Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2002, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 16.11.2002, Qupperneq 24
24 16. nóvember 2002 LAUGARDAGUR BÆKUR Áður fyrr sótti fólk hugarró og sáluhjálp til almættisins, sem hjálpaði að vísu engum nema þeir hjálpuðu sér sjálfir. Nú getur hins vegar varla nokkur maður farið fram úr rúminu lengur án þess að lesa sjálfshjálparbók fyrst, eins og gamalreyndur bóksali á Vest- urgötunni orðaði það nýlega. Hjálpin kemur sem sagt ekki lengur að ofan eða innan, að minnsta kosti ekki án viðkomu í svona eins og einni bók. Það er þó ekki lengur skáldskapurinn sem er greiningartækið, líkt og hjá Laxness, Dostojevskí og Kundera, heldur reynslusögur og rannsókn- ir, kenningar sálfræðinga, félags- fræðinga, geðlækna og eiginlega bara allra sem telja sig færa um að hjálpa öðrum. Þessar vangaveltur taka stöðugt meira pláss í dagskrá sjónvarpsstöðvanna í svokölluð- um „kellingaþáttum“ og um leið fjölgar sjálfshjálparbókunum í jólabókaflóðunum stöðugt og mið- að við framboðið í ár ætti ekki nokkur Íslendingur að eiga í til- vistarkreppu um áramótin. Þunglyndi er að festa sig í sessi sem óvinur mannsins númer eitt. Það er talið einn algengasti sjúk- dómur í heimi og áætlað að einn af hverjum fjórum þjáist af því einhvern tímann á ævinni. Þetta er lúmskur fjandi og fólk getur engst um í sálarangist árum sam- an án þess að hafa hugmynd um að rót vandans liggi í boðefna- brenglun í heilanum. Bókin „Allt sem þú þarft að vita um líf með þunglyndi“ er að- gengileg bók sem gæti komið ein- hverjum á sporið og einnig reynst sjúklingum og aðstandendum góð- ur leiðarvísir. Bókin fer yfir ein- kenni og meðferðarúrræði, bæði hefðbundin og óhefðbundin, og að lestri loknum veit maður meira um innlagnir á geðdeildir, áhrif lyfja, gildi hreyfingar, vatnsmeð- ferðar og síðast en ekki síst dans- meðferðar, en samkvæmt rann- sóknum gagnast þjóðdansar best í baráttunni gegn þunglyndi. Í bók- arlok eru Geðorðin 10 birt en þeir sem geta lifað samkvæmt þeim ættu að standast áhlaup þung- lyndisins. Fyrsta geðorðið segir einfaldlega: „Hugsaðu jákvætt, það er léttara,“ og það þriðja er lítið síðra: „Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir“. Þetta boðorð vísar okkur beint á Dalai Lama og Bókina um visk- una og kærleikann. Dalai Lama gefur einföld og hagnýt ráð um hvernig njóta megi ástar og öðlast samhygð. Kenningar hans eru all- ar sagðar byggjast á skynsemi og manngæsku. Hann leggur mikla áherslu á að fólk öðlist hugarró með því að breyta neikvæðum kenndum í jákvæðar. Kenningar hans eru búddískar og afslappað- ar og hann heldur því ekki fram að sínar aðferðir séu betri en aðr- ar. Það er hins vegar um að gera að prófa sig áfram og gagnist að- ferð hans ekki er hægur vandi að hætta við, eins og hans heilagleiki orðar það. Þórir S. Guðbergsson, kennari og félagsfræðingur, er öllu jarð- bundnari í nálgun sinni á lífsstíl, heilsu, mannleg samskipti og lífs- gleðina í bók sinni Lífsorka. Hann bendir á leiðir til að rækta hug og hönd og hvernig hægt er að horfa til framtíðar á öllum æviskeiðum. Bókin er aðgengileg og er ætluð öllum sem eldast en Þórir fjallar um ýmisleg félagsleg réttindi og hlutverk lífeyrissjóða og al- mannatrygginga. Þá erum við komin að því ver- aldlega, hlutum sem getur verið vont að ánetjast um of en að sama skapi illmögulegt að útiloka þá. Victoria Moran telur sig geta lagt okkur lið í baráttunni við að koma á jafnvægi á þessum vígstöðvum. Hún leggur áherslu á andleg verð- mæti og varar við áróðri um að veraldleg gæði færi okkur ham- ingjuna, slíkt hafi fátt annað í för með sér en ófullnægju og leiða. Svörin við þessu öllu gætu hæglega leynst innra með okkur sjálfum og þó flestir séu orðnir hundleiðir á Sigmund Freud fyrir lifandis löngu er sálgreining aftur að ryðja sér til rúms sem gagnleg- ur meðferðarmáti. Draumar gætu því geymt mikilvægar vísbend- ingar og þeir sem vilja leita á þau mið gætu haft gagn og gaman af stórri, dökkblárri og mjúkri bók sem nefnist einfaldlega Draumar og kynnir „leiðir til að túlka draumfarir og öðlast dýpri skiln- ing á sálarlífinu,“ eins og það er orðað á bókarkápu. Bókin er afar falleg á að líta, ríkulega skreytt listaverkum sem tengjast draum- förum, en hvort hinn eini sann- leikur leynist í skýringum á al- gengum draumtáknum skal ósagt látið. Ástin er mikill örlagavaldur og ef ekki er hlúð að henni getur hún snúist upp í andhverfu sína. Draumurinn verður martröð og heimsmyndin hrynur. Anna Valdi- marsdóttir lumar á ýmsum holl- ráðum um hvernig hægt er að halda ástinni lifandi í bók sinni Legðu rækt við ástina. Anna bend- ir á að ástin sé sprottin af ein- manaleika, enda myndi sjálfsagt enginn leggja allt það á sig sem ástinni fylgir nema til þess að forðast það að standa uppi einn. Þegar ástin er annars vegar eru samskipti kynjanna vitaskuld í brennidepli. Skýringarnar á skrykkjóttum viðskiptum karla og kvenna eru óteljandi og hafa meðal annars teygt sig til himin- tunglanna. Þeir sem gátu hlegið að Hellisbúanum geta sjálfsagt haft gaman af bókinni Hvernig á því stendur að karlar hlusta aldrei og konur geta ekki bakkað í stæði. Þar er meintur eðlismun- ur kynjanna viðraður og áþreif- anlegur munur á heilum kynj- anna meðal annars lagður til grundvallar sígildum deilum um opnar klósettsetur, fótbolta og uppvask. Þetta getur verið snið- ugt á köflum en sjálfsagt munu margir ekki finna neinar hlið- stæður við eigið líf og mjúkir menn sem brjóta saman þvott og tárast yfir þáttum Opruh Winfrey verða sjálfsagt litlu nær og vita ekkert hvort þeir eiga ættir að rekja til Venusar eða Mars. thorarinn@frettabladid.is Jólaölkannan vinsæla komin Verð: 2.500 kr. Málið jólagjafirnar sjálf Nýtt kortatímabil Vorum að fá í hús mikið af nýjum mótum eitthvað nýtt á hverjum degi Opnunartími verslunar: Virka daga 10.00-18.00 mánudaga 10.00-22.00 laugardaga kl. 10.00-16.00. Keramikgallery ehf., Dalvegur 16b, 200 Kópavogur, sími 544-5504 Handklæði & flíshúfur . Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is SJÁLFSHJÁLPARBÆKUR „Hvernig eigum við að njóta gleðinnar ef við höfum aldrei kynnst sorginni?“ spyr Þóra Snorradóttir í bók sinni Yfir djúpið breiða. Lífið verður líklega alltaf samspil gleði og sorgar, óháð því hvaða sjálfshjálparbókahrúgan hefur að segja. Bækur hjálpa þeim sem hjálpa sér sjálfir Það þykir ekki fínt lengur að bíta á jaxlinn og byrgja tilfinningar inni og því fátt eðlilegra en að afkomendur sauðaþjófa og víkinga þurfi á hjálp bóka að halda til að fóta sig í breyttum heimi. TÓNLIST Sala á nýjustu plötu Bubba Morthens er með mesta móti miðað við að enn er ekki komið fram í jóla- mánuðinn. Svipaða sögu er að segja af nýjustu plötu Sigur Rósar. Sól að morgni, plötunni hans Bubba, hefur verið dreift í þremur til fjögur þúsund eintökum, að sögn Þórhalls Jónssonar, verslunarstjóra Skífunnar á Laugavegi. Plötu Sigur Rósar, ( ), hefur hins vegar verið dreift í tveimur til þremur þúsund eintökum. Plata hefur náð gull- plötusölu við fimm þúsund seld ein- tök. Í næstu viku koma plötur frá þeim sem seldu flestar plötur í fyrra, Páli Rósinkrans og Rottweilerhundum. Í fyrra var Páll langsöluhæstur. Hann var sá eini sem náði platínusölu, það er fleiri en tíu þúsund seldum eintökum. Söluhæstu íslensku tónlistar- mennirnir í verslun Skífunnar á Laugavegi eru í augnablikinu Sigur Rós, Bubbi, Daysleeper, Í svörtum fötum og Írafár. Þórhallur verslun- arstjóri segir safnplötur með U2 og Nirvana seljast best af erlendum plötum.  Brautin rudd fyrir Rósinkrans og Rottweiler: Bubbi og Sigur Rós eru að hitta í mark BUBBI MORTHENS Bubbi nálgast gullplötusölu þótt enn séu 36 dagar til jóla. Austurhrauni 3, Garðabæ, s. 555 2866 Mokka jakkar frá kr. 4900- Mikið úrval af jólavörum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.