Fréttablaðið - 16.11.2002, Side 13
13LAUGARDAGUR 16. nóvember 2002
auka þjóðarframleiðsluna og
stækka kökuna til að við getum
staðið undir þeim kröfum sem
gerðar eru til okkar. Það vantar
ekki kröfurnar, hvort sem það er í
heilbrigðismálum, menntamálum
eða hvar sem er. Við viljum góða
opinbera þjónustu. Eina leiðin til
að borga hana, án þess að setja
okkur í stórkostlegar skuldir og
vandræði, er að afla tekna og þá
er spurningin hvernig er skyn-
samlegast að gera það. Þá stefnu
sem ég er að lýsa tel ég vera besta
í þeim efnum.“
Hinir ráðherrarnir
hringja oftar
Sjálfstæðisflokkurinn er á
tólfta ári í ríkisstjórn samfellt.
Getur svo löng stjórnarseta eins
flokks ekki verið lýðræði skaðleg?
„Eflaust getur hún verið það.
Ég tel ekki að svo sé í þessu til-
viki. Þrátt fyrir svo langa stjórn-
arsetu er forsætisráðherra eini
maðurinn sem hefur setið allan
tímann. Í ríkisstjórninni frá 1995
eru bara þrír menn sem hafa ver-
ið allan tímann, forsætisráðherr-
ann, utanríkisráðherrann og fé-
lagsmálaráðherrann. Það hafa
orðið miklar mannabreytingar þó
þetta sé sama stjórnin. Það urðu
miklar breytingar á þingliði Sjálf-
stæðisflokksins 1991 sem hefur
staðið vel saman. Það er mikils
virði að hafa góðan þingmeiri-
hluta og samstöðu.“
Kemur fyrir að þér þyki þú geta
leyst mál betur en sá ráðherra
sem ber að gera það?
„Ég get reyndar ekki neitað
því. En það er mjög skýr verka-
skipting innan ríkisstjórnarinnar.
Það er svo að hinir ráðherrarnir
hringja oftar í mig en ég í þá, eðli
málsins samkvæmt. Stundum
hringja þeir oftar en góðu hófi
gegnir, finnst mér. Þeir bera hag
sinna ráðuneyta fyrir brjósti og
flest góðu málin kosta peninga.
Þrátt fyrir þetta er samstarfið
innan stjórnarinnar gott. Ég reyni
að sýna þeirra málum skilning og
ætlast til þess sama af þeim. Mik-
ilsvert er að láta sama yfir alla
ráðherrana ganga.“
Hafa ráðherrar tekið neitanir
þínar persónulega?
„Það er sjaldan. Við þekkjumst
öll vel og höfum unnið mikið sam-
an. Oftast gildir hið faglega mat
og það fjárhagslega svigrúm sem
er hverju sinni. Þess vegna hefur
okkur gengið vel.“
Ég er þar sem ég er
Ég vænti þess að samskipti þín
og Davíðs Oddssonar séu mikil.
Eruð þið einungis vinnufélagar,
eða kunningjar og eða jafnvel
vinir?
„Við höfum verið vinir frá því í
menntaskóla. Það kemur fyrir að
við séum saman í frístundum, en
það er ekki mikið um þær.“
Fyrir um einu ári síðan var eig-
inkona þín, Inga Jóna Þórðardótt-
ir, leiðtogi borgarstjórnarflokks
Sjálfstæðisflokksins og Björn
Bjarnason fór í raun gegn henni.
Þú hefur eflaust verið í erfiðri
stöðu, samráðherra að fara gegn
eiginkonu þinni.
„Bæði og. Ég tel að hún hafi
staðið sig vel sem oddviti sjálf-
stæðismanna. Hún leiddi aldrei
listann í kosningum svo það
reyndi aldrei á það. Ég var búinn
að segja við hana og aðra að ef hún
færi í fyrirhugað leiðtogaprófkjör
styddi ég hana eindregið. Það lá
fyrir. Síðan sneru menn bökum
saman um aðra niðurstöðu og allir
þekkja framhaldið.“
Breytti Björn rangt, hefur hann
jafnvel fallið sem stjórnmálamað-
ur eftir að hafa mistekist að vinna
borgina?
„Nei, það vil ég ekki meina.
Hann tók þessa ákvörðun að yfir-
lögðu ráði og hafði óskoraðan
stuðning eftir að niðurstaða var
fengin.“
En ekki löngu fyrr var talað um
slag milli ykkar sem hugsanlegra
arftaka Davíðs. Í dag er það ekki
og hann reynir ekki að fara á móti
þér í prófkjörinu?
„Það var kannski talað þannig.
Ég er þar sem ég er og hann þar
sem hann er. Síðan ákveður fólkið
í flokknum framhaldið. Það á eng-
inn neitt í Sjálfstæðisflokknum.
Ég er hreykinn af því sem flokkur-
inn hefur falið mér og mun sækj-
ast eftir endurkjöri sem varafor-
maður.“
Þú hefur notið vinsælda í könn-
unum um ágæti starfa ráðherra.
Þykir þér það notalegt?
„Ég hef verið það lengi í stjórn-
málum, er að fara í mitt fimmta
prófkjör, að ég geri mér grein fyr-
ir að fylgi í svona könnunum er
fallvalt. Þetta er gaman en hefur
ekki áhrif á mín störf.“
Okkur hefur verið tíðrætt um
ágæt störf þín og ríkisstjórnarinn-
ar, en er einhver ákvörðum sem þú
sérð eftir?
„Eflaust er það eitthvað, en ég
man ekki eftir neinu í svipinn. Það
er ekkert sem ég sé alvarlega eft-
ir.“
Hver er draumaríkisstjórnin?
„Núverandi samstarf hefur
gengið vel. Allir sem leggja fyrir
sig stjórnmál gera það af góðum
vilja. Hér á landi er enginn stjórn-
málamaður sem ég get ekki hugs-
að mér að starfa með. Þess vegna
útiloka ég engan frá samstarfi.“
sme@frettabladid.is
„Ég tel að Inga Jóna
hafi staðið sig vel
sem oddviti sjálf-
stæðismanna. Hún
leiddi aldrei listann í
kosningum svo það
reyndi aldrei á það.
Ég var búinn að
segja við hana og
aðra að ef hún færi í
fyrirhugað leiðtoga-
prófkjör styddi ég
hana eindregið.“FRÉTTABLAÐIÐ/BILLI
FRAMKVÆMDIR Norska verktaka-
fyrirtækið Veidekke ASA hefur
ákveðið að taka ekki þátt í tilboði
í stíflugerð við Kárahnjúka-
virkjun með Ístaki og fleiri fyr-
irtækjum. Áður hafði sænska
stórfyrirtækið Skånska hætt við
þátttöku í tilboðum, bæði í stíflu
og aðrennslisgöng Kárahnjúka-
virkjunar.
Umhverfismál ku hafa ráðið
ákvörðun Skånska þó yfirmenn
vilji ekki tjá sig um það. Nýlega
var auglýst forval vegna véla og
rafbúnaðar í Kárahnjúkavirkj-
un. Auglýst er eftir verktökum
til að taka þátt í forvali fyrir út-
boð á afhendingu og uppsetn-
ingu búnaðar. Hámarksafl stöðv-
arinnar verður 630 megavött.
Væntanlegur verktaki mun setja
upp sex vélasamstæður, hverja
105 megavött að stærð.
Gert er ráð fyrir undirritun
verksamnings í ágúst 2003 og
verklok eru áætluð síðla árs
2007. Enn fremur hefur Lands-
virkjun auglýst eftir ráðgjöfum
til að taka þátt í forvali vegna
eftirlits með byggingarfram-
kvæmdum við Kárahnjúkavirkj-
un.
Eftirlitið nær til fjögurra
meginverkefna, stíflugerðar við
Hálslón, aðrennslisganga, stöðv-
arhúss og fleiri virkjanabygg-
inga í Fljótsdal og Ufsastíflu og
Hraunaveitu.
Kárahnjúkavirkjun:
Verktakar hætta enn við ATHAFNASKÁLD Í UMFERÐINNIAthafnaskáldið Goði, kenndur við
CostGo vörusvikalistann, er aftur
kominn í dómssali eftir að hafa
verið dæmdur fyrir fjársvik fyrir
fáum vikum. Að þessu sinni er þó
aðeins um umferðarlagabrot að
ræða.
TVEIR MILLJARÐAR ÚR SJÁVARÚT-
VEGI Sjávarútvegsfyrirtækin Har-
aldur Böðvarsson hf., Skagstrend-
ingur hf. og Útgerðarfélag Akur-
eyringa hf. skiluðu samtals 2.040
milljóna króna hagnaði fyrstu níu
mánuði ársins 2002. Rekstrartekj-
ur félaganna námu alls 11,3 millj-
örðum króna fyrstu níu mánuði
ársins. Hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði nam rúmum 2,4
milljörðum króna.
INNLENT