Fréttablaðið - 29.10.2002, Qupperneq 12
12 29. október 2002 ÞRIÐJUDAGURHAFNARBOLTI
FÖGNUÐUR
Leikmenn Anaheim Angels fagna gríðar-
lega eftir að lið þeirra sigraði San Fransisco
Giants, 4-1, í úrslitaleik í heimsmeistara-
keppninni í hafnarbolta.
FÓTBOLTI
ÍÞRÓTTIR Í DAG
18.30 Sýn
Meistaradeild Evrópu
19.30 Sýn
Meistaradeild Evrópu
21.40 Sýn
Meistaradeild Evrópu
01.00 Sýn
Íþróttir um allan heim
!"#
$!%&!&
'()#"*&
&+!&,#$
-!&#%
- !"#
!! "
#
./.
012
.
.33
012
43
.3
012
5
! "
..5
012
4/3
34
012
5
012
46
% &
'(
) * +,*
#$%&'
()
-
./
*
FÓTBOLTI Kynþáttahatur tíðkast
víða í knattspyrnuheiminum í Evr-
ópu. Knattspyrnuyfirvöld þurfa að
bregðast skjótt við til að koma í
veg fyrir aukið hatur. Þetta kemur
fram í nýrri rannsókn sem breska
ríkisútvarpið, BBC, gerði á knatt-
spyrnuvöllum víða um álfuna.
BBC sendi fulltrúa á leiki í
flestum löndum. Í ljós kom að
mesta kynþáttahatrið í Austur-
Evrópu, þar sem það á djúpstæðar
rætur, sem og á Ítalíu. Stuðnings-
menn Lazio, frá Róm, taka á móti
þeldökkum andstæðingum liðsins
með því að herma eftir öpum auk
þess sem þeir kalla þá niðrandi
nöfnum. Í Júgóslavíu er mikið kyn-
þáttahatur sem lögreglan lætur
viðgangast án þess að gera nokk-
uð.
Nokkur lönd hafa þó þegar tek-
ið á málunum og urðu fulltrúar frá
BBC, sem sátu leiki í Lundúnum,
Berlín, Rotterdam og París, ekki
varir við kynþáttahatur.
Samtök sem kallast Kick It Out
hafa á síðustu vikum verið í her-
ferð gegn kynþáttahatri. Talsmenn
þess segjast fá mikinn stuðning
víðast hvar en að mikið og erfitt
starf sé framundan.
Rannsókn BBC:
Kynþáttahatur
í knattspyrnu
KYNÞÁTTAHATUR
Marco Delvecchio fagnar hér marki sem
hann skoraði fyrir Roma gegn Lazio síðast
liðinn sunnudag. Áhorfendur Lazio, sem
sjást í bakgrunni, létu ókvæðisorðum rigna
yfir þeldökka samherja Delvecchio.
Roy Keane:
Áfrýjar
ekki
FÓTBOLTI Ólíklegt þykir að Roy
Keane, fyrirliði Manchester
United, muni áfrýja fimm leikja
banni og sekt upp á 150 þúsund
pund sem enska knattspyrnusam-
bandið dæmdi hann í fyrir að
brjóta viljandi á Alf Inge
Haaland, leikmanni Manchester
City, fyrir ári. Bannið tekur gildi
4. nóvember næst komandi og er
talið að Keane muni gefa út yfir-
lýsingu fyrir þann tíma. Alex
Ferguson, knattspyrnustjóri
United, sagðist í samtali við bres-
ka fjölmiðla ekki búast við því að
fyrirliðinn myndi áfrýja dómn-
um.
FÓTBOLTI Þýska stórliðið
Bayern München þarf á
sigri að halda gegn spæn-
ska liðinu Deportivo í G-
riðli Meistaradeildarinn-
ar í kvöld ætli liðið að
eiga möguleika á að kom-
ast áfram í keppninni.
Bayern, sem sigraði
Meistaradeildina fyrir
tveimur árum, er aðeins
með eitt stig eftir fjóra
leiki. Sigri Bæjarar leik-
inn sem háður verður á
Spáni í kvöld, þarf liðið að
bera sigurorð af Lens í
síðasta leik sínum í riðlin-
um og treysta á að
Deportivo vinni ekki
efsta lið riðilsins, AC Mil-
an, á sama tíma.
Stefan Wessels, vara-
markvörður Bayern, mun fylla
skarð Oliver Kahn í liði Bayern
sem meiddist í leik gegn AC Milan
í Meistaradeildinni í síðustu viku.
Juan Valeron er enn frá í liði
Deportivo vegna meiðsla. Liðinu
hefur gengið illa undanfarið og
tapað þremur af síðustu fjórum
leikjum sínum.
Mikil spenna er í E-riðli þar
sem ekkert lið er öruggt áfram.
Juventus, sem er í efsta sæti, tek-
ur á móti hollenska liðinu Feyen-
oord á Delle Alpi-leikvangnum.
Ítalarnir töpuðu síðasta leik sín-
um í Meistaradeildinni gegn
enska liðinu Newcastle en geta
tryggt sér sæti í næstu umferð
með sigri í kvöld. Liðið hefur
skorað sjö mörk í keppninni á
heimavelli og er búist við miklu af
þeim Alessandro Del Piero og
Marco Di Vaio í framlínu liðsins.
Í F-riðli sækir Manchester
United lið Maccabi Hafia heim.
United, sem er komið áfram í
keppninni, verður án þeirra Ruud
van Nistelrooij, Juan Sebastian
Veron, Roy Keane, David Beck-
ham, Nicky Butt og Fabian
Barthez í leiknum. Með sigri á
Haifa möguleika á að komast upp
úr riðlinum.
Filippo Inzaghi, leikmaður AC
Milan sem jafnframt er marka-
hæsti leikmaður Meistaradeildar-
innar, leikur ekki með liðinu gegn
Lens í Frakklandi vegna meiðsla.
Brasilíumaðurinn Rivaldo, Al-
essandro Nesta og Rui Costa eru
einnig meiddir í liði Milan.
Í H-riðli er hörð barátta um
annað sætið á eftir Barcelona,
sem er með fullt hús stiga.
Belgíska liðið Club Brügge vonast
eftir sigri á heimavelli gegn Bör-
sungum til að eiga möguleika á að
komast áfram.
Bayern þarf
að sigra
Deportivo
SALAS
Marcelo Salas, leikmaður Juventus, fagnar
marki sínu gegn Udinese um síðustu helgi.
Juventus er efst í E-riðli Meistaradeildar-
innar og getur tryggt sér sæti í næstu um-
ferð með sigri gegn hollenska liðinu
Feyenoord.
Næstsíðasta umferð í riðlakeppni Meistara-
deildarinnar hefst í kvöld. Manchester United
verður án fastamanna gegn Maccabi Haifa.
Juventus og Dynamo Kiev tryggja sér sæti í 16
liða úrslitum sigri þau leiki sína.
LEIKIR KVÖLDSINS:
E-riðill:
Juventus-Feyenoord
Newcastle-Dynamo Kiev
F-riðill:
Maccabi Haifa-Manchester United
Leverkusen-Olympiakos
G-riðill:
Deportivo-Bayern München
Lens-AC Milan
H-riðill:
Galatasary-Lokomotiv
Club Brügge-Barcelona
STAÐAN Í RIÐLUNUM:
E-riðill:
Juventus 7
Dynamo Kiev 7
Feyenoord 5
Newcastle 3
F-riðill:
Man.Utd. 12
Leverkusen 6
M. Haifa 3
Olympiakos 3
G-riðill:
AC Milan 12
Deportivo 6
Lens 4
Bayern 1
H-riðill:
Barcelona 12
Club Brügge 5
Galatasary 4
Lokomotiv 1
ELBER
Brasilíumaðurinn Giovane Elber, til
hægri, þarf að ná sér á strik í leik
Bayern gegn Deportivo í kvöld. Santa
Cruz, Paragvæmaðurinn í liði Bayern,
fagnar marki félaga síns gegn
Hanover 96 um síðustu helgi.
Joe Royle, fyrrverandi knatt-spyrnustjóri hjá Everton og
Manchester City, hefur verið ráð-
inn stjóri enska 1. deildarliðsins
Ipswich, sem Hermann Hreiðars-
son leikur með. Ipswich, sem féll
úr úrvalsdeildinni á síðasta tíma-
bili, hefur verið stjóralaust síðan
George Burley var rekinn frá fé-
laginu í síðasta mánuði.
AP
/M
YN
D