Fréttablaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 23
• Framkoma og líkamsburður
• Innsýn í fyrirsætustörf
• Förðun
• Umhirða húðar og hárs
• Undirbúningur fyrir myndatöku
• Myndataka (16 sv/hv myndir)
• Tískusýningaganga
• Fíkniefnafræðsla frá Götusmiðjunni
• Myndbandsupptökur
• Leikræn tjáning
• Næringarfræði
Sex vikna námskeið hefjast 27. og 29. janúar.
Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn.
Umsjónarmaður námskeiðsins er Kolbrún Pálína Helgadóttir,
Ungfrú Island.is 2001, auk frábærra gestakennara.
Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu í Kringlunni. Stúlkurnar
verða farðaðar af nemendum förðunarskóla NO NAME.
Allir þátttakendur fá Eskimo bol, viðurkenningarskjal, 16 sv/hv
myndir, lyklakippu og kynningarmöppu.
Verð 14.900 kr.
Skráning er hafin í síma 533-4646 og
á vefsíðunni www.eskimo.is.
Bandarískur stjórnmálafræðingur:
Hvers vegna ætla Bandaríkin í stríð?
ALÞJÓÐASTJÓRNMÁL Í byrjun næstu
viku skilar Vopnaeftirlit Samein-
uðu þjóðanna af sér skýrslu um
störf sín í Írak til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna. Bandarísk
stjórnvöld hafa ítrekað hótað því
að fara með stríði á hendur Írak
ef þessi skýrsla staðfestir að
Írakar hafi ekki sýnt vopnaeftir-
litinu nægilegan samstarfsvilja.
Bandaríski stjórnmálafræð-
ingurinn Michael T. Corgan ætlar
á opnum fundi í húsnæði Endur-
menntunarstofnunar Háskóla Ís-
lands við Dunhaga í dag klukkan
hálffimm að fjalla um þær ástæð-
ur sem bandarísk stjórnvöld gefa
fyrir því hvers vegna nauðsyn-
legt gæti orðið að gera árás á
Írak.
„Bandarísk stjórnvöld segja að
Saddam Hussein sé einfaldlega
ekki nógu rökvís til þess að hægt
sé að sannfæra hann öðru vísi.
Auk þess sé nú þegar sé búið að
reyna allt annað en stríð,“ segir
Corgan. „Þess vegna telja þau
nauðsynlegt að fara í stríð.“
Michael Corgan ætlar að velta
fyrir sér þessum rökum og ýmsu
öðru sem tengist hugsanlegu stríði
Bandaríkjanna gegn Írak. ■
Einkabréf gefin út:
Innsýn í hugarheim páfa
VARSJÁ, AP Safn einkabréfa Jóhann-
esar Páls páfa annars sem gefið var
út í Póllandi á dögunum þykir gefa
óvenjugóða innsýn inn í líf hans og
störf. Um er að ræða bréf sem send
voru á milli páfa og pólska heim-
spekingsins Stefan Swiezawski og
spanna þau um fimm áratugi. Swie-
zawski og páfi eru aldavinir en auk
persónulegra hugrenninga má í
bréfunum finna ýmsar vangaveltur
um stöðu rómversk-kaþólsku kirkj-
unnar. Ritstíll páfa þykir knappur
og hnitmiðaður en bréfin gefa til
kynna að hann hafi fylgst vel með
þróuninni í heimalandinu eftir að
hann tók við embætti og fluttist
burt árið 1978.
Þetta er í fyrsta sinn sem páfinn
veitir almenningi aðgang að einka-
bréfum sínum en það var hugmynd
Swiezawski að gefa safnið út. Bréf-
in hafa þó aðeins verið prentuð á
pólsku og í takmörkuðu upplagi. ■
RUDOLPH GIULIANI
Fyrrverandi borgarstjóri New York ræðir við fréttamenn í bókaverslun í London. Hann er
nú á ferð um Evrópu til að kynna og árita ævisögu sína sem kom út fyrir skömmu. Bókin
heitir Leadership, sem gæti útlagst Leiðtoginn. Þar rekur hann meðal annars atburðarás-
ina í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.
MICHAEL T. CORGAN
Hefur sérhæft sig í alþjóðastjórnmálum og
meðal annars gefið út bók um öryggis-
hagsmuni Íslands.
ÖTULL BRÉFRITARI
Vatíkanið samþykkti útgáfu einkabréfa Jóhannesar Páls páfa með þeim orðum að þau
væru mikilvægt framlag til kaþólsku trúarinnar og pólsku kirkjunnar á 20. öld.
Söngkeppni Samfés á
laugardag:
Ungt hæfi-
leikafólk stíg-
ur á svið
UNGLINGAR Söngkeppni Samfés,
samtaka félagsmiðstöðva, verður
haldin á laugardaginn kemur í
Laugardalshöll. Alls keppa 52 lið
frá jafnmörgum félagsmiðstöðv-
um og eru þátttakendur í þessum
atriðum um 200.
Í ár er meira um lifandi tónlist-
arflutning en verið hefur og
einnig er nokkuð um að keppend-
ur mæti til leiks með frumsamið
efni. Um helmingur þátttakenda
er með lifandi tónlistarflutning og
um 8 lög í keppninni eru frum-
samin.
Gert er ráð fyrir því að um
2.500 manns verði í Laugardals-
höllinni á laugardaginn, áhorfend-
ur og keppendur. Það verður því
mikið um dýrðir þegar þetta unga
hæfileikafólk stígur á svið.
Í félagsmiðstöðvum um allt
land fer fram öflugt félagsstarf
með unglingum og á laugardag
gefur einungis að líta sýnishorn af
því. Meðal sigurvegara í söng-
keppni Samfés sem hafa haslað
sér völl í tónlistarheiminum eru
söngkonurnar Guðrún Árný og
Ragnheiður Gröndal. Það er því
ekki ólíklegt að einhverjir þeir
sem stíga á sviðið í Laugardals-
höll á laugardaginn eigi eftir að
setja svip sinn á tónlistarlífið í
framtíðinni.
Keppnin hefst kl. 17 á laugar-
dag og áætlað er að henni ljúki kl.
21.30. ■
LAUGARDALSHÖLL
Keppnin hefst kl. 17 á laugardag og lýkur
21.30.
23MIÐVIKUDAGUR 22. janúar 2003