Fréttablaðið - 04.03.2003, Side 6
6 4. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR
LÖGREGLUFRÉTTIR
VEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 22
1.
2.
3.
Hann er háttsettur innan al
Kaída, hryðjuverkasamtaka
Osama bin Laden. Hann var
handsamaður um helgina.
Hver er maðurinn?
Fréttablaðið hefur flutt aðsetur
sitt. Hvert er hið nýja heimilis-
fang blaðsins?
Íslandsmeistaramótinu í skák
lauk um helgina. Hvaða taflfé-
lag bar sigur úr býtum?
SVEITARSTJÓRNIR Verkefnisstjórn
Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar
veitti 1.425 þúsund krónum í lista-
verkin þrjú sem hlutu verðlaun á
vegum hátíðarinnar. Verkin voru
sett upp á meðan Vetrarhátíðin stóð
frá fimmtudegi í síðustu viku til
sunnudagskvölds.
Verkið Ljósberar eftir Ilmi Stef-
ánsdóttur myndlistarkennara hlaut
fyrstu verðlaun, 100 þúsund krón-
ur. Að auki fékk Ilmur 400 þúsund
krónur til að setja verkið upp í
hólmanum í Reykjavíkurtjörn
ásamt 20 nemendum í fornámsdeild
Myndlistarskóla Reykjavíkur.
Alfreð Sturla Böðvarsson hlaut
75 þúsund krónur fyrir önnur verð-
laun. Alfreð fékk að auki 450 þús-
und krónur til að koma verki sínu.
Ó! Frjáls? fyrir í Listasafni Reykja-
víkur í Hafnarhúsinu.
Að endingu fékk Stefán Geir
Karlsson 50 þúsund krónur fyrir
þriðju verðlaun í samkeppni Vetr-
arhátíðar. Til að koma verkinu
Regnbogabrú fyrir yfir tjörninni út
frá Ráðhúsinu fékk Stefán 350 þús-
und krónur. Hann fékk enn fremur
aðstoð Stálsmiðjunnar til að útbúa
verk sitt.
Signý Pálsdóttir, formaður Verk-
efnisstjórnar Vetrarhátíðar, segir
listaverkin hafa verið gerð með lág-
marks tilkostnaði. ■
Vetrarhátíð Höfuðborgarstofu:
Hálf önnur milljón
í þriggja daga list
LJÓSBERAR
Verkið Ljósberar í Tjarnar-
hólmanum. Ljósdíóðurnar í því lifðu þá
þrjá daga sem Vetrarhátíð stóð. Verkið
kostaði hálfa milljón króna. FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
SAMSKIPTI Fréttir af fundi Davíðs
Oddssonar og Hreins Loftssonar í
London hafa á ný beint kastljósinu
að samskiptum þessara fyrrum
samherja og vina.
Hreinn Loftsson
varð snemma áber-
andi innan Sjálf-
stæðisflokksins.
Hann settist í
stjórn Heimdallar
19 ára gamall og
sat fjögur kjör-
tímabil í stjórn Sambands ungra
sjálfstæðismanna. Hreinn var
einn af stofnendum Félags frjáls-
hyggjumanna og hefur löngum til-
heyrt þeim skoðanahópi innan
flokksins. Innan þess hóps eru
flestir hörðustu stuðningsmenn
Davíðs Oddssonar. Árið 1991 var
Davíð Oddsson kjörinn formaður
Sjálfstæðisflokksins. Því kjöri
fylgdu sárindi og flokkadrættir.
Strax í kjölfarið varð Davíð for-
sætisráðherra og tók Hreinn sér
hlé frá rekstri lögmannsstofu
sinnar til að gerast aðstoðarmað-
ur hans. Forsætisráðherra þurfti
á öflugum liðsmönnum að halda,
enda réð þetta fyrsta ár á valda-
stóli úrslitum um tök hans á
flokknum.
Hreinn naut mikils trausts for-
sætisráðherra og þegar fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu
var sett á laggirnar var Hreini
falið það vandasama verk að stýra
störfum nefndarinnar. Ljóst var að
Hreinn var í innsta hring og hon-
um falin vandasöm úrlausnarefni.
Á ýmsu gekk við einkavæðinguna
og varði Hreinn gerðir stjórnvalda
af hörku.
Orca-hópurinn, sem Jón Ásgeir
Jóhannesson forstjóri Baugs var
hluti af, bakaði sér reiði Davíðs við
sölu á Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins. Það var haft til marks um
ráðkænsku Baugsmanna að gera
Hrein Loftsson að stjórnarfor-
manni enda ætti hann traust og
trúnað forsætisráðherra. Fyrri
part árs 2001 gagnrýndu stjórn-
völd matvöruverð og markaðs-
stöðu Baugs. Hreinn brást hart við
og skammaði landbúnaðarráð-
herra og viðskiptaráðherra fyrir
tolla og slaka efnahagsstjórn. Ekki
þurfti mikla hugkvæmni til að lesa
gagnrýni á efnahagsstjórn Davíðs
úr orðum Hreins. Þolinmæði
Hreins virðist hafa þrotið þegar
forsætisráðherra tók undir gagn-
rýni Össurar Skarphéðinssonar og
ljáði máls á að skipta Baugi upp
vegna markaðsráðandi stöðu.
Davíð og Hreinn hittust í
London til að ræða ágreining sinn.
Eftirmálar þess fundar voru að
Hreinn sagði af sér sem formaður
einkavæðingarnefndar. Hreinn
hætti síðar sem stjórnarformaður
Baugs og Jón Ásgeir tók við þeirri
stöðu. Hreinn sneri síðan aftur til
starfa sem stjórnarformaður
Baugs þegar Tryggvi Jónsson, for-
stjóri Baugs, keypti bifreiðainn-
flutningsfyrirtækið Heklu. Jón Ás-
geir tók þá við forstjórastarfinu og
Hreinn við stjórnarformennsku.
haflidi@frettabladid.is
Samherjar og nán-
ir samstarfsmenn
Davíð Oddsson og Hreinn Loftsson voru meira en samherjar. Þeir voru
nánir samstarfsmenn og gagnkvæmt traust ríkti á milli þeirra. Davíð bar
fyllsta traust til Hreins og fól honum vandasöm trúnaðarstörf.
DAVÍÐ ODDSSON
Hreinn Loftsson var hægri hönd hans á
erfiðum tímum.
HREINN LOFTSSON
Naut trausts og trúnaðar Davíðs og
Sjálfstæðisflokksins.
Ljóst var að
Hreinn var í
innsta hring
og honum fal-
in vandasöm
úrlausnarefni.
VIÐSKIPTI Afgangur eignarhluta
ríkisins í Búnaðarbanka Íslands
verður seldur í gegnum kerfi
Kauphallar Íslands. Aðferðin er
sú sama og við afgang bréfa í
Landsbanka Íslands. Mun stærri
hlutur er til sölu í Búnaðarbank-
anum en var í Landsbankanum,
eða 9,11 prósent af heildarhlutafé
bankans. Nafnvirði þess sem selt
verður er 493 milljónir. Miðað við
gengi á markaði er verðmætið á
þriðja milljarð króna. Útboðs-
gengið hefur ekki verið ákveðið,
en það verður miðað við gengi
bréfa bankans síðustu vikur. Bréf
Búnaðarbankans hafa hækkað um
10 prósent frá áramótum.
Sala bréfanna hefst klukkan tíu
föstudaginn 7. mars næstkomandi
og lýkur henni 14. mars eða þegar
öll bréfin hafa verið seld. Hlutur
ríkisins í Landsbankanum seldist
á innan við tveimur mínútum.
Mun stærri hlutur Landsbanka
var seldur síðasta sumar. Þeirri
sölu lauk á mjög skömmum tíma.
Frekar er búist við því að sama
verði uppi á teningnum við sölu
Búnaðarbankans og að henni ljúki
á fyrsta söludegi. ■
Bréf ríkisins í Búnaðarbankanum:
Líklegt að salan
gangi hratt
RÍKIÐ SELDUR
Afgangurinn af bréfum ríkisins í Búnaðar-
bankanum verður seldur á föstudag. Mið-
að við fyrri reynslu má búast við að salan
gangi fljótt fyrir sig.
Í SJÁLFHELDU MEÐ TRILLU Öku-
maður með trillu í eftirvagni lenti
í sjálfheldu við brúna á Vestur-
landsvegi snemma á laugardags-
morgun þar sem farmurinn var
of hár. Lögreglan aðstoðaði
manninn að komast úr bænum í
gegnum Grafarvog og um Vest-
urlandsveg. Hann fékk áminn-
ingu.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 77.53 -0.33%
Sterlingspund 122.12 -0.63%
Dönsk króna 11.27 0.01%
Evra 83.73 0.00%
Gengisvístala krónu 121,06 -0,12%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 589
Velta 4.194 milljónir
ICEX-15 1.383 -0,42%
Mestu viðskipti
Sjóvá-Alm. tryggingar hf. 202.800.356
Fjárfestingarf. Straumur hf. 79.101.378
Búnaðarbanki Íslands hf. 64.929.388
Mesta hækkun
Össur hf. 1,25%
Skýrr hf. 0,91%
Eimskipafélag Íslands hf. 0,83%
Mesta lækkun
ACO-Tæknival hf. -25,93%
Kögun hf. -5,71%
Flugleiðir hf. -3,70%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 7921,4 0,4%
Nasdaq*: 1335,3 -0,2%
FTSE: 3684,7 0,8%
DAX: 2564,9 0,7%
Nikkei: 8490,4 1,5%
S&P*: 843,7 0,3%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Flugvélabensín:
Nothæft
bensín eftir
tíu daga
FLUGMÁL Nothæft bensín á minni
gerðir flugvéla hefur reynst vera á
tönkum hér og þar um landið.
Flugmálastjórn hafði fundið
flugvélabensín í Reykjavík sem
ekki uppfyllti lengur gæðakröfur
og stöðvað allt flug minni flugvéla.
Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar, seg-
ir málið hafa valdið töluverðum
truflunum. Að sögn Heimis Más
eiga olíufélögin von á nýrri send-
ingu af flugvélabensíni eftir um
það bil tíu daga. ■