Fréttablaðið - 13.11.2002, Qupperneq 16
Þann 28. janúar verða endurútgefn-ar fyrstu fjórar breiðskífur
hljómsveitarinnar The Red Hot Chili
Peppers. Skífurnar
heita „Red Hot Chili
Peppers,“ „Freaky
Styley,“ „ The Uplift
Mofo Party Plan,“
og „Mother´s Milk.“
Auk þess að vera
endurhljóðblandað-
ar verður þar að
finna fjölda auka-
laga sem sjaldan hafa heyrst áður.
Söngkonunni Kylie Minogue er illavið raunveruleikasjónvarpsþætti
og segir þá „hryllilega.“ Þættirnir
hvetji ungdóminn til að leita eftir
frægð í stað þess að einbeita sér að
því að leita að hæfileikaríku fólki
með metnað. „Frægð var eitt sinn
eitthvað sem fylgdi aukalega með í
kaupunum. Nú virðist frægðin sjálf
skipta öllu máli en engu máli skiptir
hins vegar fyrir hvað fólk er frægt.“
Rapparanum Eminem gengur allt íhaginn þessa daga. Nýjasta breið-
skífa hans, „The Eminem Show“, er á
lista yfir þær 10 vinsælustu í Banda-
ríkjunum og skífa
með lögum úr nýj-
ustu kvikmynd
hans, „8 Mile“, er í
efsta sæti vinsælda-
listans, auk þess
sem myndin sjálf er
í efsta sæti yfir að-
sóknarmestu kvik-
myndir Bandaríkj-
anna. Tekjur af myndinni námu um
4,6 milljörðum króna fyrstu sýning-
arhelgina. Er það næst tekjuhæsta
frumsýningarhelgi kvikmyndar sem
er stranglega bönnuð börnum, fyrr
og síðar í Bandaríkjunum.
Leikarinn John Cleese er sagðurvera önnum kafinn við skriftir á
gamansamri myndasögu um Súper-
man. Sagan kallast „True Brit“ og
fjallar um það þegar geimflaug Ofur-
mennisins lendir á Englandi og
æsifréttablöð hrekja hann á brott frá
landinu. Þetta mun vera fyrsta
myndasaga Cleese.
16 13. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR
MR. DEEDS kl. 4 og 6
HALLOWEEN kl. 8 og 10
STUART LITTLI kl. 4
ROAD TO PERD... kl. 5, 7.30 og 10
ROAD TO PERD... kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10
kl. 6FÁLKAR
THE BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.10
RED DRAGON kl. 5.45, 8 og 10.15Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Sýnd kl. 6 og 8
YA YA SISTERHOOD kl. 6 VIT455
UNDERCOVER BROTHER 4, 6, 8, 10.10 VIT448
HAFIÐ kl. 3.40, 5.50 og 8 VIT453
MAX KLEEBLE´S.. kl. 4 VIT441
INSOMNIA kl. 10.10 VIT444
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT 461Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 474
Sýnd kl. 4, 6 og 10.10 VIT 475
kl. 5.45, 8 og 10.10HAFIÐ
kl. 10.10PORNSTAR-RON JEREMY
TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Ívar
Bjarklind hefur orðið Íslandsmeist-
ari í knattspyrnu bæði með ÍBV og
KR. Það kom því mörgum á óvart
þegar hann tilkynnti á sínum tíma að
hann væri hættur boltasparkinu.
„Áhuginn dó bara hægt og rólega
út. Ég var orðinn þreyttur á því að
gera alltaf sama hlutinn,“ segir Ívar.
„Það er svo mikil einstefna sem
maður þarf að lifa eftir. Það hefði
hugsanlega verið hægt að setja allt í
botn, koma sér út og æfa við al-
mennilegar aðstæður. Það bara heill-
aði mig ekki. Ég var bara búinn að fá
nóg. Í huganum hætti ég sumarið
1999 en fór samt aftur í boltann
næstu tvö sumur. Aðallega af fjár-
hagslegum ástæðum. Þá var ég bú-
inn að ákveða að hætta.“
Ívar segir að mönnum gefist ekki
tími til þess að einbeita sér að neinu
öðru eftir að hafa skuldbundið sig
fótboltaliði. Leikurinn skilji enga
orku eftir fyrir sköpun. „Fótboltinn
tekur fáránlega stóran hluta af líf-
inu. Ég var alltaf þreyttur og dofinn.
Vildi bara horfa mikið á sjónvarp.“
Ívar byrjaði að fikra sig áfram í
lagasmíðum um tvítugt. Hann
keypti sér hljóðkort í tölvuna sína en
tímaleysið varð til þess að brenn-
andi áhuginn fékk ekki nægilegt
eldsneyti. Ívar fékk fyrst smjörþef-
inn af tónlistarbransanum þegar
hann söng ÍBV-lagið 1996 og næst
þegar hljómsveitin Mír gaf út lagið
„Upphaf og endir“ á safnplötunni
„Svona er sumarið 2000“.
Gítarinn og hljóðkortið fengu
loksins langþráða athygli Ívars eftir
að takkaskórnir voru komnir á hill-
una og síðan hefur hann legið í laga-
smíðum ásamt tvíburunum Ómari
og Unnari. Nú er fyrsta breiðskífan,
„Tilraunaraun“, komin í hillurnar.
Ívar passar sig þó á að vera ekki of
sókndjarfur í upphafi leiktímabils,
setur sér langtímamarkmið og kýs
frekar að styðjast við kerfi 5-4-1 en
að láta mótherjana fella sig strax úr
leik.
„Þetta er náttúrulega fyrsta plat-
an mín og ég held að það heyrist al-
veg. Ég heyri það að minnsta kosti.
Ég lærði alveg rosalega mikið af
þessu, aðallega hvað varðar laga-
smíðar og hvað hentar minni rödd.
Ég er búinn að velja mér farveg
núna og veit í hvað átt ég stefni.“
Mír heldur útgáfutónleika á
Grand Rokk á föstudagskvöld.
biggi@frettabladid.is
Leikkerfi 5-4-1
FRÉTTIR AF FÓLKI
KVIKMYNDIR
Þeir sem vonast eftir að sjáæsandi ástarsenur tveggja les-
bískra kvenna í myndinni „Kissing
Jessica Stein“ gætu orðið fyrir
vonbrigðum. Hina, sem vilja sjá
ágætis afþreyingu og fá smá slettu
af eilífðarvangaveltunni um kyn-
hvöt mannskepnunnar í leiðinni
ætti þessi mynd að hitta. Hún er
svo vitanlega krydduð fyndnum
samtölum og neyðarlegum aðstæð-
um sem samkynhneigt fólk ætti
flest að kannast við.
Söguþráðurinn er í raun fyrir-
sjáanlegur. Það er líka augljóst að
myndin er gerð af áhugafólki þar
sem hljóðneminn sést gægjast inn
á tjaldið tvisvar í myndinni. Það
sem bjargar myndinni er sannfær-
andi leikur og skemmtilegar per-
sónur. Til dæmis fylgdist ég af að-
dáun með vinkonunni Joan (leik-
inni af Jackie Hoffman) sem hlýtur
að hafa einn stærsta munn sem
sést hefur á hvíta tjaldinu. Senan
þegar móðir Jessicu Stein ákveður
að viðurkenna samkynhneigð dótt-
ur sinnar er með betur leiknum at-
riðum sem ég hef séð í bíó.
Það var líka gaman að vera í bíó
umvafinn konum sem héldust í
hendur, pikkuðu hvor í aðra og
flissuðu að sameiginlegum endur-
minningum þegar kunnugleg atriði
birtust á skjánum, hölluðu höfðum
sínum saman og kysstust leyni-
kossum á milli atriða.
Birgir Örn Steinarsson
KISSING JESSICA STEIN:
Sæta lesbíu-
myndin
O
D
D
I H
F
I9
96
3 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík
Sími 520 3000
www.sminor.is
Ljós í miklu
úrvali fyrir
heimilið.
FUNDIR
12.00 Kvennasögusafn Íslands stendur
fyrir bókakynningu í fyrirlestarsal
Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð.
12.00 Hafþór Guðjónsson flytur erindið
Nám og tunga. Fyrirlesturinn er í
stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands,
og er öllum opinn.
12.05 Í málstofu sálfræðiskorar flytja
Sólveig Ásgrímsdóttir, Dipl. Psych.,
formaður Sálfræðingafélags Íslands,
og Ingi Jón Hauksson, Cand.
Psykol., framkvæmdastjóri SÍ og
Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi,
erindið Sálfræðingafélag Íslands
og Stéttarfélag sálfræðinga á Ís-
landi. Málstofan er haldin í stofu
201 í Odda og er öllum opin.
20.00 Ólafía Aðal-
steinsdóttir
kynnir leið-
angur nokk-
urra Íslend-
inga á
Kilimanjaro,
hæsta tind
Afríku, þar
sem fjöl-
breytilegt mannlíf og náttúra
skarta sínu fegursta. Sýningin er í
Ferðafélagssalnum, Mörkinni 6.
Aðgangseyrir er 500 kr.
12.15 Stefán Már Stefánsson flytur fyr-
irlestur um framtíðarskipan Evr-
ópusambandsins í stofu L-101 í
Lögbergi á vegum Lagastofnun-
ar Háskóla Íslands. Fyrirlestur-
inn er opinn öllum.
12.30 Háskólatónleikar verða í Nor-
ræna húsinu. Þórir Jóhannsson
kontrabassaleikari leikur verk eftir
David Ellis, Karólínu Eiríksdóttur
og Óliver Kentish. Aðgangseyrir er
kr. 500 en ókeypis er fyrir hand-
hafa stúdentaskírteina.
16.00 Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt
flytur erindið Tilgátan um Korp-
úlfsstaði að Aragötu 14.
MIÐVIKUDAGUR
13. NÓVEMBER
hvað?
hvar?
hvenær?
Forsprakki hljómsveitarinnar Mír, Ívar Bjarklind, hefur nú þegar fórnað færi á
atvinnumennsku í knattspyrnu til þess að elta drauma sína. Fyrsta breiðskífan,
„Tilraunaraun“, er komin í búðir.
MÍR
Ívar Bjarklind við Gróttu ásamt tvíburunum Ómari og Unnari. Ívar segir tilfinninguna að sanna sig vera mjög sterka. Hann segir ein-
nig að lög hans séu helst leikin á Rás 2 eftir íþróttafréttirnar. „Mér finnst það svolítið leiðinlegt,“ segir Ívar og brosir. „Þá eru dag-
skrárgerðarmennirnir að reyna að tengja við fortíð mína“. Hann vonast þó til að áhugasamir boltamenn gefi plötunni séns.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Síðumúla 3-5
H
e
r
r
a
n
æ
r
f
ö
t