Fréttablaðið - 08.10.2002, Page 24
Álaugardag gengu yfir tvöþúsundíslendingar til góðs fyrir íbúa í
suðurhluta Afríku, en þó ekki síður
fyrir sjálfa sig því hvað er betra en
leggja eitthvað ofurlítið af mörkum
til að gera veröld morgundagsins ör-
lítið bærilegri. Það er að minnsta
kosti árangursríkara en að gera ekki
neitt. Árangurinn var líka stórkost-
legur, um 28 milljónir króna. Flestir
tóku fagnandi á móti sjálfboðaliðum
Rauða Krossins. Ég var einmitt að
bíða eftir ykkur. Hvað viljið þið mik-
ið? Vonandi kemur þetta sér vel.
Verst að það er ekki meira. Mörgum
sjálfboðaliðanum hefur áreiðanlega
hlýnað í haustgjólunni við tilhugsun-
ina um að tilheyra þjóð með hjartað
á réttum stað.
FIMM ÁRA SKOTTA arkaði til
góðs þennan laugardag með móður
sinni. Á henni kjaftaði hver tuska og
þeir sárafáu sem ekki vildu leggja
góðu málefni lið fengu sterk við-
brögð frá litlu manneskjunni. Æ,
aumingja þú. Áttu enga peninga? Við
getum gefið þér peninga, sagði sú
stutta. Við erum að safna
þeim.Vandræðalegir lokuðu þessir
örfáu einstaklingar snarlega dyrum
og móðirin skundaði áfram með
gjafmildu stubbuna.
Á SUNNUDEGI vaknaði þessi
sama skotta eldsnemma og dreif sig
í föt. Eigum við ekki að ganga til
góðs í dag líka? spurði hún og hristi
mömmu sína. Ha? Nei, það var bara
í gær, sagði mamman milli svefns og
vöku. En við verðum að ná í meiri
peninga, sagði sú stutta hissa og
móðirin vaknaði upp við vondan
draum. Til hvers vorum við að
ganga til góðs í gær? spurði móðirin
ringluð. Til þess að safna peningum,
svaraði smælkið. Til hvers eru pen-
ingarnir? spurði móðirin ákveðin.
Þeir eru handa okkur, sagði krílið og
dreif sig í vettlinga. Hún hafði
nefnilega ekki verið með þegar söfn-
unarbauknum var skilað og upphófst
nú langur fyrirlestur um fátækt og
hörmungar í suðurhluta Afríku.
EN GLÆPUR litlu manneskjunnar
var ekki meiri en margra ann-
arra.Ýmsir hafa það að atvinnu að
ganga til góðs fyrir sjálfa sig og
enga aðra, daginn út og inn. Í vest-
rænu samfélagi eru fjölmargir á
göngu sem leggja lykkju á leið sína
og fara um hinar mestu ófærur til
þess að maka krókinn og raka til sín
auðæfum. Þeir troðfylla koppa sína
og kirnur af gulli og fánýtu glingri á
meðan náunginn sem býr bæði nær
og fjær á hvorki í sig né á. Sumir
misnota frelsið, segir landsfaðirinn
og ypptir öxlum.
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
Kristínar Helgu Gunnarsdóttur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
18
80
9
1
0/
20
02
COROLLA - TILFINNINGIN ER GÓÐ Það hefur
aldrei verið hagkvæmara en nú að eignast nýjan Corolla, bíl ársins 2002.
Komdu strax og reynsluaktu vinsælasta bíl á Íslandi, fyrr og síðar, og þú finnur
hver ástæðan er. Verð frá 1.599.000. www.toyota.is.
…og þú finnur af hverju!
Bíll ársins 2002
REYNSLU
AKSTUR
„Enginn annar
stenst samanburð.“
Ég var að velja fyrsta bílinn minn og skoðaði vel það
sem stóð til boða. Corolla hafði allt það sem ég var
að leita að, hann er í réttum stærðarflokki fyrir mig,
hefur mjög lága bilanatíðni og hátt endursöluverð.
Auk þess hefur hann afskaplega gott orðspor, er
sparneytinn, traustur og öruggur.
Valið var þess vegna mjög auðvelt því aðrar tegundir
stóðust einfaldlega ekki samanburðinn.
Margrét Valdimarsdóttir
Viðskiptafræðinemi í Háskólanum í Reykjavík
Að ganga
til góðs