnús hafi, viljandi eða óvilj- andi, áður en högg Flóka reið af, danglað bakkanum í höfuð Flóka. Sjálfur segir Flóki að högg sitt hafi verið ósjálfráð viðbrögð við því að fá bakkann í höfuðið. Dóttir Magnúsar, sem var á salerni vinnustofunnar, sagðist hafa heyrt rifrildið og síðan dynk þegar faðir hennar féll af stóln- um. Við það hafi hún orðið hrædd og flúið fram á gang. Þangað hafi faðir hennar síðan ýtt séra Flóka Kristinssyni á undan sér með málningarbakkanum og beðið hana að kalla til lögreglu. gar@frettabladid.is ÁTAKAHÚSIÐ Á ÁLAFOSSVEGI Ágreiningur umráðenda gömlu Álafossverksmiðjunnar endaði með skelfingu í byrjun júní. Flóki sekur um árás á listmálara Gagnkvæmar svívirðingar listmálara og prestsfrúar enduðu með ósköp- um þegar presturinn, séra Flóki Kristinsson, kom aðvífandi og kýldi listamanninn niður úr stól með leiftursnöggu höggi í höfuðið. Eiginkona Flóka sagðist hins vegar hafa kallað Magnús „lág- kúrulegan“ en hann hana „geðsjúkling“. ÚRSKURÐUR Í STAÐ ÁLITS Jó- hanna Sigurðardóttir hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um jafna stöðu karla og kvenna. Niðurstöður kærunefnd- ar jafnréttismála verði hér eftir bindandi í stað þess að vera ráð- gefandi álit. ATFERLI ÞORSKSINS RANNSAKAÐ Fimm þingmenn Sjálfstæðis- flokks vilja að Alþingi feli ríkis- stjórninni að setja á fót miðstöð atferlis- og eldisrannsókna á þorski. Miðstöðin verði staðsett á Vestfjörðum. SJÁLFBÆR ATVINNUSTEFNA Þing- flokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs flytur þings- ályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórn verði falið að móta rammaáætlun um sjálfbæra at- vinnuþróun. Bílveltan í Skutulsfirði: Haldið sofandi BÍLSLYS Stúlkunum tveimur og móð- ur þeirra er lentu í bílveltunni í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi á sunnudag er haldið sofandi í öndun- arvél á gjörgæsludeild Landspítala- háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis eru allar þrjár alvarlega slasaðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna og telpurnar og flutti suður. Karlmaður og tvö önnur börn, sem einnig voru í bílnum, urðu eftir á Heilbrigðisstofnun Ísa- fjarðarbæjar. Voru þau ekki mikið slösuð samkvæmt upplýsingum Ólafs Gunnarssonar læknis.  Jarðskjálfti við Kleifarvatn: 3,2 á Richter JARÐSKJÁLFTAR Jarðskjálfti af stærð- argráðunni 3,2 á Richter mældist klukkan 16.33 í gærdag skammt vestur af Kleifarvatni, í grennd við Krísuvík. Þórunn Skaftadóttir hjá Veðurstofu Íslands segir enga skjálftavirkni hafa verið á þessum slóðum í langan tíman. Ekkert óvanalegt sé við það að skjálftar mælist á þessu svæði. Þórunn segir skjálftann í gær enga sérstaka þýðingu hafa og ekk- ert víst um áframhaldandi skjálfta- virkni. 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.