Fréttablaðið - 08.10.2002, Page 8

Fréttablaðið - 08.10.2002, Page 8
8 8. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS LESENDABREF INNLENT Vitur maður var eitt sinn spurð-ur um það hvað væri kurteisi. Hógværð og lítillæti var svarið. Lítið fer fyrir því í samfélagi framapotara og eiginhagsmuna- liðs á Íslandi.  Það er sérkennilegt að á samatíma og ábyrgð fólks gagnvart náunga sínum hefur minnkað í samfélaginu skuli fólki gefið úr- skurðarvald um húsakynni ná- granna sinna. Það þarf ekki mikla mannþekk- ingu til að viður- kenna að almennt á fólk auðvelt með að axla ábyrgð á velferð náunga síns. Ríkisvaldið hefur hins vegar kerfisbundið tekið þessa ábyrgð yfir. Ef barnið í næsta húsi er van- nært gefum við því ekki að borða heldur hringjum við í barnavernd- arnefnd. Ef við heyrum neyðaróp í næsta stigagangi hringjum við í neyðarlínuna og hlustum á ópin þær tuttugu, þrjátíu mínútur sem það tekur lögregluna að mæta á staðinn. Í báðum tilfellum reynum við að þagga niður í löngun okkar til að bregðast sjálf við neyðinni. Við minnum okkur á að í raun komi þetta okkur ekki við. Þetta séu mál náunga okkar og ríkis- valdsins. Þannig kennir samfélag- ið okkur að bregðast við gegn sam- visku okkar. En eins og við vitum að mann- skepnunni er treystandi til að axla ábyrgð á náunga sínum þá vitum við að henni er alls ekki treystandi til að ráðskast með líf hennar. Framkvæmd tiltölulega ný- settra skipulagslaga sýnir þetta vel. Út um allan bæ þarf fólk sem vill setja kvist á húsið sitt eða svalir fyrir framan svefnherberg- isgluggann að fá skriflegt sam- þykki nágranna sinna. Og heilu göturnar leggjast í deilur um rétt- mæti framkvæmdanna. Eru sval- irnar ekki óþarflega stórar? Færi ekki betur á því að kvisturinn væri örlítið lægri? Ef fólk efast um hversu vitlaust þetta fyrirkomulag er, ætti það að gera sér ferð að húsinu að Lauga- vegi 53. Það var reist á grunni ára- langra deilna nágrannanna um byggingalag, stærð, hæð, magn, skugga. Húsið er einskonar múl- asni; afkvæmi bárujárns- og versl- unarhúss – en hvorugt þó. Það er minnismerki um að niðurstaða deilna er ekki alltaf sátt – heldur oft einskonar uppgjöf; taugaáfall. Skipulagslögin eru farvegur fyrir fleiri svona mistök og munu án efa skemma fyrir uppbyggingu borgarinnar á næstu árum og ára- tugum. Þau munu hægja á upp- byggingunni, skila af sér verri húsum og leika taugakerfi borgar- anna illa – því fátt leikur mann- skepnuna verr en deilur við ná- granna sína. Einkum ef deiluefnið er einskisvert.  „Húsið er minnismerki um að niður- staða deilna er ekki alltaf sátt – heldur oft einskonar upp- gjöf; taugaá- fall.“ Fólki er sigað á nágranna sína skrifar um skipulagslögin sem gefa fólki úrskurðarvald yfir lífi nágranna sinna. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON STJÓRNMÁL Mikið ber á milli al- mennings og valdamanna þegar kemur að því að meta áhrif Evr- ópusambandsaðildar á sjávarút- veg segir Svanfríður Jónasdóttir, sem stýrir Evrópukynningu Sam- fylkingar. „Ég hef fylgst með þessari þróun í gegnum tíðina og heyri mikið í fólki. Mér finnst ég kenna bæði nýjan og miklu stríð- ari tón heldur en áður. Ótrúlega mikið bil er orðið milli fólksins í landinu annars vegar og stjórn- málamannanna og þeirra sem véla um þessi mál hins vegar.“ Svanfríður kveðst hafa orðið vör við það á kynningarfundum Samfylkingar um Evrópusam- bandið að fólk finni ekki til sam- kenndar með útgerðarmönnum. Þetta komi í ljós þegar ræddir eru þættir sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem athuga- semdir hafa verið gerðar við, ákvörðun heildarkvóta í Brussel og erlenda fjárfestingu í sjávar- útvegi. „Viðbrögð fólks eru ótrúlega oft: Kemur þetta okkur eitthvað við? Er ekki löngu búið að ráð- stafa þessum fiskimiðum? Eða að fólk spyr: Á okkur ekki að vera sama hvort það sé Samherji, Eim- skip eða einhverjir útlendingar sem eru að berja hér á miðun- um?“  Bil á milli almennings og valdamanna í viðhorfum til áhrifa ESB á sjávarútveg: Engin samkennd með útgerðarmönnum SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR Stjórnar Evrópukynningu Samfylkingar. Hefur setið meira en 30 kynningarfundi víða um landið. KAN JÚNIS, GAZASTRÖND, AP Að minnsta kosti tíu manns fórust í fyrrinótt þegar ísraelskt flug- skeyti hafnaði í hópi fólks í bæn- um Kan Júnis á Gazaströnd. Palestínumenn segja fjöldamorð hafa verið framið og krefjast al- þjóðlegrar verndar. Árás ísraelska hersins á bæ- inn hófst skömmu eftir miðnætti og stóð í fjórar klukkustundir. Um það bil fjörutíu skriðdrekum var ekið inn í bæinn og skotið úr þeim á hús sem standa við aðal- götuna. Að minnsta kosti 110 manns eru særðir, þar af eru 25 í lífshættu. Pelestínumenn halda því fram að hinir látnu hafi allir verið óbreyttir borgarar. Ísraelski her- inn segir hins vegar að þeir hafi flestir verið vopnaðir og verði að teljast hafa fallið í bardaga. Weizman Shiri, aðstoðarland- varnaráðherra Ísraels, sagði að sér þætti leitt ef óbreyttir borg- arar hafi orðið fyrir skaða. „En hvað getum við gert?“ spurði hann. „Það er stríð.“ Flugskeytinu var skotið þegar árásinni á bæinn var í þann veg- inn að ljúka. Hershöfðinginn Isr- ael Ziff stjórnaði aðgerðum ísra- elska hersins. Hann segir að her- inn hafi mætt mikilli andspyrnu vopnaðra manna í bænum. Þegar Ísraelsher var farinn söfnuðust vopnaðir menn saman úti á götu. „Þeir skutu mikið og hentu hand- sprengjum. Það var bardagi þarna,“ sagði Ziff. „Þyrlan mið- aði á þennan vopnaða hóp og hæfði hann.“ Wissam Abdeen varð fyrir sprengjubroti úr flugskeytinu. Hann segir að þegar hermennirn- ir voru farnir úr bænum hafi fólk komið út á götur til þess að kanna skemmdir og huga að vinum og ættingjum. Þá hafi það heyrt í þyrlum. „Tveimur mínútum síðar heyrði ég hljóð frá einhverju sem kom úr loftinu og ég sá logana. Síðan lyfti gríðarmikil sprenging mér og þeytti mér tíu metra.“ Í yfirlýsingu frá Ísraelsher segir að í bænum séu bækistöðv- ar íslömsku skæruliðasamtak- anna Hamas. Árásin var gerð á meðan Javier Solana, utanríkismálafull- trúi Evrópusambandsins, var í heimsókn á þessum slóðum. Ísra- elskir embættismenn reyndu að fá Solana ofan af því að heim- sækja Jasser Arafat í rústum höfuðstöðva hans í Ramallah.  Flugskeyti skotið á hóp manna Árás Ísraelshers á Kan Júnis stóð í fjórar stundir. Palestínumenn segja fjöldamorð hafa verið framið þegar flugskeyti var skotið á hóp manna. Ísraelsmenn segja mennina hafa verið vopnaða. BEÐIÐ FRÉTTA Á SJÚKRAHÚSINU Palestínumenn bíða frétta af særðum vin- um og ættingjum á göngum Nasersjúkra- hússins á Gazaströnd. AP /C H AR LE S D H AR AP AK LÉLEGUR BÚNAÐUR Staðan hjá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar varðandi bifreiðar og búnað er fremur bágborin, eftir því sem fram kemur í nýrri skýrslu. Meðalaldur lausabúnaðar og bif- reiða er áætlaður tæplega 32 ár. Í skýrslunni kemur meðal ann- ars fram að dælubíllinn á Þing- eyri sé af gerðinni GAZ, árgerð 1956. bb.is BYGGT VIÐ SKÓLA Fyrir nokkru hófust framkvæmdir á nýrri við- bót við Grunnskóla Tálknafjarð- ar. Áformað er að reisa fjórar nýjar skólastofur og gerir verk- samningur ráð fyrir að bygging- in verði afhent fullbúin í febrúar 2003. bb.is UPPTÖKUR Á HÖFN Tökulið frá Pegasus var í fyrradag að taka upp sjónvarpsmyndina Virus au Paradis á Höfn í Hornafirði. Með- al leikara í myndinni er hin sænska Helena af Sandeberg. horn.is SKARST Á HÖFÐI Níu ára dreng- ur skarst á höfði eftir að hafa lent með höfuðið í framrúðu bif- reiðar. Drengurinn var farþegi í bíl sem lenti í árekstri á við ann- an á mótum Arnarhrauns og Álfaskeiðs í Hafnarfirði á sunnu- dag. Drengurinn var ekki í ör- yggisbelti. Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Samfélag framapotara Guðmundur Halldórsson Skúlagötu 72 skrifar Gylfi Þór Þorsteinsson Auglýsingastjóri DV Þórmundur Bergsson Auglýsingastjóri Fréttablaðsins Gestur Einarsson Auglýsingastjóri Morgunblaðsins Á www.sau.is Verð: Með framsögu verða: Skráning: www.sau.is Með léttum veitingum og kaffi 2500 - fyrir félagsmenn 3500 - fyrir aðra Hádegisverðarfundur SAU Í hvaða dagblaði á ég að auglýsa? Samtök auglýsenda standa fyrir hádegisverðarfundi fimmtudaginn 10. okt. kl. 12:00 - 13:30 á Hótel Loftleiðum Þingsölum 1-3. Fjallað verður um auglýsingar í dagblöðum frá ýmsum hliðum. Svo sem hvað er auglýsandinn að borga og hvað er hann að fá fyrir peninginn. Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.