Fréttablaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 22
22 8. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR HRÓSIÐ ... fær Sturla Böðvarsson fyrir að láta óháða rannsóknarnefnd fara yfir rannsókn flugslyssins í Skerjafirði. Sturla hefur verið gagnrýndur fyrir að heykjast á að taka á málinu. Reyndar eru margir á því að þetta sé eitthvað sem hefði átt að gera strax til að eyða allri tortryggni. Batnandi mönnum er best að lifa og gott til þess að vita að málið sé á leið í farveg óhlutdrægrar rannsóknar- nefndar. Svo er bara að sjá hvort ráðuneytið er ekki tilbúið að borga fyrir skýrslu Bretanna. Á sér athvarf í fornbókabúð Magnús Skúlason, yfirlæknir á Sogni, segist svo lánsamur að eiga mörg áhugamál. Í starfi sínu sinnir hann málefnum geðveikra afbrotamanna og fylgist með umræðum um hag þeirra. Magnús Skúlason, yfirlæknir áSogni, er að eigin sögn Norð- anmaður með djúpar rætur í Eyja- firðinum. „Ég upplifi mig alltaf sem hálfgerðan aðkomumann í Reykjavík þó að ég hafi búið hér í nær 40 ár. Ég er enn hálf áttavillt- ur í Reykjavík.“ Magnús kann þó vel við sig í Vesturbæ Reykjavík- ur innan um alla KR-ingana. „Skák og fótbolti eru þær íþróttir sem eru í mestum metum hjá mér og ég fylgi að sjálfsögðu Þór og KA að málum. Þau eru auðvitað lang- best þó þau séu ekki alltaf efst að stigum“. Þegar þessi lið eru ekki að keppa heldur Magnús með KR. „Ég þekki svo mikið af KR-ingum að ég held að það sé óhætt að segja að ég sé að verða einn af þeim.“ Hann segist sjálfur vera búinn að gefa upp alla von um frama við skákborðið en hann fylgist þó vel með því sem er að gerast í skák- inni. „Ég tekst á við allar skák- þrautir sem ég kemst yfir í blöð- um og geri nokkuð af því að lesa yfir skákir. Ég hef miklar mætur á Friðrik Ólafssyni og tel hann eitt mesta efni í skákmann sem fram hefur komið.“ Magnús hefur mik- inn áhuga á myndlist og sækir málverkasýningar af nokkru kappi, auk þess sem hann hefur mikinn áhuga á ljóðagerð. „Ég elt- ist svolítið við ljóðabækur og reyni að fylgjast með því helsta sem kemur út.“ „Ég tel mig vera heppinn að eiga mörg áhugamál eða dellur og verð til dæmis helst að komast í Bókavörðuna til hans Braga einu sinni í viku. Bara til að finna lykt- ina og draga andann.“ Magnús fylgist náið með því sem er efst á baugi í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni og segist leggja sig fram um að lesa sem flestar blaða- greinar um samfélagsmál. „Kjör þeirra sem minna mega sín í þjóð- félaginu eru mér hugleikin og ég tel bætur til þeirra sem þurfa að treysta á velferðarkerfið af fé- lagslegum- eða heilsufarslegum ástæðum ófullnægjandi. Þar á ég meðal annars við aldraða og ör- yrkja.“ Magnús fylgist einnig vel með vímuefnamálum og hefur miklar mætur á starfi SÁÁ. „Það er ljóst að það þarf að hlúa betur að ung- viðinu frá fyrstu tíð og ég tel það alveg ljóst að það megi koma í veg fyrir mikinn fjölda félagslegra og heilsufarslegra vandamála í þjóð- félaginu með því að sinna börnum og unglingum betur.“ thorarinn@frettabladid.is SAGA DAGSINS 8. OKTÓBER PERSÓNAN Ég ætla að baka afmæliskökumeð strákunum mínum fyrir afmælið þeirra sem er daginn eft- ir. Ég er fædd þann 8. október og strákarnir þann 9. þannig að minn afmælisdagur síðustu fimm árin hefur farið svolítið í að undirbúa afmælið þeirra,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður, að- spurð hvernig hún ætli að halda upp á 42 ára afmælisdag sinn. „Svo er heimilisfaðirinn fæddur þann 18. október og við sláum því afmælishaldinu oft saman. Þetta verður lítið kökuboð fyrir fjöl- skylduna.“ Bryndís segist vera spennt fyr- ir komandi prófkjöri hjá Samfylk- ingunni. „Mér líst ágætlega á það. Ég er ánægð með hversu margir virðast hafa áhuga á að taka þátt í prófkjörinu og það sýnir best hversu Samfylkingin er að sækja í sig veðrið og hefur verið að styrk- ja sig í sessi síðustu mánuði.“ Bryndís hefur haft í nógu að snúast í þingmennskunni og við uppeldi strákanna sinna tveggja. Segir hún að vel hafi gengið að samræma þetta tvennt. „Ég held að það sé með okkur þingmenn eins og mjög marga Íslendinga að við vinnum alltof mikið. Til að þessi langi vinnudagur gangi upp þarf maður að hafa gott öryggis- net í kringum sig og við erum svo heppin að eiga það. Með sam- heldni og góðri hjálp fjölskyld- unnar hefur þetta allt gengið vel,“ segir Bryndís. „Ég á mjög góða að og stóra fjölskyldu og það hefur skipt miklu máli.“ En ætlar hún að mæta með af- mælistertu í vinnuna í tilefni dagsins? „Það getur vel verið að ég geri það. Það er nú hefð fyrir því hjá okkur í þingflokknum að koma með eitthvað þegar maður á afmæli og það getur vel farið svo að ég geri það.“  Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður, er 42 ára í dag. Tvíburasynir hennar eiga fimm ára afmæli á morgun. Afmæli Bakar afmælistertu fyrir synina Þótt sagt sé að fólk sé fljótt aðgleyma rámar væntanlega flesta í afleiðingar þess að Jó- hanna Sigurðar- dóttir spurðist fyrir um risnu- kostnað í Lands- bankanum. Bankastjórarnir þrír hrökkluð- ust allir úr starfi. Vinsæld- ir Jóhönnu juk- ust í kjölfarið og vilja ýmsir meina að þetta hafi átt þátt í því hversu öruggan sigur hún vann í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík. Nú er Jóhanna kom- in með nýja fyrirspurn um bif- reiða-, ferða- og risnukostnað. Spurning hvað kemur út úr henni. Mikið var að gera í kynning-arbás femin.is á konu- kvöldi útvarpsstöðvarinnar Létt 96,7 á Broadway í síðustu viku. „Víbratorarnir seldust upp. Við þurftum að senda eftir auka- birgðum,“ segir Soffía Stein- grímsdóttir. Femin.is var með 35 víbratora í kynningarbás sín- um þegar skemmtunin hófst og seldust þeir allir á augabragði. Alls seldi Femin.is um 50 vibra- tora þetta kvöld. „Þær voru margar með titrara í veskjunum þegar þær fóru heim og mikil gleði ríkjandi í húsinu,“ segir Soffía en alls sóttu um tvö þús- und konur Konukvöldið á Broadway. AFMÆLI Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður er 42 ára í dag. ANDLÁT Jóhannes Björnsson, Hjallavegi 1, Ytri- Njarðvík, er látinn. Útförin hefur farið fram. Jóhann Benediktsson, Eyrarlandi, Eyja- fjarðarsveit, lést 4. október. Gunnar H. Steingrímsson, Leiðhömrum 48, Reykjavík, lést 4. október. Adda Sigríður Arnþórsdóttir, Dísarási 16, Reykjavík, lést 3. október. Benadikt Þór Helgason lést 3. október. Hrefna Lang-Jensen, Vagtelsvej 69, Fredriksberg, Kaupmannahöfn, lést 3. október. Sveinbjörg Sverrisdóttir, Brekkustíg 33, Njarðvík, lést 3. október. FÓLK Í FRÉTTUM MAGNÚS SKÚLASON Heimsækir Braga bóksala í Bókavörðunni reglulega og sækir þar hugarró eins og svo margir aðrir. Andrúmsloftið á Vesturgötunni þykir líka einstaklega afslappað og allir eru jafnir innan um gömlu bækurnar, ráðherrar sem og skjólstæðingar Magnúsar á Sogni. TÍMAMÓT MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að Davíð er Oddsson en ekki Tyson. Leiðrétting FirstOffice Office/2 Hansahugbúnaður ehf. • Bæjarlind 2 • Kópavogi • Sími: 564-6800 • www.hansaworld.is Hansa Financials, eitt fullkomnasta upplýsingakerfi sem fáanlegt er yfir 40 sérkerfi fyrir flestan rekstur. Allt að 120 samtímanotendur, leitið tilboða hjá sölumönnum okkar. Hansakerfin hafa verið fullstaðfærð og þýdd á íslensku í Windows frá 1994. Nánari upplýsingar á www.hansaworld.is og í síma 564 6800. Fjárhagsbókhald, sölukerfi, viðskiptamannakerfi, lánadrottnakerfi og einfalt lagerkerfi. Hentugt fyrir smáfyrirtæki og einyrkja. Verð kr. 48.000 án vsk. Fjárhagsbókhald, sölukerfi, viðskiptamannakerfi, lánadrottnakerfi, lagerkerfi, tilboðskerfi og CRM kerfi. Nettengingar og fjartengingar mögulegar allt að 20 samtímanotendur. Verð frá kr. 84.800 án vsk. Hansa Financials Vi›skiptahugbúna›ur á gó›u ver›i Spurning: Hvernig deyja heila-frumur hjá ljóskum? Svar: Einar. BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR Bryndís segist eiga mjög góða að og því hafi gengið vel að samræma þing- mennskuna og fjölskylduna. Sýslumanni og hreppstjóra Barð-strendinga var rænt af enskum togara árið 1910. Þeir voru fluttir til Englands en komu heim í sama mánuði. Leikarinn og leikritaskáldið Pet-er Ustinov kom til landsins árið 1969 og var viðstaddur frumsýn- ingu á leikriti sínu Betur má ef duga skal í Þjóðleikhúsinu. Breski dægurlagasöngvarinnDonovan hélt tónleika í Þjóð- leikhússkjallaranum árið 1994 við mikinn fögnuð viðstaddra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.