Fréttablaðið - 13.11.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.11.2002, Blaðsíða 4
4 13. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR Mikil úrkoma á Austurlandi: Aurskriða féll milli húsa á Seyðisfirði AUSTURLAND Aurskriða féll niður í íbúðarbyggð á Seyðisfirði rétt fyrir hádegi í gærdag. Engar skemmdir urðu vegna skriðunn- ar en hún fór á milli húsa á Aust- urvegi og flæddi yfir veginn. Mjög mikil úrkoma hefur verið á Seyðisfirði undanfarna sólar- hringa en heldur dró úr henni í gærdag. Almannavarnir Seyðisfjarðar lokuðu í fyrradag veginum sunnanmegin í firðinum en opn- uðu að nýju í gærdag. Eftir fund í gær var ákveðið að hafa engan sérstakan viðbúnað en ákveðið var að biðja íbúa í efstu húsum sunnanmegin í firðinum að hafa varann á þangað til í dag. Vegir á Austurlandi hafa ekki orðið fyrir stórvægilegu tjóni þrátt fyrir mikla úrkomu. Páll Þ. Elísson, verkstjóri hjá Vegagerð- inni á Reyðarfirði, segir aðeins hafa runnið úr köntum á nokkrum stöðum. Unnið væri að því að fylla í skörð og laga. Aðspurður um kaflann milli Hvalnes- og Þvottárskriða segir Páll nokkrar minniháttar skriður hafa orðið og eitthvað hafi fallið af grjóti. Vildi hann ekki gera mikið úr ástandinu og sagði veg- inn hreinsaðan jafnóðum.  FRÁ SEYÐISFIRÐI Aurskriðan féll milli húsa á Austurvegi 54 og 56 og flæddi yfir veginn. M YN D /K AR Ó LÍ N A ÞO R ST EI N SD Ó TT IR VERÐBÓLGA LÆKKAR Verðbólgan hefur farið hratt lækkandi. Seðlabankinn segir lækkun vísitölu nú ekki eina sér hafa áhrif á vaxtaákvarðanir bankans. Verðhjöðnun milli mánaða: Kom mark- aðnum á óvart EFNAHAGSMÁL Verðhjöðnun var í októbermánuði. Vísitala neyslu- verðs miðað við verðlag í byrjun nóvember var 223,7 stig og lækk- aði hún um 0,18% milli mánaða. Fjármálafyrirtæki höfðu spáð verðbólu á bilinu 0,1 til 0,2% í mánuðinum. Verðbólgan er nú komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Ingimundur Friðriksson seðla- bankastjóri segir þetta ánægjuleg tíðindi. „Þetta er í samræmi við þá þróun sem Seðlabankinn gerði ráð fyrir.“ Vaxtalækkun Seðlabankans tók gildi í gær, en ákvörðun um hana var tekin í síðustu viku. Í ljósi þess að niðurstaðan er heldur betri en búist var við hafa vaknað spurningar um frekari vaxta- lækkun. Ingimundur segir að þessi mæling ein og sér hafi ekki áhrif á ákvörðun bankans. Verðbólga síðustu tólf mánuði er 2,4% en var 8,1% fyrir ári síð- an. Húsnæði hækkaði milli mán- aða og er verðbólga án húsnæðis 1,7% miðað við síðustu tólf mán- uði.  Skipulagsstjóri sátt- ur við umhverfislög Stefán Thors undrast að vísindamönnum sé hótað en gefur umhverfismati Norðlingaölduveitu heilbrigðisvottorð. UMHVERFISMAT Stefán Thors skipu- lagsstjóri segir stofnun sína hafa haft fulla yfirsýn yfir umhverfis- mat vegna Norðlingaölduveitu og því hafi úrskurður sem heimilaði gerð uppistöðu- lóns, þar sem hluta friðlandsins við Þjórsárver yrði sökkt, verið vand- lega íhugaður og studdur fullum rökum. Hann seg- ist geta gefið um- h v e r f i s m a t i n u heilbrigðisvottorð. „Það hefur ekk- ert verið óeðlilegt í þessu ferli en munurinn á þessari framkvæmd og öðrum er einna helst sá að þetta er umdeild framkvæmd,“ segir Stefán. Skipulagsstofnun hefur verið gagnrýnd fyrir úrskurðinn og vís- indamenn hafa gengið fram fyrir skjöldu og lýst því að matsskýrsla Landsvirkjunar sé stórgölluð þar sem búið sé að skrumskæla niður- stöður vísindamanna og breyta einkunnagjöf sem varpa eigi ljósi á áhrif veitunnar á umhverfi. „Það kemur ekkert á óvart í umræðum undanfarinna daga nema það að ákveðnum vísinda- mönnum hafi verið stillt upp við vegg og þeim hótað. Það var mér ekki kunnugt um. Okkur var hins vegar kunnugt um ágreining milli vísindamanna og ólíkar skoðanir á málinu. Við fórum yfir það allt,“ segir Stefán. Hann staðfestir að Skipulags- stofnun hafi í upphafi ekki fengið athugasemdir doktor Ragnhildar enda segir hann VSÓ hafa talið að þar væri um að ræða vinnugögn. „Okkur fannst eðlilegt að við fengjum þessi gögn og það var engin fyrirstaða þegar við kölluð- um eftir þeim,“ segir Stefán. Hann segist vera sáttur við lög- in um umhverfismat með þeim breytingum sem gerðar voru árið 2000. „Í öllum aðalatriðum tel ég að þessi mál hjá okkur séu í eðlileg- um og góðum farvegi og lögin standa ágætlega undir sínu. Auð- vitað er það með þessi lög eins og önnur að það þarf að pússa þau til. Það er ástæða til þess að í lögun- um komi skýrt fram hvert er gildi úrskurða Skipulagsstofnunar og hvort úrskurðir eru bindandi eða hvort leyfisveitandi geti haft hann til hliðsjónar. Þetta þarf að vera skýrt. Meðal þess sem um er rætt er að heppilegra væri að það væri úrskurðarnefnd en ekki ráð- herra sem taki endanlega ákvörð- un,“ segir Stefán. rt@frettabladid.is Uppgjör Landssímans: Fjár- magnsliðir hagstæðari UPPGJÖR Landssími Íslands skilaði tæplega 1,8 milljörðum í hagnað fyrstu níu mánuði ársins. Þetta er um milljarði meiri hagnaður en fyrir sama tímabil í fyrra. Allir helstu rekstrarliðir eru í sam- ræmi við áætlanir fyrirtækisins. Fjármunaliðir voru félaginu hag- stæðari en í fyrra auk þess sem söluhagnaður upp á tæpar 400 milljónir var tekjufærður á síð- asta ári. Fjármagnsliðir voru betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þeir voru jákvæðir um rúmar 400 milljónir en voru neikvæðir um rúmar 1100 milljónir í fyrra.  BÆJARMÁL Bæjarstjórn Garða- bæjar hefur falið Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjarstjóra að hefja viðræður við fjármálaráð- herra um hugsanleg kaup á landi Vífilsstaða. Bæjarstjóri lagði fram til- lögu þessa efnis á síðasta fundi bæjarstjórnar. Ef samningar nást og farið verður út í fram- kvæmdir verður einn grunn- skóli byggður á svæðinu. Landið er í heild um 162 hektarar, en svæðið sem talið er að henti undir íbúðabyggð er um 14 hekt- arar austan við Vífilsstaðaspít- ala og liggur niður að Vífils- staðavatni. Í greinargerð með tillögu bæj- arstjóra kemur fram að það hafi verið vilji ríkisstjórnarinnar að reisa hjúkrunarheimili á svæð- inu. Á síðasta kjörtímabili hafi bæjarstjórn Garðabæjar lagt til að framtíðaruppbygging Land- spítala - háskólasjúkrahúss yrði á landi Vífilsstaða. Nú sé hins vegar ljóst að svo verði ekki og því sé mikilvægt að Garðabær hugi að því hvernig skipuleggja megi svæðið með sem farsælust- um hætti fyrir Garðbæinga.  Bæjarstjóri Garðabæjar ræðir við ráðherra um kaup á landi Vífilsstaða: Vill reisa nýja íbúða- byggð og grunnskóla VÍFILSSTAÐASPÍTALI Svæðið sem talið er að henti undir íbúða- byggð er um 14 hektarar austan við Vífils- staðaspítala og liggur niður að Vífilsstaða- vatni. GAGNRÝNA UMHVERFISMATIÐ Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor og doktor Ragnhildur Sigurðardóttir hafa gagnrýnt harðlega hvernig umhverfismat er unnið. „Í öllum aðal- atriðum tel ég að þessi mál hjá okkur séu í eðlilegum og góðum farvegi og lögin standa ágæt- lega undir sínu“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Telur þú að brögðum hafi ver- ið beitt í prófkjöri Sjálfstæðis- manna í Norðvesturkjördæmi? Spurning dagsins í dag: Hvort telurðu prófkjör eða uppstillingu vænlegri leið til að raða frambjóðend- um á framboðslista? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 8,1% 58,9% Nei Já SVIK OG PRETTIR Meirihluti er sammála Vilhjálmi Egilssyni og telur að brögðum hafi verið beitt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Veit ekki 32,9% 32,9% Lánskjör Reykjavíkur: Kaup OR breyta engu BORGARMÁL Kaup Orkuveitu Reykjavíkur á ljósleiðarakerfi Línu.nets fyrir 1,7 milljarð króna hafa ekki áhrif á lánskjör Reykja- víkurborgar. Þetta kom fram í svari Önnu Skúladóttur, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrir- spurn sjálfstæðismanna frá 22. október, sem lagt var fram í borg- arráði í gær. Þar sem Reykjavíkurborg á 92,22% í Orkuveitunni vildu sjálf- stæðismenn fá að vita hvort kaup- in á ljósleiðarakerfinu hefðu áhrif á lánskjör borgarinnar.  ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Kaup í ljósleiðarakerfi hafa engin áhrif.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.