Fréttablaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 24
Fyrst og fremst eigum við hinumbragðgóða hænsnfugli rjúpunni
það að þakka að vopnaburður skuli
ekki hafa aflagst með öllu hér á
þessu friðsama landi þar sem
blóðsúthellingar þekkjast orðið
varla nema þá sem ómissandi liður í
fjölbreyttu skemmtanalífi þjóðar-
innar. Nú bergmálar glaðleg hagla-
byssuskothríð um fjöll og dal og
rjúpan fær enn einu sinni að sjá eft-
ir því að hafa ekki nennt að vaða eld
fyrir Maríu Guðsmóður. Eða eins og
segir í hinni alkunnu „Sigmars rímu
og skotveiðimanna“ eftir skáldið og
öryrkjann Benjamín Steinbergsson:
Ég fugla himinsins freta á glaður
á frostköldum heiðum míns Ísalands.
Með byssu í hönd verð ég meiri maður
og míg standandi, sómi þessa lands.
HUGRÚN Rósinkarsdóttir kona
Benjamíns orti hins vegar hina al-
þekktu vísu um ófullnægðu konuna
eftir að maður hennar hafði orðið
fyrir voðaskoti og má mikið vera ef
sú vísa ratar ekki fyrr en síðar í
skólaljóðin:
Eru tólin öll óstinn.
Ógn var það er Benni minn
hugðist hlaða hólkinn sinn
og hlunkaði af sér miðfótinn.
OG VÍST ER UM ÞAÐ að mörg
veiðimannskonan þekkir þá tilfinn-
ingu að sitja heima í hlýju og nota-
legu einbýlishúsi með sérríglas í
hendi við arineld og vita eiginmann-
inn rammvilltan uppi á reginfjöllum
með haglabyssu í annarri hendi og
GPS-tæki í hinni hafandi gleymt
leiðarvísinum í bílskúrnum heima.
Björgunarmenn nú basla á heiðum
og berjast við fannirnar djúpu
í leit að þeim sem villtust á veiðum
í von um að sálga rjúpu.
EN ALLAR ÁHYGGJUR og sorg-
ir gufa þó upp eins og dögg fyrir
sólu þegar síminn hringir og það
fréttist að veiðimaðurinn sé á heim-
leið í þyrlu Landhelgisgæslunnar
kalinn á fingrum, tám og nefi, en þó
ekkert umfram það sem góður lýta-
læknir getur lagfært og eiginkonan
fær sér aftur í sérríglasið og kemst
í jólaskap við tilhugsunina um að fá
að klæða hina langþráðu jólarjúpu
úr blóðugum fiðurhamnum.
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Jólarjúpan
Bakþankar
Þráins Bertelssonar
Grensásvegi 12 • Sími: 533 2200
FRÁBÆR PIZZA Á FRÁBÆRU VERÐI!