Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 16.04.2003, Qupperneq 2
2 16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR “Að sjálfsögðu hefur þetta ekki farið fram hjá mér.“ Össur Skarphéðinsson var á dögunum kjörinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn á Alþingi af hlust- endum útvarpsstöðvarinnar Zombie. Hann er kvæntur Árnýju Sveinbjörnsdóttur. Spurningdagsins Árný, vissir þú af þessu? MOSUL Bandarískir hermenn skutu tíu manns til bana og særðu marga til viðbótar eftir að fólk hafði gert aðsúg að nýjum borgar- stjóra. Þetta hafa Al Jazeera og AFP fréttastofurnar eftir læknum á sjúkrahúsi borgarinnar og fólki sem var á staðnum. Yfirmenn Bandaríkjahers þvertaka fyrir að bandarískir hermenn hafi hafið skothríð á fólkið. Þeir hafi svarað árásum óþekktra byssumanna sem skutu á þá úr launsátri. Haft er eftir Ayad al-Ramad- hani, lækni á sjúkrahúsi borgar- innar, að tíu til tólf manns hefðu látist og um hundrað manns leitað aðhlynningar vegna sára. Læknar á spítalanum höfðu eftir særðu fólki að til uppþota hefði komið þegar borgarstjórinn hvatti fólk til að sýna Bandaríkjaher sam- vinnu. Fólk hefði grýtt borgar- stjórann og hermenn svarað með skothríð. Talsmaður Bandaríkjahers sagði að skotið hefði verið á her- menn af húsþökum. Þeir hafi svarað þeirri skothríð en ekki skotið á almenning. Hann gat ekki sagt til um hvort tilræðismennirn- ir hefðu verið felldir. Hveragerði: Jarðskjálfti í gærmorgun HAMFARIR Jarðskjálfti mældist í gærmorgun skammt frá Hvera- gerði. Samkvæmt sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar voru upptök skjálftans um þrjá kíló- metra suður af Hrómundartindi og mældist hann 2,3 á Richter. Skjálftinn varð klukkan 8.30. Í síðustu viku mældust þrír jarðskjálftar í Ölfusinum, milli Hveragerðis og Þorlákshafnar. Stærsti skjálftinn mældist þá þrír á Richter. Haft var eftir Gunnari Guðmundssyni á jarðeðlissviði Veðurstofunnar að minniháttar hrinur væru ekki óalgengar á þessu svæði og hefðu enga sér- staka þýðingu. ■ SAMEINING „Starfsmenn eru auð- vitað smeykir eftir þessar fyrstu yfirlýsingar, sérstaklega í verð- bréfadeildum bankanna,“ segir Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, um hug starfs- manna Kaup- þings og Búnað- arbanka eftir yf- irlýsingar um s a m e i n i n g u bankanna. F r i ð b e r t Traustason segir að Heiðar Már Jónsson, for- stjóri Kaup- þings, hafi látið að því liggja að einhverjar upp- sagnir yrðu. Ennþá er ekki vitað hvaða afleiðingar þessi sameining kemur til með að hafa í för með sér. Friðbert segir reynsluna vera þá að þegar tvær stórar deildir séu sameinaðar, eins og verð- bréfadeildir þessara banka, sé ekki byrjað á því að tilkynna upp- sagnir. Hann segir uppsagnir það vitlausasta sem gert er, því það komi óróa af stað innan bankans, hjá starfsmönnum og einnig hjá viðskiptavinum. „Starfsmenn eru allir í sambandi við sína við- skiptavini þannig að stjórnendur láta líða einhvern tíma áður en svokallaðri hagræðingu verður náð fram, oft er beðið í eitt til þrjú ár. Í verðbréfabransanum er mikið af ungu fólki, sem getur haft í för með sér meiri starfs- mannaveltu en almennt er í við- skiptabönkum. Yngra fólkið flyt- ur sig meira til, meðal annars í framhaldsnám. Því er hægt að ná fram hagræðingu á skömmum tíma án þess að grípa til róttækra aðgerða eins og uppsagna,“ segir Friðbert. Friðbert segir sameiningar stórra fyrirtækja án uppsagna þekkta víða um Evrópu. Íslands- banki og FBA gáfu það út í upp- hafi sinnar sameiningar að ekki yrðu uppsagnir heldur tíminn lát- inn líða. Þannig myndu þeir ná fram hagræðingu sem tókst mjög vel. „Ég vona að Búnaðarbanki og Kaupþing fari svipaða leið, það væri hræðilegt fyrir starfsmenn þeirra að eiga uppsagnir yfir höfði sér. Orðspor bankans myndi heldur ekki vera gott úti í þjóðfé- laginu ef margir verða reknir. Fyrirtæki þurfa að hugsa út frá viðskiptalegum sjónarmiðum. Viðskiptavinir vilja almennt að vel sé komið fram við starfs- menn. Það kostar kannski eitt- hvað fyrst um sinn en til framtíð- ar telja menn þetta vænlegustu leiðina,“ segir Friðbert. hrs@frettabladid.is Á VEITINGASTAÐ Að minnsta kosti 56 manns hafa látist af völdum bráðalungnabólgu í Hong Kong og virðist ekkert lát á útbreiðslu sjúkdómsins. Sængurkona lést: Björguðu lífi ófædds barns HONG KONG, AP Læknum í Hong Kong tókst að bjarga lífi ófædds barns 34 ára gamallar konu sem veiktist af bráðalungnabólgu. Barnið var tekið með keisara- skurði 1. apríl síðastliðinn. Móðir- in lést tæpum tveimur vikum síð- ar en engar upplýsingar hafa fengist um líðan barnsins. Faðir- inn veiktist einnig en honum tókst að sigrast á sjúkdómnum. Konan var lögð inn á sjúkrahús með einkenni bráðalungnabólgu 30. mars og var þá þegar orðin al- varlega veik. Ákváðu læknar að taka barnið með keisaraskurði þrátt fyrir að níu mánaða með- göngutíma væri ekki lokið. ■ ÚR, AP Þúsundir Sjítamúslíma efndu til mótmæla nærri fundar- staðnum þar sem fulltrúar ýmissa samtaka og hópa Íraka voru sam- an komnir til að ræða framtíð Íraks. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Bandaríkjanna sem buðu hópum og samtökum að senda fulltrúa til þátttöku. Stærstu samtök Sjítamúslíma, Æðsta ráð íslamskrar byltingar í Írak, hunsuðu fundarboð Banda- ríkjamanna. „Írak þarfnast íra- skrar bráðabirgðastjórnar,“ sagði Abdul Aziz Hakim, einn leiðtoga samtakanna. Allt annað væri end- urhvarf til nýlendutímans. Bandaríkjastjórn hefur „engan áhuga, alls engan áhuga, á því að stjórna Írak,“ sagði Zalmay Khalilizad, sendimaður Banda- ríkjastjórnar, þeim sem mættu til fundarins. Meðal þeirra sem mættu voru Kúrdar, Súnnímúslímar, Sjítamúslímar og Írakar sem hafa búið erlendis. Þeir ákváðu að funda aftur að tíu dögum liðnum. ■ Skoðanakönnun Stöðvar 2: Sjálfstæðis- flokkur fær tæp 37% SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk- urinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt skoðanakönnun IBM fyrir Stöð 2. Flokkurinn mælist með 36,8% og fengi samkvæmt því 25 þing- menn. Samfylkingin er næst- stærst með 33,9% og 22 þing- menn. Framsóknarflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn með 10,8% og 7 þingmenn, Vinstri grænir með 8,6% og 5 þingmenn. Frjálslyndir mælast með 7% og fengju samkvæmt því 4 þing- menn. ■ Héraðsdómur Reykjaness: Stal Zippo kveikjara DÓMSMÁL 19 ára piltur búsettur í Kópavogi mætti fyrir dómara Héraðsdóms Reykjaness í gær en hann var sakaður um að hafa brot- ist inn í íbúðarhús í Kalundborg í Danmörku árið 2000 og hafa stolið þaðan myndavél, Zippo kveikjara og tveimur bíllyklum. Pilturinn játaði skýlaust og var ákvörðun um refsingu frestað og að hún verði látin niður falla haldi sak- borningur skilorð. ■ Fréttablaðið um páskana Fréttablaðið kemur út á morgun, skírdag og síðan þriðjudaginn 22. apríl. Afgreiðsla Fréttablaðsins verður opin til 18 í dag. Smáaug- lýsingasíminn verður opin til klukkan 22 í kvöld og frá klukkan 10 til 22 á laugardaginn. ■ Bótagreiðslur: Hafa valdið vonbrigðum HÖFÐABORG, AP Bæturnar sem rík- isstjórn Suður-Afríku hefur ákveðið að greiða fórnarlömbum aðskilnaðarstefnu hvíta meiri- hlutans er rétt rúmlega helmin- gur þess sem sannleiks- og sátta- nefndin hafði lagt til. Ríkisstjórn- in hefur samþykkt að greiða öll- um þeim sem báru vitni fyrir nefndinni andvirði 320.000 króna en lagt hafði verið til að bæturnar næmu nær hálfri milljón króna á hvern einstakling. Thabo Mbeki, forseti Suður- Afríku, sagði ekki koma til greina að skattleggja sérstaklega fyrir- tæki sem grunuð eru um stuðning við aðskilnaðarstefnuna eða styð- ja lögsókn gegn þeim. ■ Hungursneyð: Byssur fyrir kjúklinga ZAMBÍA, AP Bændur í Afríkuríkinu Zambíu hafa átt vöruskipti við ná- granna sína í Angóla að undan- förnu. Þeir hafa látið geitur og kjúklinga í skiptum fyrir byssur. Í kjölfar áratugalangs borgara- stríðs er ofgnótt vopna í Angóla en lítið af mat, enda hafa stríðsá- tökin leikið landsmenn grátt. Lögreglumenn í norðvestur- hluta Zambíu skáru upp herör gegn vöruskiptunum í kjölfar þess að átta morð voru framin á skömmum tíma. ■ Blóðpeningar: Heiðnir á hálfvirði TEHERAN, AP Harðlínumenn í Íran hafa beitt neitunarvaldi gegn lagafrumvarpi þess efnis að morðingjar skulu greiða aðstand- endum fórnarlamba sinna jafn- háa upphæð óháð trúarbrögðum. Þingið sem er skipað umbótasinn- um hafði áður samþykkt frum- varpið. Samkvæmt gildandi lögum eiga morðingjar að greiða ætt- ingjum fórnarlambsins bætur að andvirði tæpra tveggja milljóna króna ef fórnarlambið er múslí- mi. Aðhyllist fórnarlambið önnur trúarbrögð eru bæturnar, svo- kallaðir blóðpeningar, helmingi lægri. ■ BANDARÍKJAMENN Í MOSUL Læknar segja fjölda manns hafa látist og særst. Bandaríkjamenn sagðir skjóta á mannfjölda á útifundi: Tíu látnir og fjölmargir særðir FUNDAÐ Í TJALDI Fundurinn í gær fór fram í tjaldi sem reist var á flugvelli nærri hinum sögufræga stað Úr. Fulltrúar íraskra hópa beina sjónum að framtíð Íraks: Þúsundir Sjítamúslíma mótmæla Starfsmenn ugg- andi um sinn hag Formaður Sambands íslenskra bankamanna segir sameiningar stórra fyrirtækja án uppsagna þekkjast víða um Evrópu. AFGREIÐSLA BÚNAÐARBANKANS Í KRINGLUNNI Ekki er vitað hvaða afleiðingar sameiningin hefur fyrir starfsmenn bankanna. „Hægt að ná fram hag- ræðingu á skömmum tíma án þess að taka til rótækra að- gerða eins og uppsagna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.