Fréttablaðið - 16.04.2003, Page 1

Fréttablaðið - 16.04.2003, Page 1
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 16. apríl 2003 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Bíó 22 Íþróttir 18 Sjónvarp 24 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FÓTBOLTI Mikilvægasti leikur ársins TÓNLEIKAR Lögin hans Páls MIÐVIKUDAGUR 90. tölublað – 3. árgangur bls. 20 FERÐAMÁL Landsbyggðin fær 100 milljónir bls. 18 FUNDUR Leiðtogafundur Evrópusam- bandsins hefst í Aþenu í dag. Stækkun Evrópusambandsins til austurs verður undirrituð og fer í staðfestingarferli hjá öllum aðild- arríkjum og umsóknarríkjum. Leiðtogafundur í Aþenu FUNDUR Kynningarfundur um mann- aflaþörf vegna fyrirhugaðra stór- iðjuframkvæmda frá árinu 2003 til 2008 verður haldinn á Hótel Kea á Akureyri klukkan 12. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, mun ávarpa fundinn, en síðan verða niðurstöður starfshóps kynntar. Einnig verða á fundinum erindi og hagnýtar ábendingar um það hvernig íslensk fyrirtæki geta sem best undirbúið sig í þeim til- gangi að ná sem bestum árangri varðandi tilboð og verkefni í fyrir- sjáanlegum stóriðjuframkvæmd- um. Mannaflaþörf rædd FÓTBOLTI Tveir leikir fara fram í deildarbikarkeppni Knattspyrnu- sambands Íslands í kvöld. Haukar mæta Víkingum í Reykjaneshöll klukkan 20 og Fylkir tekur á móti Grindavík í Egilshöll klukkan 20.30. Fylkir mætir Grindavík bls. 4 REYKJAVÍK Austlæg átt 10-15 m/s og lítilsháttar rigning öðru hvoru. Hiti 9 til 13 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Rigning 9 Akureyri 8-13 Hálfskýjað 9 Egilsstaðir 8-13 Hálfskýjað 10 Vestmannaeyjar 13-18 Súld 10 ➜ ➜ ➜ ➜ FÓTBOLTI Á TUNGUBÖKKUM Veðurblíðan hefur verið mikil undanfarna daga og gróður virðist koma vel undan vetri. Segja má að leikmenn Aftureldingar og ÍA tóku forskot á sæluna í gær, þegar leikur þeirra var færður úr knattspyrnuhúsinu Fífunni í Kópavogi upp á Tungubakka í Mosfellsbæ. Leiknum lauk með 5 - 0 sigri ÍA og sést hér Stefán Þórðarson skora eitt markanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M STJÓRNMÁL „Það er mun meira að gerast í þessari kosningabaráttu en í kosningum undanfarinna ára. Hún er miklu meira spennandi og það eru miklu meiri tíðindi af ýmsu tagi í henni en oft áður, þannig að ég held ég verði að segja að þetta sé óvenju merkileg kosningabarátta,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands. Ein stærstu tíðindin telur Gunnar Helgi felast í því hvað kosningabaráttan er hörð og hvað styrkleikahlutföll flokkanna hafa breyst mikið, af skoðanakönnun- um að dæma. „Það gneistar á milli Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokksins,” segir Gunnar Helgi. „Þessi tveggja flokka kosninga- barátta er ekki eitthvað sem við höfum átt að venjast hér á landi.“ Gunnar Helgi telur einnig til tíðinda að forystumenn flokkanna séu farnir að gefa út yfirlýsingar í mun meiri mæli um það hvernig stjórnarmynstur þeir telji að séu í spilunum að afloknum kosningum. „Menn eru farnir að spá í að þessi eða hin stjórnin sé ekki á pappírn- um. Það er fremur sjaldgæft.“ Að sögn Gunnars Helga geta slíkar yfirlýsingar aukið líkur á stjórn- arkreppu. Miðað við síðustu skoð- anakannanir, þar sem stjórnin heldur ekki meirihluta, gæti stjórnarkreppa blasað við ef Frjálslyndir, Vinstri grænir og Samfylking ná ekki saman. Sjálf- stæðisflokkur hefur lýst sig andsnúinn þriggja flokka sam- starfi, Framsóknarflokkur ætlar ekki í stjórn miðað við núverandi stöðu og litlir kærleikar virðast með Samfylkingu og Sjálfstæðis- flokki. Síðast en ekki síst telur Gunnar Helgi það heyra til tíðinda hvað munurinn á stefnumálum flokk- anna er skýr um þessa mundir. Undir það tekur Svanur Kristjáns- son, prófessor í stjórnmálafræði, sem telur kosningabaráttuna óvenju merkilega af þeim sökum. „Það er skýr munur varðandi kvótakerfið,“ segir Svanur. „Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur ætla ekki að breyta því. Það er skýr munur varðandi skattatillögur. Frjálslyndir og Samfylkingin vilja skattalækkan- ir sem koma fyrst og fremst þeim tekjulægri til góða. Það er skýr munur varðandi afstöðu til utan- ríkismála, í Íraksmálinu. Það er skýrari munur milli stjórnar og stjórnarandstöðu en oft áður. Ég man ekki eftir skýrari mun síðan 1971, þegar stjórnarandstaðan vildi færa út landhelgina og stjórnarflokkarnir ekki.“ gs@frettabladid.is Óvenju merkileg og hörð kosningabarátta Tveir prófessorar í stjórnmálafræði telja yfirstandandi kosningabaráttu fela í sér stórfelldari póli- tísk tíðindi en kosningar undanfarinna ára. Harðar yfirlýsingar auka líkur á stjórnarkreppu. SVANUR KRISTJÁNSSON Man ekki eftir skýrari málefnamun. GUNNAR HELGI KRISTINSSON Kosningabaráttan er óvenju hörð. Páskastemmning Opið til 21.00 í kvöld EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir 2,75% hagvexti í nýrri skýrslu um þjóðarbúskap- inn. Þetta er 1% meiri hagvöxtur en ráðuneytið hafði áður spáð. Ráðuneytið spáir enn meiri hag- vexti á næsta ári eða 3,75%. „Gangi þessi spá eftir markar það upphafið á nýju hagvaxtar- tímabili þar sem virkjunar- og ál- versframkvæmdir verða fyrir- ferðarmiklar allt fram til ársins 2010,“ segir í niðurstöðum skýrsl- unnar. Í skýrslunni er gengið út frá þeirri meginforsendu að auk byggingar álvers á Reyðarfirði verði ráðist í stækkun álverk- smiðju Norðuráls á Grundartanga. Reiknað er með að atvinnuleysi verði að jafnaði um 3% af mann- afla árið 2003 en fari lækkandi þegar líða tekur á árið. Gert er ráð fyrir að enn dragi úr atvinnuleysi árið 2004. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að laun hækki að meðaltali um 5% árið 2003 og 6% árið 2004 bæði vegna samningsbundinna launahækkana og launaskriðs. Samkvæmt þessum spám mun kaupmáttur launa halda áfram að aukast, um 3% árið 2003 og 3,5% árið 2004. Samkvæmt áætlun fjármála- ráðuneytisins er talið að liðlega 2 milljarða króna halli hafi verið á búskap hins opinbera í fyrra. Af- koma ríkissjóðs er talin hafa verið í járnum en nokkur halli varð á rekstri sveitarfélaga. Árið 2003 er gert ráð fyrir heldur batnandi af- komu en þó áfram lítils háttar halla. ■ Skýrsla fjármálaráðuneytisins um þjóðarbúskapinn: Nýju hagvaxtartímabili spáð Veðrið í vetur: Fágætum vetri að ljúka VEÐUR Veturinn var mjög hlýr á landinu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Mest munaði um fádæma hlýj- an desembermánuð en einnig voru aðrir mánuðir hlýir. í Reykjavík og Stykkishólmi var veturinn þriðji hlýjasti vetur frá upphafi mælinga og á Akur- eyri sá annar hlýjasti. Meðalhiti í Reykjavík síðustu tólf mánuði er hærri en nokkurs almannaksárs frá upphafi mælinga, en finna má nokkur önnur tilvik þegar 12 mánaða hiti var hærri, síðast í mars 1945 til febrúar 1946. Alhvítt var í 18 daga í Reykjavík og hafa alhvítir dagar ekki verið jafnfáir síðan árið 1977. Úrkomusamt var um sunn- anvert landið og hefur úrkoma ekki mælst meiri í Reykjavík frá árinu 1992. ■ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá febrúar 2003 14% D V 90.000 eintök 73% fólks lesa blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á miðviku- dögum? 61% 77%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.