Fréttablaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 20
Gott til þess að vita að þrýst sé ábiskup að vera með jólamessu
sína í sjónvarpi í
beinni útsend-
ingu. Menn telja
það í takt við
andblæ kvölds-
ins. Með réttu.
Gísli Marteinn Baldursson ættiað huga að þessu. Þáttur hans
á laugardagskvöldum er bersýni-
leg tekinn upp fyrirfram. Fyrir
það líður bæði þátturinn, Gísli
Marteinn og áhorfendur. Sjónvarp
er í eðli sínu lifandi miðill og nýtur
sín best í beinni. Með upptökum
vilja menn sneiða hjá mistökum en
það er óþarfi. Fátt jafnast á við
mistök í beinum útsendingum. Sér-
staklega í skemmtiþáttum. Mistök-
in eru plús og kæta þá sem heima
sitja. Og það er hlutverk Gísla
Marteins.
Skiljanlegra er að menn treystisér ekki til að vera með Viltu
vinna milljón? í beinni útsendingu.
Flóknara prógramm sem þarf að
sníða til. Þó var gaman að sjá kepp-
anda spyrja Þorstein Joð hvað Joð-
ið í nafni hans merkti. Kom þá í
ljós að Þorsteinn er Jens en ekki
Joð. Gott að þeir klipptu þetta ekki
út. Besta atriði þáttarins.
Ólafur Sigurðsson var á frétta-vakt hjá Ríkissjónvarpinu um
helgina. Var með hverja fréttina á
fætur annarri. Ólafi hefur verið
legið á hálsi fyrir að vera óskýr-
mæltur. En hann bætir það upp
með glöggu fréttanefi og sjald-
gæfri frásagnargáfu. Þegar Ólafur
segir frétt leggja menn við hlustir.
Hækka í tækinu og verða vísari.
Tilbreyting frá fóstrum í jakkaföt-
um sem halda að Bólu - Hjálmar sé
hljómsveit.
29. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR
BÍÓMYNDIR
SJÓNVARPIÐ
7.00 70 mínútur
16.00 Pikk TV
19.02 XY TV
20.02 Ferskt
21.02 Geim TV
21.30 Lúkkið
22.02 70 mínútur
vill hafa skemmtiþætti í beinni útsendingu.
Mistökin kæta þá sem heima sitja.
Eiríkur Jónsson
Mistök beint í æð
Við tækið
SKJÁR EINN
POPPTÍVÍ
6.00 North By Northwest
8.15 The Good Old Boys
10.10 Kindergarten Cop
12.00 Woman on Top
14.00 North By Northwest
16.15 The Good Old Boys
18.10 Kindergarten Cop
20.00 Woman on Top
22.00 The Guilty
0.00 The Hustler
2.10 Girl, Interrupted
4.15 The Guilty
BÍÓRÁSIN
OMEGA
17.30 Muzik.is
18.30 Djúpa laugin (e)
19.30 King of Queens
20.00 First Monday
20.50 Haukur í horni
21.00 Innlit/útlit Eins og áður
verður fjallað um hús og
híbýli Íslendinga heima og
erlendis, fasteignir, hönn-
un, arkitektúr, skipulags-
mál og fleira. Nýjungar í
innréttingum og bygging-
arefnum kynntar og þjóð-
þekktir einstaklingar koma
í þáttinn í leit að fasteign
eða til að selja.
22.00 Judging Amy
22.50 Jay Leno J
23.40 Survivor 5 (e)
0.30 Muzik.is Sjá nánar á
www.s1.is
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Róbert bangsi (19:37)
18.30 Stuðboltastelpur (1:26)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.30 Norðurlandaráð 50 ára
Bein útsending frá hátíða-
höldum í finnsku þjóðar-
óperunni í Helsinki í tilefni
af 50 ára afmæli Norður-
landaráðs.
21.30 Mósaík Þáttur um listir og
menningarmál.Umsjón:
Jónatan Garðarsson.Dag-
skrárgerð: Jón Egill Berg-
þórsson og Þiðrik Ch. Em-
ilsson.
22.00 Tíufréttir
22.15 Daninn frá Serbíu (2:3)
(Den serbiske dansker)
Aðalhlutverk: Dejan Cukic,
Lotte Andersen, Philip
Zandén, Troels Lyby og
Nasrin Pakkho.
23.10 Frida Kahlo (Frida Kahlo)
Heimildarmynd um
mexíkósku myndlistarkon-
una Fridu Kahlo sem uppi
var frá 1907-54. Myndin
verður endursýnd kl. 13.00
á sunnudag.
0.10 Dagskrárlok
RÚV HEIMILDARMYNDKL 23.10
FRIDA KAHLO
Í kvöld sýnir Sjónvarpið verð-
launaða heimildarmynd um
mexíkósku mynd-
listarkonuna Fri-
du Kahlo sem
uppi var frá
1907-54. Hún var
gift málaranum
Diego Rivera sem
var mikill stuðn-
ingsmaður bylt-
ingarinnar í
Mexíkó. Þau
hjón hýstu marga fræga menn
sem heimsóttu landið, meðal
annars André Breton og Leon
Trotský sem var um skeið elsk-
hugi Fridu.
SKJÁR 1 ÞÁTTUR KL. 22
JUDGING AMY
Amy fyllist sektarkennd eftir að
þrír unglingar sem hún dæmdi til
samfélagsþjónustu eru myrtir er
þeir sinna henni.
8.15 Bíórásin
The Good Old Boys
(Kúrekalíf)
14.00 Bíórásin
North By Northwest
(Á flótta)
18.10 Bíórásin
Kindergarten Cop
(Leikskólalögga)
20.00 Bíórásin
Woman on Top
(Konan ofan á)
22.00 Bíórásin
The Guilty
(Sök bítur sekan)
22.45 Stöð 2
Magnús
23.40 Sýn
Óvinurinn (Alien Nation:
The Enemy Within)
0.00 Bíórásin
The Hustler
(Bragðarefurinn)
2.10 Bíórásin
Girl, Interrupted
(Trufluð stelpa)
STÖÐ 2
6.58 Ísland í bítið
9.00 Bold and the Beautiful
9.20 Í fínu formi
9.35 Oprah Winfrey
10.20 Ísland í bítið
12.00 Neighbours (Nágrannar)
12.25 Í fínu formi (Þolfimi)
12.40 Spin City (9:26)
13.00 Magnús Aðalhlutverk: Egill
Ólafsson, Laddi, Guðrún
Gísladóttir. Leikstjóri: Þrá-
inn Bertelsson. 1989.
14.30 Elton John
15.15 Third Watch (14:22)
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.20 Neighbours (Nágrannar)
17.45 Ally McBeal (4:21)
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland í dag, íþróttir og
veður
19.30 What about Joan (8:13)
20.00 Daylight Robbery (2:8)
20.55 Fréttir
21.00 Six Feet Under (6:13)
Kroehner-útfararþjónustan
er enn á höttunum eftir að
kaupa fyrirtækið af þeim
bræðrum. Mikil drykkja í
matarboði varpar skugga á
tilkynningu Brendu og
Nates um að þau ætli að
gifta sig.
21.55 Fréttir
22.00 60 mínútur II
22.45 Magnús Sjá nánar að ofan.
0.15 Cold Feet (6:8)
1.05 Einn, tveir og elda
1.30 Ally McBeal (4:21)
2.10 Ísland í dag, íþróttir og
veður
2.35 Tónlistarmyndbönd frá
Popp TíVí
SÝN
18.30 Meistaradeild Evrópu Farið
er yfir leiki síðustu um-
ferðar og spáð í spilin fyrir
þá næstu.
19.30 Meistaradeild Evrópu
(UEFA Champions League
02/03)Bein útsending.
21.40 Meistaradeild Evrópu
(UEFA Champions League
02/03)
23.30 Alien Nation: The Enemy
Within (Óvinurinn) Sjón-
varpsmynd byggð á kvik-
mynd um fyrstu stig sam-
búðar geimvera og mann-
kyns á jörðunni. Lögreglan
er nú skipuð mannverum
jafnt sem geimverum og
mikilvægt að snúa bökum
saman á örlagastundu. Að-
alhlutverk: Chris
Chinchilla, Gary Graham,
Joe Lando. Leikstjóri:
Kenneth Johnson. 1996.
Bönnuð börnum.
1.00 Íþróttir um allan heim
1.55 Dagskrárlok og skjáleikur
19.30 Adrian Rogers
20.00 Kvöldljós
21.00 Bænastund
21.30 Joyce Meyer
22.00 Benny Hinn
22.30 Joyce Meyer
23.00 Robert Schuller
16.00 Barnatími Stöðvar 2
Hálendingurinn, Sesam, opnist
þú, Kossakríli
18.00 Sjónvarpið
Róbert bangsi
FYRIR BÖRNIN
„Kom þá
í ljós að Þor-
steinn er Jens
en ekki Joð.“
Á Breiðbandinu má finna 28 er-
lendar sjónvarpsstöðvar sem
seldar eru í áskrift og þar af eru 6
Norðurlandastöðvar. Að auki
sendir Breiðbandið út flestar ís-
lensku útvarpsrásirnar ásamt 10
erlendum tónlistarrásum með
mismunandi tónlistarstefnum.
KVIKMYNDIR Kvikmyndinni
„Reykjavík Guesthouse - rent a
bike“, sem frumsýnd var í mars,
hefur verið boðið á Nordlichter
III-kvikmyndahátíðina í Dres-
den í Þýskalandi, sem haldin
verður dagana 5. til 11. desem-
ber.
„Við erum nýgræðingar í
þessum heimi þannig að við
þekkjum ekki nægilega vel hvað
hver hátíð stendur fyrir og hver-
su stór hún er,“ segir Unnur Ösp
Stefánsdóttir sem leikstýrði
myndinni ásamt Birni Thors.
„Við töluðum við reyndari menn
sem þekkja þetta betur. Þeir
sögðu að þetta væri mjög virt há-
tíð, ekki mjög stór, sem einbeitti
sér að listrænni myndum. Þeir
hafa mikið verið með myndirnar
hans Friðriks Þórs í gegnum árin.
Þetta er náttúrulega frábært við-
urkenning að myndinni gangi
svona vel erlendis.“
Reykjavík Guesthouse var
sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðinni í Montréal í ágúst og í kjöl-
farið standa yfir viðræður um
dreifingu á myndinni erlendis. Þar
á meðal eru viðræður hafnar í Ísr-
ael, Frakklandi og í Skandinavíu.
Unnur var að klára dansmynd
sem hún gerði með Helenu Jóns-
dóttur sem frumsýnd verður í
kringum áramót.
Hilmir Snær Guðnason og
Kristbjörg Kjeld fara með aðal-
hlutverkin í Reykjavík Guesthouse
- rent a bike, en auk þeirra leika í
myndinni Stefán Eiríksson, Mar-
grét Vilhjálmsdóttir, Kjartan Guð-
jónsson, Brynhildur Guðjónsdóttir
og fleiri. Börkur Sigþórsson sá um
kvikmyndatöku og þau Unnur Ösp
Stefánsdóttir og Björn Thors um
leikstjórn. Það er framleiðslufyrir-
tæki þeirra þriggja, Réttur dags-
ins ehf, sem framleiðir myndina í
samstarfi við eftirvinnslufyrir-
tækið Cut’n Paste.
Kvikmynd Friðriks Þórs Frið-
rikssonar „Fálkar“ sem frumsýnd
var nýlega hlaut einnig boð á hátíð-
ina.
Reykjavík Guesthouse og Fálkar:
Á kvikmynda-
hátíð í Dresden
REYKJAVIK GUESTHOUSE
„Á þessum hátíðum koma saman söluaðil-
ar, kaupendur og kvikmyndagerðamenn,“
segir Unnur Ösp, annar tveggja leikstjóra
Reykjavík Guesthouse. „Þetta er á mörgu
leyti eins og sölumarkaður. Þetta er bolti
sem rúllar, um leið og maður er komin
með eina mynd virðist miklu auðveldara
að halda áfram.“
Forréttir.
Karrýsíld, jólasíld, Grand Mariner síld með appelsínum, grafinn lax, taðreyktur lax,
fiskipaté, villibráðarpaté, reyksoðin gæsabringa, rækjukokteill,
hvítlauks og capers marineruð hörpuskel, kalkúnaskinka.
Aðalréttir.
Hangikjöt með uppstúf og kartöflum, hungangsgljáð jólaskinka, ekta dönsk „flæske steg“
karamelluhjúpaðar kalkúnabringur, timian og rósmarínlegið lambalæri, léttsteiktar gæsabringur.
Eftirréttir.
Ris ala mande með heitri kirsuberjasósu, frönsk hátíðar súkkulaðimousse,
súkkulaði„pralín“terta, sherry triffle, ferskt ávaxtasalat.
Möndlugjöfin!!
(Jól í Mexico)
Spicy kjúklingavængir.
Chili og kókosmarineraðir nautastrimlar.
Limebaka með jarðarberja-grænpiparcoulis.
Verð kr. 4100 pr.mann.
Jólahlaðborðið byrjar föstud. 15. nóv.
Húsið opnar kl. 17.30
Getum tekið við allt að 65 manna hóp.
Opnum í hádegi ef pantað er fyrir 20 manns eða fleiri.
Borðapantanir í síma 552-6030 / Fax 552-6130.
E-mail kokkur1@isl.is
Umfelgun á fólksbílum
3.990
Ef þú tekur
alþrif og
umfelgun færðu
10% afslátt.
Bónstöð Reykjavíkur
Smiðjuvegur 5 (grá gata)
Sími. 551 7740