Fréttablaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 16. október 2002 Nánari upplýsingar á söluskrifstofum Icelandair og á www.icelandair.is Þakkargjörðarhátíð í Boston 28. nóv. - 1. des. 2002 Boston er ekki bara fæðingarstaður Benjamins Franklins. Í þessari frægu borg er að finna sögu, menningu, íþróttir og margs konar afþreyingu. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting á Tremont House í 3 nætur, þakkargjörðarkvöldverður á The Bennigans, íslensk fararstjórn og rútuferðir til og frá flugvelli í Boston. 71.220 kr. í einbýli Misstu ekki af einstöku tækifæri til að upplifa þakkargjörðarhátíð og annað sem Boston hefur að bjóða. Fararstjórar: Einar Bollason og Karl Aspelund. Heimsæktu www.boston.com og fáðu nánari upplýsingar. Hafið samband við söluskrif- stofur eða Fjarsöludeild Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.-föstud. kl 8-20, laugard. kl. 9-17 og sunnud. kl 10-16) ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 19 06 3 1 0/ 20 02 Verð frá 59.220kr. á mann í tvíbýli Takmarkaður sætafjöldi! Þessi ferð gefur 4.200 ferðapunkta FÍKNIEFNI FUNDUST Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af manni sem ók um Fitjar í Njarðvík í fyrrinótt. Við leit í bílnum fund- ust fíkniefni. Lögreglan handtók manninn og yfirheyrði. RÁÐIST Á MANN Tveir menn réðust á mann á Ingólfstorgi í fyrrinótt og rændu. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Lögregl- an hafði ekki hendur í hári árás- armannanna en hefur grun um hverjir þeir eru. TEKINN Á 123 KM HRAÐA Öku- maður var tekinn á 123 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Á hann yfir höfði sér dágóða sekt. LÖGREGLUFRÉTTIR SJÁVARÚTVEGUR „Ég hélt satt að segja að með því að berjast fyrir því að fá yfirráð yfir okkar fisk- veiðilögsögu væri vandinn leyst- ur. En það er nú eitthvað annað, mér sýnist vandinn hafa aukist. Ég segi fyrir mig að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar,“ segir Guðmundur Kjærne- sted fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni í viðtali við Ægi, tímarit um sjávarútvegsmál. Guðmundur stóð í eldlínunni í þremur þorskastríðum sem Ís- lendingar háðu við Breta þegar landhelgin var færð út, fyrst í 12 mílur, síðar í 50 og loks í 200 míl- ur. Hann segist síður en svo sáttur við núgildandi fiskveiðistjórnun- arkerfi, telur að það hafi orðið til þess að aflaheimildirnar hafi færst á hendur nokkurra útgerða og litlu sjávarplássin standi eftir meira og minna kvótalaus. „Mér rennur til rifja að horfa upp á blómleg þorp koðna niður. Mér finnst hafa verið haldið illa á málum, 30 ára umráðaréttur virð- ist engu hafa skilað. Það hlýtur að vera eitthvað mikið að og ég vil fá svör frá vísindamönnum um hvað gerst hafi. Aflaheimildirnar hafa verið að minnka undanfarin ár, þótt nú berist fréttir af einhverj- um bata. Ég er á því að þessi stóru, öflugu skip og öll tæknin sem þeim fylgir, eigi bara ekkert erindi á grunnslóðinni. Færeying- ar banna til að mynda verksmiðju- togarana á grunnslóð. Þeir hafa grunnflota, djúpflota og loks út- hafsflota. Við ættum að líta til þeirra,“ segir Guðmundur Kjærnested.  Guðmundur Kjærnested: Ósáttur við kvótakerfið GUÐMUNDUR KJÆRNESTED Óskar eftir svörum frá vísindamönnum um ástæður síminnkandi aflaheimilda. Fossberg skiptir um forstjóra: Sá fjórði á 75 árum FYRIRTÆKI Þórður Mar Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri versl- unarinnar Fossberg. Hann er fjórði forstjóri fyrirtækisins í 75 ára sögu fyrirtækisins. Þórður tekur við af Einari Erni Thorlaci- us sem gegnt hefur starfinu í þrettán ár. Einar hefur unnið hjá Fossberg í nítján ár. Hann hverf- ur nú til sveitarstjórastarfa í Reykhólahreppi á Barðaströnd. Fossberg á langa sögu í verslun með tæki og vörur fyrir iðnaðar- menn. Stefna stjórnenda fyrir- tækisins er að efla það enn frekar sem stórmarkað iðnaðarmanns- ins.  BRUTUST INN HJÁ SLÖKKVILIÐ- INU Tveir piltar voru handteknir um eittleytið í fyrrinótt eftir að hafa brotist inn í nýbyggingu slökkviliðsins við Skógarhlíð í Reykjavík. Piltarnir tóku borvél- ar og önnur verkfæri til að brjótast inn í eldri byggingu slökkviliðsins. Voru þeir með tól- in í bakpoka þegar lögregla sem var á vakt í fjarskiptamiðstöð Neyðarlínunnar gómaði mennina í slökkvistöðinni. Við nánari leit fundust í fórum piltanna fíkni- efni og sprautur. TEKNIR MEÐ FÍKNIEFNI Fíkniefni fundust á þremur piltum eftir að bíll sem þeir ferðuðust í var stöðvaður við Bygggarða á Sel- tjarnarnesi á öðrum tímanum í fyrrinótt. Fíkniefnahundur lög- reglunnar var kallaður til og var hann látinn þefa í bílnum. Fannst þá meira magn af fíkni- efnum sem höfðu verið falin. Lögreglan handtók mennina og gista þeir nú fangageymslur lög- reglu. Karlmenn eldri en 35 ára: Eiga erfiðara með að geta börn HEILSA Líkurnar á því að karlmenn geti börn minnka við 35 ára aldur. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn vísindamanna við háskólann í Washington í Seattle, sem greint var frá á fréttavef BBC. Þar kem- ur fram að skemmdir á erfðaefn- inu sem hefur að geyma sæðis- frumur eykst eftir því sem menn eldist. Ólíkt öðrum frumum lík- amans lagast sæðisfrumur ekki eftir slíkar skemmdir. Auk þess komust vísindamennirnir að því að eftir því sem menn eldast tapa þeir getu sinni til að vinsa út óheilbrigðar sæðisfrumur. Lík- urnar á því að skemmd sæðis- fruma frjóvgi egg aukast því til muna.  LÖGREGLUFRÉTTIR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.