Fréttablaðið - 13.11.2002, Side 10
10 13. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGURKÖRFUBOLTI
TILÞRIF
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
sýndi góð tilþrif er hann heimsótti
körfuboltasýningu hjá Harlem
Globetrotters um helgina. Dorrit
Moussaieff var með í för og fylgdist af
miklum áhuga með tilburðum forsetans.
ÍÞRÓTTIR Í DAG
18.00 Sýn
Sportið
18.30 Sýn
Golfstjarnan Sergei Garcia
19.00 Sýn
Heimsfótbolti með West Union
19.15 Njarðvík
Kjörísbikar kvenna
19.30 Sýn
Meistaradeild Evrópu
19.30 Skjár 1
Mótor
20.00 Seljaskóli
Kjörísbikar kvenna (ÍR - KR)
20.00 Digranes
Esso deild karla (HK -
Grótta/KR)
21.40 Sýn
Meistaradeild Evrópu
22.15 RÚV
Handboltakvöld
23.30 Sýn
Sportið
Handklæði & flíshúfur
Flíspeysur m. Félagsmerkjum,
flísteppi o.fl. Fáið sendan myndalista
Myndsaumur
Reykjavíkurvegur 62
220 Hafnarfjörður
Sími 565 0488
www.myndsaumur.is
JólatilboðÍ 12 árSérmerkt
Peter Reid:
Vill þjálfa
írska lands-
liðið
FÓTBOLTI Peter Reid, fyrrverandi
knattspyrnustjóri Sunderland, seg-
ist hafa áhuga á að taka við sem
næsti þjálfari írska landsliðsins í
knattspyrnu. Mick McCarthy sagði
nýverið upp sem þjálfari liðsins
vegna slæms gengis í undankeppni
EM. Reid var rekinn frá Sunderland
í síðasta mánuði eftir sjö ára starf
hjá félaginu.
John Aldridge, fyrrverandi leik-
maður Liverpool, og Joe Kinnear
hafa báðir lýst áhuga sínum á lands-
liðsþjálfarastöðunni.
Leikmenn West Ham:
Styðja
Roeder
FÓTBOLTI Gamla kempan Nigel
Winterburn, varnarmaður í liði
West Ham, segir að leikmenn
liðsins standi fyllilega á bak við
Glenn Roeder, knattspyrnustjóra
liðsins. Liðið er í þriðja neðsta
sæti ensku deildarinnar eftir 4:3
tap gegn Leeds á sunnudag. „Þið
þurfið aðeins að horfa á leikinn
gegn Leeds til að sjá að leik-
mennirnir standa á bak við
Glenn,“ sagði Winterburn. „Við
vorum 4-1 undir en náðum að
minnka muninn. Ég vona bara að
Glenn fái nægan tíma til að snúa
hlutunum við,“ sagði Winter-
burn.
REID
Peter Reid var rekinn frá Sunderland eftir sjö ára starf hjá félaginu.
Newcastle held-
ur í vonina
Átta leikir fara fram í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar
í kvöld. Newcastle verður að vinna Feyenoord í Rotterdam til að eiga
möguleika á að komast áfram. Deportivo og Galatasary geta bæði kom-
ist í næstu umferð, með sigrum gegn AC Milan og Barcelona.
FÓTBOLTI Juventus, Manchester
United, Bayer Leverkusen, AC
Milan og Barcelona eru öll komin
upp úr riðlakeppninni fyrir leiki
kvöldsins í Meistaradeildinni.
Eftir tvo sigra í röð í Meistara-
deildinni eftir slæma byrjun þarf
enska liðið Newcastle á sigri að
halda gegn hollenska liðinu
Feyenoord í Rotterdam í E-riðli.
Newcastle verður jafnframt að
treysta á að Juventus vinni leik
sinn gegn Dynamo Kiev, til að
eiga möguleika á að komast áfram
í keppninni. Feyenoord verður án
nokkurra leikmanna, þar á meðal
Pierre van Hooijdonk og Shinji
Ono, japanska miðjumannsins,
sem er í leikbanni. Laurent Ro-
bert er meiddur og verður ekki í
liði Newcastle.
Dynamo Kiev getur aftur á
móti tryggt sér sæti í næstu um-
ferð með sigri gegn Juventus á
Ítalíu.
Í F-riðli tekur Manchester
United á móti þýska liðinu Bayer
Leverkusen á Old Trafford. Bæði
lið eru komin áfram og hafa því að
litlu að keppa. United vann fyrri
leik liðanna 2:1 fyrir sjö vikum
síðan.
Spænska liðið Deportivo mætir
AC Milan á San Siro í G-riðli.
Deportivo þarf á sigri að halda til
að tryggja sér sæti í næstu um-
ferð. Tapi þeir eða geri jafntefli
getur franska liðið Lens skotist
fram út þeim með sigri gegn
Bayern München. Talið er að AC
Milan muni hvíla marga af sínum
bestu leikmönnum gegn Deport-
ivo, þar á meðal markaskorarann
Filippo Inzaghi.
Barcelona, sem er með fullt
hús stiga í H-riðli, tekur á móti
Galatasaray. Til að komast áfram
verður tyrkneska liðið að vinna
leikinn og treysta á að Club
Brugge misstígi sig gegn
Lokomotiv Moskvu í Rússlandi.
KÖRFUBOLTI Dallas Maverics er
eina liðið sem enn hefur ekki tap-
að leik í NBA-deildinni í körfu-
bolta. Liðið vann sjöunda leik sinn
í röð á mánudagskvöld gegn
Portland Trailblazers með 82 stig-
um gegn 73.
Dirk Nowitzki átti stórleik í liði
Dallas. Hann skoraði 26 stig auk
þess sem hann tók 17 fráköst og
stal boltanum sex sinnum.
Michael Finney átti einnig góð-
an leik og setti 21 stig og tók 8 frá-
köst. Næsti leikur Dallas er á úti-
velli gegn Cleveland í kvöld.
SHEARER
Alan Shearer mun standa í ströngu í kvöld
með Newcastle gegn hollenska liðinu
Feyenoord. Hann skoraði sigurmarkið í síð-
asta leik Newcastle í Meistaradeildinni
gegn Dynamo Kiev.
AP
/M
YN
D
LEIKIR KVÖLDSINS
Dynamo-Juventus
Feyenoord-Newcastle
Man. Utd.-Leverkusen
Olympiakos-M.Haifa
Bayern-Lens
Milan-Deportivo
Barcelona-Galatasaray
Lokomotiv-Club Brugge
STAÐAN
E-riðill:
Juventus 5 10
Dynamo 5 7
Newcastle 5 6
Feyenoord 5 5
F-riðill:
Man.Utd 5 12
Leverkusen 5 9
M.Haifa 5 6
Olympiakos 5 3
G-riðill:
AC Milan 5 12
Deportivo 5 9
Lens 5 7
Bayern 5 1
H-riðill:
Barcelona 5 15
Club Brugge 5 5
Galatasaray 5 4
Lokomotiv 5 4
NOWITZKI
Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas, brýst framhjá Rasheed Wallace í viðureigninni gegn
Portland. Nowitzki skoraði 26 stig í leiknum.
AP
/M
YN
D
Dallas Mavericks:
Sjö sig-
urleikir
í röð
David Beckham verður vænt-anlega í eldlínunni í kvöld
þegar Manchester United tekur á
móti Bayer Leverkusen í lokaum-
ferð Meistaradeildar Evrópu.
Beckham fékk frí úr vinnunni
eftir að upp komst um ráðagerðir
um að ræna konu hans Victoriu.
Hann lék ekki með liðinu þegar
það steinlá í nágrannaslag við
Manchester City, 3-1.
Þýsku liðin 1860 München ogWolfsburg keppast nú um að
bjóða í tékkneska landsliðsmann-
inn Patrik Berger, leikmann
Liverpool. Umboðsmaður Tékk-
ans hefur átt í viðræðum við
Liverpool og segir að skjólstæð-
ingur sinn sé ekki á leið í þýsku
Bundesliguna. Berger hefur ekki
fengið mörg tækifæri með Liver-
pool á þessu tímabili.
MOLAR
Pantið jólavörurnar núna
Kays Argos - þægilegt og hagkvæmt
Ódýrar vörur og
útsala í versluninni
Austurhrauni 3, Garðabæ, s. 555 2866