Fréttablaðið - 29.10.2002, Síða 13

Fréttablaðið - 29.10.2002, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. október 2002 Gullmolar Nýlegir, lítið eknir og sérstaklega vel með farnir bílar í eigu Bílaþings. Frábær kaup. Gott á bilathing.is Númer eitt í notu›um bílum!Númer eitt í notu›um bílum!Laugavegi 170–174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is A B X / S ÍA 9 0 2 1 5 1 6 - 3 FÓTBOLTI Formenn knattspyrnufé- lagsins Þróttar og knattspyrnu- deildar Hauka hafa undirritað samkomulag um samstarf félag- anna í kvennaknattspyrnu. Sam- starfið nær til meistaraflokka fé- laganna og 2. flokks. Ætlun félag- anna er að senda sameiginleg lið til keppni í Íslandsmóti næsta sumar, bæði í úrvalsdeild og 1.deild. Eitt sameiginlegt lið verð- ur svo sent til keppni 2. flokks. Þróttur vann 1. deildina sumarið 2002, í úrslitaleik við Hauka.  Kvennaknattspyrna: Þróttur og Haukar í samstarf UNDIRRITUN Páll Guðmundsson formaður knattspyrnu- deildar Hauka (t.v.) og Kristinn Einarsson, formaður Þróttar, undirrita samninginn. LOS ANGELES, AP Rick Fox, fram- herji L.A. Lakers í NBA-körfu- boltanum, segist sjá eftir því að hafa slegið Doug Christie, leik- mann Sacramento Kings, er liðin mættust í æfingaleik á föstudags- kvöld. Eftir að hafa slegist í fyrs- ta fjórðungi leiksins voru þeir báðir reknir út af. Fox beið þá eft- ir Christie fyrir utan búnings- klefa Sacramento og réðst aftur á hann þar. Fox segist eiga von á því fá langt keppnisbann. „Skapið hljóp með mig í gönur og ég sé eftir því sem ég gerði,“ sagði hann eftir leikinn. Shaquille O’Neil, leikmaður Lakers, gæti einnig átt keppnis- bann yfir höfði sér fyrir að blanda sér í slaginn fyrir utan búnings- klefann. Sat hann í borgaralegum klæðum á varamannabekk liðsins þegar slagsmálin hófust að nýju og ákvað að koma félaga sínum til hjálpar. Liðsfélagar Christie ruku einnig af varamannabekknum til að hjálpa sínum félaga.  SLAGSMÁL Doug Christie, til hægri, rífst við Rick Fox í fyrsta leikhluta. Derek Fisher, leikmaður Lakers, reynir að halda aftur af Christie. NBA-deildin hefst í kvöld með þremur leikjum. Rick Fox, leikmaður L.A. Lakers: Sér eftir slagsmálum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.