Fréttablaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 8
8 22. janúar 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Kjör öryrkja Ein úr átakshópi öryrkja skrifar: Öryrkjar þurfa að fá svör fráframbjóðendum um hver og hvaða flokkur ætlar að taka á mál- efnum öryrkja. Á ég þá ekki við einhver loforð sem síðan verða svikin að loknum kosningum. Það sem brennur á öryrkjum er hvaða kjör þeir hafa. Ekki einhverjar upphæðir sem eiga eftir að rýrna við skatta, hærra lyfjaverð o.s.frv. Öryrkjar þurfa að fá ein- hverjar leiðréttingar sem halda en verða ekki teknar strax til baka aftur. Hækkun skattleysismarka og 120 þúsund krónur skattfrjálst á mánuði er sanngjörn krafa. Í ljósi þess að íslenska þjóðin er talin ein sú ríkasta í heimi skýtur skökku við að fólk standi í biðröð hjá hjálparstofnunum og að forseti lýðveldisins tali um fátækt í nýársávarpi til þjóðarinnar. ■ Fyrir nokkrum árum ákvað ég aðhætta að halda með íslenska landsliðinu í fótbolta. Það tókst ekki í fyrstu tilraun. Þótt ég vissi betur gat ég ekki annað en verið svekktur út í dómarann; velt fyrir hvað hefði gerst ef boltinn hefði farið af slánni í markið í stað þess að fara upp í stúku; reiknað út mögu- leika liðsins ef allur leikurinn hefði ver- ið eins og bestu kaflar hans – sjö mínútur undir lok fyrri hálfleiks og frá því korter var liðið af seinni hálfleik og fram und- ir annað mark andstæðingana ell- efu mínútum síðar. Í næsta leik gekk mér betur. Mér fannst ís- lenska liðið ekki eiga skilið betri úr- slit; til þess var það ekki nógu gott í fótbolta né lagði það sig nógu mikið fram. Það var eins og þessir ellefu menn væru að bíða eftir því að lukkan snerist sér í hag. Samt vita allir að lukkan kemur ekki til þeir- ra sem bíða. Hún er eins og fólk er flest; eltir sigurvegarana. Eftir nokkra leiki var ég alveg laus við að halda með íslenska landsliðinu. Ég var frjáls maður. Ekki bara gagnvart landsleikjum í fótbolta heldur gagnvart flestu sem íslenskt er. Ég hætti að skammast mín fyrir innlenda dagskrárgerð í sjónvarpinu; fannst fólkið sem söng íslenska lagið í Söngvakeppni Evr- ópu ekki lengur á mínum vegum; hafði ekki nokkra skoðun á svan- skjólnum hennar Bjarkar og var al- veg sama þótt enginn skildi ís- lenska ráðherra þegar þeir reyndu að halda ræður á ensku. Vissi sem var að framlag þeirra til alþjóðlegr- ar umræðu mátti missa sín. Og kærði mig kollóttan um það. Stundum grunar mig að þótt líf mitt sé í betra jafnvægi eftir að ég losnaði við verstu annmarka þjóð- erniskenndarinnar þá missi ég jafnframt af fáum en eldheitum sigurstundum þjóðarinnar. Fjórða sætið í heimsmeistarakeppninni í handbolta – svo dæmi sé tekið. Þeir sem ekki halda með landsliðinu geta ekki heldur leyft sér að keyra niður Laugaveginn syngjandi þjóð- sönginn og með þjóðfánann blakt- andi út um gluggann ef liðið vinnur mót. Eða lendir í einhverju sæti sem skilgreina má sem sigursæti. Í stað taumlauss fagnaðar verð ég að láta mér lynda að samgleðjast hljóðlega þeim sem stóðu sig vel; mönnunum í liðinu, þjálfaranum, lækninum og sjúkraþjálfaranum – Björk og Björgólfsfeðgum. En þótt ég keyri ekki niður Laugaveginn í sigurvímu þá finnst mér ég vera skár settur í dag. Fyr- ir litla þjóð með mikla drauma verða vonbrigðin alltaf meiri og sigrarnir færri. Að meðaltali líður mér því betur eftir að ég hætti að halda með íslenska landsliðinu. ■ Ég var frjáls maður. Ekki bara gagnvart landsleikjum í fótbolta heldur gagnvart flestu sem íslenskt er. Kostir þess að halda ekki með landsliðinu skrifar um þjóðerniskennd og handbolta. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON TILBOÐ – TILBOÐ Alþrif á fólksbílum kr. 3.600 stgr. Smiðjuvegur 5 (grá gata) S. 551 7740 Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími 564 3988 STÓRÚTSALA Útsaumspakkningar Prjónagarn • Föndurvörur Mikið úrval! Alltaf eitthvað nýtt! BRETLAND Bresk dagblöð eru ófeimin við að leggja upp í her- ferðir gegn því sem þeim líkar ekki. Nýjasta dæmið um þetta er herferð Daily Mirror gegn stríði í Írak. Forsíða blaðsins var lögð undir herferðina og lesendur hvattir til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir séu andvígir sér- hverri þeirri innrás í Írak sem ekki nyti fyllsta stuðnings Sam- einuðu þjóðanna. Meðal eldri herferða sem bresk blöð hafa lagt í má nefna nafnabirtingu News of the World á dæmdum barnaníðingum og baráttu The Guardian fyrir því að konungsveldið verði afnumið, barátta sem þýðir reyndar að stjórnendur blaðsins hafa gerst sekir um landráð samkvæmt breskum lögum. ■ FORSÍÐA DAILY MIRROR „Þú ert ekki valdalaus. Þú hefur rödd. Ekk- ert stríð.“ Daily Mirror: Í herferð gegn stríði Ég var svo lánsöm á haustdög-um að vera send á vegum bisk- upsstofu og lúterska heimssam- bandsins á ráðstefnu í Riga í Lett- landi. Ráðstefnan var á vegum lúterska heimssambandsins og bar yfirskriftina „að vera boðandi samfélag“. Það var gott tækifæri að vera send á ráðstefnu sem þessa og fá að heyra og kynnast fulltrúum frá 23 ólíkum lútersk- um kirkjum í Evrópu. Á leiðinni til Riga var ég að skoða þarlend dagblöð og þar kom fram að þrjú þúsund konur frá Eystrasaltslöndunum leiddust eða neyddust út í klámiðnaðinn á ári hverju. Ég hugsaði með mér að það yrði fróðlegt að ræða þessa hörmulegu stöðu kvenna við starfssystur mínar frá Eystra- saltslöndunum á ráðstefnunni sem átti að byrja daginn eftir, mér þótti að sjálfsögðu forvitnilegt að vita hvernig þær töluðu inn í þess- ar aðstæður. Síðan var ráðstefnan sett. Í ljós kom að það voru aðeins þrír kvenprestar á staðnum, frá Íslandi, Hollandi og Finnlandi. Aðrir fulltrúar voru karlkyns fyr- ir utan nokkrar ungar konur sem lögðu stund á guðfræði við Há- skólann í Riga. Eftir nokkra eftir- grennslan komst ég að raun um að það voru aðeins þrír starfandi kvenprestar í landinu og þeim var ekki boðið að sitja þessa ráð- stefnu. En hver er ástæða þess að það eru svona fáar konur starf- andi innan lútersku kirkjunnar í Lettlandi, sem er samt stærsta kirkjudeildin í landinu? Þegar ég fór að spyrjast fyrir fékk ég að heyra hinn sára sannleika. Árið 1961 var fyrsta konan í Lettlandi vígð, en það var 13 árum áður en fyrsta konan var vígð á Ís- landi. Fyrir rúmum tíu árum ákvað yfirstjórn kirkjunnar, með nýjan erkibiskup í fararbroddi, að hætta að vígja konur til prests- þjónustu. Sú ákvörðun gekk í gegn og nú eru aðeins þrjár konur að störfum. Ég heyrði að mörgum þeirra sem voru starfandi hefðu verið búnar svo erfiðar aðstæður að þær hrökkluðust úr prestsemb- ættum. Á vegum kirkjunnar er svo rekinn prestaskóli sem aðeins karlmenn geta gengið í. Ég er af þeirri kynslóð kvenna í presta- stétt sem þykir það sjálfsögð mannréttindi að geta þegið vígslu og fengið að starfa innan lútersku kirkjunnar á Íslandi. Ég hef aldrei upplifað það að fólk hafi ekki get- að þegið þjónustu mína af því að ég er kona. Ég hafði aldrei upplif- að svona kvenfyrirlitningu. Skyndilega var ég komin á þessa ráðstefnu í umhverfi þar sem ríkti hræðilegt ójafnrétti og það var sár reynsla. Þá varð mér það ljóst með áþreifanlegum hætti hversu mikilvægt það er að konur komist til áhrifa og valda. Hvort sem það er í kirkjupólitík eða annarri pólitík. Helmingur ís- lensku þjóðarinnar er kvenkyns og það er sjálfsagt í lýðræðisþjóð- félagi að það séu aðrir en mið- aldra karlmenn með grátt í vöng- um sem stjórna því samfélagi sem við lifum í. Þá kom upp í huga mér frásögn af þeldökkum dreng sem fluttist með foreldrum sínum til Íslands fyrir nokkuð mörgum árum þegar ekki var mikið um innflytjendur á Íslandi. Hann var í leikskóla með íslenskum börnum og eftir nokkra veru í leikskólanum varð hann dapur og undi sér illa. Það var fenginn túlkur á staðinn til að komast að því hvers vegna dreng- urinn var svona óhamingjusamur í skólaumhverfi sínu. Í ljós kom að drengurinn varð skyndilega svo þreyttur á því að sjá aðeins hvít börn og hvítar konur alla daga. Að sjálfsögðu var það erfitt, hann kom úr umhverfi þar sem allir voru dökkir á hörund og hann fann ekki til samkenndar með neinum í umhverfi sínu. Á þessari stundu er ég afar þakklát þeim konum í okkar sam- félagi sem setja orku sína og metnað í að komast til áhrifa og valda og ég lít á það sem sjálf- sagða skyldu mína að styðja slíkar konur. Af því að allt í einu getur sjálfsögð þróun til jafnréttis snú- ist í höndum okkar. Ég held að við getum alveg séð merki þess í okk- ar samfélagi. Kannski verðum við konur að átta okkur á því að það þýðir ekkert að bíða eftir því að við finnum okkur „kallaðar“ til að hafa áhrif og völd, heldur verðum við að kasta okkur til sunds í þágu jafnréttis komandi kynslóðum til góða. ■ miðborgarprestur skrifar um konur og völd. JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR Um daginn og veginn Konur og völd Ísraelar: Eyðilögðu búðir Palest- ínumanna NABLUS, ÍSRAEL, AP Ísraelar eyði- lögðu 62 verslanir Palestínu- manna í þorpinu Nazlat Issa á Vesturbakkanum. 300 hermenn sáu til þess að sjö jarðýtur gætu athafnað sig og jafnað við jörðu hluta af verslunarhverfi þorpsins. Ísraelsk stjórnvöld segja að búðirnar hafi verið byggðar í heimildarleysi. Talsmaður her- stjórnarinnar á Vesturbakkanum segir að það hafi tekið tíu ár að ljúka málinu fyrir dómstólum og búðareigendur hafi fengið frest til að fjarlægja vörur sínar. Bæj- arstjóri þorpsins segir aðgerðirn- ar hluta af hernaði Ísraela gegn efnahag Palestínumanna. ■ BÚLGARIR FÁ UMHVERFISSTYRK Evrópusambandið hefur styrkt búlgörsk stjórnvöld um 240 millj- ónir evra til að vinna gegn mengun frá iðnaði í ám landsins og loft- mengun í höfuðborginni Sofíu. Styrkurinn er hluti af áætlun ESB um að vinna að umhverfisvernd í þeim ríkjum sem stefna að aðild. OLÍA RÆÐUR FERÐINNI Jörg Haider, fyrrum formaður austur- ríska Frelsisflokksins, hefur gagn- rýnt Bandaríkjamenn og Breta harkalega fyrir fyrirsjáanlega her- ferð þeirra gegn Írak og segir olíu- auð Íraks skipta mestu í þeim efn- um en ekki frelsi og lýðræði. Haider sótti Írak heim á síðasta ári og ræddi þá annað hvort við Saddam Hussein eða tvífara hans. ARFTAKA GRÓU LEITAÐ Alþjóða- heilbrigðisstofnunin hefur ein- skorðað leit sína að eftirmanni Gro Harlem Brundtland, yfirmanns stofnunarinnar, við fimm einstak- linga. Pasoal Mocumbi, forsætis- ráðherra Mósambík, Belginn Peter Piot, og Suður-Kóreubúinn Jong- wook Lee koma helst til greina. EVRÓPA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.