Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2002, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 08.10.2002, Qupperneq 6
6 8. október 2002 ÞRIÐJUDAGURSPURNING DAGSINS Flyturðu lögheimili? „Það liggur alveg ljóst fyrir að ég kom inn í stjórnmálin sem Hornfirðingur. Það er gert ráð fyrir því í lögum að alþingismenn geti haft sitt lögheimili hvort sem er á Reykja- víkursvæðinu eða sinni heimabyggð. Ég kaus að greiða mína skatta og skyldur þar. Með þessari breytingu byrja ég væntanlega að greiða útsvarið hér.“ Halldór Ásgrímsson býður sig fram í Reykjavík eftir nær 30 ára þingsetu fyrir Austurland. Hann hefur haft lögheimili á Höfn en löngum búið í Reykjavík. INNLENT HUNGURVERKFALL „Ég býst við að ég láti ekki annað ofan í mig en vatn og íslenskt jurtate á meðan hungur- verkfall mitt varir,“ segir Hildur Rúna Hauksdóttir. Hún hóf í gær hungurverkfall til að mótmæla virkjunaráformum Landsvirkjunar við Kárahnjúka og Norðlingaöldu- aveitu. Hildur segist ekki vera hrædd við að vera án matar um tíma „Ég ber meiri ugg í brjósti til fyrir hönd náttúrunnar og þeirra spjalla sem fyrirhuguð eru.“ Að sögn Hildar er tilgangurinn með verkfallinu að opna augu Íslendinga fyrir þeim ósköpum sem stjórnvöld standa fyrir á hálendinu. „Ég vona líka að með þessu takist að ná er- lendri athygli og hún verði vopn í þessari baráttu.“ Hildur segir að bandaríska álfyr- irtækið Alcoa sé samnefnari fyrir þau auðvaldsfyrirtæki sem merg- sjúgi fátæk ríki eins og Malawi sem við Íslendingar söfnum fyrir með því að ganga í hús. Alcoa stefnir að því að reisa álver í Reyðarfirði. „Allir peningar [fátækra ríkja] fara í að borga vexti af lánum til slíkra fyrirtækja og stofnanna. Þess vegna er ekki til matur þar.“  Mótmælir spjöllum á hálendinu með því að svelta: Vill opna auga Íslendinga HILDUR RÚNA HAUKSDÓTTIR Hún segir álfyrirtækið Alcoa samnefnara auðvaldsfyrirtækja sem mergsjúgi fátæk ríki. Utanríkisráðherra Belgíu: Veiktist í fjár- lagaumræðu BRUSSEL, BELGÍU, AP Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu, var lagður inn á sjúkrahús í gær eft- ir að hafa fengið magaverki á meðan á löngum umræðum um fjárlög landsins stóð. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Michel veikist í vinnunni, því á NATO-ráðstefnunni sem haldin var í Reykjavík í vor leið yfir hann í miðri ljósmyndatöku. Þá hafði hann fengið samskonar verki og í gær. Veikindi ráðherr- ans munu ekki vera alvarleg. Michel, sem er 54 ára gamall, hefur verið utanríkisráðherra í þrjú ár.  RANNVEIG LILJA R. PÉTURSDÓTTIR Ekkert hefur spurst til hennar í rúma viku. Lögreglan í Reykjavík: Lýsir eftir 16 ára stúlku LÖGRELGUMÁL Lögreglan í Reykja- vík lýsir eftir Rannveigu Lilju R. Pétursdóttur. Rannveig sem er 16 ára gömul fór af heimili sínu þann 6. september. Hún er um 165 cm. á hæð og grannvaxin með dökkt hár venjulega tekið í tagl. Klæðn- aður hennar er álitinn vera dökk- ar buxur og hvítur anorakkur. Rannveig gengur oft með bláan bakpoka. Rannveig hefur látið vita af sér öðru hvoru en ekkert hefur heyrst til hennar í rúma viku núna. Þeir sem hafa einhverjar upp- lýsingar um Rannveigu vinsam- legast hafið samband við lögregl- una í Reykjavík í síma 569-9013.  TVÍBURARNIR Bræðurnir eru enn að jafna sig á spítala. Hér sést annar þeirra fletta í gegnum barnaævintýri. Aðskildir Síamstvíburar: Vilja helst haldast í hendur ERLENT Tvíburarnir Ahmed og Mo- hammed frá Malasíu sem skildir voru í sundur fyrir fjórum vikum eru að ná fullum bata eftir röð skurðaðgerða. Piltarnir horfa nú saman á teiknimyndir, fletta barnabókum og taka glaðir á móti gestum. Þó að Ahmed og Mohammed hafi verið fastir saman fyrstu fjögur ár ævi sinnar er það fyrsta sem þeir biðja um á morgnanna að fá að haldast í hendur. Bræðurnir voru fastir saman á mjaðmagrind- inni, brjóstholinu og kviðarholinu. Krónprins Sádi Arabíu bauðst til þess að kosta aðgerðirnar. Alls tók sólarhring að aðskilja bræðurna. Bræðurnir, sem fæddust með einn fót hvor, þurfa að læra að ganga með aðstoð gervifótar á næstu árum.  FJÁRMÁL Allt útlit er fyrir að Ísland sé eina ríki veraldar með allsherj- ar verðtryggingu í fjármálakerfi sínu. Samkvæmt upplýs- ingum frá sérfræð- ingum Seðlabank- ans munu þó Bret- ar, Nýsjálendingar, Bandaríkjamenn og Svíar vera með verðtryggingu á hluta af ríkis- skuldabréfum sínum og nokkrar þjóðir, sem búið hafa við óhemju verðbólgu, hafa gripið til víðtækr- ar verðtryggingar tímabundið. Má þar nefna Argentínu, Ísrael, Mexíkó og Tyrkland. Þetta séu einu hliðstæðurnar sem hægt sé að finna erlendis. „Það má alls ekki gera ráð fyr- ir því að vaxtabyrði almennings myndi minnka þó svo verðtrygg- ingin yrði afnumin. Vextir, sem nú eru 10 - 12 prósent, myndu ein- faldlega hækka sem verðtrygg- ingunni næmi og yrðu líklega 15 prósent,“ segir Kristjón Kolbeins, sérfræðingur hjá Seðlabanka Ís- lands, sem telur engu að síður að vextir hér á landi séu háir sem skýrist af miklum vaxtamun inn- lánsstofnanna og nýloknu of- þensluskeiði. „Það sjáum við helst á því að þegar verðbólgan er 3,1 prósent, eins og hún hefur verið, þá eru dráttarvextir hátt í 20 pró- sent. Þarna munar heilum 17 pró- sentum,“ segir hann. Kristjón segir þó allan saman- burð í þessu efni varhugaverðan. Víða vestanhafs séu neyslulán til almennings með mjög háum vöxt- um og kortafyrirtækin bjóði fólki lán með gríðarlegum vöxtum. Verðtryggingin sé ekki í eðli sínu slæm: „Þegar verðtryggingin var sett á með Ólafslögum árið 1979 voru lífeyrissjóðirnir að rýrna verulega og allt lánakerfið á fallandi fæti. Það var helst gamalt fólks sem lagði peninga fyrir sem gufuðu síð- an upp. Við slíkt var ekki hægt að búa,“ segir Kristjón sem telur að Íslendingar hafi í raun verið frum- kvöðlar á því sviði að setja á verð- tryggingu lána. Íslendingar hafi þó kynnst verðtryggingunni áður því hluti af íbúðarlánum var hér áður fyrr verðtryggður með byggingar- vísitölu. „Kjarni málsins er sá að ef lánakerfið á að virka þá verða vextir að vera hærri en verðbólg- an,“ segir Kristjón en treystir sér ekki til að svara spurningunni hvers vegna almennir vextir af verðtryggðum lánum séu 10 - 12 prósent þegar verðbólgan er rétt rúm 4 prósent: „Nei, ég myndi ekki kalla þetta mafíuvexti. Ég veit ekki hvaða vexti mafían tek- ur vestanhafs,“ segir hann. eir@frettabladid.is Ein með allsherjar verðtryggingu Nokkrar þjóðir með verðtryggingu á hluta ríkisskuldabréfa. Aðrar hafa varist óðaverðbólgu með tímabundinni verðtryggingu. Sérfræðingur í Seðlabankanum telur ólíklegt að vaxtabyrði almennings minnkaði þó verð- trygging yrði afnumin. Dráttarvextir 17 prósentum hærri en verðbólga. „Nei, ég myndi ekki kalla þetta mafíuvexti. Ég veit ekki hvaða vexti mafían tekur vestanhafs.“ BORGAÐ Í BANKA Alls ekki víst að vaxtabyrði almennings minnkaði þó verðtrygging yrði afnumin. BERKLAR Nýlega greindist starfs- maður á sjúkrahúsi á höfuðborg- arsvæðinu með berkla og þurfti að fara í einangrun um tíma. Sig- urður Guðmundsson landlæknir staðfestir það en vill ekki greina fá hver viðkomandi sé eða hvar hann starfi. „Í okkar augum er ekki um stóra frétt að ræða. Það koma upp nokkur tilfelli á hverju ári þar sem menn greinast með berkla. Í þeim tilfellum sem um smitandi berkla er að ræða þarf að greina þá frá öðrum en það fer alveg eftir því við hvaða aðstæður viðkomandi býr. Í þessu tiltekna tilfelli þurfti að einangra mann- eskjuna en það fer eftir ýmsu hve lengi sú einangrun varir,“ segir Sigurður.“ Hann segir að sem betur fer séu berklar fátíðir en þegar svona tilfelli komi upp sé nauðsynlegt að gæta fyllstu varúðar. „Berklar eru þess eðlis að sjúkdómurinn getur farið úr böndunum og þá orðið hættulegur. Ýmsir fylgi- kvillar geta líka gert vart við sig. Því tökum við á þeim tilfellum upp koma og gerum viðeigandi ráðstafanir.“ Sigurður minnist þess ekki að sjúkdómurinn hafi valdið dauða allra síðustu ár. Hann telur að átta til níu ár séu síðan það gerðist síðast.  Starfsmaður á sjúkrahúsi: Í einangrun vegna berklasmits FREMUR FÁTÍTT Það gerist sem betur fer sjaldan að berklar valdi dauðsfalli að sögn landlæknis. BRUNI Í NÓATÚNI Eldur kom upp í íbúð við Nóatún aðfaranótt mánudags. Eldurinn var í eldhúsi og var hann fljótlega slökktur en mikill reykur myndaðist. Tals- verðar skemmdir urðu í íbúðinni. FLASKA Í HÖFUÐIÐ Flösku var kastað niður af fimmtu hæð íbúð- arhúss við Dúfnahóla aðfaranótt sunnudagsins og lenti hún á höfði manns. Maðurinn missti ekki meðvitund en mikið blæddi úr djúpum skurði á höfði mannsins. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Upplýst er hver kastaði flöskunni. INNBROT Í FELLAHVERFI Brotist var inn í íbúð í Fellahverfi á sunnudagsmorgun. Hafði þjófur- inn á brott með tölvu, dvd-spil- ara, magnara, sjónvarp, mynd- band og fleira. Skýrsla Ríkis- endurskoðunar: Útgáfudag- ur ekki ákveðinn EINKAVÆÐING Ekki er ennþá búið að ákveða hvenær skýrsla Ríkisend- urskoðunar um sölu ríkisbank- anna kemur út. Skýrslan var langt komin í lok síðustu viku. Sigurður Þórðarson Ríkis- endurskoðandi seg- ir útgáfudag ekki hafa verið ákveð- inn. Ekkert fæst uppgefið hjá Ríkis- endurskoðun um efni skýrslunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu fjölmörg atriði í vinnu einkavæð- ingarnefndar vera gagnrýnd í skýrslunni. Skýrslan var unnin fyrir forsætisráðuneytið og mun berast þangað, áður en aðrir fá að berja hana augum.  GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 87.06 0.76% Sterlingspund 136.1 0.43% Dönsk króna 11.47 0.01% Evra 85.21 -0.01% Gengisvístala krónu 129,02 0,40% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 227 Velta 4.117 m ICEX-15 1.298 -0,22% Mestu viðskipti Eimskipafélag Íslands hf. 31.051.475 Íslandsbanki hf. 19.922.361 Samherji hf. 13.480.000 Mesta hækkun Íslenska járnblendifélagið hf. 50,00% SR-Mjöl hf. 2,94% Marel hf. 1,65% Mesta lækkun Síldarvinnslan hf. -7,76% Þróunarfélag Íslands hf. -6,67% Eignarhaldsfélagið Alþýðub. hf. -2,87% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7547,6 0,30% Nsdaq*: 1137,1 -0,30% FTSE: 3780,9 -0,90% DAX: 2679,3 -1,30% Nikkei: 8688 -3,80% S&P*: 800,6 -2,20% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.