Fréttablaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 7
7ÞRIÐJUDAGUR 8. október 2002
STJÓRNMÁL „Við verðum eins og all-
ar aðrar þjóðir að verja okkar
framleiðslutæki. Það eru allir að
kljást við undirboð út um allan
heim og það er tekið á því með
ýmsum hætti, til dæmis með toll-
um eða einhverju í þeim dúr,“ seg-
ir Árni Steinar Jóhannsson, þing-
maður Vinstri hreyfingarinnar
græns framboðs.
Hann flytur ásamt Jóni Bjarna-
syni þingsályktunartillögu sem
kveður á um að iðnaðarráðherra
verði falið að láta gera úttekt á
verðmyndun á innfluttu sementi.
Í framhaldinu verði gripið til að-
gerða ef í ljós kemur að um undir-
boð sé að ræða. Í greinargerð með
tillögunni segir að innflutningur á
sementi hafi aukist á undanförn-
um misserum. Sement sé flutt inn
frá Danmörku en hlutdeild inn-
flutts sements sé nú um 20% af
heildarnotkun sements í landinu.
Flutningsmenn tillögunnar
segja verð innflutts sements mun
lægra en í útflutningslandinu og
jafnframt lægra en sementsverð í
öðrum löndum sem viðkomandi
aðilar flytja út til. Sementsverk-
smiðjan hf. hefur kært meint und-
irboð keppinauta til samkeppnis-
yfirvalda. Er það mál enn óútkljáð
og óvíst hvenær niðurstaða fæst.
Biðtíminn geti orðið verksmiðj-
unni afar dýrkeyptur. Verði ekk-
ert að gert geti það stofnað rek-
stri Sementsverksmiðjunnar á
Akranesi í hættu og jafnvel orðið
þess valdandi að reksturinn yrði
lagður niður. Þar með misstu 90
manns atvinnu sína.
Vinstri hreyfingin grænt framboð:
Vill vernda íslenska
sementsframleiðslu
Sýkna í héraðsdómi:
Ók ekki
yfir á
rauðu
DÓMSMÁL Átján ára piltur var í gær
sýknaður af ákæru um að hafa ekið
gegn rauðu ljósi á Geirsgötu. Tveir
lögreglumenn sem sögðust hafa
ekið samhliða drengnum þegar
hann beygði inn Pósthússtræti
stöðvuðu hann. Annar lögreglu-
mannanna kvaðst fyrir dómi vera
þess fullviss að pilturinn hafi ekið
gegn rauðu ljósi. Hinn var í vafa.
Pilturinn neitaði hins vegar stað-
fastlega allri sök. Því þótti ekki vera
komin fram sönnun þess að piltur-
inn hafi ekið yfir á rauðu ljósi.
Heilbrigðisdeild
Háskólans á Akureyri:
Nýtt hús tek-
ið í notkun til
verknáms
NÝBYGGING Í gær var formlega
tekið í notkun nýtt og glæsilegt
verknámshús heilbrigðisdeildar
Háskólans á Akureyri og verður
það einkum nýtt til starfsþjálfun-
ar nemenda í hjúkrunarfræði og
iðjuþjálfun. Nýbyggingin er sér-
hönnuð í þeim tilgangi að þjálfa
nemendur í að nýta þá þekkingu
sem þeir afla sér í bóklegu námi.
Líkja má húsinu við klæðskera-
saumuð föt sem deildinni var
gefinn kostur á að sníða eftir sín-
um þörfum sagði Þórarinn J. Sig-
urðsson, deildarforseti heilbrigð-
isdeildar, við vígslu þess.
Húsið er 315 fermetrar að
flatarmáli og kostnaður við bygg-
ingu þess nam um 50 milljónum
króna.
Verkalýðsfélag Akraness:
Hyggjast
kæra
kosningar
STÉTTARFÉLÖG Hópur manna innan
Verkalýðsfélags Akraness hyggst
kæra stjórnarkosningar í félaginu
til Alþýðusambands Íslands. Verið
er að kjósa hluta stjórnar, vara-
formann, ritara og gjaldkera
þessa dagana. Hluti stjórnar situr
áfram.
Þeir sem hyggjast kæra kosn-
inguna eru menn sem eru andvíg-
ir núverandi stjórn félagsins. Þeir
eru ósáttir við hvernig staðið hef-
ur verið að skipulagningu kosn-
ingarinnar. Telja hana brjóta í
bága við lög Alþýðusambands Ís-
lands.
AFSLÁTTUR Í LISTASAFNIÐ Lista-
safn Reykjavíkur og Flugfélag
Íslands hafa undirritað sam-
starfssamning, sem felur í sér að
allir farþegar Flugfélagsins fá
helmings afslátt af aðgangseyri í
Listasafnið gegn framvísun brott-
fararspjalds.
VILJA VEIÐIHEIMILD Bæjarráð
Hornafjarðar hefur óskað eftir
heimild umhverfisráðuneytisins
til þess að fella öll hreindýr sem
ganga vestan Kolgrímu utan
veiðitíma. Með þeim aðgerðum
telur bæjarráð að verjast megi
þeirri hættu að hreindýr beri bú-
fjársjúkdóma inn á ósýkt svæði.
AFMÆLI GERÐASKÓLA Gerðaskóli
í Garði heldur upp á 130 ára af-
mæli um þessar mundir. Skólinn
tók til starfa 7. október árið 1872
og er með elstu barnaskólum
landsins. vf.is
INNLENT
PARÍS, AP Maðurinn sem stakk
Bertrand Delanoe, borgarstjóra í
París, hefur lengi átt við geðræn
vandamál að stríða. Hann segist
hafa gert þetta vegna þess að
hann þolir hvorki homma né
stjórnmálamenn.
Borgarstjórinn, sem ekki hefur
farið neitt í felur með að vera
samkynhneigður, var stunginn í
magann aðfararnótt sunnudags.
Hann gekkst undir þriggja
klukkustunda langa aðgerð á
sjúkrahúsi og er ekki í lífshættu.
Atvikið gerðist á tónleikum í
ráðhúsi borgarinnar á svonefndri
„andvökunótt“, sem er menning-
arnótt, sú fyrsta sem haldin er í
París. Delanoe vildi ekki hafa
mikla öryggisgæslu í kringum sig
á menningarnóttinni til þess að
andrúmsloftið þar yrði sem frjáls-
legast.
Eftir atvikið um helgina kvikn-
aði umræða í Frakklandi um það
hvort öryggisgæslu stjórnmála-
manna sé ábótavant. Þetta er þrið-
ja sinn á þessu ári sem vopnaður
maður stekkur fram úr mann-
fjölda til þess að myrða franskan
stjórnmálamann.
Í mars tókst byssumanni að
myrða átta manns í ráðhúsinu í
Nanterre skammt frá París.
Nítján að auki særðust en tilræð-
ismaðurinn stökk svo út um
glugga og týndi þar lífinu.
Á þjóðhátíðardegi Frakka 14.
júlí reyndi svo maður vopnaður
byssu að ráða Jacques Chirac for-
seta af dögum. Hann missti marks
og var handtekinn.
Árásin á borgarstjóra Parísar:
Þriðja morðtilræðið á árinu
HEIMSÓTTU
BORGARSTJÓRANN Á SJÚKRAHÚSIÐ
Francois Hollande, leiðtogi Sósíalistaflokks
Frakklands, kemur ásamt eiginkonu sinni
Segolene Royal af sjúkrahúsinu í París þar
sem Bertrand Delanoe borgarstjóri liggur.
SJÁVARÚTVEGUR Flest bendir til þess
að kaup Eimskipafélagsins á Har-
aldi Böðvarssyni kunni að flýta
fyrir frekari samruna í greininni.
Grandi hafði lengi haft augastað á
Haraldi Böðvars-
syni, en varð undir
í baráttunni um yf-
irráð. Forsvars-
menn Granda hafa
ekki viljað tjá sig
um stöðu mála, en
stöðug fundahöld
voru í fyrirtækinu
fyrir helgi. Sér-
fræðingar sem
rætt hefur verið
við telja að kaup
Eimskipafélagsins
hafi verið þeim nokkurt áfall og
þar á bæ séu menn að endurmeta
stöðuna.
Kaup Eimskipafélagsins komu
líka á óvart á markaði. Þar var
frekar búist við að Grandi myndi
kaupa Harald Böðvarsson.
Eignatengsl eru á milli Þor-
móðs Ramma og Granda. Grandi á
einnig í Hraðfrystistöð Eskifjarð-
ar. Mat manna á þeirri stöðu er að
ekki sé sýnilegur áhugi hjá Hrað-
frystisstöð Eskifjarðar að hrófla
við eignarhaldi.
Þorsteinn Vilhelmsson, einn
stofnenda Samherja hefur verið
atkvæðamikill í fjárfestingum
innan sjávarútvegsins. Meðal
þeirra fyrirtækja sem hann hefur
fjárfest í eru Guðmundur Run-
ólfsson og Hraðfrystistöðin Gunn-
vör.
Sérfræðingar á markaði telja
ekki ólíklegt að Grandi muni
horfa til þessara fyrirtækja. Eins
og staðan er nú er Eimskip með
yfir 40 þúsund þorskígildistonn
innan sinna fyrirtækja, eða 11,4%
af heildaraflamarki. Samherji er
með um 35 þúsund tonn, ef gert er
ráð fyrir að þeir ráði einnig hlut
Síldarvinnslunnar. Ef Grandi
sameinaðist Þormóði Ramma
væru fyrirtækin með um 30 þús-
und þorskígildistonn. Svipuð
staða væri uppi ef Grandi samein-
aðist Gunnvöru og Guðmundi
Runólfssyni. Staða forstjóra
Granda er laus. Sú staða gæti
reynst þeim góð skiptimynt í
væntanlegri sameiningu.
Sérfræðingar á markaði segja
sameiningarnar knúnar áfram af
stærðarhagkvæmnissjónarmið-
um. Verðmat markaðarins á sjáv-
arútvegsfyrirtækjum bendi til
þess að menn séu þegar byrjaðir
að verðleggja hagræðingarmögu-
leika í greininni. Eimskip er kom-
ið upp að kvótaþakinu, en fæstir
gera ráð fyrir að því verði lyft
fyrir kosningar. Sérfræðingar í
rekstri sjávarútvegsfyrirtækja
gera þó ráð fyrir að þess verði
ekki mjög langt að bíða að reglur
um hámarkskvóta verði rýmkað-
ar.
haflidi@frettabladid.is
Eimskipafélagið flýtir
samruna í sjávarútvegi
Kaup Eimskipafélagsins á Haraldi Böðvarssyni komu markaðnum á
óvart. Grandi situr eftir með sárt ennið og leitar leiða til að auka stærð-
arhagkvæmni. Sérfræðingar telja þess ekki langt að bíða að kvótaþakinu
verði lyft. Þó ekki fyrir kosningar.
Verðmat
markaðarins á
sjávarútvegs-
fyrirtækjum
bendi til þess
að menn séu
þegar byrjaðir
að verðleggja
hagræðingar-
möguleika í
greininni.
MISST AF LEST
Grandi missti af tækifærinu á að kaupa Harald Böðvarsson. Fyrirtækið horfir nú í aðrar
áttir. Líklegustu kostir Granda í stöðunni eru Þormóður Rammi, Hraðfrystihúsið Gunnvör
og Guðmundur Runólfsson.
JÓN BJARNASON
Vill þrengri kvótatakmarkanir og aukinn
yfirráðarétt einstakra byggða.
Samþjöppun
verði stöðvuð
Þrengri
mörk kvóta-
hlutdeildar
STJÓRNMÁL Full ástæða er til að
lækka leyfilega hámarkshlut-
deild einstakra útgerða í heildar-
kvóta sagði Jón Bjarnason, þing-
maður Vinstri-grænna, í umræð-
um á Alþingi. Í ljós hefði komið
að 12% kvótaþakið væri of rúmt.
Hann hvatti Árna Mathiesen,
sjávarútvegsráðherra, því til
þess að þrengja mörkin.
Eimskip er komið fast að
kvótaþakinu eftir að hafa keypt
meirihluta í HB. Verði kvótaþak-
ið lækkað þarf fyrirtækið að
selja hluta útgerðar sinnar.
Sjávarútvegsráðherra sagðist
ekki sjá hvað kallaði á breyting-
ar. Alþingi hefði séð þróunina
fyrir og sett kvótahlutdeild ein-
stakra fyrirtækja takmörk. „Mér
virðist því að það sé engin sér-
stök ástæða í dag til að leggja til
breytingar.“
Pyntingarnefnd
gagnrýnir Dani:
Ill meðferð
geðsjúkra
DANMÖRK Evrópuráðið gagnrýnir
geðdeildir í Danmörku fyrir illa
meðferð á sjúklingum. Gagnrýn-
in beinist einkum að því að sjúk-
lingar séu stundum njörvaðir nið-
ur í rúm allt of lengi í senn, eða
allt upp í nokkrar vikur.
Nefndin ræddi meðal annars
við sjúkling sem var spenntur
niður í rúm með ólum í sautján
daga. Einnig er gagnrýnt að sjúk-
lingar séu lokaðir inni of lengi í
senn.
Í nýrri skýrslu pyntinganefnd-
ar Evrópuráðsins eru Danir
hvattir til að endurskoða þessa
aðferð. Það geti ekki þjónað nein-
um læknisfræðilegum tilgangi að
loka sjúklinga inni eða njörva þá
niður í rúm um lengri tíma.
ÁRNI STEINAR JÓHANNSSON
Ef um undirboð er að ræða þá verðum við
að bregðast við með tollum eða öðru.