Fréttablaðið - 16.11.2002, Qupperneq 6
6 16. nóvember 2002 LAUGARDAGUR
VIÐSKIPTI
VEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Íslensk kona er við hjálpar-
störf á Vesturbakkanum.
Hvað heitir hún?
Nýr eigandi er að flytja inn í
gamla Borgarbókasafnið.
Hver er það og hvers lenskur
er hann?
Hvað heitir næsti forseti
Kína?
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 85.59 0.26%
Sterlingspund 135.1 -0.30%
Dönsk króna 11.57 -0.01%
Evra 85.89 -0.03%
Gengisvístala krónu 128,30 -0,23%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 228
Velta 5.470 m
ICEX-15 1.315 0,44%
Mestu viðskipti
Vátryggingafélag Ís. hf. 3.371.812.500
Flugleiðir hf. 84.656.117
Eimskipafélag Íslands hf. 25.526.718
Mesta hækkun
Íslenskir aðalverktakar hf. 8,06%
Íslandssími hf. 4,48%
Össur hf. 2,02%
Mesta lækkun
Íslenska járnblendifélagið hf. -23,08%
Marel hf. -4,14%
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. -4,00%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8488,2 -0,60%
Nsdaq*: 1391,6 -1,40%
FTSE: 4085,4 0,80%
DAX: 3166,1 -0,70%
Nikkei: 8503,6 2,40%
S&P*: 898,3 -0,70%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Rúmeninn Sándor Pál:
Farinn af
landinu
HÆLI Rúmeninn Sándor Pál, sem
hingað kom til lands sem hælisleit-
andi og fór í hungurverkfall í þrjá-
tíu og einn dag, er farinn af landinu.
Þórir Guðmundsson, upplýsinga-
fulltrúi Rauða kross Íslands, segir
Sándor hafa tjáð sig um að hann
vildi fara af landi brott en hefði
ekki útskýrt af hverju. Sándor
hefði flogið til Amsterdam síðast-
liðinn laugardag.
Sándor hafði hitt fulltrúa Út-
lendingaeftirlitsins, sem fullviss-
uðu hann um að mál hans væri til
skoðunar, en hann kaus að bíða ekki
eftir úrskurði í málinu.
MINNKANDI TAP Tap Sláturfélags
Suðurlands janúar til september
2002 var 14,5 milljónir. Á sama
tíma í fyrra var 103 milljón króna
tap. Bætt afkoma stafar fyrst og
fremst af lækkun fjármagnsgjalda
vegna gengishækkunar krónunnar.
RÍKISSJÓNVARPIÐ
Von á nýjum fréttastjóra.
Útvarpsráð:
Fréttastjóri
á þriðjudag
FJÖLMIÐLAR Sjö umsækjendur um
stöðu fréttastjóra Ríkissjónvarps-
ins hafa verið kallaðir til viðtals
við sérfræðinga ráðningarstof-
unnar Mannafls, sem sá um að
auglýsa og ganga frá umsóknum
um stöðuna. Gert er ráð fyrir að
skýrsla ráðningarstofunnar um
umsækjendurna verði send yfir-
stjórn Ríkisútvarpsins á allra
næstu dögum:
„Þetta er enn í vinnslu en
stefnt er að því að leggja umsókn-
irnar fyrir á fundi útvarpsráðs
næstkomandi þriðjudag,“ segir
Guðbjörg Jónsdóttir, starfs-
mannastjóri Ríkisútvarpsins.
ORKUVEITA „Það er ófært að fólk í
Dölum þurfi að bera þessar slig-
andi skuldir og ég tel fráleitt að
velta þessum vanda yfir á við-
skiptavini Orkubús Vestfjarða,“
segir Kristinn H.
Gunnarsson al-
þingismaður um
þær hugmyndir að
Orkubú Vestfjarða
yfirtaki Hitaveitu
Dalamanna.
Eins og Frétta-
blaðið greindi frá í
gær hefur fram-
k v æ m d a s t j ó r a
Orkubúsins verið falið að kanna
hagkvæmni þess að sameina
orkufyrirtækin tvö. Hitaveita
Dalamanna glímir við erfiða
skuldastöðu og einsýnt er að að-
stoð þurfi að koma til.
Hitaveitan var vígð fyrir um
ári síðan. Í upphafi var áætlað að
framkvæmdin kostaði 80 milljón-
ir króna en kostnaðurinn fór 100
milljónir króna fram úr áætlun.
Dalabyggð er í ábyrgðum fyrir
þeim skuldum en einsýnt þykir að
fyrirtækið ráði engan veginn við
að leysa þann vanda. Undanfarna
mánuði hefur verið róinn lífróður
í því skyni að létta bagganum af
sveitarfélaginu. „Sveitarfélagið
getur ekki borið þennan vanda
eitt og það verður að koma til op-
inber fyrirgreiðsla,“ segir Krist-
inn.
Í febrúar á þessu ári lagði
sveitarstjórn Dalarbyggðar til
lausn með hlutafjáraukningu sem
fólst í því að sveitarfélagið legði
fram 25 milljónir króna, Byggða-
stofnun 15 milljónir, RARIK 20
milljónir króna, Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga 20 milljónir króna
og Iðnaðarráðuneytið 20 milljónir
króna með stofnstyrk. Byggða-
stofnun samþykkti að leggja fram
10 milljónir króna, gegn því að
eigendurnir tryggðu nýtt hlutafé
annars staðar og RARIK sam-
þykkti að leggja fram 10 milljónir
sem hlutafé en fjármálaráðuneyt-
ið hafnaði með þeim rökum að
ekki væri grundvöllur fyrir þess-
um rekstri. Kristinn hefur efa-
semdir við að leysa málið með
sameiningu við Orkubúið og velta
skuldum hitaveitunnar þannig
yfir á Vestfirðinga.
„Vandi Hitaveitu Dalamanna
kom á mitt borð sem stjórnarfor-
manns Byggðastofnunar. Greini-
legt var að kostnaður við fram-
kvæmdir var langtum meiri en
áætlað var. Ég vísa í því efni á
Magnús Stefánsson, stjórnar-
mann í Hitaveitunni, sem þar sit-
ur fyrir hönd Byggðastofnunar,“
segir Kristinn.
rt@frettabladid.is
KRISTINN H. GUNNARSSON
Fráleitt að velta vandanum yfir á Vestfirðinga.
Hitaveita Dalamanna
í skuldakreppu
Fjármálaráðuneytið hafnaði því að RARIK legði fram hlutafé. Fráleitt að velta vandanum
yfir á Vestfirðinga, segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður
Undanfarna
mánuði hefur
verið róinn líf-
róður til að
létta baggan-
um af sveitar-
félaginu. FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
DÓMSMÁL Landsbanki Íslands hef-
ur verið dæmdur til að greiða
þrotabúi fyrirtækisins Víkurafls
842 þúsund krónur. Upphæðin var
tekin út af bankareikningum fyr-
irtækisins eftir að það var tekið til
gjaldþrotaskipta.
Skiptastjóri þrotabús Víkur-
afls sendi bönkum tilkynningu 27.
september í fyrra um gjaldþrota-
skiptin og krafðist þess að lokað
yrði fyrir allar útborgarnir af
reikningum Víkurafls.
Þrátt fyrir þetta tókst konu,
sem var fyrrverandi fjármála-
stjóri í Víkurafli, að taka peninga
þrívegis út af reikningi fyrirtæk-
isins í Landsbankanum í Keflavík.
Peningarnir voru greiðsla ann-
ars fyrirtækis til Víkurafls. Kon-
an tók þá jafnóðum út og lagði inn
á reikninga tveggja manna sem
störfuðu fyrir Víkurafl og á reikn-
ing lögmannsstofu fyrirtækisins.
Héraðsdómur Reykjavíkur
segir vörn Landsbankans um að
konan hafi verið meðeigandi Vík-
urafls að umræddum reikningi
ekki standast. Eftir að konan hafði
í tvígang tekið út af reikningum
sagði bankinn skiptastjóra að það
hafi verið mistök sem ekki myndu
endurtaka sig. Konunni tókst þó
að taka út af reikningnum þriðja
sinni tveimur vikum síðar.
Landsbankinn dæmdur til að greiða úttekt:
Trassaði að loka
reikningi þrotabús
PEKING, AP Þótt Jiang Zemin hafi
látið af leiðtogaembætti kín-
verska Kommúnistaflokksins ætl-
ar hann engan veginn að sleppa
tökum á völdunum þar í landi.
Hann verður áfram yfirmaður
kínverska herráðsins, sem veitir
honum æðstu völd yfir 2,5 millj-
ónum hermanna í kínverska al-
þýðuhernum.
Á nýliðnu þingi kínverska
Kommúnistaflokksins urðu samt
miklar breytingar á forystusveit
bæði flokksins og hersins. Allir
gömlu byltingarjálkarnir hans
Mao Zedongs, að undanskildum
Jiang Zemin, hafa nú sagt skilið
við stjórnmálin.
Einungis þriðjungur fráfar-
andi framkvæmdastjórnar
Kommúnistaflokksins situr áfram
í nýkjörinni framkvæmdastjórn.
Og í fastanefnd framkvæmda-
stjórnarinnar, sem fer í raun með
æðstu völd í landinu, situr aðeins
einn áfram úr fráfarandi fasta-
nefnd.
Hu Jintao, sem tók við af Jiang
sem flokksleiðtogi og tekur vænt-
anlega við forsetaembætti lands-
ins í mars á næsta ári, var aftur á
móti endurkosinn varaformaður
kínverska herráðsins. Hann verð-
ur því næstráðandi hersins á eftir
Jiang Zemin.
Mikil umskipti hafa orðið á æðstu valdastjórn Kína:
Jiang Zemin
stjórnar áfram
hernum
NÍU MANNA FASTANEFND FRAM-
KVÆMDASTJÓRNAR KÍNVERSKA
KOMMÚNISTAFLOKKSINS
Þessi níu manna nefnd er sú stofnun sem
í raun fer með æðstu völd í Kína. Hu Jin-
tao, nýkjörinn leiðtogi Kommúnistaflokks-
ins, stendur lengst til vinstri og veifar til fé-
laga sinna. Hinir eru, frá vinstri talið, Wu
Bangguo, Wen Jiabao, Jia Qinglin, Zeng
Qinghong, Huang Ju, Wu Guanzheng, Li
Changchun og Luo Gan.
LANDSBANKI ÍSLANDS
Landsbankinn lokaði ekki reikningi þrota-
bús fyrir fyrrverandi starfsmanni og hefur
verið dæmdur til að greiða 842 þúsund
króna úttektir.