Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2003, Qupperneq 7

Fréttablaðið - 16.04.2003, Qupperneq 7
BANGKOK, AP Að minnsta kosti 359 manns hafa látist og yfir 23.000 slasast í umferðarslysum á fyrstu þremur dögum nýárshátíðarhalda í Tælandi. Songkran, sem einnig er kölluð vatnshátíðin, er stærsta hátíð Tælendinga og fylgir henni jafnan mikill hamagangur. Millj- ónir manna ferðast landshluta á milli til þess að hitta fjölskyldur sínar og er talsvert um ölvun- arakstur. Fullorðnir karlmenn og ung- lingspiltar hafa orðið valdir að um 85 prósentum banaslysanna og um 75 prósentum annarra um- ferðaróhappa. Að sögn heilbrigð- isráðuneytisins hefur yfir helm- ingur þeirra sem hafa slasast ver- ið undir áhrifum áfengis. Á síðasta ári létu 567 manns líf- ið og yfir 38.000 slösuðust í um- ferðarslysum á meðan á Songkran stóð. Í ár hafa verið gerðar um- fangsmiklar öryggisráðstafanir til þess að stemma stigu við þess- um óæskilega fylgifiski hátíðar- haldanna. Læknar eru á vakt allan sólarhringinn á yfir 900 stöðum víðs vegar um landið. Enn fremur hefur konum verið bannað að ganga í efnislitlum fatnaði á með- an á hátíðinni stendur. Yfirgnæf- andi meirihluti landsmanna er samþykkur því að banna konum að klæðast hlýrabolum. ■ Prenta.is býður þér stórkostlegan sparnað! Vissir þú að það er hægt að endurfylla öll blekhylki með áfyllingarsettinu frá prenta.is? Sparaðu í rekstrarkostnaði prentarans þíns og notaðu blekhylkið þitt aftur og aftur. Sem dæmi getur þú fyllt á blekhylkið þitt fyrir u.þ.b 400 kr hjá prenta.is Þú getur sparað þér stórar upphæðir á prenta.is Prenta.is hjálpar þér að spara www. prenta.is Finnst þér dýrt að kaupa blekhylki? 8 16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR WorldCom: Óskar nýs lífs NEW YORK, AP Nokkrum mánuðum eftir að hafa skilað inn stærstu gjaldþrotabeiðninni í sögu Banda- ríkjanna hafa stjórnendur WorldCom farið fram á að fá að endurskipuleggja reksturinn og halda áfram. Helstu lánardrottnar fyrirtækisins hafa lýst stuðningi sínum við að sú leið verði farin. Skuldir fyrirtækisins námu á þriðja þúsund milljarða króna þegar það lýsti yfir gjaldþroti. Nú er farið þess á leit að meirihluti skuldanna verði gefinn eftir. Verði dómstóll við beiðni fyrirtækisins hyggjast stjórnendur breyta nafninu í MCI eftir einu undirfyrirtækja þess. ■ ÓLÆTI Stjórn Skólafélags Mennta- skólans við Sund og nemendur hafa sent frá sér tilkynningu í kjöl- far óláta sem urðu í miðbæ Reykjavík þegar nemendur dimitteruðu. Þurfti lögregla að skerast nokkrum sinnum í leikinn. Höfðu nemendur m.a. ráðist á tvo starfsmenn verslana við Lauga- veg. Annar var fluttur á slysadeild með höfuðáverka. Flöskum var kastað í bíla sem óku niður Lauga- veg og rúða brotin í verslun. „Framferði nokkurra nemenda var skólanum og öllum nemendum hans til skammar. Stjórnin vill hins vegar árétta að einungis örfáir ein- staklingar innan skólans voru að verki,“ segir í tilkynningunni. Þá segist stjórnin styðja allar ákvarð- anir skólayfirvalda hvað varðar þá sem hlut áttu að máli. Að lokum eru allir sem urðu fyrir ónæði eða eignatjóni beðnir innilegrar afsök- unar fyrir hönd allra nemenda skólans. ■ LÍFEYRIR Fjármálaeftirlitið var spurt um það í lok október hvort því væri kunnugt um það að Sig- urður Tryggvi Sigurðsson, endur- skoðandi Lífeyrissjóðs Austur- lands, og Gísli Marteinsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri sama lífeyrissjóðsins, hefðu á sama tíma og þeir störfuðu við sjóðinn rekið saman einkafyrirtækið Sjö dverga ehf. Félagið var rekið und- ir þeim yfirlýsta tilgangi að það annaðist kaup og sölu hlutabréfa, annarra verðbréfa og fasteigna. Sá sem spurði Fjár- málaeftirlitið um þetta atriði benti á það í bréfi sínu að það væri hans mat að samvinna endurskoðand- ans og framkvæmdastjórans á þessu sviði fæli í sér lögbrot. „Þetta fyrirtæki var ætlað til þess að leggja áhættubréf og sjö manns lögðu fram 100 þúsund krónur hver. Við áttum engin við- skipti við Lífeyrissjóð Austur- lands. Þetta félag er lifandi dautt, menn urðu blankir einn tveir og þrír,“ segir Sigurður Tryggvi Sig- urðsson endurskoðandi um Dvergana sjö. Hann segist ekki telja að þótt hann ætti fyrirtæki úti í bæ með framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins ættu tengsl þeirra við lífeyrissjóðinn að skipta neinu máli. Páll Gunnar Pálsson, forstöðu- maður Fjármálaeftirlitsins, segist ekki geta tjáð sig um einstök er- indi sem til stofnunarinnar ber- ast. Hann segir þó vera ljóst að Fjármálaeftirlitið hafi haft Líf- eyrissjóð Austurlands til eftirlits og skilað ýmsum athugasemdum til stjórnar sjóðsins. „Við höfum meðal annar til at- hugunar þær ábendingar sem því berast og eftirliti okkar er hvergi lokið,“ segir Páll Gunnar. Hann segir jafnframt að það sé á valdi stjórnar sjóðsins að upplýsa um afskipti Fjármálaeftirlitsins. Málefni Lífeyrissjóðs Austur- lands hafa verið mjög í brenni- depli eftir að á daginn kom stór- tap sjóðsins. Þá hefur komið í ljós að sjóðstjórnin hefur staðið að vafasömum aðgerðum svo sem kaupum á einbýlishúsi fráfarandi framkvæmdastjóra og starfsloka- samnings upp á 29 milljónir króna sem gerður var við hann. Stjórnin er einnig gagnrýnd fyrir vafa- samar fjárfestingar í óskráðum félögum á borð við enska fót- boltaliðið Stoke. Nokkrir sjóðfélagar hafa kraf- ist opinberrar rannsóknar og kært stjórnarmenn og endurskoð- anda til ríkissaksóknara fyrir meint brot á lögum í starfi sínu. Meðal þess sem er bent á í kæru Austfirðinganna er að ávöxt- un hjá Lífeyrissjóði Austurlands hefur verið afspyrnu slök undan- farin ár og árin 1998 og 2000 tæp- lega 1,7 milljarður króna. Á sama tíma var rekstarkostnaður sjóðs- ins með því hæsta sem gerðist hjá sambærilegum lífeyrissjóðum eða á bilinu 4,18 til 5,81 prósent af inn- komnum iðgjöldum en til saman- burðar voru aðrir sjóðir með á bil- inu 1,1 til 4,38 prósent í kostnað vegna reksturs. rt@frettabladid.is HÆTTULEGUR LEIKUR Yfirvöld á Tælandi hafa gripið til þess ráðs að banna háþrýstivatnsbyssur á meðan á hátíðarhöldunum stendur. Spyrja um Dvergana sjö Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands og endurskoð- andi kærð til efnahagsbrotadeildar. Málefni sjóðsins enn til athugunar Fjármálaeftirlitsins. Menntaskólinn við Sund: Biðjast afsökunar á framferði nemenda AUSTURLAND Ýmislegt þykir athugavert við fjárreiður Líf- eyrissjóðs Austurlands. ■ Málefni sjóðs- ins eru enn til athugunar Fjár- málaeftirlitsins. Tælendingar fagna nýju ári: Skemmta sér úr hófi fram Orðrétt Nirflarnir sem vilja allt ókeypis Mætum öll á skrifstofur þeirra og þiggjum veitingar þeirra. Það virð- ist það eina sem við getum ætlast til af þeim á fjögurra ára fresti. Haraldur Árnason skorar á fátæklinga. DV, 14. apríl. Í alvöru? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið við völd undanfarin tólf ár. Berglind Svavarsdóttir 9. maður D-lista í Norð- austurkjördæmi. Morgunblaðið, 12. apríl. Hamskiptin Ég er í hópi þeirra sem telja að Morgunblaðið breytist í „flokks- málgagn Sjálfstæðisflokksins“ þegar líður að kosningum. Kristján Ari Arason. Morgunblaðið, 12. apríl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.