Fréttablaðið - 08.10.2002, Side 11

Fréttablaðið - 08.10.2002, Side 11
11ÞRIÐJUDAGUR 8. október 2002 FÓTBOLTI Filippo Inzaghi, fram- herji AC Milan, er markahæstur ásamt Francesco Totti, leikmanni AS Roma, í ítölsku fyrstu deild- inni í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er lokið. Inzaghi var á skotskónum um helgina þegar hann skoraði þrennu í stórsigri AC Milan á Tórínó, 6:1. Inter Mil- an er efst í ítölsku deildinni með 12 stig en nágrannar þeirra í AC Milan sitja hins vegar í fimmta sæti með 7 stig.  Inzaghi og Totti: Markahæstir á Ítalíu FÖGNUÐUR Inzaghi fagnar einu af þremur mörkum sínum gegn Tórínó um helgina. MARKAHÆSTU MENN Í ÍTÖLSKU DEILDINNI: Filippo Inzaghi (AC Milan) 6 Francesco Totti (AS Roma) 6 (2 úr víti) Alessandro Del Piero (Juventus) 5 (2) Christian Vieri (Inter Milan) 4 (1) FÓTBOLTI Thomas Sörensen, mark- vörður Sunderland, verður frá næstu tvo til þrjá mánuði eftir að hafa slasast á olnboga í 3:1 ósigri gegn Arsenal í fyrradag. Atvikið átti sér stað á 17. mínútu leiksins þegar Sörensen lenti í samstuði við Thierry Henry, framherja Arsenal. Thomas Myhre, sem kom í markið stað Sörensen gegn Arsenal, verður því á milli stang- anna hjá Sunderland í næstu leikj- um.  Thomas Sörensen: Frá í 2 til 3 mánuði BORINN ÚT AF Thomas Sörensen var borinn út af á 17. mínútu í leik Sunderland gegn Arsenal um helgina. AP /M YN D FÓTBOLTI Rúmlega 1200 enskum knattspyrnubullum hefur verið meinað að ferðast til Slóvakíu um næstu helgi til að fylgjast með viðureign heimamanna og enska landsliðsins í undakeppni Evrópumótsins. John Denham, innanríkisráð- herra Bretlands, segir að breska lögreglan vinni náið með yfir- völdum í Slóvakíu og öðrum löndum álfunnar til að koma í veg fyrir ólæti á leiknum á laug- ardag. Talið er að fótboltabull- urnar muni reyna að komast inn í landið í gegnum nágrannaríkin Austurríki og Tékkland. Þó nokkrir ólátaseggir hafa þurft að afhenda yfirvöldum vegabréf sín og komast þannig hvorki lönd né strönd. „Þetta er hluti af því að reyna að koma í veg fyrir ólæti á knatt- spyrnuleikjum,“ sagði Denham. „Til þess þurfum við að beita ýmsum ráðum.“  1200 enskar fótboltabullur: Látnar sitja heima BOLTABULLUR Bresk yfirvöld reyna nú hvað þau geta til að meina boltabullum aðgang að knattspyrnuleikjum. FÓTBOLTI Rio Ferdinand, dýrasti varnarmaður heims og leikmaður Manchester United, verður ekki með enska landsliðinu í næstu tveimur leikjum undankeppni Evrópumótsins. Ferdinand gekkst undir aðgerð á hné í fyrradag og verður frá knattiðkun í mánuð í það minnsta. Enska landsliðið á leik við Slóvaka á laugardag og við Makedóníu á miðvikudag. „Þetta hefur verið erfitt tíma- bil fyrir mig,“ sagði Ferdinand í samtali við fjölmiðla. „Fyrst voru það ökklameiðslin og nú þetta. Það er samt betra að láta lagfæra hnéð.“ Ferdinand segist vera svekkt- ur yfir því að missa af leikjunum. „Það vita allir hvað ég hef gaman af knattspyrnu og að leika fyrir England er mér mjög mikilvægt. Ég er samt viss um að samherjar mínir eiga eftir að standa sig og ég mun fylgjast með þeim í sjón- varpinu.“ Ferdinand missir væntanlega einnig af leikjum með Manchest- er United í Meistaradeild Evrópu, gegn Olympiakos og Maccabi Haifa.  Rio Ferdinand: Frá knatt- iðkun í mánuð RIO FERDINAND Er lykilmaður í vörn enska landsliðsins og hjá Manchester United. AFTUR TIL STARFA Cristoph Daum, fyrrverandi þjálfari Bayer Leverkusen, er tekinn við þjálfun aust- uríska liðsins FK Austria. Hann kom til greina sem landsliðsþjálfari Þýskalands en var þá handtekinn fyrir notkun ólög- legra lyfja. FAGRABREKKA 45 Glæsilegt einbýli innarlega í lokuðum botnlanga, 229 fm á 2 hæðum. Innbyggður bílskúr. Mjög fallegur garður, hellulagður sól/grillpallur. Sér inngangur á neðri hæð, hægt að gera sér íbúð. Hús í góðu viðhaldi, þak og hús að utan nýlega viðgert. Falleg eign á góðum stað í Kópavogi með miklu útsýni. – LAUST – Fasteignaþjónustan Skúlagata 30, 3hæð Sími 552-6600 Skoðið þessa eign og aðrar á: www.hn.is/fasto Lovísa Kristjánsdóttir, löggiltur fasteignasali. Þorsteinn Thorlacius, viðskiptafræðingur. Helgi Hákon Jónsson, viðskiptafræðingur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.