Fréttablaðið - 13.11.2002, Page 22

Fréttablaðið - 13.11.2002, Page 22
22 13. nóvember 2002 MIÐVKUDAGUR HÚSIÐ Garðastræti 41 var hannað afSigurði Guðmundssyni fyrir útgerðar- og stjórnmálamanninn Ólaf Thors árið 1929. Húsið var fyrsta funkisíbúðarhús sem reist var á Íslandi og var því hannað með notagildi og þægindi að leið- arljósi. Form þess var upphaf- lega einfalt og teningslaga, vegg- fletir sléttir og án skreytis. Þakið var flatt og á því þakhýsi og sól- verönd með járnhandriði. Gluggaskipan var ósamhverf og tók mið af innra skipulagi sem þó var heldur hefðbundnara en ytra byrði hússins gaf tilefni til. Húsið var stækkað töluvert á 7. ára- tugnum og missti þá að mestu sín fyrri stíleinkenni. Því má segja að það hafi orðið velmegun eftir- stríðsáranna að bráð. Það sama á reyndar við um fjölmörg funkis- hús í Reykjavík sem hönnuð voru á kreppuárunum. Garðastræti 41 hýsti um árabil Vinnuveitenda- samband Íslands.  Nám fram yfir jeppa 60 ÁRA Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, er sextug í dag. Í tilefni dagsins ætl- ar hún að bjóða vinum og kunn- ingjum til veislu í Safnaðarheim- ili Fríkirkjunnar, að Laufásvegi 13, frá klukkan 17 til 19. „Ég veit nú ekki hvað koma margir. Ég hef ekki hugmynd um það. Fólk lítur sennilega við á leið heim úr vinnunni,“ segir afmælisbarnið. Sigurlína ólst upp að Sellátr- um á Tálknafirði en fór ung til Reykjavíkur. Hún lauk verslun- arprófi 1961 og fór þá út á vinnu- markaðinn og hóf barnauppeldi. Sigurlína hefur unnið við ýmis skrifstofustörf í gegnum árin. Hún vann í sjö ár hjá Almanna- vörnum ríkisins, þrjú ár á með- ferðarheimili SÁA að Staðarfelli og kenndi í sex ár að Laugum í Sælingsdal. Þá lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hún lagði stund á sálfræði. „Ég vissi að ég ætti langan tíma eftir á vinnumarkað- inum og mig langaði til að eyða honum í eitthvað sem mér þætti skemmtilegt. Mér fannst það meira virði en að eiga fínan jeppa og hafa húsið mitt fínt,“ segir Sigurlína hlæjandi þegar hún var spurð hví hún hefði tekið upp á því að fara í nám. „Ég sé ekkert eftir því. Hver veit nema ég eignist jeppa seinna.“ Sigurlína segist hafa fengið mikinn stuðning frá fjölskyld- unni þegar hún ákvað að fara í nám. Hún var ekki langelst í skólanum. „Það var hópur sem var fullorðinn en við vorum miklu færri. Ég eignaðist mjög góða vini meðal yngra fólksins og mér fannst þetta mjög ánægjulegur tími.“ „Það hefði kannski verið auð- veldari leið að fara ekki í nám því ég gat fengið ágæta vinnu þar sem ég var með verslunarpróf. Mig langaði ekki að vinna lengur við það sem verslunarprófið gaf mér réttindi til og ákvað að taka stökkið. Ég sé alls ekki eftir því.“ Sigurlína hefur kennt uppeldis- og menntunarfræði við Háskól- ann frá árinu 1995 og varð lektor árið 1998. „Mér finnst þetta skemmtilegt starf og ég er ánægð hér.“ kristjan@frettabladid.is TÍMAMÓT AFMÆLI Þórður Guðjónsson, knatt-spyrnumaður af Akranesi, er aftur kominn í landsliðshóp Ís- lands eftir eins og hálfs árs fjar- veru. Í landsliðinu hittir hann fyrir yngri bræður sína, Bjarna og Jóhannes Karl. Þórður segist ekki vita til þess að margir bræð- ur hafi spilað með landsliði á sama tíma. „Ég hafði heyrt af því að Felixsynirnir hefðu einhvern tímann verið saman í landsliðinu en það var víst ekki opinber leik- ur.“ Þórður er 29 ára og alinn upp á Akranesi. Hann er sonur Guðjóns Þórðarsonar, fyrrverandi lands- liðsþjálfara í knattspyrnu. „Ég held ég hafi verið mjög fjörugur. Við brölluðum þó ansi mörg prakkarastrik og fórum vítt og breitt um Skagann, í sements- verksmiðjuna og hafnargarðinn. Boltinn var þá ekki alltaf með,“ segir Þórður en vill þó ekki gefa upp hvað þeir félagar gerðu af sér. Þórður er útskrifaður úr Fjöl- brautaskóla Vesturlands og lék knattspyrnu með ÍA til ársins 1993. Haustið eftir hóf hann at- vinnumannsferil sinn með Boch- um í Þýskalandi, þar sem hann var í fjögur ár. Síðan lá leiðin til Genk í Belgíu, þar sem hann lék með yngri bræðrum sínum. „Þetta er einn eftirminnilegasti tími minn sem knattspyrnumað- ur því ég vann mikið af titlum og stóð mig mjög vel. Það er það sem stendur upp úr á ferlinum, það sem af er komið,“ segir Þórð- ur. Hann færði sig um set til Kanaríeyja og lék með Las Palmas. Það gekk þó ekki jafn vel og hann hafði vonast eftir og fékk hann lítið að spreyta sig. Hann var lánaður í tvígang í ensku deildina, fyrst til Derby County og síðan til Preston. Nú er hann kominn aftur til Bochum, þar sem hann hóf atvinnumanna- ferilinn. „Það má segja að maður sé kominn aftur heim. Ég er að verða búinn að loka hringnum. Hver veit nema ég endi hjá ÍA.“  Þórður Guðjónsson er aftur kominn í íslenska landsliðið í knattspyrnu eftir eins og hálfs árs hlé. Hann ætlar að nýta sér tækifærið. Áfangi Fjörugur prakkari með bolta SIGURLÍNA DAVÍÐSDÓTTIR Sigurlína Davíðsdóttir er gift Ragnari Inga Aðalsteinssyni og eiga þau einn son. Hún á þrjú börn frá fyrra hjónabandi og Ragnar á einnig son fyrir. Sigurlína hefur meðal ann- ars verið viðloðandi Krýsuvíkursamtökin frá stofnun þeirra og er nú formaður þeirra. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki verður leyft að skila atkvæðaseðlum í strætisvögnum í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Leiðrétting Spekingur og einfeldningurlentu hlið við hlið í rútu. Spek- ingurinn ákvað að hafa gaman að einfeldningnum og stakk upp á að þeir færu í spurningaleik. „Ég spyr spurningar og þú borgar mér 100 kall ef þú getur ekki svarað. Þú spyrð mig og ég borga þér 1000 kall ef ég get ekki svarað. Þú byrjar.“ „Hvað hefur þrjá fætur, klifrar upp í tré á 10 klukkutímum og nið- ur aftur á 10 sekúndum?“ spurði einfeldningurinn. Spekingurinn lenti í standandi vandræðum og um leið og rútan rann inn á BSÍ sagði hann: „Ég veit ekki svarið. Hér færðu 1000 kall og svo spyr ég þig: Hvað hefur þrjá fætur, klifrar upp í tré á 10 klukkutímum og niður aftur á 10 sekúndum?“ „Ég veit það ekki heldur,“ svar- aði einfeldningurinn um leið og hann rétti spekingnum 100 kall.  Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og fyrrverandi sjónvarpsþula, er sextug í dag. KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1 taflmann, 2 hræðslu, 3 hlífðarfat , 4 tréð, 5 steig, 6 hnjóð, 7 fjall , 8 ang- aði, 11 tifi, 14 rolla, 16 kostur, 18 sólarhringa, 20 æviskeiðið, 21 heppnast, 23 námsgreininni, 26 ánægju, 28 tuska, 30 skelin, 31 karlmannsnafn, 33 blundur. LÁRÉTT: 1 hól, 4 óð, 9 spil, 10 eyktamark, 12 bækling, 13 veiki, 15 álíta, 17 topp, 19 hagnað, 20 áform, 22 hindri, 24 ljósta, 25 gagna, 27 ær, 29 kroppaði, 32 vesala, 34 eljusöm, 35 ferilinn, 36 yfirþyrmi, 37 eirði. LAUSN á síðustu krossgátu: LÁRÉTT: 1 nösk, 4 krafts, 9 kaleika, 10 stoð, 12 innyfli, 13 kapall, 15 rati, 17 lauf, 19 sáð, 20 stólu, 22 letri, 24 mar, 25 glói, 27 árar, 29 annast, 32 gátu, 34 nutu, 35 afundið, 36 tónaði, 37 gauk. LÓÐRÉTT: 1 nísk, 2 skop, 3 kaðall, 4 keilu, 5 rið, 6 akur, 7 fatast, 8 skeiði, 11 tautar, 14 laug, 16 tárast, 18 flón, 20 smábát, 21 óragan, 23 einnig, 26 launi, 28 ráfa, 30 auða, 31 tusk, 33 tuð. ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON Hefur staðið sig frábærlega með Bochum í þýsku úrvalsdeildinni. Hann er giftur Önnu Lilju Valsdóttur. Þau eiga tvær dætur, Val- dísi átta ára og Veróníku fimm ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T JARÐARFARIR 13.30 Jón Sigurðsson, fyrrverandi kaup- maður í Straumnesi, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju. 13.30 Kristín J. Ingimarsdóttir, Bakka- stöðum 161, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. AFMÆLI Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík, er sjötug. Sigurlína Davíðsdóttir sálfræðingur er sextug. Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir er 46 ára. ANDLÁT Jón Kristján Kjartansson, Kirkjuteigi 9 og Tjaldanesi, lést 10. nóvember. Jónas E. Nordquist, Espigerði 4, lést 10. nóvember. Kristín Hólmfríður Kristinsdóttir lést 10. nóvember. Guðrún Ágústa Sigurðardóttir, Gull- smára 11, Kópavogi, lést 9. nóvember. Laufey Valdimarsdóttir Snævarr, Dal- braut 27, Reykjavík, lést 9. nóvember. Sigurður Jóhannesson, múrarameistari, lést 9. nóvember. Björn Húni Ólafsson, Urðarvegi 54, Ísa- firði, lést 8. nóvember. Gestur Jónsson, loftskeytamaður, Ljós- heimum 18a, Reykjavík, lést 8. nóvem- ber. Kristján Grétar Sigurðsson, Valhúsa- braut 29, Seltjarnarnesi, lést 8. nóvem- ber. Rögnvaldur Jónsson frá Marbæli, Skarðshlíð 14A, Akureyri, lést 8. nóvem- Þjóðvaki sneri aftur í próf-kjöri Samfylkingar í Reykja- vík og vann glæstan sigur. Reyndar gæti farið svo að efstu sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík suður verði eins skipuð og á lista Þjóðvaka fyrir þingkosningarnar 1995, Jóhanna Sigurðardóttir í efsta sæti og á eftir henni Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir og Mörður Árna- son. Í fjórða sætinu verður svo líklega Ágúst Ólafur Ágústsson, sonur Ágústs Einarssonar, þing- manns Þjóðvaka úr Reykjanes- kjördæmi. FÓLK Í FRÉTTUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.