Fréttablaðið - 29.10.2002, Qupperneq 16
16 29. október 2002 ÞRIÐJUDAGURHVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ?
FUNDIR
16.30 Maria Green-Vänttinen og Taina
Kaivola frá Helsinkiháskóla flytja
fyrirlesturinn Att undervisa sven-
ska som andraspråk i Finland:
Presentation av en studie i atti-
tyder och metoder. Þær kynna
rannsókn sína sem fjallaði meðal
annars um viðhorf til og aðferðir í
sænskukennslu í Finnlandi. Fyrir-
lesturinn fer fram í Odda, stofu
101.
17.30 Dr. Hákon Guðbjartsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Íslenskri erfða-
greiningu, flytur fyrirlestur um
gagnagrunn Íslenskrar erfðagrein-
ingar. Fyrirlesturinn verðu í Odda,
stofu 101.
UPPÁKOMUR
20.00 Leiklestur á verki Nínu Bjarkar
Árnadóttur, Hvað sögðu
englarnir?, verður í leiklistardeild
Listaháskóla Íslands. Flytjendur
eru nemendur 2. árs leiklistar-
deildar ásamt Helgu Jónsdóttur,
Rúnari Guðbrandssyni og Tinnu
Gunnlaugsdóttur. Leiklesturinn fer
fram í húsnæði leiklistardeildar
LHÍ að Sölvhólsgötu 13. Aðgangur
er ókeypis og öllum heimill.
SÝNINGAR
Ari Svavarsson listmálari og grafískur
hönnuður sýnir í Galleríi Sævars Karls.
Sýningin stendur til 14. nóvember.
Í listasalnum Man heldur Jóhannesar
Geirs sýningu á verkum sínum. Sýningin
stendur til 16. nóvember.
Tengi (All about ties) er heiti á samsýn-
ingu sjö myndlistarmanna sem stendur
ÞRIÐJUDAGURINN
29. OKTÓBER
SAGNFRÆÐI Í kvöld lýkur fyrir-
lestraröð á vegum Áhugahóps
um samvinnusögu og Sögufé-
lagsins um Samvinnuhreyfing-
una á Íslandi í 100 ár. Þegar hafa
verið haldnir fjórir fyrirlestrar
um efnið og alltaf fullt út úr dyr-
um. Helgi Skúli Kjartansson
sagnfræðingur, sem hélt fyrir-
lestrana fjóra, segir áhuga á
samvinnusögunni eðlilegan.
„Fólk hefur skiljanlega áhuga á
þessu efni vegna þess þáttar sem
Samvinnuhreyfingin hefur átt í
sögu landsins á 20. öld. Ef maður
lítur yfir söguna þá er þetta rík-
ur þáttur í því sem gerðist. Fólk
hefur sannarlega áhuga, alveg
burtséð frá því hvað því kann að
þykja um Samvinnuhreyfinguna
í nútímanum.“
Helgi Skúli segir umræður í
lok fyrirlestranna hafa verið líf-
legar. „Þarna hefur komið margt
fólk sem var sjálft í samvinnu-
starfi drjúgan hluta aldarinnar,
og margir sem vissu miklu meira
en ég um það sem gert var undir
merkjum samvinnunnar.“ Helgi
Skúli viðurkennir að meðalaldur
fundarmanna hafi verið í hærri
kantinum, en ungt fólk innan um.
Í kvöld halda hagfræðingarn-
ir Jón Sigurðsson og Jónas Guð-
mundsson fyrirlestur um hrun
sambandsins annars vegar og
framtíð samvinnunnar á Íslandi
hins vegar. Þeir hafa báðir verið
lektorar á Bifröst og munu hvor
um sig fjalla um bæði efnin. Á
eftir verða umræður að vanda.
Aðspurður um framhaldið segist
Helgi Skúli ekki vita það svo
gjörla. „Það væri t.d. hugsanlegt
að gefa út erindin, það er að
minnsta kosti hugur í fólki að
láta ekki staðar numið og gleyma
öllu saman þegar fundaröðinni
lýkur í kvöld,“ segir hann.
Fyrirlesturinn í kvöld hefst í
húsi Sögufélagsins í Fishersundi
klukkan 20.15.
Samvinnan
og Sam-
bandið
Í október hefur staðið fyrirlestraröð um Sam-
vinnuhreyfinguna hvert þriðjudagskvöld í
húsi Sögufélags við Fishersund. Fullt hefur
verið út úr dyrum í hvert sinn. Síðasti fyrir-
lesturinn verður í kvöld.
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
Hefur haldið fjóra fyrirlestra í fyrirlestraröð um Samvinnuhreyfinguna á Íslandi. Hann
segir áhuga fólks á málefninu mjög eðlilegan þar sem Samvinnuhreyfingin sé ríkur
þáttur í sögu landsins á tuttugustu öld.
Ólafur Kristjánsson. Yfirumsjónaramaður
Fjarkennslu ehf.
Ég mæli með vefnum www.hvar.is en þar er
að finna aðgang að íslenskum og erlendum
gagnasöfnum, landsmönnum að kostnaðar-
lausu.
HÁDEGISTÓNLEIKAR Í dag eru tónleikar
númer tvö í hádegistónleikaröð
Íslensku óperunnar á haustmiss-
eri 2002. Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson tenór, Davíð Ólafsson
bassi og Clive Pollard píanóleikari
munu flytja íslensk sönglög undir
yfirskriftinni Síðasta lag fyrir
fréttir, með dyggri aðstoð hins
góðkunna þular Péturs Pétursson-
ar. Á efnisskránni eru íslensk ein-
söngslög og dúettar eftir Sigvalda
Kaldalóns, Karl O. Runólfsson,
Eyþór Stefánsson, Árna Thor-
steinsson og Bjarna Þorsteinsson.
„Tónleikarnir hefjast rétt eftir
hádegi og okkur fannst tilvalið á
þessum tíma að bjóða upp á dag-
skrá í þessum stíl,“ segir Davíð
Ólafsson óperusöngvari . „Við
búum til stemningu eins og í út-
varpsstúdíói og Pétur Pétursson,
sem á sínum tíma kom á þessum
dagskrárlið, síðasta lag fyrir
fréttir, kynnir lögin eins og hon-
um er einum lagið og segir
skemmtilegar sögur úr útvarp-
inu.“ Dagskráin hefst fimmtán
mínútur yfir tólf og boðið er upp á
samlokur og drykki. „Menn geta
komið og nært bæði líkama og sál
og eiga að geta komið út betri
menn eftir tónleikana,“ segir Dav-
íð hlæjandi.
Íslenska óperan í hádeginu:
Næring fyrir
líkama og sál
SÍÐASTA LAG FYRIR FRÉTTIR
Boðið verður upp á íslenska dúetta og einsöngslög í óperunni í hádeginu.
W W W . N O R D E N . O R G
Fjöldi Nor∂urlandabúa fær styrk til πess a∂
taka πátt í norrænum verkefnum. ∏a∂ er
mjög líklegt a∂ πú getir fundi∂ eitthva∂ vi∂
πitt hæfi í norrænu samstarfi og láti∂
drauminn rætast.
Nánari uppl¥singar: www.norden.org
yfir í Gallerí Skugga á Hverfisgötu 39.
Þrír íslenskir listamenn og fjórir japanskir
listamenn eiga verk á sýningunni. Sýn-
ingin er opin alla daga nema mánudaga
frá 13-17. Sýningunni lýkur 10. nóvem-
ber.
Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur
yfir sýning á portrettmyndum Augusts
Sanders. Sýningin er í Grófarsal, Grófar-
húsi, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík og
stendur til 1. desember 2002. Opnunar-
tími er 12-18 virka daga en 13-17 um
helgar.
Jón Sæmundur Auðarson sýnir í versl-
uninni Japis við Laugaveg. Verk Jóns Sæ-
mundar nefnist Íslenskt málbein. Sýn-
ingin er opin á opnunartíma verslunar-
innar
Borgarleikhúsið frumsýndi leik-ritið Sölumaður deyr eftir
Arthur Miller á Stóra sviðinu á
föstudaginn. Þetta er þekktasta
verk höfundarins og færði honum
Pulitzer-verðlaunin. Pétur Einars-
son leikur sölumanninn Willy Lom-
an, Hanna María Karlsdóttir leikur
eiginkonu hans og þeir Björn Ingi
Hilmarsson og Björn Hlynur Har-
aldsson leika synina Biff og
Happy. Þórhildur Þorleifsdóttir
leikstýrir.
HVERNIG FANNST ÞÉR?
Sterkt verk
Þó að þetta verk sé komið til ára
sinna er boðskapur þess sígildur
og á jafn vel við í dag og áður, þó
að þessi dæmi-
gerði sölumaður
sem er sýndur í
leikritinu sé á und-
anhaldi í nútíma-
þjóðfélagi vegna
breyttra að-
stæðna. Verkið
virkaði mjög
sterkt á mig, sér-
staklega leikur
Péturs Einarsson-
ar í hlutverki sölumannsins. Ann-
ars var fjölskylda sölumannsins öll
prýðilega leikinn, þannig að verkið
náði vel til manns.
Djörf
sviðsmynd
Ég var mjög lukkuleg með sýn-
inguna. Ég svolítið hrædd við
svona dramatísk og þung verk
enda er ekki ein-
falt að nálgast þau.
Það er ekki hægt
að segja annað en
að Þórhildur hafi
leyst þetta verk
vel af hendi. Pétur
Einarsson stóð sig
mjög vel í hlut-
verki sölumanns-
ins og ég fann
virkilega til með
honum. Þá stóð
Björn Ingi sig ekki
síður og er alveg frábær. Sviðs-
myndin er djörf og virkar vel í
mínum huga. Ég hvet fólk til að sjá
þessa sýningu þótt hún sé löng og
taki á.
ALFREÐ ÞOR-
STEINSSON.
Borgarfulltrúi.
KOLBRÚN
HALLDÓRS-
DÓTTIR.
Alþingismaður.
Þetta er saga sem á fullt erindi við
Íslendinga 53 árum eftir frumsýn-
ingu í Ameríkunni.
Þessi uppfærsla er
Borgarleikhúsinu
til sóma, gæti ekki
kvartað þótt ég
vildi. Sviðsmyndin
er snilld í einfald-
leika sínum og set-
ur umgjörð án
þess að heimta at-
hygli. Tónlist
Hjálmars Ragn-
arssonar er alveg
„spot on“. Ef ég
hefði þriðja þumal myndi ég gefa
Þórhildi og leikurum 3 þumla upp í
loft.
Þrír þumlar
upp
HALLDÓR E.
Markaðsstjóri
Fjarkennsla.is.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T