Fréttablaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 14
14 16. nóvember 2002 LAUGARDAGURSUMO-GLÍMA LÉTTIR Á SÉR Sumo-glímumaðurinn Takanonami, til vinstri, ýtir meistaranum Musashimaru út úr hringnum. Þeir mættust í Fukuoka í suðvesturhluta Japan á fimmtudaginn var. Þetta var fyrsta tap Musashimaru á mót- inu, sem stóð yfir í 15 daga. ÍÞRÓTTIR UM HELGINA 12.30 Skjár 1 Mótor (e) 14.20 Stöð 2 Alltaf í boltanum 14.25 RÚV Þýski fótboltinn 14.45 Stöð 2 Arsenal - Tottenham) 16.00 Höllin Þór Ak. - Víkingur 16.00 Keflavík Karfa kvenna (Keflavík - ÍS) 16.00 DHL-Höllin Karfa kvenna (KR - UMFG) 16.20 RÚV Evrópukeppnin í handbolta 16.30 Ásvellir Evrópuk. Haukar - Conversano 17.00 Sýn Toppleikir (Toppleikir) 21.00 Sýn Box í Höllinni (Ísland - USA) SUNNUDAGUR 13.45 Sýn Enski b. Liverpool - Sunderland 15.00 Framhús Handbolti kv. Fram - Grótta KR 15.00 Ásgarður Handbolti kv. Stjarnan - KA/Þór 16.00 Fylkishöll Handbolti kv. Fylkir ÍR - ÍBV 16.00 Sýn Enski b. West Ham - Man. Utd. 17.00 RÚV Markaregn 17.00 Ásgarður Handbolti k. Stjarnan - Selfoss 18.00 Ásvellir Handbolti kv. Haukar - Valur 18.00 Kaplakriki Handbolti kv. FH - Víkingur 18.00 Sýn Meistaradeild Evrópu 19.00 Sýn Golfmót í Bandaríkjunum 20.00 Kaplakriki Handbolti karla (FH - Valur) 21.35 RÚV Helgarsportið 2. umferð Meistaradeildar Evrópu: Arsenal í dauðariðlinum FÓTBOLTI Arsenal lenti í sannköll- uðum dauðariðli þegar dregið var í riðla í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í gær. Englandsmeistar- arnir drógust í B-riðil ásamt Val- encia frá Spáni, Roma frá Ítalíu og Ajax frá Hollandi. Riðlarnir fjórir eru miserfiðir þó ljóst sé að ekkert lið á auðvelda leið upp úr þeim. Manchester United dróst í D- riðil ásamt Deportivo La Coruna frá Spáni, Juventus frá Ítalíu og Basel frá Sviss. Enska liðið sigraði Juventus á leið sinni að Evrópu- meistaratitlinum árið 1999. United og Deportivo hafa mæst fjórum sinnum á síðustu tveimur árum. Newcastle dróst í A-riðil ásamt Bayer Leverkusen frá Þýskalandi, Inter Milan frá Ítalíu og Barcelona frá Spáni. Sir Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, hlakkar ábyggilega til að mæta síð- ast talda liðinu en hann var eitt sinn við stjórnvölinn hjá því. Í C-riðli mætast Evrópumeist- arar Real Madrid frá Spáni, AC Milan frá Ítalíu, Borussia Dort- mund frá Þýskalandi og Lokomotiv Moskva frá Rússlandi. Fyrstu leikir annarrar umferð- ar verða 26. og 27. nóvember og næstu leikir verða tveimur vikum síðar. Þá verður frí gefið í Meist- aradeildinni fram í febrúar.  MÆTA MILAN Ronaldo og Luis Figo, leikmenn Real Ma- drid, fagna hér marki þess fyrrnefnda. Real Madrid mætir AC Milan í Meistaradeild Evrópu. A-RIÐILL Inter Milan Bayer Leverkusen Barcelona Newcastle B-RIÐILL Ajax Roma Arsenal Valencia C-RIÐILL Dortmund AC Milan Real Madrid Lokomotiv Moskva D-RIÐILL Juventus Basel Manchester United Deportivo La Coruna Sigursæll knattspyrnu- stjóri á sjötugsaldri Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, er einn reyndasti stjórinn í bransanum. Hann hef- ur meðal annars stjórnað enska landsliðinu, PSV Eindhoven og Barcelona. Hann segist ætla að enda ferilinn hjá liðinu sem hann hefur haldið með frá því í æsku. FÓTBOLTI Flestir 69 ára gamlir karl- menn hafa um ýmislegt annað að hugsa á þessum aldri en að stjórna heilu knattspyrnu- liði, hvað þá eins stóru félagi og Newcastle. Í stað þess að hugsa um hvort slá þurfi blettinn í dag eða á morgun þarf Sir Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, að glíma við gífurlega pressu á hverj- um degi. Lærisveinar hans komust í vik- unni áfram í 16 liða úrslit Meistara- deildar Evrópu eftir frækilegan 3:2 sigur á hollenska liðinu Feyenoord auk þess sem liðið hefur verið að ná sér á strik í ensku úrvalsdeildinni eftir herfilega byrjun. Newcastle er nú í 9. sæti deildarinnar. Liðið á nokkuð í land með að jafna árangur sinn frá því í fyrra er það kom öll- um á óvart og náði fjórða sætinu. Robson vann fyrsta titil sinn sem knattspyrnustjóri er hann stýrði liði Ipswich Town til sigurs í ensku bik- arkeppninni árið 1978 og Evrópu- keppni félagsliða árið 1981. Í kjöl- farið var honum boðin staða sem flesta enska knattspyrnustjóra dreymir um, landliðsþjálfarastaða Englands. Fyrst um sinn náði enska lands- liðið litlum árangri undir stjórn Robson. Á HM 1986 í Mexíkó var hins vegar annað uppi á teningnum. Liðinu gekk stórvel allt þar til það mætti argentínska landsliðinu í 8 liða úrslitum. Maradona og hin fræga „hönd Guðs“ stöðvuðu þá sig- urgöngu liðsins. Fjórum árum síðar á HM á Ítalíu komst enska liðið enn lengra er það féll úr leik eftir víta- spyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi. Eftir það hætti Robson sem landsliðsþjálfari og tók við hol- lenska liðinu PSV Eindhoven. Undir hans stjórn léku efnilegir leikmenn eins og Brasilíumaðurinn Ronaldo og Eiður Smári Guðjohnsen. Eftir að hafa unnið tvo hollenska meist- aratitla færði hann sig um set til Sporting Lissabon og síðar til Porto í Portúgal. Hjá Porto vann hann bik- armeistaratitil og tvo meistaratitla. Því næst tók hann við spænska stór- veldinu Barcelona. Hann stýrði lið- inu til sigurs í Evrópukeppni bikar- hafa auk þess sem liðið vann spænsku bikarkeppnina. Eftir að hann var rekinn frá Barcelona var hann nálægt því að setjast í helgan stein. Þess í stað ákvað hann, vegna ástar sinnar á fótbolta, að taka við liðinu sem hann hafði haldið með frá því í æsku, Newcastle, af Hollendingnum Ruud Gullit árið 1999. Liðið var þá í næst- neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Eft- ir það hefur leiðin svo sannarlega legið upp á við.  Með yfirburði á þýskum markaði Útsölustaðir: Bónus Byko Elko Europris 11:11 Fjarðarkaup Hagkaup Húsasmiðjan Kjöthöllin Krónan Nettó Nóatún Nýkaup Samkaup Þín verslun Sannkallað undraefni! Ath. Efnið brotnar 100% niður í náttúrunni. Engin kemísk efni. Ofnæmisfrítt! Á ver ði se m stens t sam kepp ni! PRE-WASH BLETTAHREINSIR Þeir gerast ekki betri! Fyrir alla bletti. Afar handhægur - frábær virkni. 250 og 500 ml. umbúðir. Leiðbeiningar á heimasíðu okkar: www.asvik.is FÖGNUÐUR Lærisveinar Robson hjá Newcastle stóðu sig frábærlega á lokasprettinum í fyrri hluta riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hér sjást þeir fagna sigurmarki Craig Bellamy gegn Feyenoord. Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, og Gary Speed fagna félaga sínum. Enska lands- liðinu gekk stórvel allt þar til það mætti argentínska landsliðinu í 8 liða úrslitum. HANDBOLTI Haukar mæta Guð- mundi Hrafnkelssyni og félögum í ítalska liðinu Conversano í seinni leik liðanna í 3. umferð Evrópukeppni bikarhafa á Ásvöll- um í dag. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 27-27. Það verður á brattann að sækja hjá Viggó Sigurðssyni og læri- sveinum því lið Conversano er feykisterkt. Í liðinu eru meðal annarra sænski hornamaðurinn Pierre Thorsson, júgóslavneski landsliðsmaðurinn Blazo Lisicic og Zvonimir Bilic, leikstjórnandi króatíska landsliðsins. Leikurinn verður sem fyrr seg- ir á Ásvöllum og hefst klukkan 16.30.  ARON KRISTJÁNSSON Fer fyrir liði Hauka í dag þegar það mætir Conversano frá Ítalíu. Haukar mæta Conversano í Evrópukeppninni: Á brattann að sækja AP /M YN D ROBSON Bobby Robson hefur verið viðloðandi fót- bolta í 53 ár. Hann hóf atvinnumannaferil sinn sem leikmaður hjá Fulham. Hann skoraði 4 mörk í 20 landsleikjum fyrir Eng- land á árunum 1957-1962. Robson hefur lýst því yfir að Newcastle sé síðasta félagið sem hann stjórni. Hann var heiðraður af Englandsdrottningu í sumar fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.