Fréttablaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 11
HAVANA, AP Argentínska knatt-
spyrnugoðið Diego Armando
Maradona hefur ákveðið að snúa
sér að golfinu. „Ég viðurkenni að
ég finn ekki til sömu tilfinningar á
golfvellinum og þegar ég var að
sparka bolta,“ sagði Maradona í
viðtali við AP-fréttastofuna.
Maradona, sem orðinn er 42
ára gamall, hefur búið á Kúbu frá
árinu 2000. Þá fór hann í endur-
hæfingu vegna eiturlyfjafíknar
sinnar auk þess sem hann átti við
hjartaörðugleika að stríða. Hann
keppir vikulega á golfmóti í
Havana og segist vera orðinn mik-
ill áhugamaður um íþróttina. „Ég
spila á hverjum einasta degi og
æfi mig eins og brjálæðingur.“
Maradona segist eiga í erfið-
leikum með að lækka róminn á
golfvellinum. „Stundum tala ég
hátt, verð æstur og öskra og þá fæ
ég illt auga frá hinum golfurun-
um,“ sagði Maradona. „Það pirrar
mig dálítið en mér finnst golf
samt sem áður vera frábær
íþrótt.“
Maradona vill ekki tjá sig mik-
ið um árangur argentínska lands-
liðsins á HM síðasta sumar, en þá
féll liðið út snemma í keppninni.
„Þeir þurfa að átta sig á því að ef
þeir vilja ekki að sviti komi í
treyjurnar þeirra þá eiga þeir
ekki að spila fótbolta.“ ■
11MIÐVIKUDAGUR 22. janúar 2003
www.casema.is
Harðviðarhús, einbýlishús, sumarhús, klæðn-
ingarefni, pallaefni og bílskúrar.
Sími: 564-5200 og 865-7990
Diego Maradona:
Stundar golf á Kúbu
SVEIFLA
Diego Armando Maradona sveiflar
kylfunni í Havana. Hann var fyrirliði
argentínska landsliðsins sem vann heims-
meistaratitilinn árið 1986. Árið 2000 kaus
Alþjóðaknattspyrnusambandið hann
besta leikmann allra tíma ásamt
Brasilíumanninum Pele.
AP/M
YN
D
Þýska landsliðið í handbolta:
Vann Ástrala með
30 marka mun
HANDBOLTI Þjóðverjar báru sigur-
orð af Áströlum með 46 mörkum
gegn 16 í B-riðli heimsmeistara-
keppninnar í handbolta í gær.
Þeir náðu því ekki að bæta
heimsmet Íslendinga gegn
Áströlum frá því í fyrradag með
því að skora fleiri en 55 mörk í
einum leik.
Þýskaland vann Katar með 40
mörkum gegn 17 í fyrsta leik
sínum í keppninni og stendur því
vel að vígi eftir fyrstu tvo leiki
sína. Næsti leikur Þjóðverja er
gegn Grænlendingum á morgun,
en ekkert verður leikið á HM í
dag. ■
SKUGGALEGIR FEÐGAR
Stuðningsmenn Oakland Raiders í amer-
íska fótboltanum eru frægir fyrir skugga-
legan klæðnað. Þessir feðgar gerðu allt til
að reyna að hræða andstæðinginn. Þess
má geta að heimavöllur Raiders kallast
„svartholið.“ Raiders er komið í úrslit amer-
íska fótboltans og mætir þar Tampa Bay.
AP
/M
YN
D
DRAGUNSKI
Dragunski, leikmaður Þýskalands, í leik
gegn Katar í fyrstu umferð keppninnar.
AP/M
YN
D
ÚLPUR FYRIR ALLA
á 50-80% lægra verði
Einnig barna- og unglingafatnaður
EVERLAST-gallar
Fullorðins 2.990
Krakka st. 100-170 2.500
Opið
Mán. - fös. 11-18
Lau. 11-16
OUTLET 10
+ + + m e r k i f y r i r m i n n a + + +
FAXAFENI 10 – SÍMI 533 1710
Ge
rðu
góð
ka
up
Herrar
Bene jakkaföt 12.500
Parks skyrtur 1.990
Herraskór 3.990
4 you gallabuxur 2.990
Herrapeysur 2.990
Úlpur
Everlast úlpur 4.990
Fila barnaúlpur 2.990
Fíla úlpur 4.500
DKNY úlpur 7.900
Spiewak úlpur 6.900
Dömur
Urban ullarkápa 5.500
Morgan jakkar 8.500
Laura Aime skyrtur 1.990
Levi’s gallabuxur 2.990
Diesel gallabuxur 3.990
Póstsendum