Fréttablaðið - 29.10.2002, Qupperneq 7
7ÞRIÐJUDAGUR 29. október 2002
JARÐHRÆRINGAR
Tilbúið undir tréverk!
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
18
69
2
0
9/
20
02
Nú er rétti tíminn til að innrétta.
Duropal borðplötur, skápahurðir og
sólbekkir. 20% afsláttur.
Límtré í borðplötur, sólbekki og stiga.
Eik, beyki, hlynur og kirsuberjaviður.
Þykktir 19, 26 og 32 mm. 20% afsláttur.
Furulímtré.
Þykktir 18, 28 og 38 mm. 25% afsláttur.
10% afsláttur af allri vinnslu.
Duropal
borðplötur,
skápahurðir
og sólbekkir.
Límtré
í borðplötur,
sólbekki
og stiga.
VERSLUN „Við höfum engin not fyr-
ir þetta lengur. Keikó er farinn og
nú verður allt selt,“ segir Smári
Harðarson, kafari í Vestmanna-
eyjum, sem unnið hefur með
Keikó undanfarin fjögur ár en
leitar sér nú að nýjum verkefnum.
„Ég er orðinn sölumaður búnaðar-
ins sem hér er og ég get ekki ann-
að sagt en að áhuginn sé gríðar-
legur,“ segir Smári.
Aðstoðarmenn Keikós sem eft-
ir sitja í Vestmannaeyjum hafa
komið sér upp vefsíðu, keikó.is,
þar sem þeir auglýsa búnaðinn.
Um er að ræða alls kyns köfunar-
græjur, mælitæki og síðast en
ekki síst kvígin sjálf sem hvalur-
inn var í og netið sem hélt honum
inni: „Loðnuveiðimenn hafa mik-
inn áhuga á netinu og telja sig
geta notað það í veiðarfæri. Þá
hentar kvígin sjálf til fiskeldis af
ýmsum toga,“ segir Smári sem
var í hópi fimmmenninga sem
höfðu fullt starf af því að sýsla
með Keikó. Allir hafa þeir nú
misst vinnuna og stefna á ný mið.
Líkt og Keikó.
Mikill áhugi á Keikó - búnaði í Vestmannaeyjum:
Kafari orðinn
sölumaður
KEIKÓ FARINN
Búnaðurinn auglýstur til sölu -
mikill áhugi.
Bandarískur erindreki:
Myrtur
fyrir utan
heimili sitt
AMMAN, JÓRDANÍU, AP Bandarískur
erindreki var skotinn til bana
fyrir utan heimili sitt í Amman,
höfuðborg Jórdaníu, í gær. Mað-
urinn hét Laurence Foley og vann
að hjálparstörfum. Lést hann
samstundis eftir að hafa verið
skotinn margoft. Ekki er vitað
hvort hryðjuverkamenn hafi
staðið fyrir verknaðinum.
Þónokkrar árásir hafa verið
gerðar á Ísraela í Amman og við
landamæri Jórdaníu og Ísralels
undanfarið.
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR
Hyggst beita sér fyrir því að frumvarpið
verði samþykkt fyrir þingslit í vor.
Björgunarsveitir:
Gert að
tryggja
sína menn
FRUMVARP Björgunarsveitum verð-
ur gert skylt að kaupa slysatrygg-
ingar fyrir björgunarsveitarmenn
verði frumvarp sem hefur verið
samið fyrir dómsmálaráðuneytið
að lögum.
Í frumvarpinu er kveðið á um
hlutverk björgunarsveita, sam-
starf þeirra við aðra aðila og rétt-
indi og skyldur björgunarsveitar-
manna. Sólveig Pétursdóttir, dóms-
málaráðherra, greindi frá því á
ráðstefnunni Björgun að sam-
komulag væri í burðarliðnum milli
ráðuneytisins og Landsbjargar um
að kostnaður vegna trygginga
björgunarsveitarmanna yrði
greiddur af ríkissjóði.
Rafiðnaðarsambandið:
Krefjast
efnda
ATVINNUMÁL Miðstjórn Rafiðnaðar-
sambands Íslands krefst þess að
ríkisstjórnin standi við yfirlýs-
ingu sína frá því í desember að
leitast verði við að jafna muninn á
réttindum starfsmanna sinna sem
er misjafn eftir því í hvaða verka-
lýðsfélögum þeir eru.
Í yfirlýsingu miðstjórnarinnar
segir að aðilar vinnumarkaðarins
hafi staðið við sinn hluta sam-
komulagsins sem var gert um að
koma böndum á þensluna í efna-
hagslífinu. Nú standi upp á stjórn-
völd að standa við sitt fyrir 1.
febrúar á næsta ári svo komist
verði hjá aðgerðum.
SKJÁLFTI Í MÝRDALSJÖKLI Nokkr-
ir jarðskjálfar urðu í suðvestan-
verðum Mýrdalsjökli í fyrirnótt.
Sá stærsti mældist 3,4 á Richter
klukkan 01.17 og mínútu síðar
mældst annar sem mældist 3,1 á
Richter. Fundust skjálftarnir á
nokkrum stöðum. Aðrir skjálftar
fygldu í kjölfarið sem mældust
undir 2,0 að stærð.