Fréttablaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 14
■ ■ FUNDIR  19.30 Erpur Eyvindarson ætlar að kynna rapptónlistina, rappmenninguna og rapphreyfinguna í Bókasafni Kópa- vogs. Aðgangur er ókeypis.  16.15 Sylfest Lomheim, lektor við háskólann í Ögðum í Noregi, heldur fyr- irlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ um framtíð lítilla málsamfélaga í heimsþorpinu. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M 301 í Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð og er öllum opinn.  17.00 Fræðslufundur um fíkni- efnamál verður í Ölduselsskóla fyrir foreldra nemenda í 8. bekk.  17.15 Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu halda sameigin- legan fund um varnir Íslands á 21. öldinni. Fundurinn er haldinn í Skála á Hótel Sögu. Framsögumenn verða Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra, Björn Bjarnason alþingismað- ur og borgarfulltrúi og Þórunn Svein- bjarnardóttir alþingismaður.  18.00 Námskeiðið Helgihald og hversdagsleiki hefst í kvöld og er á veg- um Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Kennari er sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor. Kennt er í Háskóla Íslands, Aðal- byggingu.  20.00 Alþjóðahúsið á Hverfis- götu 18 stendur fyrir málstofu um innflytjendur á Norðurlöndum. Naysa Gyedu Adomako hefur tekið saman upplýsingar um þróun þessara mála og segir frá niðurstöðum sínum.  20.00 Fræðslufundur um fíkni- efnamál verður í Álftamýrarskóla fyrir foreldra nemenda í 10. bekk. 14 11. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR Rappið hefur haft áhrif úti umallt. Það birtist í fatnaði, hegð- un, tónlist og öllu sem ungt fólk er að gera,“ segir Erpur Eyvindarson. Hann ætlar að vera með kynningu á rappmenningu og rapptónlist í Bókasafni Kópavogs í kvöld. „Ég hef gert þetta oft áður, að vera með svona kynningu eða námskeið um rapp. Það eru svo margir sem hafa áhuga á að vita meira um þetta.“ Erpur segist ætla að spjalla al- mennt um rappið á frekar óform- legan hátt. Þetta verði engar djúp- fræðilegar pælingar. Hins vegar kemur hann víða við í yfirferð sinni, enda liggja rætur rappsins víða. „Það má tengja þetta við menn- ingu flestra gamalla menningar- samfélaga þar sem til er einhver hliðstæða við rappið. Menn eru að ríma, kyrja eða flytja taktfast mál yfir endurtekinn takt. Þetta sjáum við hjá Afríkumönnum, Íslending- um, Grænlendingum og úti um allt. Grænlendingarnir eru til dæm- is með nákvæmlega þetta sama og rappið. Þeir eru bara með tromm- una eina og svo skiptast þeir á og fjalla um það hvað einhver sé góð- ur veiðimaður, eða að andstæðing- urinn sé ekki góður veiðimaður og hvað hann sé bara lélegur í rúminu ■ FUNDUR hvað?hvar?hvenær? 8 9 10 11 12 13 14 MARS Þriðjudagur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.