Fréttablaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 20
Sjálftitlaður konungur poppsins,Michael Jackson, gerði sér lítið fyrir og mætti fjórum klukkustund- um of seint í réttar- salinn á fimmtudag. Hann lét það þó ekki stoppa sig í því að eyða smá tíma með aðdáend- um sínum fyrir utan dómshúsið áður en hann fór inn til þess að halda vitnisburði sínum áfram frá því deg- inum áður. Jackson var kærður af fyrrum umboðsmanni sínum, sem heldur því fram að popparinn skuldi sér 1,8 milljarða króna eftir að hafa hætt við að syngja á tónleikum sem búið var að bóka. Jackson heldur því fram að það hafi verið umboðsmað- urinn sem hætti við tónleikana, ekki hann sjálfur. Í vitnastúkunni í gær sagði Jackson að hann gæti lítið að- stoðað í þessu máli þar sem hann væri „tónlistarspámaður“ og sæi ekkert um fjármál sín. Önnur myndin um Harry Pottervar frumsýnd í yfir 1000 kvik- myndahúsum í Bretlandi í gær. „The Chamber of Secrets“ hefur hlotið ágæta dóma gagnrýnenda, sem segja flestir myndina vera drungalegri og meira spennandi en þá fyrstu. Mynd- in hefur þegar halað inn um 8 millj- ónir punda (rúmlega 1 milljarð ís- lenskra króna) fyrir forsölu aðgöngu- miða. Potter hefur greinilega bíófólk á öllum aldri enn í álögum. Þrír samstarfsmenn plötuútgefan-dans Marion „Suge“ Knight hafa verið handteknir grunaðir um „sam- særi um að fremja morð“. Lögreglan gerði einnig húsleit á 16 stöðum, þar á meðal á heimili Knight og í húsa- kynnum Tha Row Records, sem áður hét Death Row Records. Lögreglan sagði þó að Knight, sem var sleppt úr fangelsi í fyrra, væri ekki á með- al hinna grunuðu. Þeir tóku líka fram að handtökurnar tengdust ekki morðum 2Pac né Biggie Smalls. Ekk- ert bendir heldur til að málið sé tengt morði Run DMC plötusnúðar- ins Jam Master Jay. 20 16. nóvember 2002 LAUGARDAGUR MR. DEEDS kl. 2, 4 og 6 LITLA LIRFAN LJÓTA kl. 2, 3 og 4 HALLOWEEN kl. 8 og 10 STUART LITLI kl. 2 og 4 ROAD TO PERD... kl. 5, 7.30 og 10 ROAD TO PERD... kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 kl. 6FÁLKAR BLOOD WORK kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 8 og 10.05 Sýnd kl. 8 og 10 YA YA SISTERHOOD kl. 8 VIT455 THE TUXEDO kl. 4, 6, 8, 10.10 VIT474 HAFIÐ kl. 1.40 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT 453 LILO OG STITCH m/ísl.tali kl. 2 VIT429 MAX KLEEBLE´S.. kl. 2, 4 og 6 VIT441 INSOMNIA kl. 10.10 VIT444 Sýnd kl. 1.40, 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT 461 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 VIT 479 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 480 kl. 5.45, 8 og 10.10HAFIÐ kl. 5.40 - 8 og 10.20DAS EXPERIMENT TÍSKA Í byrjun október fór hópur ís- lenskra fatahönnuða til Parísar á vegum Útflutningsráðs. Þar var þeim gefið færi á að kynna afurðir sínar. Sýningin var haldin í miðri tískuviku þar sem fjöldi kaupsýslu- fólks úr fatabransanum var þá í borginni. Til þess að gera langa sögu stutta bárust íslensku hönnuð- unum nokkrar pantanir á vörur sín- ar og tóku þær Aftur-systur við þeim flestum. „Þetta snýst svolítið um það hvernig þú staðsetur þig,“ út- skýrir Hrafnhildur Hólmgeirs- dóttir. „Þú þarft að ákveða í hvernig búðum þú vilt selja, við hliðina á hvaða fatahönnuðum þú vilt hanga og svoleiðis. Við komumst inn í þær búðir, í þeim löndum, sem okkur vantaði.“ Þær systur tóku við pöntunum frá búðum í fimm löndum og komust inn hjá tveimur búðum á Ítalíu. Önnur þeirra er verslunin Penelope, sem Hrafnhildur segir hafa mikil áhrif á tískustrauma þar í landi. Einnig fengu þær inni í tveimur búðum í París, einni í Hong Kong, einni verslunarkeðju í Tókíó og einni í London. „Við fengum líka boð um að sýna í Barcelona á næsta ári. Þar er hátíð haldin tvisvar á ári sem sýnir brot af því sem er að gerast í tísku, tón- list og listum. Þau taka alltaf eitt land fyrir á ári og á næsta ári verð- ur það Ísland.“ Systurnar fjöldaframleiða hönn- un sína aðeins innan þess ramma að hver og ein flík hafi eitthvað sérein- kenni. Þetta geta þær gert með því að endurnýta notuð efni. Nýja línan þeirra, sem þær kalla „It’s about time“, er til dæmis öll unnin úr not- uðum stuttermabolum, bindum, slæðum og gömlum rúmfötum. Þar getur þú, kæri lesandi, komið þeim til aðstoðar. „Við notum rúmföt af því að þau eru svo persónuleg. Ef- laust er einhver búinn að gera það fallegasta í heimi umvafinn þeim þannig að þau eru full af ást. Svo er alveg merkilega þægilegt að vera í þessu. Söluaðilinn okkar í Hollandi gat ekki hjálpað með rúmfataefnin nema með lengri fyrirvara. Við erum að leita að almunstróttum rúmfötum, skreyttum blóma- munstrum eða hippahringjum, frá áttunda áratugnum. Okkur vantar þetta til þess að geta klárað fram- leiðsluna. Ef fólk á svona getur það hringt í 846-0725, eða sent mér tölvupóst á hrafnhildur@aftur.com.“ biggi@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI Eftir vel heppnaða kynningarferð til Parísar náðu Aftur-systurnar, Hrafnhildur og Bára Hólmgeirsdætur, að fá pantanir frá búðum í fimm mismunandi löndum. Allt fullt af ást HRAFNHILDUR OG BÁRA Systurnar segjast finna fyrir miklum áhuga frá fólki og að þær séu oft spurðar hvort þær ætli ekki að fara að halda sýningu. Þær langar að hafa opið hús á vinnustofunni eina helgina. AFTUR Hér sést pils, endurunnið úr gömlum sjölum. „Núna erum við að reyna að safna saman efnum til þess að geta framleitt pantanir. Við erum líka byrjaðar að undirbúa næstu línu. Erum að leggja höfuðin í bleyti.“ VERÐLAUN Rapparinn Eminem fékk þrenn verðlaun á MTV Europe Music Awards á fimmtudagskvöldið. Hann var verðlaunaður sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn og besti hiphop- flytjandinn auk þess sem plata hans „The Eminem show“ var valin besta platan. Það virðist allt ætla að ganga upp hjá piltinum þessa dagana þar sem kvikmynd hans „8 Mile“ er að- sóknarmesta mynd Bandaríkjanna auk þess sem tónlistin úr myndinni er í efsta sæti plötusölulistans þar í landi. Kylie Minougue, The Red Hot Chili Peppers og Linkin Park fóru heim með tvenn verðlaun. Kylie var verðlaunuð sem besti kven kyns poppflytjandinn og besti kvenkyns danstónlistarmaðurinn. Hún þakkaði Evrópubúum sérstak- lega fyrir að taka sér opnum örmum. Jennifer Lopez hirti þó verðlaunin af henni sem besti kvenkyns flytjandi. The Red Hot Chili Peppers voru verðlaunaðir sem besta rokkhljóm- sveitin og fyrir bestu sviðsframkomu. Linkin Park komu flestum á óvart með því að vinna titilinn „besta hljóm- sveitin“ og „besta þungarokkssveit- in“. Alicia Keys var verðlaunuð sem besti kvenkyns hiphop-flytjandinn og lag Pink, „Get the Party Started“ var valið besta lagið. Íslandsvinirnir í Coldplay voru valdir besta breska sveitin. Slík sérverðlaun voru veitt fyrir níu önnur lönd í Evrópu. Um 12 þúsund manns sóttu hátíð- ina.  Evrópsku MTV-verðlaunin: Eminem vann þrennu EMINEM Tók lagið „Lose yourself“ úr kvikmyndinni 8 Mile við mikinn fögnuð áhorfenda. Hann sleppti því alveg að skjóta á Moby í þetta skiptið. KYLIE Fór heim með tvo verðlaunagripi og þakkaði evrópskum ungmennum sérstaklega fyrir að taka sér opnum örmum. Nóvember – Desember Jólahlaðborð frá 29. nóvember Skötuveisla 23. desember Velkominn í jólahlaðborðið okkar Einar Geirsson Yfirmatreiðslumaður Opnunartími Hádegi mán. – föst. 12.00 – 14.00 Kvöld alla daga frá 18.00 tveir fiskar ( við Reykjavíkurhöfn ) Geirsgata 9 • 101 reykjavik sími 511 - 3474 netfang restaurant@restaurant.is heimasíða www.restaurant.is M YN D /S N O R R I-B RO S FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.