Fréttablaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 16
16 8. október 2002 ÞRIÐJUDAGURHVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA? HVERNIG FANNST ÞÉR? FUNDIR 12.05 Eggert Þór Bernharðsson flytur erindi í hádegisfyrirlestraröð Sagn- fræðingafélags Íslands í samstarfi við Borgarfræðasetur í Norræna húsinu. Erindið nefnir hann Mat- málstímar og borgarmyndun. 16.00Friðfinnur Skaftason heldur fyrir- lestur um meistararitgerð sína í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, sem ber heitið Samanburður á viðhaldi flugvéla og hugbúnað- ar í sal aftan við matstofu á 1. hæð í Tæknigarði, Dunhaga 5. 20.00 Fræðslunefnd Náttúrlækninga- félags Íslands efnir til málþings á Hótel Loftleiðum. Á málþinginu verður meðal annars fjallað um hreyfingu, ábyrgð foreldra og skóla, mataræði, sjálfsmynd og líkamsdýrkun. Aðgangseyrir er 600 krónur. 20.15 Helgi Skúli Kjartansson , sagn- fræðingur flytur fyrirlestur sem nefnist Samvinnuhreyfingin og sveitirnar í húsi Sögufélags, Fischersundi 3. UPPÁKOMUR 20.00 Gabi Schaffner mun segja stuttar japanskar sögur í Gallerí Hlemm- ur. LEIKHÚS 21.00 Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur er sýnt í Hafnarfjarðarleikhús- inu. SÝNINGAR Sýningin Handritin, á vegum Stofnun Árna Magnússonar, stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Höfundar sýningar- innar eru Gísli Sigurðsson fræðimaður á Árnastofnun og Steinþór Sigurðsson list- málari. Óli G. Jóhansson sýnir í galleríi Sævars Karls. Harpa Karls sýnir á Kaffi Sólon. Sýning- in stendur til 18. október. Annu Wilenius, Karla Dögg Karlsdóttir og Sólrún Trausta Auðunsdóttir sýna í listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Yfirskrift sýningarinnar er, Hugmyndir um Frelsi / Theories of Freedom. Sýningin stendur yfir til 20 október. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Ljósmyndasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Aenne Biermann Preis: þýsk samtímaljósmyndun í Grófarsal, Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15. Sýningin stendur til 15. október og er opnunar- tími 12 til 18 virka daga og 13 til 17 um helgar. Aðgangur ókeypis. Margrét St. Hafsteinsdóttir er með myndlistarsýningu í kaffistofunni Lóu- hreiðri, Kjörgarði, Laugarvegi 59, Reykja- vík. Lóuhreiður er opið virka daga klukk- an 10 til 17 og laugardaga klukkan 10 til 16. Sýningin stendur til 14. október. Austurríski ljósmyndarinn, Marielis Seyler sýnir í Listasal Man, Skólavörðu- stíg 14. Myndirnar á sýningunni voru teknar á Íslandi sumarið 2001. MYX Youth Artist Exchange sýnir í Gallerí Tukt, Hinu húsinu. MYX Youth Artist Exchange er hópur ungra mynd- listamanna frá Bandaríkjunum og Ís- landi. Á sýningunni gefur að lita verk sem þau unnu saman á Íslandi síðast- liðið sumar út frá þemanu „landslag, fólk og menning.“ Sýningin Rembrandt og samtíðarmenn hans; hollensk myndlist frá 17. öld er í Listasafninu á Akureyri. Sýning Kimmo Schroderus og Charlottu Mickelsson í Gallerí Skugga. Á jarðhæð, í aðalsal og bakatil, sýnir Kimmo skúpltúra sem bera yfirskriftina „Tilfinningar“. Charlotte nefnir verk sitt í kjallara Gallerí Skugga „Kjallari“, en þar umbreytir hún rýminu með gagnsæjum gúmmíþráðum. Sýningin stendur til 20. október. Björn Lúðvíksson heldur yfirlitssýningu á Sjúkrahúsinu og Heilsugæslustöðinni á Akranesi í tilefni 50 ára afmælis stofn- unarinnar. Ólöf Björg myndlistarmaður sýnir í Galleríi Sævars Karls, málverk, hluti, hljóð og lykt. Í Rauða Húsinu á Eyrarbakka sýnir Hafliði Magnússon, rithöfundur og teiknari, sýningu á lituðum teikningum með götumyndum frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi. Listin meðal fólksins er yfirskrift sýn- ingar Listasafns Reykjavíkur í Ásmund- arsafni. Á sýningunni eru verk Ásmund- ar Sveinssonar myndhöggvara skoðuð út frá þeirri hugsjón hans að myndlistin ætti að vera hluti af daglegu umhverfi fólks en ekki lokuð inni á söfnum. Sýn- ingin stendur til ársloka. Myndlistarmaðurinn Bjarni Þór Þor- valdsson, Thor, heldur sýninguna Í hulduheimum. Sýninginn á að sína krafta náttúrunar í túlkun undirmeðvit- undarinnar. Sýningin er opinn alla virka daga frá 9.00 - 16.30 í félags- og þjón- ustumiðstöðinni Árskógum 4. Sýningin stendur til 1. nóv. ÞRIÐJUDAGURINN 8. OKTÓBER BÆKUR Guðrún Friðgeirsdóttir flutti til Húsavíkur þegar hún var fjögurra ára gömul árið 1934 og ólst þar upp í kreppu og skugga stríðsáranna. Faðir Guðrúnar var látinn og móðir hennar þurfti að sjá tveimur börnum sínum far- borða ein síns liðs. Guðrún hefur nýlokið við að skrá æskuminning- ar sínar frá Húsavík þar sem hún segir frá uppvexti sínum, sveita- störfum í Kelduhverfi, ógnum stríðsins og vist hjá fínu fólki í Reykjavík í stríðslok. „Líf alþýðufólks var afskap- lega erfitt á þessum árum en samhjálpin var mikil og því get ég ekki gleymt. Húsnæðiseklan var ofboðsleg og fólk bjó mjög þröngt. Berklar grasseruðu og lúsin þreifst vel í sóðaskapnum. Atvinnuleysi var mikið og al- menningur var bundinn á klafa skuldaverslunarinnar og átti allt sitt undir kaupmönnunum.“ Guðrún gerir grein fyrir þess- um félagslegu aðstæðum í bók- inni og ekki síst bágri stöðu kven- na. „Móðir mín var betur sett en margar aðrar konur þar sem hún gekk í kvöldskóla, gifti sig í Kanada og bjó að tungumála- kunnáttu, auk þess sem hún var mjög handlagin. Þetta breytti því þó ekki að henni, eins og öðrum konum, voru allar bjargir bann- aðar. Verkalýðsfélagið hafði til dæmis engan áhuga á því að berj- ast fyrir þær.“ Guðrún leggur áherslu á að bókin, Norðanstúlka, sé ekki fræðirit þótt víða sé leitað fanga. Hún fjalli um menn og málefni þessa tíma með augum barnsins og reynslu þess fullorða og liggi því hvergi á skoðunum sínum. Guðrún lauk meistaraprófi í ráðgjafarsálfræði frá The Uni- versity of British Columbia í Kanada árið 1984 og hefur kennt bæði í menntaskólum og við Há- skóla Íslands. Hún var um árabil skólastjóri Bréfaskólans en star- far nú sjálfstætt við náms- og uppeldisráðgjöf. Hún segist fyrst og fremst hafa fært sögu sína í letur fyrir börnin sín. „Mig lang- aði til að börnin mín kynntust lífi mínu og fjölskyldu minnar í kreppunni og á stríðsárunum, sem var svo ólíkt þeirra eigin lífi.“ Það var svo tilviljun að bernskusaga hennar varð að bók. „Ég tók þátt í ritgerðarsam- keppni fyrir nokkrum árum. Efn- ið átti að vera atburður sem hafði haft áhrif á allt líf höfundar. Ég skrifaði minningu frá unglingsár- unum og fékk verðlaun fyrir hana. Það má segja að ég hafi fengið kjarkinn þegar ég sá að einhver hafði haft gaman að þessu og ég gæti því alveg eins sagt frá öllu hinu.“ thorarinn@frettabladid.is Norðanstúlka segir frá Guðrún Friðgeirsdóttir hefur gefið út bernskuminningar sínar frá stríðsárunum á Húsavík. Þar lýsir hún kröppum kjörum alþýðufólks og vonlausri stöðu kvenna. Bókin heitir Norðanstúlka, en vinir henn- ar sjá ákveðna hliðstæðu með henni og Uglu í Atómstöðinni en þær urðu báðar vinnukonur hjá ríkum fjölskyldum í Reykjavík. GUÐRÚN FRIÐGEIRSDÓTTIR Var níu ára þegar stríðið braust út. „Ógnir stríðsins settu mark á líf fólks og þá ekki síst barnanna sem heyrðu fullorðna fólkið stöðugt tala um þetta.“ Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran. Ég er að lesa afar áhugaverða bók þessa dagana. Sjálfan Macbeth eftir Shakespeare en ég er að fara að takast á við Lady Macbeth í Íslensku óperunni á næsta ári. Borgarleikhúsið frumsýndileikritið Jón og Hólmfríður - frekar erótískt leikrit í þrem þátt- um, á föstudaginn. Verkið er eftir franska rithöfundinn Gabor Rassov. Leikararnir í þessu fyrsta leikstjórnarverkefni Halldóru Geirharðsdóttur eru Gunnar Hansson, Sóley Elíasdóttir, Hall- dór Gylfason, Harpa Arnardóttir, og Þór Tulinius.  Góðir sprettir „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sér mjög sérstakt verk. Það er skrifað inn í veruleika sem er ekki kunnuglegur hér á Íslandi og að því leyti er það framandi. Leikrit- ið tekur þó marga fína og skemmti- lega spretti, en það greip mig þó ekki sérstaklega.“  Stórfyndið „Ég skemmti mér alveg konung- lega. Þetta er alveg súper fífla- gangur og ég hef alltaf gaman að svoleiðis og það má segja að sem gamall aðdáandi Laurels og Hardy og þeirra líkra þá hafi ég alveg ver- ið á heimavelli í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Ég sagði við konuna mína, sem bauð mér í leikhúsið, að ég vildi frekar fara að sjá Halla og Ladda í Loftkastalanum en ég held hreinlega að þetta hafi ekki verið neitt síðra. Þetta er stór- fyndið verk.  Skipulagt kaos „Þetta var ofboðslega skemmti- legt. Ef maður hugsar sér alveg glás af försum sem er skellt sam- an í fötu sem síðan er sullað upp úr á skipulagðan hátt kemst maður kannski nærri því að lýsa því hvernig upplifun þetta er. Þetta er einhvers konar skipulagt kaos. Það er greinilegt að þarna er fólk sem er vant því að vinna saman. Þau gera þetta af miklu öryggi og það er mikill húmor í þessu. Maður sér alveg Dóru leikstjóra skína í gegn en hún er mjög skemmtileg. Þýð- ingin er góð. Þetta er á flottri ís- lensku og ég mæli með sýningunni fyrir alla, ekki síst krakka á menntaskólaaldri en ég held að húmorinn höfði alveg til þeirra.“  ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON, FORSETI BORG- ARSTJÓRNAR REYKJAVÍKUR. EINAR KÁRASON, RITHÖFUNDUR. BIRNA ÞÓRÐ- ARDÓTTIR, BLAÐAMAÐUR. BÆKUR Don Kíkóti eftir spænska rithöfundinn Miguel de Cervantes er sjálfsagt eitt þekktasta bók- menntaverk sögunnar. Sagan kom út í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar fyrir allmörgum árum í átta bindum. Guðbergur hefur endurskoðað og lagfært þýðingu sína og JPV Útgáfa gefur hana nú út að nýju í tveimur bind- um, sem „er mun þægilegra en að hafa hana í átta bindum“, segir Jó- hann Páll Valdimarsson útgáfu- stjóri. Jóhann bætir því við að það sé sérstakt ánægjuefni að bókin skuli hafa verið valin besta bók allra tíma á sama ári og fyrra bindið komi út á íslensku. „Guð- bergur hefur lagt mikla vinnu í þetta verk og leysir þetta alveg sérstaklega vel af hendi.“ Don Kíkóti segir eins og flestir vita frá aðalsmanni sem hefur les- ið riddarasögur sér til óbóta og hefur tapað vitglórunni. Hann ákveður að ferðast út í heiminn til að koma góðu til leiðar, geta sér eilífan orðstír og vinna hjarta konunnar sem hann elskar. Hann heldur af stað ásamt hinum jarð- bundna aðstoðarmanni sínum, Sansjó Pansa, en í huga riddarans breytast vindmyllur í risa, kinda- hópar í óvinaheri og bændastúlk- ur í fagrar prinsessur. Bókin er prýdd fjölda mynda eftir Gustave Doré.  DON KÍKÓTI Fyrsta bindi endurskoðaðrar þýðingar Guð- bergs Bergssonar á bestu bók allra tíma er komin út. Besta bók allra tíma: Guðbergur endurskoðar don Kíkóta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.