Fréttablaðið - 16.04.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 16.04.2003, Síða 6
6 16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 77.21 -0,58% Sterlingspund 121.30 -0,76% Dönsk króna 11.19 -0,36% Evra 83.09 -0,41% Gengisvístala krónu 120,02 -0,34% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 320 Velta 2.778 milljónir ICEX-15 1.417 0,27% Mestu viðskipti Ker hf. 181.021.117 Kaupþing banki hf.128.363.653 Búnaðarbanki Íslands hf.115.166.948 Mesta hækkun Ísl. hugbúnaðarsjóðurinn hf.6,49% Skýrr hf. 3,57% Samherji hf. 2,25% Mesta lækkun Flugleiðir hf. -4,17% Grandi hf. -2,56% Kaupþing banki hf. -1,67% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8380,7 0,4% Nasdaq*: 1392,0 0,5% FTSE: 3916,8 1,8% DAX: 2853,5 2,8% NIKKEI: 7838,8 1,1% S&P*: 889,9 0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Kálfur leit dagsins ljós í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum um síðustu helgi. Hvað heitir kálfurinn? 2Bandaríkjamenn hafa sakað Sýrlend-inga um að reyna að koma sér upp gereyðingarvopnum. Hvað heitir forseti Sýrlands? 3Tvær stúlkur af erlendu bergi brotnarkeppa um titilinn Ungfrú Ísland.is. Frá hvaða löndum koma stúlkurnar? Svörin eru á bls. 30 4. flokki 1992 – 38. útdráttur 4. flokki 1994 – 31. útdráttur 2. flokki 1995 – 29. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 2003. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is SVEITARFÉLÖG Foreldrar nemenda við Lækjarskóla og starfsfólk skólans hefur lagt fram undir- skriftalista gegn frestun á bygg- ingu íþróttahúss og kennslusund- laugar við Lækjarskóla. Sjálfstæðismenn í bæjarráði Hafnarfjarðar segjast taka heils- hugar undir mótmælin. Þeir minna á að fyrrverandi meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hafi samþykkt að mannvirkin yrðu tekin í notkun í ágúst árið 2004. Sérkennilegt sé að Samfylkingin dragi lappirnar í máli sem sé til hagsbóta og hag- ræðis fyrir nemendur auk þess að bæta öryggi þeirra: „Bæjarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins telja það forkastanlegt að tala eilíflega um flýti- framkvæmdir og það jafnvel um verk sem þegar var ákveðið að ráðast í.“ Bæjarfulltrúar Samfylking- arinnar segja tillögu um upp- byggingu kennslusundlaugar hafa verið vísað til frekari umfjöllunar og afgreiðslu hjá stjórn Fasteignafélags Hafnar- fjarðar: „Nánari skoðun á fram- kvæmdaáætlun íþróttaaðstöðu við Lækjarskóla er því í fullri vinnslu og niðurstaða mun liggja fyrir við framlagningu nýrrar 3ja ára framkvæmdaáætlunar nú á næstunni.“ ■ LÆKJARSKÓLI Í HAFNARFIRÐI Foreldrar nemenda í Lækjarskóla eru óánægðir með frestun íþróttahúss og sundlaugar við skólann. Sjálfstæðismenn í bæjarráði taka undir. Meirihluti Samfylkingar segir til skoð- unar að setja sundlaugina á þriggja ára áætlun. Sjálfstæðismenn taka undir með foreldrum og starfs- fólki Lækjarskóla: Deilt um frestun íþróttamannvirkja VÍGAMAÐUR SYRGÐUR Ættingjar Abed Al-Hamed Abu Al-Aesh gráta hann. Ísraelskir hermenn skutu hann á landamærum Gaza og Egyptalands. Blóðugur dagur: Sex felldir MIÐAUSTURLÖND, AP Sex manns létu lífið í þremur atvikum á Vestur- bakkanum og Gaza-ströndinni í gær, þrír Ísraelar og þrír Palest- ínumenn. Palestínumaður var skotinn til bana eftir að hafa drepið tvo Ísra- ela með skothríð og handsprengj- um á landamærum Gaza og Ísra- els. Ísraelskur lögreglumaður féll fyrir hendi palestínsks manns sem lögreglan eltist við í Nablus. Umsátur var gert um Palestínu- manninn sem féll í skothríðinni. Vopnaður Palestínumaður var skotinn til bana af Ísraelum í Rafah-flóttamannabúðunum. ■ SKOÐANAKÖNNUN Um 80% lands- manna bera frekar eða mjög mikið traust til lögreglunnar samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á laugardaginn. Úrtakið var 1.200 manns. Aðeins 5% segjast bera frek- ar lítið traust til lögreglunnar og 2% mjög lítið traust. Mjög lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu, en þegar niður- stöðurnar eru skoðaðar með til- liti til kynja kemur í ljós að karlar bera markvert minna traust til lögreglunnar en konur. Um 9% karla bera frekar eða mjög lítið traust til lögreglunn- ar samanborið við um 5% kvenna. Karlar á landsbyggð- inni vantreysta lögreglunni ör- lítið meira en karlar í þéttbýli. Landsmenn bera mun minna traust til dómstólanna en lög- reglunnar. Tæplega 60% lands- manna segjast bera mjög eða frekar mikið traust til dómstól- anna, en 16% segjast bera frek- ar lítið eða mjög lítið traust til þeirra. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu, en fólk á landsbyggðinni vantreystir dómstólunum örlítið meira en fólk í þéttbýli. Konur, sem bera meira traust til lögreglunnar en karlar sam- kvæmt niðurstöðum könnunar- innar, bera minna traust til dómstólanna en karlar. Um 17% kvenna segjast bera frekar eða mjög lítið traust til dómstól- anna, samanborið við 14% karla. Örlítið fleiri konur á landsbyggðinni vantreysta dómstólunum en konur í þétt- býli. Munurinn er samt varla marktækur. Úrtakið var 1.200 manns. Spurt var: Hversu mikið traust berð þú til lögreglunnar á Ís- landi? og: Hversu mikið traust berð þú til dómstólanna á Ís- landi? trausti@frettabladid.is FÁIR VANTREYSTA LÖGREGLUNNI Um 9% karla bera frekar eða mjög lítið traust til lögreglunnar samanborið við um 5% kvenna. HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Um 17% kvenna segjast bera frekar eða mjög lítið traust til dómstólanna, saman- borið við 14% karla. Dómstólar njóta minna trausts en lögreglan Um 80% landsmanna treysta lögreglunni en 60% bera traust til dómstólanna. Karlar vantreysta lögreglunni frekar en konur. Dæmið snýst við þegar kemur að dómstólunum. Mjög mikið 24% Frekar mikið 56% Hvorki né 13% Frekar lítið 5% Mjög lítið 2% Mjög mikið 15% Frekar mikið 44% Hvorki né 25% Frekar lítið 10% Mjög lítið 6% Grunaður um mansal: Gögn að utan LÖGREGLUMÁL Gert er ráð fyrir að ákæra verði gefin út í næstu viku á hendur manni sem grunaður er um að hafa reynt að koma fjórum Kín- verjum ólöglega til Bandaríkjanna gegn peningagreiðslu. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli, segir rannsókn málsins ganga vel. Maðurinn, sem er bandarískur ríkisborgari, er grunaður um man- sal og var úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 1. maí. Starfsmenn sýslu- mannsembættisins hafa leitað gagna víða í tengslum við rannsókn málsins og farið til Þýskalands og Bandaríkjanna í því skyni. ■ SJÁVARÚTVEGUR Vilyrði Davíðs Odd- sonar forsætisráðherra og Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra um 30 þúsund tonna aukningu þorskveiðiheimilda styðjast ekki við ráðgjöf Hafrannsóknastofnun- ar. Ráðherrarnir segjast byggja á upplýsingum stofnunarinnar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, bendir á að í ástandsskýrslu stofnunarinnar frá í fyrra sé gert ráð fyrir áður- greindri aukningu á næsta fisk- veiðiári. Mælingar í svokölluðu tog- araralli í síðasta mánuði hafi sýnt 9% aukningu í þorskstofninum. Hins vegar byggi stofnunin fisk- veiðiráðgjöf sína á fleiri þáttum. Ráðgjöfin fyrir næsta fiskveiðiár verði gefin út um mánaðamótin maí-júní eins og venja sé. „Ráðherrarnir eru væntanlega að vísa í ástandsskýrsluna frá í fyrra og í togararallið í mars. Við viljum hins vegar hafa ýmsa fyrir- vara á þessu þar til okkar úttekt er að fullu lokið,“ segir Jóhann. Gangi áætlanir Hafrannsókna- stofnunar frá í fyrra og áform ráð- herranna eftir munu aflaheimildir í þorski verða 209 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september í haust. ■ HAFRANNSÓKNASKIPIÐ BJARNI SÆMUNDSSON „Höfum fyrirvara þar til okkar úttekt er að fullu lokið,“ segir Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, um hugsan- lega aukningu þorskveiðiheimilda. Vilyrði forsætisráðherra um auknar þorskveiðiheimildir: Styðst ekki við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar HVERSU MIKIÐ TRAUST BERÐ ÞÚ TIL LÖGREGLUNNAR Á ÍSLANDI? HVERSU MIKIÐ TRAUST BERÐ ÞÚ TIL DÓMSTÓLANNA Á ÍSLANDI? INNHERJASVIK Fjórir danskir bankamenn hafa fengið skilorðs- bundna fangelsisdóma fyrir innherjasvik. Mennirnir voru starfsmenn Midtbank þegar hann var seldur Handelsbanken. Mennirnir keyptu hlutabréf í bankanum, sem hækkuðu um 150% við samrunann. ■ Norðurlönd

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.