Fréttablaðið - 13.11.2002, Page 7
7MIÐVIKUDAGUR 13. nóvember 2002
Umboðsaðili: Heildverslunin Rún, sími: 568 0656
Söluaðilar: Herra Hafnarfjörður • 66°N • Intersport • Guðsteinn Eyjólfsson
Íslenskir Karlmenn • Herrahúsið • Bjarg, Akranesi • Lækurinn, Neskaupstað
Hjá Siggu Þrastar, Ísafirði • Olíufélag útvegsmanna, Ísafirði • JMJ, Akureyri • Lónið, Höfn
SKIPULAGSMÁL Heimilt verður að
rífa Laugaveg 38 samkvæmt nýju
deiliskipulagi sem nú er í vinnslu
hjá Borgarskipulagi. Húsið við
hliðina, Laugavegur 40, var rifið
skömmu eftir bruna. Það riðlaði
lítillega skipulagsvinnunni, sem
þegar var farinn í gang.
Jóhannes Kjarval, deildar-
stjóri hjá Borgarskipulagi, segir
að í sameiningu hafi timburhúsin
tvö myndað litla heild innan um
hærri byggingar úr steini. Þar
sem þegar sé búið að fjarlægja
Laugaveg 40 hafi skipulaginu ver-
ið breytt þannig að einnig megi
rífa húsið númer 38, en þar er skó-
verslunin Ecco til húsa.
Að sögn Jóhannesar er nú gert
ráð fyrir því að fyrirhugaðar
byggingar á þeim reit þar sem
bruninn varð megi vera jafnháar
og Laugavegur 36 og Laugavegur
40a, sem eru vandaðar steinbygg-
ingar. Samkvæmt því mun nýting
á reitnum aukast enda verða hinar
nýju byggingar töluvert hærri en
Laugavegur 40 var og Laugaveg-
ur 38 er.
Breytt skipulag vegna brunans á Laugavegi:
Einnig heimilt að
rífa Laugaveg 38
LAUGAVEGUR
Gert er ráð fyrir því að fyrirhugaðar bygg-
ingar á þeim reit þar sem bruninn varð
megi vera jafnháar og Laugavegur 36 og
Laugavegur 40a, sem eru vandaðar stein-
byggingar.
VIÐSKIPTI Kaupþing ætlar að
fækka hlutum í félaginu í hlut-
fallinu 10 á móti 1. Það þýðir að
tíföldun verður á gengi félagsins.
Síðasta viðskiptagengi bréfa
Kaupþings var 12,1 króna á hlut,
en yrði eftir breytingu 121 króna
á hlut. Þessi breyting er liður í
undirbúningi undir skráningu
Kaupþings á markað í Stokk-
hólmi í lok mánaðarins. Þetta
hefur ekki áhrif á verðmæti eign-
ar í félaginu nema hjá þeim sem
eiga hluti sem ekki standa á tug
króna. Þá verður gengið leiðrétt
upp á við og mun Kaupþing nota
eigin bréf til að jafna bréf slíkra
hluthafa.
Hreiðar Már Sigurðsson hjá
Kaupþingi segir þetta gert til
þess að skráningargengi í sænsk-
um krónum verði í eðlilegu sam-
ræmi við markaðinn þar. „Það var
annað hvort að gera þetta svona
eða telja Seðlabankann á að taka
núll aftan af krónunni.“
Hefði þessi breyting ekki verið
gerð yrði gengi Kaupþings um það
bil ein króna og 25 aurar á sænska
markaðnum. Svo lágt gengi á hlut
þykir ekki heppilegt.
Kaupþing stefnir að erlendri skráningu:
Krónum breytt í tíkalla
HLUTUM FÆKKAÐ
Hlutum í Kaupþingi var fækkað í hlutfallinu 10 á móti einum. Þetta hefur ekki áhrif á
verðmæti eignar hluthafa en er hentugt vegna skráningar í kauphöllinni í Stokkhólmi.