Fréttablaðið - 13.11.2002, Page 6

Fréttablaðið - 13.11.2002, Page 6
6 13. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR ERLENT Bókin sem slegið hefur í gegn hjá öllu áhugafólki um náttúru Íslands. „Mæla má eindregið með bók þessari handa þeim sem vilja kynnast öræfaslóðum.“ ÁHB í Mbl. JÓLAGJÖF JEPPAFÓLKSINS! Bókin í jeppann METSÖLUBÓK! SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Samein- uðu þjóðirnar kynntu á mánudag grískum og tyrkneskum Kýpur- búum tillögur að sameiningu eyj- arhlutanna. Hugmyndin er sú að stofnað verði sjálfstætt sam- bandsríki að svissneskri fyrir- mynd þar sem fullt jafnræði verð- ur með tyrkneska og gríska hluta eyjunnar. Kýpur er eitt þeirra tíu ríkja,sem vonast til þess að ganga í Evrópusambandið árið 2004. Búist er við því að Evrópusam- bandið bjóði þessum ríkjum aðild- arviðræður á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn 12. desember næstkomandi. Tyrkland hefur hótað því að innlima norðurhlutann á Kýpur ef eyjan fær aðild að Evrópusam- bandinu áður en samkomulag næst. Grikkland hefur fyrir sinn hatt hótað því að beita neitunarvaldi gegn fjölgun aðildarríkja Evrópu- sambandsins ef Kýpur fær ekki aðild. „Ég veit að þetta verður erfið ákvörðun fyrir þá,“ sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, eftir að hann af- henti eyjarskeggjum tillögur sín- ar í gær.  Utanríkisráðherra: Styttist í Halldór STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra er væntanlegur aftur til starfa í utanríkisráðu- neytinu í kring- um næstu mán- aðamót. E k k e r t verður af því að utanríkis- ráðherra flytji Alþingi skýrslu um utanríkis- mál í haust eins og ráðgert var. S a m k v æ m t starfsáætlun Alþingis átti ut- a n r í k i s r á ð - herra að flytja skýrslu um utanríkismál í þessari viku og aðra undir lok febrúar. Vegna veikindaleyfis ráðherra var ljóst að ekki yrði hægt að fly- tja skýrsluna á tilsettum tíma og ekki gafst tími í dagskrá Alþingis fyrir skýrsluflutninginn síðar á haustþinginu. Því verður aðeins um eina skýrslu að ræða þennan þingvetur.  Hafnarfjörður: Sex bíla árekstur UMFERÐ Sex bíla árekstur varð í Hafnarfirði laust eftir klukkan átta í gærmorgun. Tvær konur voru fluttar á slysadeild en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg. Þá kvartaði einn undan verkjum en ákvað að leita sér læknishjálpar sjálfur. Draga þurfti tvo bíla af vettvangi. Tildrög slyssins voru þau að bíl var ekið suður Hafnarfjarðarveg og hugðist ökumaður beygja inn í Silfurtún. Í leiðinni fór hann í veg fyrir bíl sem kom úr norðurátt.  Bandarísk skoðanakönnun: Ánægja með störf Bush NEW YORK, AP Tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum eru ánægðir með störf George W. Bush Bandaríkjaforseta sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun. Sex af hverjum tíu Bandaríkjamönn- um eru ánægðir með störf hans í efnahagsmálum og sex af hverj- um tíu styðja hernaðaraðgerðir gegn Írak. Fjórir af hverjum tíu töldu að Bandaríkin ættu að ráð- ast á Írak aðeins ef Sameinuðu þjóðirnar gæfu leyfi til þess. 55% svarenda sögðust myndu styðja Bush í endurkjöri til forseta. Fjór- ir af hverjum tíu sögðust aftur á móti styðja fulltrúa frá Demókra- taflokknum.  KJARNAÚRGANGUR FJARLÆGÐUR Rússar hafa ákveðið að fjarlægja allan kjarnorkuúrgang á Kola- skaga og í nágrenni hans innan sex ára. Einkum er geymt þarna notað eldsneyti úr kjarnorkukaf- bátum, sem hafa aðstöðu á Kola- skaga. GATES FJÁRFESTIR Bill Gates, yfirmaður tölvufyrirtækisins Microsoft, segir að Microsoft ætli að fjárfesta á Indlandi fyrir samtals 400 milljónir Bandaríkja- dala næstu þrjú árin. Hluti fjár- festingarinnar fer í að fræða kennara og nemendur í ríkisskól- um um tölvur. SVEITARSTJÓRNARMÁL Eigendur Eiða á Héraði ætla að koma á fót lista- setri á staðnum þar sem áður var alþýðuskóli. Hugmyndir eigendanna, Sig- urðar Gísla Pálmasonar og Sigur- jóns Sighvatssonar, verða form- lega lagðar fyrir bæjarráð Aust- ur-Héraðs í dag. Meðal helstu hugmyndanna eru umhverfislista- garður, menntasetur fyrir lista- menn, sviðslistahús, vatnsgarður og sumarbúðir fyrir íslensk börn sem búsett eru erlendis. „Menn eru almennt mjög ánægðir með að þeir skuli vera búnir að skila þessa gögnum eins og þeim bar samkvæmt samn- ingnum. Þetta eru mjög fram- sæknar og jákvæðar hugmyndir,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri. Bæjaryfirvöld hafa mánuð til að kynna sér hugmynd- irnar og Eiríkur segir að þau muni væntanlega nýta sér þann frest. Eiríkur segir hluta hugmynd- anna hafa verið verðmerktan. Framkvæmdaáætlun liggi þó ekki fyrir. „Í svona verkefni er sígandi lukka best en þeir velta því fyrir sér að koma þessu í framkvæmd strax á næsta ári. Það hugnast okkur að sjálfsögðu vel, enda mik- ilvægt að þessi mannvirki fái aft- ur þá stöðu sem þau eiga vissu- lega skilið,“ segir Eiríkur.  KOFI ANNAN KYNNIR TILLÖGURNAR Sameinuðu þjóðirnar leggja til að stofnað verði sjálfstætt sambandsríki á Kýpur að svissneskri fyrirmynd. Grískir og tyrkneskir íbúar eyjunnar hafa deilt hart um yfirráðin síðustu áratugi. Tillögur að lausn Kýpurdeilunnar: Sambandsríki að svissneskri fyrirmynd HALLDÓR ÁS- GRÍMSSON Fór í veikindaleyfi í kjölfar aðgerðar um miðjan síðasta mán- uð. SIGURJÓN SIGHVATSSON Sigurjón Sighvatsson og Sigurður Gísli Pálmason, eigendur Eiða á Héraði, vilja meðal annars koma á fót umhverfislista- garði að Eiðum. Hugmyndir Eiðamanna lagðar fyrir bæjarráð á Egilsstöðum í dag: Bæjarstjórinn ánægður með áformað listasetur BAGDAD, WASHINGTON, AP Þingið í Írak hafnaði í gær skilmálum Sameinuðu þjóðanna um afvopn- un og vopnaeftirlit. Skömmu áður hafði sonur Sadd- ams Husseins mælt með því við þingið að skilmálarnir yrðu samþykktir. Sjálfur hefur Saddam Hussein þó síðasta orðið. Hann hefur frest fram á föstudag. Hvorki Banda- ríkin né Bretar hafa farið í grafgötur með það, að farið verði með hernaði á hendur Írak ef Saddam Hussein sam- þykkir ekki ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sömuleiðis verði beitt hervaldi ef Írakar reyna að villa um fyrir eða hindra störf vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna. Frakkar tóku í gær undir þess- ar hótanir. Dominique de Villepin, utanríkisráðherra Frakklands, sagði ljóst að Saddam Hussein þurfi að búa sig undir stríð ef hann samþykkir ekki skilmála Ör- yggisráðsins. Nú er hins vegar beðið eftir því að Saddam Hussein opinberi af- stöðu sína til skilmála Öryggis- ráðsins. Flestir virðast búast við því að hann fallist á þá skömmu áður en fresturinn rennur út. Að sonur hans skyldi mæla með því við þingið þykir staðfesta það. Í ályktun Öryggisráðsins, sem samþykkt var í síðustu viku, er þess krafist að vopnaeftirlit Sam- einuðu þjóðanna fái óheftan að- gang að Írak, geti farið þar hvert á land sem er og rætt við hvern sem þurfa þykir. Rússar og Frakkar fengu því framgengt að ekkert ákvæði í ályktuninni geti sjálfkrafa leitt til stríðs. Engu að síður er í ályktun Öryggisráðsins eitt ákvæði sem Bandaríkjamenn gætu notað hvenær sem er sem átyllu til þess að fara í stríð gegn Írak. Þar segir að Írakar megi ekki „grípa til eða hóta fjandsamlegum verknaði“ gegn starfsliði neins aðildarríkis Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að því að „framfylgja“ einhverjum ályktunum Öryggis- ráðsins. Þetta orðalag getur sem hæg- ast átt við um bandaríska og breska herflugmenn sem sinna eftirlitsflugi yfir flugbannsvæð- um í sunnan- og norðanverðu Írak. Sjaldan líða margir dagar án þess að Írakar beini ratsjám sín- um og loftvarnarvopnum að þessu eftirlitsflugi.  Úrskurðar Saddams beðið Íraksþing hafnaði í gær ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Saddam Hussein hefur þó síðasta orðið. Í ályktuninni er ákvæði sem Bandaríkjamenn gætu hvenær sem er notað til að réttlæta stríð. Sjaldan líða margir dagar án þess að Írakar beini ratsjám sínum og loftvarnar- vopnum að þessu eftirlits- flugi. ÞEIR MÓTMÆLTU ALLIR Þrátt fyrir að sonur Saddams Husseins væri nýbúinn að mæla með því að skilmálar Samein- uðu þjóðanna yrðu samþykktir ákváðu þingmenn í Írak að lýsa andstöðu sinni við það. AP /H U SS EI N M AL LA VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 23 1. 2. 3. Sturla Böðvarsson varð efstur í umdeildu prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Norð- vesturkjördæmi. Hvað fékk hann hátt hlutfall atkvæða í fyrsta sæti? Hver er formaður nýrrar rannsóknarnefndar vegna flugslyssins í Skerjafirði? Þrír bræður eru í landsliðs- hópnum í fótbolta, Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir. Með hvaða knattspyrnuliðum leika þeir? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85.18 -0.34% Sterlingspund 135.49 -0.48% Dönsk króna 11.61 -0.71% Evra 86.22 -0.69% Gengisvístala krónu 129,23 0,1% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 259 Velta 6.454 milljónir ICEX-15 1.308 -0,3% MESTU VIÐSKIPTI Skeljungur hf. 170.030.329 Pharmaco hf. 44.094.000 Eimskipafélag Íslands hf. 29.559.367 MESTA HÆKKUN SR-Mjöl hf. 10,34% Líf hf. 5,21% Flugleiðir hf. 4,26% MESTA LÆKKUN Skeljungur hf. -2,74% Baugur Group hf. -2,02% Sæplast hf. -1,27% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8471,2 1,30% Nsdaq*: 1350,7 2,40% FTSE: 4080,8 1,60% DAX: 3087,6 1,50% Nikkei: 8464,8 0,10% S&P*: 887,3 1,30%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.