Fréttablaðið - 29.10.2002, Side 6

Fréttablaðið - 29.10.2002, Side 6
6 29. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR FJÁRMÁL HEILINN VELDUR BAKVERKJUM Ástæðan fyrir því að sumt fólk þjáist af þrálátum verkjum neð- arlega í bakinu gæti verið sú að heilar fólksins eru afar viðkvæm- ir og eiga auðvelt með að greina sársauka. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. DREGUR ÚR NETNOTKUN Dregið hefur úr notkun Netsins í Ástral- íu í fyrsta sinn síðan skráning á netnotkun í landinu hófst fyrir þremur árum. Var það netnotkun heima fyrir sem aðallega dróst saman. ERLENT DÓMSMÁL Árni Mathiesen sjávar- útvegsráðherra hefur verið dæmdur ómerkur orða sinna og fyrir meiðyrði í Héraðsdómi Reykjaness. Árni er dæmdur fyrir ósönnuð ummæli um að Magnús Þór Haf- steinsson frétta- maður hefði falsað sjónvarpsfrétta- efni um brottkast um borð í fiski- skipum. Einnig fyrir að hafa sagt það vera stefna Magnúsar að koma höggi á kvótakerf- ið á erlendri grund eða eyðileggja þar með öðrum hætti fyrir íslenskum stjórnvöldum. Héraðsdómur segir Árna hafa vegið alvarlega að störfum og mannorði Magnúsar. Ummælin hafi verið hörð, sérstaklega í ljósi þess að þau lét hann falla í sjón- varpsviðtali þar sem hann sat fyr- ir svörum sem sjávarútvegsráð- herra. Héraðsdómur sýknaði sjávar- útvegsráðherrann hins vegar vegna ummæla um að Magnús væri margyfirlýstur andstæðing- ur íslenska kvótakerfisins í sjáv- arútvegi og hefði það að markmiði að rífa það niður. „Ég er ekki búinn að sjá dóm- inn og get því ekkert um málið sagt á þessu stigi,“ sagði Árni síð- degis í gær. Ráðherrann er stadd- ur erlendis á 50 ára afmælisþingi Norðurlandaráðs. Árna er gert að greiða Magnúsi 100 þúsund krónur í miskabætur og að greiða 100 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs að viðlögðu 20 daga fangelsi sé sektin ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá er hann dæmdur til að taka þátt í hluta málskostnaðar Magnúsar með 200 þúsund króna framlagi. Magnús Þór segist sáttur við dóminn. „Ásökunum um að ég hafi sett brottkasti á svið er hnekkt. Það var fyrst og fremst eftir því sem ég sóttist. Ég verð að lifa við það að nú skuli vera dómur fyrir því að ég sé yfirlýstur andstæð- ingur kvótakerfisins enda held ég að meirihluti þjóðarinnar falli undir þá skilgreiningu með mér,“ segir Magnús og bætir því við að dómurinn sé endapunktur í mál- inu hvað sig snerti: „Fyrst Árni neitaði að biðjast afsökunar strax í upphafi ætla ég ekki að fara að sækjast eftir afsökunarbeiðni frá honum núna.“ Upphaf málsins var að Magnús fór í nóvember 2001 ásamt kvik- myndatökumanni í veiðitúra með tveimur fiskiskipum. Tilgangur- inn var að mynda brottkast. Eftir að sjónvarpsfrétt sem byggði á myndefninu var birt í ríkissjón- varpinu sagði skipstjóri annars skipsins brottkastið hafa verið sviðsett. Hinn skipstjórinn gekkst við brottkastinu. Sá skipstjórinn sem sagði að um sviðsetningu hafi verið að ræða endurtók þá sögu fyrir dómi. Tveir skipverjar hans sögðu hins vegar að brottkastið sem myndað var hafi verið raun- verulegt. gar@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi hefur stövðað þrjá bíl sem voru með stolin skráninganúmer. Allir voru teknir einn og sama daginn. Sá fyrsti vakti athygli lögreglu þar sem hann var bara með eina númeraplötu. Í ljós kom að núm- erið tilheyrði ekki bílnum heldur öðrum sömu gerðar og að númera- plötunni hafði verið stolið af þeim bíl. Það var ekki aðeins að númer- in væri stolin heldur einnig stýrið, en það var úr öðrum bíl sem brot- ist var inn í á Stokkseyri fyrir um þremur vikum. Sama dag lagði lögreglan hald á jeppa á Stokkseyri. Skráningar- númerin tilheyrðu ekki þeim bíl heldur öðrum sem hafði verið af- skráður. Hafði eigandinn með ein- hverjum hætti komist yfir skrán- ingaplöturnar. Þriðji bíllinn hafði verið skil- inn eftir á Suðurlandsvegi vestan við Þjórsárbrú. Á honum voru skráninganúmer sem áttu að vera á öðrum bíl. Í honum fannst síðan ein númeraplata. Grunur er á að bíllinn hafi verið notaður í inn- brotaleiðangur austan fjalls.  Tilefnislaus árás: Þrír ung- lingar réðust á konu LÖGREGLUMÁL Þrír drengir á aldr- inum 13 til 15 ára réðust á konu sem var á göngu í miðborg Reykjavíkur síðdegis á laugar- dag. Að sögn konunnar var árásin fyrirvaralaus og höfðu engin orðaskipti farið fram milli henn- ar og drengjanna fyrir árásina. Konan var með áverka og bólgur á nefi og efri vör. Hún var flutt á slysadeild til aðhlynningar. Konan gat gefið lýsingu á drengjunum og er málið nú í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík.  SVIPUÐ AFKOMA Hagnaður Frjálsa fjárfestingarbankans hf. fyrstu níu mánuði ársins 2002 var 367 milljónir króna. Arðsemi eig- in fjár á tímabilinu var 22,4% og kostnaðarhlutfall bankans var 24%. Ef afkoman er borin saman við afkomu fyrir sama tímabil á árinu 2001 þá er um að ræða 80 milljóna króna betri afkomu fyrir skatta, en eftir skatta er afkoman 23 milljóna króna lakari KAUPMANNAHÖFN, AP Téténskir að- skilnaðarsinnar, sem eru á tvegg- ja daga ráðstefnu í Kaupmanna- höfn, segjast engin tengsl hafa haft við hryðjuverkamennina, sem tóku um 800 gísla í leikhúsi í Moskvu í síðustu viku. Um það bil hundrað Téténar sækja þingið ásamt rússneskum mannréttindaforkólfum og þing- mönnum frá Rússlandi og öðrum Evrópuríkjum. Ráðstefnunni er ætlað að finna leiðir til þess að átökum linni milli Rússa og Téténa. „Lausnin í Téténíu felst í samn- ingaviðræðum, ekki átökum,“ sagði Mohammad Shishani, for- seti Alþjóðaþings téténskra út- laga, sem stóð að ráðstefnunni. „Við ætlum að ræða áþreifanleg skref í áttina að viðræðum sem allra fyrst milli Pútíns forseta og Maskhadovs forseta.“ Danska stjórnin skýrði frá því að leiðtogafundur Evrópusam- bandsins og Rússlands, sem halda átti í Danmörku 11. nóvember, verði þess í stað haldinn í Brussell. Rússnesk stjórnvöld eru Dönum afar reið fyrir að hafa ekki bannað Téténum að halda þingið í Kaupmannahöfn svons skömmu eftir gíslatökuna í Moskvu. Téténskir aðskilnaðarsinnar skiptast í ýmsa hópa, sem hafa misjafnlega mikil sambönd sín á milli.  FÁ GÓÐA MEÐFERÐ Mannrétt- indafulltrúi á vegum Sameinuðu þjóðanna fékk að hitta fjóra Breta, sem sitja í fangelsi í Sádi- Arabíu. Hann sagðist hafa sann- færst um að vel væri farið með þá. VANTAR 80 MILLJÓN SMOKKA Fulltrúi stjórnvalda í Úganda sagði að á næsta ári þyrfti að fly- tja 80 milljón smokka til landsins til þess að anna sívaxandi eftir- spurn. Alnæmi er útbreitt í Úg- anda. NÝR EVRÓPURÁÐHERRA Dean MacShane hefur tekið við emb- ætti Evrópuráðherra í Bretlandi. Hann tekur við af Peter Hain, sem í síðustu viku var falið að sjá um málefni Wales í stjórninni. NÚMERALAUSIR BÍLAR Þrír bílar með stolnum skráninganúmeraplötum komu til kasta lögreglunnar á Selfossi á einum og sama deginum. Grunur leikur á að einn bílanna hafi verið notaður í innbrota- leiðangri austan fjalls. Lögreglan í Árnessýslu: Tóku bíla með röngum númerum ERLENT FRÁ ÞINGI TÉTÉNA Í DANMÖRKU Þingið hófst í gær þrátt fyrir hörð mótmæli Rússa. Alþjóðaþing téténskra útlaga í Danmörku: Vilja friðsamlega lausn í Téténíu AP /Y VE S LO G G H E MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Magnús Þór Hafsteinsson ætlar ekki að leita eftir afsökunabeiðni frá Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra heldur láta miskabæturnar nægja. Alls þarf Árni að greiða 400 þúsund krónur í sekt, miska- bætur og málskostnað. Sjávarútvegsráðherra ómerkur orða sinna Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur verið dæmdur fyrir meiðyrði. Héraðsdómur segir Árna hafa vegið alvarlega að störfum og mannorði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fréttamanns með ósönnum fullyrðingum um að Magnús hefði falsað sjónvarpsfrétt um brottkast á fiskiskipum. Fyrst Árni neit- aði að biðjast afsökunar strax í upphafi ætla ég ekki að fara að sækjast eftir afsökunar- beiðni frá honum núna. VEISTU SVARIÐ? Vilji er meðal þingmanna um að rekstur einangrunar- stöðva fyrir dýr verði gefinn frjáls. Nú er ein slík stöð starfandi, hvar er hún? Hvaða fjall varð í fyrsta sæti í vali um þjóðarfjallið? Hvaða ráðherra er jafnframt öðru samstarfsráðherra Norðurlanda? Svörin eru á bls. 22. 1. 2. 3. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 88.54 -0.38% Sterlingspund 136.89 -0.81% Dönsk króna 11.61 -0.59% Evra 86.27 -0.61% Gengisvístala krónu 130,20 -0,44% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 241 Velta 5.770 milljónir ICEX -15 1.291 -1,17% Mestu viðskipti Landsbanki Íslands hf. 80.703.272 Össur hf. 69.220.742 Pharmaco hf. 65.349.005 Mesta hækkun Guðmundur Runólfsson hf. 2,56% Sölumiðstöð Hraðfrystih. hf. 2,44% Marel hf. 1,74% Mesta lækkun Baugur Group hf. -7,92% Ker hf. -3,36% Íslandssími hf. -3,23% ERLENDAR VÍSITÖLUR* DJ*: 8423,7 -0,20% Nsdaq*: 1326,9 -0,30% FTSE: 4090,5 1,00% DAX: 3176,1 2,40% Nikkei: 8757,5 0,40% S&P*: 894,7 -0,30% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.