Fréttablaðið - 04.03.2003, Page 9

Fréttablaðið - 04.03.2003, Page 9
9ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 2003 Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir.  Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best.  Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki›  sem flig langar í? – h lut i a f Í s landsbanka K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s S í m i 4 4 0 4 4 0 0 Átök í Kosovo: Sprengdu lögreglubíla Lýsa vopnahléi: Vilja ljúka 16 ára borg- arastríði ÚGANDA, AP Uppreisnarmenn í Úg- anda hafa lýst yfir vopnahléi í 16 ára löngu borgarastríði sem geis- að hefur í landinu. Þeir vilja nú funda með Yoweri Museveni, for- seta landsins, og semja um frið. Uppreisnarmenn lýstu þessu yfir á fundi með trúarleiðtogum í land- inu. Caleb Akandwanaho, hers- höfðingi og bróðir forsetans, fagnaði þessum yfirlýsingum. Museveni komst til valda í Úg- anda árið 1986 eftir fimm ára byltingu. ■ SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsráðu- neytið hefur að tillögu Hafrann- sóknarstofnunar bannað veiðar á hrygningarslóðum þorsks á tíma- bilinu 20. mars til 1. maí. Hrygningarstoppið nú er tvö- falt lengra en áður. Þá hefur há- marksstærð netmöskva verið minnkuð niður í sjö og hálfa tommu til að draga úr veiðum á stærstu fiskunum. Grétar Mar Jónsson skipstjóri segir með ólíkindum að Hafrann- sóknastofnun ætli að byggja upp þorskstofninn með því að stoppa aðeins netabáta. Þeir veiði hverf- andi magn heildaraflans, aðeins 10 til 15 þúsund tonn. „Þó að þeir fari með riðilinn niður í sjö og hálfa tommu mun áfram veiðast stór þorskur þó að- eins minna komi af honum. Þetta virkar eins og fúsk eða káf út í loftið til að friða eigin samvisku,“ segir Grétar Mar. Að sögn Grétars munu netabát- ar nú allir leggja upp laupana. Smærri fiskur að landi þýði lægra aflaverð. Miðað við hátt leiguverð á þorski sé rekstrargrundvöllur- inn brostinn. „Í gegnum tíðina hefur manni ekki komið á óvart sú vitleysa sem kemur frá Hafrann- sóknastofnun. Þetta er bara meiri vitleysa en oftast áður,“ segir Grétar Mar. ■ Grétar Mar Jónsson: Netabátar leggja upp laupana SERBÍA, SVARTFJALLALAND, AP Þrír lögreglubílar á vegum Sameinuðu þjóðanna eyði- lögðust þegar handsprengju var kastað á lögreglustöð í norðurhluta Kosovo. Bygg- ingin varð einnig fyrir minni- háttar skemmdum en ekkert manntjón varð. Árásin átti sér stað í þorp- inu Kosovska Mitrovica en þar býr fólk af bæði serbneskum og albönskum uppruna. Lögreglustöðin er á yfir- ráðasvæði Serba í þorpinu en serbneskir harðlínumenn hafa lagst gegn afskiptum Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. ■ SÉRSVEITIR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Kosovo hefur verið undir yfirráðum Sam- einuðu þjóðanna síðan 1999 og hefur það mælst misvel fyrir meðal heimamanna. GRÉTAR MAR JÓNSSON Þetta virkar eins og fúsk eða káf út í loftið til að friða eigin samvisku,“ segir Grétar Mar Jónsson um tvöfalt lengra veiðibann en venjulega á hrygningarslóð þorsks.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.