Fréttablaðið - 16.11.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 16.11.2002, Síða 2
2 16. nóvember 2002 LAUGARDAGUR Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, vegna fréttar í blaðinu í gær þar sem Samtök verslunar- innar gagnrýndu að Reykjavíkurborg stæði að veit- ingarekstri í Alþjóðahúsinu í miðborginni. „Ég veit það ekki frekar en hvað rukkað er fyrir bjórinn í Perlunni. Ég vil meina það að Sjálfstæðismenn hafi stofnað til mesta veit- ingahúsareksturs á vegum borgarinnar með opnun Perlunnar.“ SPURNING DAGSINS Hvað rukkar borgin fyrir bjórinn í Alþjóðahúsinu? Bók veiðimannsins! Stangaveiðihandbókin svarar öllum helstu spurningum veiði- mannsins um veiðiár og veiðivötn. Bók fyrir þaulvana veiðimenn jafnt sem byrjendur í stangaveiði. Metsölubók sumarsins! Báti komið til bjargar: Gírarnir biluðu BJÖRGUN Sex tonna línubáti, Sól- eyju ÍS-651, var komið til bjargar í gærmorgun. Báturinn var á leið- inni á miðin á Selvogsbanka þegar bilun varð í gírum bátsins. Björg- unarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason frá Grindavík, var kallaður út rúmlega tíu í gærmorgun. Kom björgunarbáturinn að Sóleyju klukkan 11.20 þar sem hún var á reki um 11 sjómílur suðaustur af Hópsnesi. Vel gekk að draga Sól- eyju til hafnar og var komið með hana til Grindavíkur korter fyrir eitt. Veður var gott og engin hætta á ferðum. BRUNARÚSTIR Ekki er vitað hver kveikti eldinn sem olli gífurlegu tjóni þegar húsin númer 40 og 40a við Laugaveg stórskemmdust í eldi. Bruninn á Laugaveg: Ekkert nýtt BRUNI Engar nýjar upplýsingar hafa komið fram í rannsókn lög- reglu vegna stórbrunans á Lauga- vegi þegar húsin númer 40 og 40a stórskemmdust í eldi. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlög- regluþjóns er rannsókn málsins ekki lokið. Einn maður, Lalli Johns, var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hann hefur stað- fastlega neitað að hafa valdið brunanum, er öruggt er talið að kveikt hafi verið í. Hörður vildi ekki svara því hvort Lalli lægi enn undir grun og ítrekaði að rann- sókn málsins væri ekki lokið. Að- spurður sagði hann engan vera í yfirheyrslum vegna málsins.  VIÐVÖRUN FRÁ FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, varaði í gær við því að al Kaída, hryðju- verkasamtök Osama bin Laden, væru að öllum líkindum með stór hryðjuverk í undirbúningi. OLÍUSKIP Í HÆTTU Spænska olíu- skipið Prestige gæti hreinlega brotnað í tvennt ef veður versn- ar. Leki komst að skipinu á mið- vikudaginn skammt norðvestur af Spáni þegar hvassviðri mikið gerði. Stórt gat er á hlið skipsins. Í gær var verið að draga skipið frá Spánarströndum, en óljóst hvert farið yrði með það. ERLENT VILHJÁLMUR EGILSSON Ósáttur við framkvæmd prófkjörsins um síðustu helgi. Vill ekkert segja um sérfram- boð. Vilhjálmur Egilsson: Ræði við mitt fólk STJÓRNMÁL Sjálfstæðismenn á Norðurlandi vestra funda á morg- un um prófkjör síðustu helgar og eftirmál þess. „Ég vil fá að ræða við mitt fólk, hlusta á hvað það segir og hvað það vill gera,“ segir Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, en vill ekkert tjá sig um hvort þess megi vænta að það skýrist á fundinum hvort hann fari í sérframboð. Þær raddir hafa heyrst að rétt sé að Vilhjálmur fari í sérframboð verði niðurstöður prófkjörsins látnar standa, eins og nú stefnir í.  MÖRG FORSÆTISRÁÐHERRAEFNI Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi Réttlætis- og þróunarflokks Tyrk- lands, kom í gær með lista yfir nokkra flokksmenn sem gætu tekið að sér forsætisráðherra- embætti fyrir flokkinn. Forseti Tyrklands þarf nú að velja hvern hann vill láta mynda stjórn. FÁRVIÐRI Í AUSTURRÍKI Þök fuku af hundruðum húsa í Austurríki í gær þegar mikið fárviðri reið þar yfir. Mörg tré féllu um koll og ollu miklum skemmdum. Spáð er hvassviðri áfram á þessum slóð- um. ERLENT Spennandi kosningar hjá Framsókn: Mikil óvissa um úrslit STJÓRNMÁL Mikil spenna ríkir fyrir kosningu framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi á frambjóð- endum þeirra fyrir næstu Alþing- iskosningar. Fimm sækjast eftir því að leiða listann, þingmennirnir Kristinn H. Gunnarsson, Magnús Stefáns- son og Páll Pétursson auk þeirra Árna Gunnarssonar og Þorvalds T. Jónssonar. Viðmælendur blaðs- ins telja erfitt að spá fyrir um hvernig fer. Kosið er í hvert sæti þar til einn nær meirihluta, en sá sem fær fæst atkvæði í hverri umferð fellur út. Þetta er sama aðferð og Vestlendingar hafa not- að fyrir tvær síðustu Alþingis- kosningar. Kosningaréttur er bundinn við kosna fulltrúa. Félög flokksins fá einn fulltrúa fyrir hverja fimm félagsmenn. Þeim hefur fjölgað um nær þriðjung að undanförnu. 200 hafa bæst við á Vestfjörðum, 150 á Vesturlandi og 100 á Norður- landi vestra. Það er athyglisvert að bera fjölda fulltrúa hvers landshluta við þau atkvæði sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Fram- sóknarmenn á Vesturlandi fá einn fulltrúa fyrir hverja 14 sem kusu flokkinn 1999 en á Norðurlandi vestra eru ellefu kjósendur fyrir hvern fulltrúa, þó með þeim fyrir- vara að Siglufjörður tilheyrir kjördæminu ekki lengur. Vestfirð- ingarnir fá svo einn fulltrúa fyrir hverja átta sem kusu flokkinn síð- ast.  PÁLL PÉTURSSON Menn greinir á um styrk eina ráðherra flokksins í kjördæminu. Sumir spá honum 1. sætinu en einnig hefur heyrst að hann kunni að falla snemma úr leik. Uppgjör deCODE: Hálf ríkisábyrgð fór á níu mánuðum VIÐSKIPTI Tap deCODE, móðurfé- lags Íslenskrar erfðargreiningar ,fyrstu níu mánuði ársins er 9,7 milljarðar króna eða rúmur millj- arður á mánuði. Tap síðustu þrjá mánuði er 7,3 milljarðar. Það er næstum tífalt meira tap en fyrir sama tímabil árið áður. Mikill kostnaður vegna uppsagna starfs- fólks á síðasta ársfjórðungi er all- ur gjaldfærður á tímabilinu. Sérfræðingar á markaði segja niðurstöðuna ekki koma á óvart. Laust fé fyrirtækisins hefur minnkað mikið og sá tími sem það hefur til þess að skila hagnaði styttist óðum. Hins vegar sé of snemmt að afskrifa fyrirtækið. Áætlanir geri ráð fyrir að jákvætt tekjustreymi náist undir lok næsta árs. Kaup deCODE á Medicem virð- ast að mati sérfræðinga ekki vera að skila miklu inn í reksturinn. Þar við bætist að gagnagrunnur- inn sé nánast út úr myndinni. Önn- ur fyrirtæki séu einfaldlega kom- in lengra með slíka vinnslu. Á móti komi að félagið hafi staðið sig ágætlega í rannsóknum sem eigi vonandi eftir að skila sér í rekstrinum.  KOSTNAÐUR VEGNA UPPSAGNA Kostnaður vegna uppsagna deCODE er færður á síðasta ársfjórðungi. Fyrirtækið tapaði rúmlega milljarði á mánuði það sem af er ári. Ég var svikinn Steinar Berg Ísleifsson hljómplötuútgefandi hefur stefnt Skífunni til greiðslu á 20 milljónum króna. Telur að ævistarfið hafi verið haft af sér með blekkingum þegar fyrirtæki hans voru sameinuð Skífunni. DÓMSMÁL Steinar Berg Ísleifsson hljómplötuútgefandi hefur stefnt Skífunni fyrir vanefndir á greiðslu vinnu- launa og samnings- brot sem urðu til þess að Steinar hætti störfum hjá Skífunni: „Ítrustu kröfur Steinars nema um 20 milljónum króna,“ segir Hró- bjartur Jónatansson, lögmaður Steinars, en hann lagði málið fyr- ir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Sjálfur telur Steinar að hann hafi lagt lífsstarf sitt inn í Skífuna þegar útgáfufyrirtæki hans runnu þar inn við sameiningu og Steinar var ráðinn í framkvæmdastjóra- starf með höfuðáherslu á útflutn- ing á íslenskri tónlist: „Ég hætti þarna á síðasta ári eftir að mér varð ljóst að Skífan ætlaði sér ekkert með útflutning á íslenskri tónlist. Um leið var brot- inn á mér samningur og fótum kippt undan launakjörum mínum ,sem voru tengd árangri í starfi. Hjá Skífunni stóðu menn einfald- lega ekki við orð sín og sýndu eng- an áhuga á að gera gott úr málum. Því stefndi ég þeim,“ segir Steinar Berg, sem ætlar þó að halda áfram þar sem frá var horfið og einbeita sér að útflutningi á íslenskri tón- list þó á eigin vegum sé. Hefur hann fjárfest í góðri bújörð í Borg- arfirði þaðan sem herjað verður á erlenda markaði með íslenskt tón- listarfólk. Steinar segist hafa náð góðum samningum erlendis fyrir tónlistarfólk eins og Svölu Björg- vins, Selmu Björnsdóttur og Móu. Andstaðan við starf hans innan Skífunnar hafi hins vegar orðið til þess að ekki varð það úr sem efni stóðu til: „Ég var alltaf að berjast upp brekku í starfi mínu hjá Skífunni. Ég lagði allt mitt þarna inn í trausti loforða og samninga sem síðan voru sviknir,“ segir Steinar. Búist er við að mál Steinars gegn Skífunni verði dómtekið í desember. Til varnar fyrir Skífuna er Kristinn Bjarnason hæstarétt- arlögmaður. eir@frettabladid.is STEINAR BERG ÍSLEIFSSON Alltaf að berjast upp brekku hjá Skífunni. „Ég lagði allt mit þarna inn í trausti loforða og samninga sem síðan voru sviknir.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.