Fréttablaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 18
16. nóvember 2002 LAUGARDAGUR ALÞINGI Hægt verður að hlusta á hljóðdæmi af röddum allra forsæt- isráðherra frá 1952 á sýningu, sem opnuð verður í Skála Alþingis í dag. Tilefnið er að hálf öld er liðin frá því Alþingi hóf að nota hljóðupptök- ur til að skrásetja ræður þing- manna. Jafnframt er hægt að heyra brot af fyrstu tilraunaupptökunni, sem gerð var 25. apríl 1949. Á sýningunni má meðal annars sjá gömul hljóðupptökutæki og hraðritunargögn. Þar er einnig til sýnis fyrsti ræðustóllinn, sem tek- inn var í notkun 1952, en fram að þeim tíma höfðu þingmenn talað úr sætum sínum. Setja þurfti bráða- birgðalög 12. september 1952 svo þingmenn mættu tala úr ræðustól er þing kæmi saman 1. október það ár.  Sýning í skála Alþingis: Hljóðupptökur í hálfa öld SKÁLI ALÞINGIS Raddir allra forsætisráðherra frá 1952 hljóma í Skálanum fram undir miðjan næsta mánuð. MYNDLIST Íslensk mynd- list 1980-2000 er heitið á sýningu sem opnar í Listasafni Íslands í dag. Sýningin er stærsta sýning á íslenskri sam- tímalist sem haldin hef- ur verið. Alls taka 97 listamenn þátt í sýning- unni og eru allir fæddir eftir 1950. Sýningin skiptist í tvennt. Sýnd eru 99 verk, sem öll eru í eigu Listasafns- ins, eftir 53 listamenn í sýningarsölum. Í tölv- um verður hægt að skoða 317 verk sem að- gengileg eru í gagna- grunni safnsins. Skipta má sýningunni í þemu. Náttúran er viðamikil enda sækja margir lista- menn efnivið í hana. Sömu sögu er að segja um félagslega skírskotun þar sem fléttast saman til- vistaraðstæður og sú arfleifð sem Íslend- ingar byggja á. Meðfram sýning- unni verður fræðslu- dagskrá með leið- sögn, barnadagskrá og umræður. Nýtt sýningarrými verður tekið í gagnið og verður meðal annars nýtt undir pappírs- verk og fleira.  TÓMASARFJALL Verk eftir Brynhildi Þor- geirsdóttir frá árinu 1998. Opnun í Listasafni Íslands: Stærsta sýning ís- lenskrar samtímalistar LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER hvað? hvar? hvenær? FUNDIR 11.00 Borgarmálaráð Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs efnir til fundar um Tjarnarkjallarann. Fundurinn verður á Torginu, hús- næði VG, á 3. hæð, Hafnarstræti 20. 11.00 Málræktarþing Íslenskrar mál- nefndar verður haldið í hátíðasal Háskóla Íslands á degi íslenskrar tungu. Yfirskrift þingsins er Hver tekur við keflinu? Samhengið í íslenskri tungu. OPNANIR 14.00 Myndlistamaðurinn Hildur Ás- geirsdóttir Jónsson opnar einka- sýningu á verkum sínum í Galleríi Sævars Karls. 15.00 Kyrr birta - heilög birta er heitið á sýningu sem opnar í Listasafni Kópavogs. Sýningarstjóri er Guð- bergur Bergsson. 16.00 Rósa og Stella opna sýningar í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Sýningarnar standa til 1. desem- ber og er galleríið opið frá 13 til 17 alla daga nema mánudaga. Stærsta sýning á íslenskri samtímalist er opnuð í Listasafni Íslands. Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru eftir 1950 og spannar sýningin árin 1980-2000. TÓNLEIKAR 14.00 Barna- og fjölskyldutónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins verða í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á efnis- skránni eru meðal annars lög úr Disney-myndinni Skógarlífi, Soul Bossanova úr kvikmyndunum um einkaspæjarann Austin Powers og einkennislag Bleika Pardussins. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. 15.15 Slagverkshópurinn Benda verður á 15:15-tónleikum í Borgarleik- húsinu. 15.30 Lögreglukórinn heldur tónleika í tilefni af 70 ára afmæli sínu. 16.00 Hafdís Vigfúsdóttir þver- flautuleikari heldur burtfaratón- leika í Salnum, Kópavogi. 20.00 Minningartónleikar Guðrúnar Gunnarsdóttir um Ellý Vilhjálms, Óður til Ellýar, verða í Salnum, Kópavogi. 20.30 Hvítur stormsveipur er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á Græna hattinum, Akureyri, til minningar um Finn Eydal, sem lést þennan dag fyrir sex árum. Miðaverð 1200 krónur. LEIKHÚS 14.00 Kardemommubærinn er sýndur hjá Leikfélagi Hveragerðis. 20.00 Með fulla vasa af grjóti er sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Viktoría og Georg eru sýnd á Litla sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Með vífið í lúkunum er sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins. 20.00 Jón og Hólmfríður eru sýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins. 20.00 Herpingur og Hinn fullkomni maður eru sýnd á 3. hæð Borgar- leikhússins. 20.00 Grettissaga er sýnd í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Nokkur sæti laus. 20.00 Skýfall er sýnt í Nemendaleikhús- inu. 20.00 Beðið eftir Go.com air er sýnt hjá Leikfélagi Mosfellsbæjar, í Bæjarleikhúsinu við Þverholt. 21.00 Beyglur með öllu eru sýndar í Iðnó. Uppselt. 23.00 Beyglur með öllu eru sýndar í Iðnó. Nokkur sæti laus. 23.30 Kvetch er sýnt í Vesturporti. UPPÁKOMUR 13.00 Basar verður í Hrafnistu í Reykja- vík. 14.00 Hátíðardagskrá verður í Háteigs- kirkju í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun safnaðarins. 17.00 Dansverkin Skin, Solo 2 og Rok- stelpan eru sýnd í Tjarnarbíói. 21.00 Dægurlagakeppni Borgarfjarðar verður í Logalandi. 23.00 Hringir spila ásamt Möggu Stínu á Grand Rokk. Klámkvöld verður á Spotlight. Páll Óskar heldur Pallakvöld á Gauki á Stöng. Írafár spilar í Sjallanum, Akureyri. Spútnik spilar á Players, Kópavogi. Valgeir Guðjónsson og Jón Ólafsson skemmta í Kaffileikhúsinu. Papar spila á Breiðinni, Akranesi. Semíbandið Hildur Hans spilar á Celtic Cross. Gleðigjafinn Ingimar spilar á Dússabar, Borgarnesi. Svensen og Hallfunkel spila í Fjöru- garðinum, Hafnarfirði. Stórsveit Ásgeirs Páls spilar á Gullöld- inni. Hörður Torfa spilar á Hótel Framtíð, Djúpavogi. Njalli í Holti spilar á Kaffi Læk, Hafnar- firði. BSG spilar á Kaffi Reykjavík. Íris Jóns og Siggi Már spila á Kaffi Strætó, Mjódd. Mannakorn í Oddvitanum, Akureyri. Írafár spilar í Sjallanum, Akureyri. Fræbbblarnir spila á Vídalín Ingólfstorgi. ÚTIVERA 11.00 Ferðafélag Íslands efnir til gönguferðar á Grímannsfell í Mosfellsdal ofan við Gljúfrastein. Áætlaður göngutími er 4 til 5 klukkustundir. Brottför er frá BSÍ og komið við í Mörkinni 6. Þátt- tökugjald er kr. 1700 fyrir félags- menn og kr. 1900 fyrir aðra. TÓNLEIKAR 16.00 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Glerárkirkju á Akureyri. Á efnisskrá eru tvö stór- verk frá 19. öld, fiðlukonsert í D- dúr op. 77 eftir Johannes Brahms og Sinfónía nr. 3 í Es-dúr op. 55, Eroica, eftir Ludwig van Beet- hoven. 17.00 Dómkórinn heldur kórtónleika á Tónlistardögum. Flutt verður kantatan Saint Nicolas eftir Benja- min Britten. 20.00 Hallveig Rúnarsdóttir sópran heldur tónleika í Egilsstaðakirkju. MESSA 14.00 Hátíðarmessa verður í Háteigs- kirkju í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að söfnuðurinn var stofnaður. KVIKMYNDIR 14.00 Hjálp! Ég er fiskur er dönsk barnamynd sem sýnd er í Nor- ræna húsinu. Frítt inn. 15.00 Tundurskeytaflugvélin nefnist rússnesk mynd sem sýnd er í bíó- sal Mír, Vatnsstíg 14. LEIKHÚS 14.00 Jón Oddur og Jón Bjarni er sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins. 14.00 Karíus og Baktus eru sýndir á Litla sviði Þjóðleikhússins. 14.00 Benedikt Búálfur er sýndur í Loftkastalanum. Uppselt. 14.00 Honk! Ljóti andarunginn er sýndur á Stóra sviði Borgarleik- hússins. 19.00 Rakarinn í Sevilla er sýndur í Ís- lensku óperunni. 20.00 Halti Billi er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins. SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER Sveitin mín - Kópavogur Bókin fæst í bókabúðum og í Lestrarskóla Helgu á Meðalbraut 14, Kópavogi. Þar fást líka kennslubækur hennar í lestri, stærðfræði, málfræði, stafsetn- ingu og reikningi. Það nýjasta í kennslubókum er úrval af þjálfunarefni fyrir les- blinda. Útgefandi Sími: 554 2337. Netfang: helgasd@simnet.is Veffang: skolihelgu.is Heillandi bók, skemmtileg, fróðleg og vel skrifuð. Bókin er allt í senn: traust sagnfræði og lifandi lýsingar á lífi landnema í Kópavogi. Bók sem Kópavogsbúar fyrr og síðar þurfa að eignast. Aðalhöfundur og útgefandi er Helga Sigurjónsdóttir, kennari og fræðimaður um skólamál. Marokkóferð 11.-25.febrúar 2003 Einstakt tækifæri til að kynnast menningu og landi sem tengist Ís- landssögunni á sérstakan hátt. Takmarkað sætaframboð. Íslenskur fararstjóri. Allar nánari upplýsingar: Ferðaskrifstofan NONNI TRAVEL Vefsíða: www.nonnitravel.is Sími: 461 1841 Það geta allir lært að mála fallegar myndir. Myndlistarnámskeið fyrir alla sem dreymt hafa um að mála eigin mynd. Málað með olíulitum. Kennt verður í „skref fyrir skref“ smá- atriðum. Skráning og nánari upplýsingar: Laugavegur 100. Gallery VERA Simi: 897 4541 / 565 95 59 http://www.artvera.com 25% afsláttur af föndurvöru 10 Americana litir frá DecoArt á aðeins 2.100 kr. Vetrardagar í Hafnarfirði, 14.-18. nóv. Líttu við hjá okkur á Strandgötuna og sjáðu hvað er í boði . Ný sending kom heim í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.