Fréttablaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 16. október 2002 Hvalur hf. stefnir ríkinu: Sektar- úrskurður verði ógiltur DÓMSMÁL Hvalur hf. hefur stefnt ís- lenska ríkinu vegna sektarúrskurð- ar Fiskistofu sem fyrirtækið vill fá ógiltan. Hvalur hf. hafði veitt á ann- an tug tonna af djúpkarfa fram yfir aflaheimildir sínar fyrir um tveim- ur árum að sögn Haraldar Blöndal , lögmanns Hvals. Haraldur segir það vera tvö meginatriði sem Hvalur vilja láta á reyna fyrir dómstólum. Í fyrsta lagi telji fyrirtækið að útgerðum sé mismunað eftir því hvort þær búa yfir þorskkvóta eða djúpkarfa- kvóta. Djúpkarfakvóta megi ekki flytja milli fiskveiðiára eins og gildir um þorskkvótann. „Veiði menn ekki allan djúpkarfakvótann eitt árið fellur hann niður. Við vilj- um láta reyna á hvort þetta stenst.“ Hitt atriðið segir Haraldur varða hvernig aflavermætið sé reiknað. Séu fyrirtækin sektuð er sektin miðuð við aflaverðmætið. „Við teljum eðlilegt að miða við það verð sem borga þyrfti fyrir aflann óunninn við bryggju. Þeir vilja miða við verðmæti fullunnins karfa. Það er tvöfalt hærri upp- hæð,“ segir Haraldur.  SVEIGJANLEGRI VINNUVIKA Franska þingið samþykkti í gær að breyta nýlegum lögum um 35 stunda vinnuviku þannig að regl- urnar verði sveigjanlegri. Lögin um styttu vinnuvikuna voru eitt helsta stolt vinstristjórnarinnar, sem missti meirihluta í kosning- um í vor. UPPSTOKKUN Í SVÍÞJÓÐ Göran Persson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, segist ætla að stokka upp í ríkisstjórn sinni í næstu viku úr því að Björn Rosengren iðnaða- ráðherra hafi ákveðið að segja af sér. Fjórir aðrir ráðherrar í stjórninni hafa einnig sagt af sér undanfarið. IRA VERÐUR AÐ HÆTTA Breskir og bandarískir ráðamenn sögðu í gær að eina lausnin á deilunum á Norð- ur-Írlandi sé að Írski lýðveldisher- inn IRA leggi upp laupana. Að öðr- um kosti geti mótmælendur vart fengist til þess að taka þátt í stjórn- arsamstarfi með Sinn Fein á ný. ERLENT ALÞINGI Mikil réttarbót er falin í frumvarpi til nýrra barnalaga sagði Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, þegar hún mælti fyrir frumvarpinu. Meðal helstu breytinga frá núverandi lögum má nefna að móður verð- ur skylt að feðra barn sitt þannig að barnið þekki báða foreldra sína. Þá er kveðið á um réttar- stöðu sæðisgjafa, heimild feðra til að höfða faðernismál og möguleika foreldra til að semja um tímabundna forsjá barns. Þá verður dómsmálaráðuneyti ekki lengur heimilt að skera úr um ágreining um forsjá. Börn geta hér eftir tjáð sig um mál sín þó þau séu ekki orðinn tólf ára göm- ul teljist þau hafa náð nægum þroska. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, Samfylkingu, fagnaði því að karlmenn gætu samkvæmt frumvarpinu fengið skorið úr því að eigin beiðni hvort þeir væru feður barns. Hún lýsti þó vonbrigðum sínum með að ekki væri lagt til í frumvarpinu að sameiginlegt forræði yrði meg- inregla við hjónaskilnaði og sambúðarslit. Slíkt samræmdist betur samningi Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barna.  Ný barnaverndarlög rædd á þingi: Felur í sér mikla réttarbót SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR „Kastljósinu hefur í auknum mæli verið beint að rétti barns til að þekkja báða foreldra sína og rétti þess til að njóta samvista við þá. Viðurkenning á rétti manns sem telur sig föður barns til að höfða faðernismál er fallin til að styrkja þessi réttindi barns.“ ALÞINGI Ef Alþingi leyfir aukna samþjöppun veiðiheimilda er það ávísun á aukna einokun sagði Svan- fríður Jónasdóttir, Samfylkingu, sem hóf í gær umræðu á Alþingi um samþjöppun kvóta í sjávarút- vegi. Hún sagði ástæðu til þess að þingmenn hefðu áhyggjur af því hversu mikil fjarlægð væri orðin milli fólksins í landinu og sjávarút- vegsins. Ljóst væri að ókeypis út- hlutun veiðiheimilda yki ekki tiltrú almennings á kerfið. Réttlæting slíkrar úthlutunar á grunni veiði- reynslu væri langsótt. „Hvar er til dæmis veiðireynsla Eimskipafé- lagsins? Hvar sannaði það getu sína?“ Svanfríður kvaðst efast um að sú hagræðing sem rætt væri um hefði skilað sér. Árni M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra, kvað hagræðingu nást fram í krafti stærðar. Hann sagðist þó engin áform hafa uppi um að breyta kvótaþakinu. „Þetta er eitt af þeim skiptum sem Alþingi getur horft til baka og verið sátt við sjálft sig,“ sagði hann um lagasetn- ingu sem takmarkar hlutdeild ein- stakra útgerða í úthlutuðum kvóta. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sagði hann lítil í alþjóðlegum sam- anburði og ekki stór á íslenskum markaði. Það sæist á því að stærsta sjávarútvegsfyrirtækið væri sautj- ánda stærsta fyrirtæki landsins samkvæmt úttekt Frjálsrar versl- unar. Árni benti á að samþjöppun í sjávarútvegi ætti sér víðar stað en hjá stórum útgerðum. Þess væru dæmi að einstakir menn gerðu út nokkra báta í sóknardagakerfinu. Árni Steinar Jóhannsson, Vinstri-grænum, sagði ljóst að stór- útgerðir vildu hækka kvótaþakið. Sá vilji hefði komið fram hjá stjórn- arliðum síðasta vor. Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslyndum, sagði samþjöppunina fjandsamlega fólk- inu í sjávarbyggðum. Vegið væri að atvinnumöguleikum þess. Árni R. Árnason, Sjálfstæðisflokki, gaf lítið fyrir að kvótakerfið væri einokun- arkerfi. Þannig hefði stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins á síðasta ári ekki verið til þegar kerfið var tekið upp. „Þetta mál snýst fyrst og fremst um fólk, möguleika fólks til að komast af,“ sagði Lúðvík Berg- vinsson, Samfylkingu, og kvað al- menning verða að greiða verðið fyrir hagræðingu fyrirtækjanna. Enginn þingmaður mælti fyrir því að kvótaþakinu væri lyft. brynjolfur@frettabladid.is Engin áform um að hækka kvótaþakið Aukin samþjöppun veiðiheimilda er ávísun á aukna einokun segir þingmaður Samfylkingar. Sjávarútvegsráðherra segist engin áform hafa um að breyta kvótaþakinu. ÁRNI M. MATHIESEN, SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Svaraði beiðni Svanfríðar um úttekt á hagræðingu í sjávarútvegi með því að skammt væri síðan þrír hagfræðingar hefðu unnið slíka út- tekt. Hafnaði þó ekki að gera mætti aðra slíka úttekt. HVALVEIÐAR Ásgeir Björgvinsson, forstöðumaður hvalamiðstöðvar- innar á Húsavík, líst illa á áform Íslendinga um að hefja hvalveiðar í vísindaskyni á næsta ári. „Þetta kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart í ljósi þeirra fjármuna og tíma sem stjórnvöld hafa eytt í málið. Við erum hins vegar að skjóta okkur í fótinn, umræðan ein um að við ætlum að hefja hval- veiðar getur skaðað ímynd lands- ins. Ég fékk strax viðbrögð að utan, menn eru mjög uggandi vegna inngöngu Íslands í ráðið,“ sagði Ásgeir Björgvinsson, for- stöðumaður hvalmiðstöðvarinnar á Húsavík. Ásgeir segir hvalveiðar og hvalaskoðun einfaldlega ekki fara saman. Í raun sé hlálegt að horfa upp á að ráðamenn og aðrir sem fagni inngöngu Íslands í Alþjóða- hvalveiðiráðið, láti eins og hvala- skoðunarferðir séu hreint ekki til sem atvinnugrein á Íslandi. „Það eru 12 fyrirtæki sem bjóða upp á slíkar ferðir, hundruð manna vinna við þetta og 60 þús- und manns keyptu slíkar ferðir í fyrra. Þetta verða menn að taka með í reikninginn. Ég held að ís- lensk stjórnvöld verði að gera það upp við sig hvort við verðum hval- veiðiþjóð og látum þar með stóra atvinnugrein eins og hvalaskoðun sigla sinn sjó, með tilheyrandi skaða fyrir ímynd landsins. Fyrr geta menn ekki rætt um vísinda- veiðar,“ sagði Ásgeir.  Ásbjörn Björgvinsson: Hvalveiðar skaða ímynd Íslands Fyrirtækið sem tekið hefur að sér þjónustu við meira en 22 þúsund viðskiptavini tryggingarmiðlunar Ísvár heitir Tryggingar og ráðgjöf hf. Ranglega var greint frá því í blaðinu í gær að fyrirtækið héti Tryggingar og miðlun. LEIÐRÉTTING ERLENT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.