Fréttablaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 18
MYNDLIST „Ég er í skýjunum. Borg-
arráð var mjög þakklátt fyrir
þetta samstarf og samþykkti allt
sem lagt var til. Engin spurning,
þetta breytir menningarlandslag-
inu og styrkir miðborgina til mik-
illa muna,“ segir Stefán Jón Haf-
stein, formaður menningarmála-
nefndar Reykjavíkurborgar.
Borgarráð staðfesti samning
við Pétur Arason kaupmann þess
efnis að veita almenningi aðgang
að miklu safni samtímalistaverka,
innlendra og erlendra, í eigu Pét-
urs og konu hans Rögnu Róberts-
dóttur listakonu. Safnið, sem er
alls um 500 fermetrar, er til húsa
að Laugavegi 37, skammt frá Ný-
listasafninu. Borgin ábyrgist 14
milljónir króna á ári til að tryggja
rekstur safnsins. „Okkar framlag
er í raun aðeins jafngildi húsa-
leigu. Pétur á mikinn heiður skil-
inn fyrir að bæta menningarlíf
okkar með þessum hætti.“
Pétur segist hafa safnað lista-
verkum í um fimmtíu ár. Áhuginn
hafi meðal annars vaknað vegna
þess að margir kunningja hans frá
því í æsku hafi orðið listamenn.
„Ég var með sýningarsal í
þessu húsi sem hét Önnur hæð í
ein sex til sjö ár. Þar sýndu ein-
göngu erlendir listamenn. Mikið
af verkum safnsins er eftir þá.
Svo náttúrulega þekkja þeir mann
og sá þekkir annan og eitt leiðir af
öðru.“
Safnið telur um 400 verk alls,
250 þeirra eru eftir erlenda lista-
menn en 150 eftir íslenska. „Ég
veit hreinlega ekki hvar ég á að
byrja,“ segir Pétur aðspurður um
þá þekktustu í hópi höfunda.
„Dieter Roth, Donald Judd,
Lawrence Weiner og Richard
Long eru náttúrulega fræg nöfn.
Meðal íslenskra listamenn eru til
dæmis Hreinn Friðfinnsson, Sig-
urður Guðmundsson, Kristján
Guðmundsson, Jón Óskar og
fleiri.“
Stefán Jón segir tilfinnanlega
hafa vantað safn um alþjóðlega
samtímalist á Íslandi. „Pétur hef-
ur gott auga fyrir upprennandi
listamönnum og mörg þeirra
verka sem hann hefur fest sér
hafa margfaldast í verði. En mest
er þó um vert að Pétur hefur víð-
tæk erlend sambönd og hefur
gengist undir að standa fyrir
komu þekktra listamanna á al-
þjóðlegan mælikvarða til Reykja-
víkur. Það mun ekki síst verða til
að koma okkur betur á kortið,“
segir Stefán Jón Hafstein.
jakob@frettabladid.is
18 22. janúar 2003 MIÐVIKUDAGURHVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA?
Ari Gísli Bragason fornbókasali.
„Ég er með Landnemann mikla eftir Viðar
Hreinsson á náttborðinu þessa dagana. Hún
leggst mjög vel í mig.“
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
BIC Atlantis penni
Verð 90 kr/stk
STABILO SWING
áherslupenni Verð
70 kt/stk
Ljósritunarpappír 400 kr/pakkningin
Skilblöð númeruð,
lituð, stafróf eða eftir
mánuðum.Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í 10-25-50 og 100 stk einingum
NOVUS
B 425
4ra gata, gatar 25 síður.
Verð 2.925 kr
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003
Ljósritunarglærur,
100 stk í pakka.
Verð 1.599 kr/pk
Bleksprautu
50 stk í pakka 2.990 kr/pk
STABILO BOSS
Verð 78 kr/stk
1
METSÖLULISTI
2
3
4
5
6
7
8
9
10
MEST SELDU BÆKURNAR HJÁ
AMAZON.COM
J. K. Rowling
HARRY POTTER AND THE...
Michael Cunningham
THE HOURS
John Grisham
THE KING OF TORTS
Alice Sebold
THE LOVELY BONES
Bill Phillips
BODY FOR LIFE SUCCESS ...
Jorge Cruise
8 MINUTES IN THE ...
John Hastings
CHANGE ONE
Robert Jordan
CROSSROADS OF TWILIGHT
William Gibson
PATTERN RECOGNITION
Michael Savage
THE SAVAGE NATION
STEFÁN JÓN HAFSTEIN OG PÉTUR ARASON:
Þarna staddir í nýju listasafni sem mun, ef að líkum lætur, koma Reykjavíkurborg betur á
listakortið en verið hefur.
Listin styrkir
miðborgina
Kaupmaður við Laugaveg semur við borgina
um að opna nýtt samtímalistasafn í Reykjavík.
LEIKLIST Möguleikhúsið er að leggja
land undir fót með Völuspá eftir
Þórarin Eldjárn eina ferðina enn og
er ferðinni heitið til Færeyja að
þessu sinni. Völuspá var frumsýnd
á Listahátíð í Reykjavík árið 2000
og hefur síðan verið sýnd víða um
land, auk þess sem farið hefur ver-
ið í leikferðir til Rússlands, Sví-
þjóðar, Kanada og Finnlands. Sýn-
ingar á verkinu eru orðnar 110 tals-
ins og gefst Færeyingum kostur að
berja það augum dagana 22.-24.
janúar. Heimsókn Möguleikhússins
til Færeyja er styrkt af Norrænu
leiklistar- og dansnefndinni.
Verkið byggir á hinni fornu
Völuspá og veitir áhorfendum sýn
inn í hugmyndaheim heiðinnar
goðafræði. Þar segir frá fróðleiks-
fýsn Óðins, græðgi í skáldamjöð-
inn, forvitni hans um nútíð og fram-
tíð, Fenrisúlfi, Baldri, Loka og
hröfnunum Hugin og Munin auk
fjölda annarra persóna.
Daninn Peter Holst leikstýrir
sýningunni en hann rekur sitt eigið
leikhús, Det lille Turnéteater, í Dan-
mörku. Guðni Franzson stýrði tón-
listinni í verkinu og leikmynd og
búninga hannaði Anette Weren-
skiold frá Noregi. ■
VÖLUSPÁ
Pétur Eggerz, sem leikur öll hlutverkin í Völuspá, á sviði ásamt Stefáni Erni Arnarsyni selló-
leikara.
Möguleikhúsið:
Sýnir Völuspá
í Færeyjum
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
HEILDARÚTGÁFA Bókaútgáfan
Ormstunga hefur sótt um styrk
til sveitarfélagsins Árborgar til
að gefa út heildarsafn ritverka
Guðmundar Steinssonar. Guð-
mundur var Eyrbekkingur og
þekktastur fyrir leikritin Stund-
arfrið og Sólarferð, sem bæði
voru sýnd í Þjóðleikhúsinu við
gríðarlegar vinsældir.
„Guðmundur skrifaði þó
miklu meira. Í þessu heildar-
safni sem við hyggjumst gefa út
í aprílmánuði næstkomandi
verða rúmlega 20 leikrit og þar
af mörg sem aldrei hafa verið
gefin út. Auk þess skrifaði Guð-
mundur eina skáldsögu, Maríu-
myndina,“ segir Gísli Már Gísla-
son, útgefandi í Ormstungu, sem
fékk Jón Viðar Jónsson leiklist-
argagnrýnanda til að skrifa inn-
gang að verkinu og hefur hann
lokið því verki: „Jón Viðar hefur
legið yfir þessu í marga mánuði
og hefur skilað gagnmerkum
inngangi þar sem hann gerir
grein fyrir verkum Guðmund-
ar,“ segir útgefandinn.
Guðmundur Steinsson lést
fyrir nokkrum árum en það var
eiginkona hans, Kristbjörg
Kjeld leikkona, sem átti hug-
myndina að útgáfunni. Í bókinni
verða myndir úr öllum leikritum
Guðmundar sem sett hafa verið
á svið auk mynda úr einkalífi
hans. ■
Bókaútgáfan Ormstunga:
Vill styrk fyrir
Guðmund