Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 04.03.2003, Qupperneq 4
4 4. mars 2003 ÞRIÐJUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Er vorið komið? Spurning dagsins í dag: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að listamenn fái laun frá ríkinu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 42,9% 12%Nei 45,1% VORIÐ KANNSKI KOMIÐ Rúm 45% telja að vorið sé komið en rúmlega 40% að svo sé ekki. Veit ekki Já ALMANNATENGSL – Í SÓKN OG VÖRN! Samtök auglýsenda standa fyrir hádegisverðarfundi miðvikudaginn 5. mars kl. 12.00-13.30 á Hótel Loftleiðum, þingsölum 1-3. Fjallað verður um almannatengsl frá ýmsum hliðum. Til dæmis verður leitað svara við eftirtöldum spurningum: Fundarstjóri verður Kristján Guðmundsson, forstöðumaður markaðsdeildar Landsbanka Íslands. Framsögumenn Ólafur Hauksson, Iceland Express Sigursteinn Másson, PRO PR Stefán Kjærnested, Atlantsskipum Bregðast forráðamenn íslenskra fyrirtækja rétt við neikvæðri umfjöllun? Hvað gera forráðamenn íslenskra fyrirtækja til að fyrirbyggja neikvæða umfjöllun? Nýta íslensk fyrirtæki almannatengsl til fullnustu? Geta almannatengsl komið í stað auglýsinga? Skráning á www.sau.is Aðgangseyrir kaffi og léttar veitingar innifalið 2500 kr. fyrir félagsmenn 3500 kr. fyrir aðra AÞENA, AP Réttarhöld eru hafin í Grikklandi yfir nítján meintum meðlimum hins alræmda hryðju- verkahóps 17. nóvember en sam- tökin eru talin bera ábyrgð á yfir 100 sprengjuárásum, fjölmörgum vopnuðum ránum og 23 morðum í landinu á undanförnum þremur áratugum. Réttarhöldin fara fram í ramm- gerðasta fangelsi Grikklands. Sak- borningum er komið fyrir á bak við skothelt gler og yfir 50 lögreglu- menn standa vörð við réttarsalinn. Á lista ákæruvaldsins eru yfir 333 vitni og um 70 manns munu bera vitni fyrir hönd verjenda en gert er ráð fyrir því að réttarhöldin muni taka marga mánuði. Sakborningarnir koma úr ýms- um stéttum þjóðfélagsins og hafa þeir margir hverjir játað sök sína í fjölmiðlum með þeim fyrirvara að um pólitíska glæpi hafi verið að ræða. Meintur leiðtogi hópsins, sem er franskættaður menntamað- ur, hefur hins vegar neitað allri sök. Á meðal fórnarlamba hópsins voru bandarískir, tyrkneskir og breskir erindrekar og því höfðu grísk yfirvöld verið beitt miklum þrýstingi að brjóta þessa starf- semi á bak aftur. Það var svo árið 2002 sem yfirvöld komust á spor hryðjuverkamannanna í kjölfar sprengjuárásar sem samtökin stóðu fyrir. ■ Réttað yfir meðlimum 17. nóvember: Réttarhöld í ramm- gerðu fangelsi HÁMARKSÖRYGGI Gríska óeirðalögreglan stendur vörð fyrir utan réttarsalinn í Korydallos-fangelsinu í Aþenu þar sem fram fara umfangsmestu réttarhöld í Grikklandi í þrjá áratugi. Unglingspiltur rekinn úr skóla: Stutterma- bolur brott- rekstrarsök ILLINOIS, AP Bandarískur unglings- piltur hefur verið rekinn úr skóla fyrir að klæðast stuttermabol með teikningu sem sýnir tvo turna, flugvél og karlmann með arabískan höfuðbúnað. Skólayfirvöld sendu bréf heim til móður drengsins þar sem þeir bentu henni á að með því að klæð- ast bolnum væri drengurinn að hvetja til hryðjuverkastarfsemi. Drengurinn, sem er af líbönskum ættum, teiknaði sjálfur myndina eftir að hann varð fyrir aðkasti af hálfu skólafélaga sinna í kjölfar árásanna 11. september en ætlun- in var að koma þeim skilaboðum á framfæri að ekki væri rétt að draga alla araba til ábyrgðar vegna árásanna. ■ SAUTJÁN INNBROT Helgin var annasöm hjá lögreglu í Reykjavík. Nokkuð var um ölvun og rysking- ar. Umferðin gekk ágætlega fyrir sig, þó voru mjög margir eða 60 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, 15 voru grunaðir um ölvun við akstur, sex óku yfir á rauðu ljósi og tilkynnt var um 35 um- ferðaróhöpp. Þá var tilkynnt um 17 innbrot um helgina. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUFRÉTTIR BLÍÐA Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa að undanförnu. Nú verður hlé á. Kólnar: Hlé á vori VEÐUR Hlé verður á vorblíðunni sem leikið hefur við höfuðborgar- búa að undanförnu. Það hvessir og kólnar: „Við fáum yfir okkur stífa norð- austanátt með úrkomu um allt land en þó síst í Reykjavík,“ segir Sig- urður Þ. Ragnarsson veðurfræð- ingur. „Það verður dálítill vetur fram eftir vikunni,“ segir hann. Um næstu helgi birtir þó til og á laugardaginn ætti að örla á vorinu á ný; draga úr vindi og hlýna. ■ LAMINN AF DYRAVERÐI Maður tilkynnti lögreglunni í Reykjavík um líkamsárás aðfaranótt sunnu- dags. Sagði hann dyravörð hafa lamið sig. Maðurinn var með áverka á auga og sár á vinstri kinn. Maðurinn vildi sjálfur fara á slysadeild til að fá áverkavottorð. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM BELFAST, AP Forsætisráðherrar Ír- lands og Bretlands hafa reynt að ná norður-írskum stjórnmála- flokkum að samningaborðinu um að endurverkja norður-írsku heimastjórnina. Bresk stjórnvöld sviptu heimastjórnina völdum sínum í október á síðasta ári eftir að lögregla fann sannanir fyrir því að Írski lýðveldisherinn stundaði njósnir innan heima- stjórnarinnar. Bertie Ahern, forsætisráð- herra Írlands, og Tony Blair, starfsbróðir hans í Bretlandi, not- uðu gærdaginn til að afla stuðn- ings lykilmanna í röðum mótmæl- enda og kaþólikka við það að ný heimastjórn yrði mynduð. For- senda þess er að Írski lýðveldis- herinn afvopnist og að pólitískur armur hans, Sinn Fein, taki þátt í myndun heimastjórnarinnar. Stefnt er að því að kosið verði til norður-írska þingsins 1. maí. Mótmælendur hafa lýst efa- semdum um að vinna með Sinn Fein þar sem þeir hafa ekki trú á því að Írski lýðveldisherinn muni standa við skuldbindingar sínar og afvopnast. ■ Reynt að sætta deilandi fylkingar: Vilja endurvekja heimastjórnina HEFJA VIÐRÆÐUR Á NÝ Bertie Ahern tekur á móti Tony Blair við upphaf viðræðna í Hillsborough-kastala í Belfast á Norður-Írlandi. AP /M YN D Litla-Hraun: Fíkniefni fundust hjá föngum FÍKNIEFNI Tvö fíkniefnamál komu upp á Litla-Hrauni síðastliðinn föstudag. Fangaverðir leituðu á fanga og fundu hjá honum fíkni- efni sem talið var vera hass. Fíkniefnaleitarhundurinn Fenrir fann síðan fíkniefni í einum klefa. Þá stöðvaði lögreglan á Selfossi ökumann á Hellisheiði aðfaranótt laugardags vegna ábendinga sem borist höfðu um að hann væri hugsanlega með fíkniefni. Engin fíkniefni fundust, einungis tól til kannabisreykinga. ■ HEILBRIGÐISMÁL Nefnd sem falið var að skila fyrstu tillögum að lausn á vanda Barna- og unglinga- geðdeildar hefur skilað af sér til- lögum sem lúta að því að leysa bráðan vanda Barna og unglingageðdeild- ar. Hefur forstjóri þegar lagt þær fyr- ir ráðherra. Jón Kristjáns- son heilbrigðisráð- herra segir sér lít- ast vel á þær enda sé um raunsæjar tillögur að ræða. Lagt er til að rúmum á ung- lingageðdeild verði þegar í stað fjölgað úr níu í tólf. Dagdeildinni yrði fundinn staður annars staðar í húsnæði deildarinnar. Ekki yrði um umtalsverðan kostnað að ræða vegna þessa. Göngudeildin yrði flutt annað eins og fram hefur komið og ung- lingageðdeildin stækkuð. Með því er talið gerlegt að fjölga rúmum þar til frambúðar. Leit stendur yfir að hentugu húsnæði og að sögn Elsu Friðfinnsdóttur, aðstoð- armanns ráðherra, er ýmislegt sem mælir með að húsnæði á Víf- ilsstöðum verði fyrir valinu. „Það er líka margt sem mælir gegn því og má þar nefna fjarlægðina frá aðalstöðvunum og einnig hve erfitt það gæti reynst börnum og unglingum að komast þangað á eigin vegum.“ Þá er lagt til að þegar í stað yrði komið á fót sérstökum starfs- hópi sem einbeitti sér að bráðatil- vikum. Í þessu felst nokkur fjölg- un starfsfólks sem veitir geðheil- brigðisþjónustu. Auk þess að sinna bráðatilvikum yrði megin- viðfangsefni hópsins að vinna á bráðabiðlistum unglingageðdeild- ar, heimsækja unglinga í vanda og veita sérhæfða geðheilbrigðis- þjónustu utan spítalans. Þá myndi átakshópurinn greiða fyrir inn- lögn unglinga á unglingageðdeild í samráði við inntökustjóra og vakt barnageðlækna. Er talið að þessar aðgerðir ættu að bæta mjög þjónustu við þau börn, ungmenni og fjölskyld- ur þeirra sem eru í bráðri þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra segist ætla að gefa sér nokkra daga til að skoða fjármögnun en ljóst sé að hreinar línur verði að vera komn- ar í vikunni. „Flutningur göngu- deildarinnar er dýrari því hann þýðir breytingar á legudeild. Ég tel þetta skynsamlega ráðstöfun en reikna með að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna króna. Vilji minn er að beita mér fyrir lausn sem allir geta verið sáttir við,“ segir Jón Kristjánsson. bergljot@frettabladid.is Rúmum fjölgað og göngudeild flutt Nefnd skilar tillögum að lausn vanda Barna- og unglingageðdeildar. Ráðherra segir tillögurnar raunsæjar og ætlar að beita sér fyrir fjármögnun. „Ég tel þetta skynsamlega ráðstöfun en reikna með að kostnaðurinn hlaupi á tug- um milljóna króna.“ NEFNDIN HEFUR SKILAÐ TILLÖGUM Í ÞREMUR LIÐUM Ráðherra er nú að fara yfir þær og gefur sér nokkra daga til að finna lausn á fjármögnun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.