Fréttablaðið - 29.10.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 29.10.2002, Síða 8
29. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR FRELSUN GÍSLANNA Vaxandi reiði hefur gætt í Rússlandi gagnvart stjórnvöldum vegna þeirrar leyndar, sem hvílt hefur yfir frels- un gíslanna á laugardaginn. Á ann- að hundrað gíslar létust af völdum gaseitrunar og enn liggja margir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Erfitt hefur verið að veita þeim rétta meðferð vegna þess að ekki fékkst gefið upp, hvaða gastegund var notuð. Einnig hefur verið afar erfitt að fá upplýsingar um líðan þeirra, sem veiktust. Ekki er nýtt að rússnesk stjórnvöld fari dult með upplýsingar, sem þeim eru viðkvæmar. Skemmst er að minn- ast þess þegar kjarnorkukafbátur- inn Kursk sökk, að lengi vel feng- ust litlar upplýsingar um það sem gerst hafði. Gasið hefur verið afar öflugt úr því það svipti gíslatökumennina meðvitund svo hratt að þeir náðu ekki að grípa til vopna. Bandarískir eiturefnasérfræð- ingar telja hugsanlegt að notuð hafi verið gastegund, sem unnin er úr svefnlyfi á borð við valíum. Einnig telja þeir mögulegt að Rússar hafi notað efnið BZ, sem Bandaríkjamenn gerðu tilraunir með á sjöunda áratug síðustu ald- ar og prófuðu meðal annars að nota það í Víetnamstríðinu. Heimildarmenn, sem breska dagblaðið Independent vitnar í, segja að notuð hafi verið gasteg- und sem rússneska leyniþjónustan FSB hefur þróað. Í alþjóðasamningi, sem gerður var árið 1993, er lagt blátt bann við því að unnið sé að þróun ban- vænna efnavopna. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn eru aðilar að þessum samningi, en bæði ríkin reyna engu að síður að komast fram hjá honum með því að þróa efnavopn, sem eiga ekki að vera banvæn heldur aðeins svæfa eða rugla meðvitund fólks. Rússneski blaðamaðurinn Olga Chernyak var einn gíslanna. Hún segir að upphaf atburðanna á laug- ardag megi rekja til þess að lítill drengur missti stjórn á sér og kas- taði flösku í einn skæruliðanna. Þeir hafi brugðist við með því að skjóta á drenginn, en hittu ekki. Þess í stað komu skot í tvo aðra gísla. Maður hlaut skot í augað og ung kona varð fyrir skoti í síðuna. Chernyak segir að skærulið- arnir hafi sagt gíslunum að hafa ekki áhyggjur, allt væri í lagi. En þegar þessi byssuskot heyrðust hafa rússnesku her- mennirnir haldið að skæruliðarnir væru að láta verða af hótun sinni um að byrja að skjóta gíslana. Þá var tekin hin örlagaríka ákvörðun um að beita gasinu.  Héraðsdómur: Öryrki borgi 13,5 milljónir DÓMSMÁL Karlmaður sem fékk lán frá Lánasjóði íslenskra náms- manna til að stunda sálfræðinám í Bandaríkjunum og Bretlandi á ár- unum 1985 til 1988 hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavík- ur til að endurgreiða lánin, sam- tals að upphæð um 13,5 milljónir króna. Faðir mannsins var dæmd- ur til að greiða skuldina ásamt syni sínum. Maðurinn er öryrki af völdum alvarlegs slyss. Hann hafði sótt um það til stjórnar lánasjóðsins að fá skuldina niðurfellda eða inn- heimtu hennar frestað vegna bágra aðstæðna. Stjórnin hafnaði því. Það sama gerði málskots- nefnd sjóðsins.  INNBROT OG EIGNASPJÖLL Tölu- vert var um innbrot og þjófnað í Reykjavík um helgina. Tilkynnt var um tuttugu og fjögur innbrot, tuttugu þjófnaði og sextán sinn- um voru unnin eignaspjöll. Nokk- uð var um að dekk ökutækja væru skorin. SEXTÁN ÖKUMENN ÖLVAÐIR Þrjá- tíu og fimm ökumenn voru kærð- ir fyrir hraðakstur í Reykjavík um helgina. Þá voru höfð afskipti af sextán ökumönnum grunaða um ölvun. Tuttugu og sjö umferð- aróhöpp voru tilkynnt og í tveim- ur þeirra urðu minniháttar slys á fólki. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Beint leiguflug me› Fluglei›um til Alicante 18. desember og 6. janúar. Al ic an te Al ic an te 33.240 kr. Ver›dæmi: miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11ára ferðist saman. 37.630 kr. ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug og flugvallarskattar. Munið að hjá Plúsferðum er unnt að greiða með Atlasávísunum, VR ávísunum og Fríkortspunktum að eigin vild og lækka ferðakostnaðinn. Takmarkað sætaframboð. um jólin GÍSLATAKA Svæfingalæknar eru á einu máli um að aldrei hefði kom- ið til greina, og reyndar verið gangslaust, að reyna að nota venjuleg svæfingalyf við að yfir- buga gíslatökumennina í leikhús- inu í Moskvu um síðastliðna helgi. Gripið hafði verið til þess ráðs að nota eiturgas til að tryggja að gíslatökumennirnir kæmust ekki að sprengjum sínum þegar sér- sveitarmenn Pútíns forseta réðust til inngöngu í leikhúsið. Rússar hafa ekki viljað gefa upp hvaða tegund af gasi var not- uð til að yfirbuga gíslatökumenn- ina. Þó hallast sérfræðingar að því að um sé að ræða eiturgasið BZ sem Bandaríkjamenn notuðu í Víetnam og Saddam Hussein not- ar enn gegn Kúrdum. BZ virkar á nokkrum sekúndum og þeir sem verða fyrir komast aðeins nokkur skref áður en öndunarvegur þeir- ra lamast. Í því liggur skýringin á því að gíslatökumennirnir komust ekki að sprengjum sínum eins og þeir höfðu bersýnilega ráðgert þegar ráðist yrði til inngöngu í leikhúsið gegn þeim.  LEIKHÚSGESTUR Á SJÚKRABÖRUM Öndunarvegurinn lamast á örskotsstund. Eiturgasið í leikhúsinu í Moskvu: Nokkrar sekúndur - nokkur skref Leyndin vekur reiði Rússa Engar upplýsingar fást um gasið, sem Rússar notuðu á laugardag. Notkun efnavopna er bönnuð samkvæmt alþjóðasamningi frá 1993. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn vinna samt að þróun efnavopna, sem ekki eiga að vera „banvæn“. AP / E FR EM L U K AT SK Y FYRIR UTAN LEIKHÚSIÐ Undrun, sorg og reiði ríkja í Moskvu eftir að í ljós kom að frelsun gíslanna á laugardaginn varð að nýjum harmleik. Þessi kona grét í gær ættingja sinn fyrir utan leikhúsið, þar sem á annað hundrað gíslar létust af gaseitrun.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.