Fréttablaðið - 29.10.2002, Page 24

Fréttablaðið - 29.10.2002, Page 24
Dökka yfirbragðið er að vestan“hefur oftar en ekki hljómað í fermingarveislum og afmælum í gegnum tíðina þegar glæsilegum ís- lendingum er lýst. „Þau hafa brúnu augun að austan“ segja menn stoltir. Þeir eru líka hreyknir af forfeðrum sem komu yfir hafið frá Frans og víðar, settust að eða gerðu stuttan stans, áttu leynda ástarfundi og töfr- uðu íslenskar meyjar upp úr sauð- skinnskóm og stígvélum. Já, koma duggaranna þótti skemmtileg til- breyting fyrir mörlandann og oft og tíðum ágætis innlegg í annars einlita litningaflóru á afskekktu skeri. MARGIR HÖFÐU hvorki getu né nennu til að berjast í ófæru á milli sveita í makaleit og náið var með frændfólki. Ekki var alltaf vel tekið á móti dökkeygum og framandi gest- um. Sem dæmi má nefna að Ari í Ögri og hans menn buðu ekki til te- drykkju þegar Spánverjar brutu skip sitt og leituðu ásjár hjá vöskum Vest- firðingum. Þó eru menn kátir með það suðræna blóð sem heldur áfram að þynnast út í landanum í dag og Ari er og verður fordæmdur fyrir vígin. Eða hvað? Lifir Ari enn meðal vor? TÆPUR ÞRIÐJUNGUR lands- manna er andvígur því að litað fólk búi hér. Flestir virðast vita hvað átt er við með lituðum og því má gera ráð fyrir að íslenski stofninn sé lit- laus. Eins má gera ráð fyrir að þessi stóri hópur vilji varðveita litlausa landnámsstofninn, líkt og íslenska hestinn, kúna, hundinn og hænsnin. Það hefur gefið góða raun að varð- veita þá stofna með einangrun og því má hugsanlega kanna svipaðar leiðir til að varðveita litlausa landnáms- stofninn. Trúarbrögð og ókunnir siðir hræða og umræðan er lokuð og læst. ÓTTI ÞRÍFST vel í fáfræðinni. Það sannaðist á Ara og félögum. Festa þarf hönd á óttanum og brúa ófærur. Samskipti eru sterkar brýr. Það reyndu franskir duggarar og aðrir gestir sem náðu góðu sambandi við heimamenn á öldum áður. Tungumál er öflug brú og hana ber að byggja til að draga úr einangrun og fáfræði. Heimamenn eru þeir sem hér vilja búa og lifa í sátt. Íslendingar erlend- is vilja fá sína sviðahausa senda með pósti á Þorra án þess að vera hand- teknir og fordæmdir fyrir barbarí. Þeir marsera stoltir á íslendingadög- um með fjallkonuna í fylkingar- brjósti um stórborgarstræti og vilja fá að heita Sigríður, Jófríður, Hrærekur og Snjólfur í friði. Það skyldi þriðjungurinn hafa í huga.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Gu›jón Fri›riksson Fyrsti landsfa›irinn ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 91 65 10 /2 00 2 Í flessari miklu ævisögu, flar sem fer saman traust fræ›imennska og fjörleg frásögn, er dregin upp lifandi mynd af æsku og uppvexti Jóns, ættingjum hans, öfundarmönnum og samherjum, og fjalla› er um hi› vi›kvæma ástarsamband Jóns vi› náfrænku sína Ingibjörgu. Margt n‡tt kemur fram um einkahagi og hugmyndir Jóns og óhætt a› fullyr›a a› höfundur dragi hér upp fyllri mynd af árdögum íslenskrar sjálfstæ›isbaráttu og stjórnmálahræringum en hinga› til hefur veri› á almanna vitor›i. Gu›jón Fri›riksson er höfundur hinna vinsælu ævisagna um Einar Benediktsson og Jónas frá Hriflu. Skemmtileg og uppl‡sandi bók sem allir Íslendingar ver›a a› lesa. Jón forseti í n‡ju ljósi er komin í verslan irBóki n Ari lifir góðu lífi Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma www.gunnimagg . i s

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.