Fréttablaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 17
Ali G lendir stöðugt í vandræð-um vegna þáttaraðarinnar sem
hann vinnur nú fyrir bandaríska
sjónvarpsstöð. Nú íhugar rithöf-
undurinn Naomi Wolf, sem er mik-
il kvenréttindakona, að kæra þátt-
inn eftir að hafa verið niðurlægð í
viðtali. Hann
gerði víst stólpa-
grín að henni og
lítillækkaði konur
í gríð og erg að
mati rithöfundar-
ins. Sjónvarps-
stöðin HBO hefur
ákveðið að birta
viðtalið ekki. Nú
velta menn því fyrir sér hvort
þáttur að hætti Ali G geti gengið á
stórri sjónvarpsstöð í Bandaríkj-
unum. Þar gilda aðrar reglur og
auðveldara fyrir fólk að fara
í meiðyrðamál.
Ákvörðun leikar-ans Josh
Harnett að af-
þakka boð
um að leika
Súper-
mann í
þrem-
ur
kvik-
myndum
hefur sett
framleiðslu
þeirra í
vanda. And-
rúmsloftið á milli
leikstjórans Brett
Ratner og framleið-
andans Jon Peters er víst
rafmagnað og talast þeir
varla við heldur öskra. Aðrir
leikarar sem þykja koma til greina
að leika ofurhetjuna eru Hayden
Christiansen, Jude Law, Brendan
Frasier og Paul Walker. Engin
þeirra virðist reiðubúinn til þess
að skuldbinda sig í gerð þriggja
mynda enda gæti slíkt ævintýri
tekið allt að tíu ár í framkvæmd.
Popparinn Justin Timberlake hef-
ur verið orðaður við hlutverk Jim-
my Olsen.
Leikarinn Toby Maguire ætlar aðgiftast kærustu sinni Jennifer
Meyer í sumar. Besti vinur Kóngu-
lóarmannsins Leonardo DiCaprio
hefur tekið að sér að vera svara-
maður félaga síns.
Popparinn Billy Joel hefur játaðað hafa verið að drekka kampa-
vín kvöldið sem hann keyrði bíl
sínum á tré. Hann segist þó aðeins
hafa drukkið eitt glas. Þrátt fyrir
það getur hann ómögulega munað
eftir samtali sínu við lögreglu sem
átti sér stað strax eftir slysið.
Söngkonan Cher lenti illa í því erhún var á tónleikaferðalagi um
Virginiufylki í Bandaríkjunum á
dögunum. Uppáhalds hárkollu
hennar var stolið. Kollan kostaði
hana 7500 pund (rúmlega
920 þúsund ísl.
kr.) á
sínum
tíma og því
mikill missir. Helm-
ingur kollunnar er svartur en hinn
úr andafjöðrum. Ef þið sjáið hana,
þá vitið þið hver á hana. Ef þið
tókuð hana, ættuð þið að skamm-
ast ykkar.
Rokkhljómsveitin Black RebelMotorcycle Club hefur hafið
vinnslu á annari breiðskífu sinni.
Liðsmenn segja helsta muninn sá
að nýja platan verði eðlilegri en sú
fyrri. Minni tilraunamennska og
að nú kunni liðsmenn á hljóðfæri
sín, ólíkt þeirri stefnu sem var í
gangi við gerð fyrstu plötunnar.
Leikarinn AlPacino hefur
tekið að sér að
leika Heródes í
leikritinu „Sal-
ome“ sem sýnt
verður á Broad-
way næsta sumar.
Leikkonan Marisa
Tomei leikur titil-
hlutverkið.
Breski söngvarinn og leikarinnAdam Faith, sem gerði lögin
„What do you Want“ og „Poor Me“
vinsæl á sjöunda áratugnum, er lát-
inn. Hann fékk hjartaáfall eftir sýn-
ingu leikritsins „Love & Marriage“
þar sem hann fór með hlutverk og
lést stuttu síðar. Á sínum tíma var
hann álíka jafn þekktur og Cliff
Richard. Hann var 63 ára gamall.
Leikkonan Bridget Fonda, semmeiddist lítillega í bílslysi á dög-
unum, er á leiðinni upp altarið. Það
ætti að vera nóg af drungalegum
tónum á heimili hennar næstu árin
því mannsefni hennar er enginn
annar en Danny Elfman sem semur
meðal annars tónlistina við allar
myndir Tim Burtons. Hann samdi
einnig alla tónlistina við „The
Nightmare Before Christmas“ er
löngu er orðin klassík í dag.
Gítarleikarinn Blixa Bargeld semleikið hefur með hljómsveit
Nick Cave, The Bad Seeds, frá
stofnun hennar hefur nú sagt skilið
við hana. Hann hefur alla tíð verið
höfuðpaur þýsku iðnaðarsveitarinn-
ar Einsturzende Neubauten og ætl-
ar að einbeita sér að henni. Sam-
starfsslitin fóru víst fram með
mestu vinsemd.
Leik- og söngkonanJennifer Lopez
hyggst taka upp
eftirnafn leikar-
ans Ben Af-
fleck eftir að
þau gifta
sig. Bæði í
faglegu-
og
einka-
lífi
sínu.
Þetta
neit-
aði
hún
að
gera
þeg-
ar hún
gifti
sig í hin
tvö skipt-
in.
LeikarinnNick Nolte
segir að það að
hafa verið tekinn af
lögreglunni hafi hjálp-
að honum að losna við
eiturlyf. Lögreglan stöðvaði
bifreið hans í september eftir
að leikarinn hafði keyrt á móti
umferð. Lögreglan sá strax að Nolte
var í vímu og handtók hann á staðn-
um. Nolte segist hafa sigrast á fíkn
sinni og að hann taki nú hvern dag
fyrir sig.
Rúmlega tvær milljónir miðahafa nú selst á þýsku kvik-
myndina „Goodbye Lenin“ í heima-
landinu. Hún er þar með orðin vin-
sælasta kvikmynd landsins frá
upphafi. Um er að ræða gaman-
mynd sem fjallar um fall Berlínar-
múrsins. Aðalsögupersónan er
austurþýskur strákur sem trúir því
að heimurinn hinum megin við
múrinn sé mun verri en sá raun-
veruleiki er hann býr við.
+ 333 kr. (flugvallarskattur og tryggingagjald)
aðra leiðina
Nú getur fjölskyldan flogið saman í frí fyrir
ódýrara fargjald á manninn en nokkru sinni fyrr.
Tilvalið til að heimsækja vini og ættingja um allt land
eða gera eitthvað annað skemmtilegt.
Þetta einstaka tilboðsfargjald
• gildir á leiðum Flugfélags Íslands innanlands
og til Færeyja
• er fyrir börn að 12 ára aldri
í fylgd með fullorðnum
• gildir 17. febrúar - 17. mars
• býðst eingöngu þegar bókað er
á netinu, www.flugfelag.is
Króna
fyrir börnin
17. febrúar til 17. mars !
Í S
L E
N
S K
A
A
U
G
L Ý
S I
N
G
A
S T
O
F A
N
E H
F .
/ S
I A
. I
S
-
F L
U
2 0
2 1
7
0 2
/ 2
0 0
3
17ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 2003
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5og 8 bi. 16 ára
ABOUT SCHMIDT 5.30, 8 og 10.30
TWO WEEKS NOTICE kl. 8 og 10.10 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 2, 4 og 6
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
FRIDA kl. 5.30, 8 og 10.30 bi. 12 ára CHICAGO kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 bi. 12 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 bi. 16 ára
Leikstjórinn og handritshöfundur-inn Paul Thomas Anderson
(“Boogie Nights“ & „Magnolia“) seg-
ist hafa samið söguna „Punch Drunk
Love“ með Sandler í huga.
Persónan hans er miðja myndar-
innar og mikið er lagt í að móta hana.
Sandler leikur sérvitran kaupsýslu-
mann sem á við geðræn vandamál að
stríða. Hann hefur greinilega bælt
niður í sér margra ára gremju sem
brýst svo út á óheppilegustu stund-
um. Eitt kvöld þegar hann er ein-
mana hringir hann í kynlífsþjónustu
en það hefur afdrífaríkar afleiðingar.
Sandler er hreint stórkostlegur og
fær loksins að sanna sig í veigameira
hlutverki en í þeim þunnu ræmum
sem hann er þekktur fyrir.
Anderson hefur sagt í viðtölum að
hann hafi það á tilfinningunni að
hann muni aldrei aftur gera eins góða
mynd og „Magnolia“. Það getur vel
verið, enda er „Magnolia“ með betri
myndum sem ég hef séð, en ef hann
heldur áfram að skila af sér myndum
í þessum gæðaflokki er hann á góðri
leið með að verða einn af merkilegri
leikstjórum Hollywood.
Sumir Sandler-aðdáendur eiga ef-
laust eftir að klóra sér í höfðinu.
Enda er þetta ekki „Adam Sandler-
mynd“, þetta er þriðja meistara-
stykki Paul Thomas Anderson.
Birgir Örn Steinarsson
Punch Drunk Love
Umfjöllunkvikmyndir
Endurfæddur
Sandler
Johnny Cash:
Ævisagan
kvikmynduð
Nú er verið að vinna að kvikmynd
um fyrstu ár kántríkóngsins
Johnny Cash á tónlistarbrautinni.
Leikarinn Joaquin Phoenix, sem
margir muna eftir úr „Gladiator“
og „Signs“, kemur til með að leika
„svartklædda manninn“. Leikkon-
an Reese Witherspoon hefur tekið
að sér hlutverk tónlistarkonunnar
June Carter sem varð síðar eigin-
kona hans.
Myndin heitir „Walk the Line“
og hefjast tökur í haust. Myndinni
er lýst sem „óhefðbundinni ævi-
sögu“ enda ævi kappans líklegast
nokkuð óhefðbundin.
James Mangold, leikstjóri og
höfundur „Copland“ og „Girl,
Interrupted“, gerir myndina. ■
JOHNNY
CASH
Johnny Cash er
svo sannarlega
maður sem
hefur þurft að
synda upp í
móti.